Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.1988, Blaðsíða 58
LAUGARDAGUR l. OKTÓBER 1988.
74
Andlát
Ingibjörg Vilborg Benjamínsdóttir
lést á Hrafnistu í Reykjavík aö
morgni 30. september.
Agúst Þórarinsson, Höfðagötu 11,
Stykkishólmi, andaðist á St. Fransis-
ku'sspítala hinn 29. september.
Valgerður S. Austmar, Furugerði 1,
Reykjavík, lést á gjörgæsludeild
Borgarspítalans fimmtudaginn 29.
september.
Björg Árnadóttir, Seljalandi 7, fyrr-
um húsfreyja á Stóra-Hofi, Gnúp-
verjahreppi, lést á dvalarheimilinu
Ljósheimum, Selfossi, 29. september.
Gústaf A. Halldórsson, fyrrverandi
kjötmatsmaður, Spítalastíg 2,
Hvammstanga, er látinn.
^ Tóiúeikar
Fundir
Félagsfundur hjá JC Nes
Annar félagsfundur JC Nes á starfsárinu
verður haldinn mánudaginn 3. október
kl. 20.30 í Sjálfstæðishúsinu á Seltjarnar-
nesi, Austurströnd 3, 2. hæð. Gestur
kvöldsins verður Jónína Benediktsdóttir
íþróttafræðingur. Fundurinn er öllum
opinn og eru félagsmenn hvattir til aö
taka með sér gesti.
Tilkyiuningar
Félag eldri borgara
Opið hús í Tónabæ í dag frá kl. 13.30. Kl.
14 ftjáls spilakennsla. Kl. 20 dansað. Opið
hús í Goðheimum, Sigtúni 3, á morgun
kl. 14. Frjálst spil og tafl, kl. 20 dansað
til kl. 23.30. Opið hús í Tónabæ á mánu-
dag frá kl. 13.30, félagsvist hefst kl. 14.
Óperutónleikar í Innri-Njarð-
víkurkirkju
Sunnudaginn 2. október kl. 17 verða
óperutónleikar í Innri-Njarðvíkurkirkju.
Fram koma Erla Gígja Garðarsdóttir,
sópran, Sigurður Bragason, baríton, og
Guðjón Óskarsson, bassi. Undirleikari á
jiaínó er Úlrik Ólason. Erla Gígja lauk
8. stigi í söng frá Tónlistarskólanum á
Akranesi sl. vor. Sigurður hefur sungið
á tónleikum víða um land og erlendis.
Hann lauk námi hjá Ferraro á Italíu 1986.
Guðjón er við nám í Akademíunni í
Osimo á Ítalíu. Síöasta vetur söng hann
eitt aðalhlutverkið í Rigoletto í Frakk-
landi. Hann mun syngja eitt af aðalhlut-
verkunum í uppfærslu Þjóðleikhússins
og íslensku óperunnar á Ævintýrum
Hoffmanns í október. Úlrik er organisti
í Kristskirkju í Reykjavík. Hann stundaði
framhaldsnám í V-Þýskalandi á árunum
1976-1980.
AUGLÝSING UM STYRKVEITINGAR
TIL KVIKMYNDAGERÐAR
Kvikmyndasjóður íslands auglýsir eftir umsóknum
um styrki til kvikmyndagerðar.
Sérstök eyðublöð fást á skrifstofu Kvikmyndasjóðs,
Laugavegi 24, III. hæð, 101 Reykjavík, og í mennta-
málaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, 101 Reykjavík.
Umsóknum skal skilað á skrifstofu Kvikmyndasjóðs
fyrir 1. desember 1988.
Reykjavík, 30. september, 1988
Stjórn Kvikmyndasjóðs íslands
FRÍKIRKJUFÓLK
Stuðningsmenn séra
Gunnars Björnssonar.
Skrifstofa stuðnings-
manna séra Gunnars
er á Frakkastíg 6 A
Reykjavík.
Símar 15951,15697 og 15709. Opiðfrá kl. 10-22
^laugard. og sunnud., aðra daga frá kl. 17-19
Ath. að stuðningsmenn séra Gunnars taka ekki þátt í
ólögmætri atkvæðagreiðslu í Álftamýrarskóla 1. og 2.
okt. Vinsaml. hafið samband við skrifstofuna.
Stuðningsmenn
Nauðungaruppboð
þriðja og síðasta
á eftirtöldum fasteignum:
Gv^nabakka 8, Bíldudal, þingl. eign
Jónu Runólfkióttur, fer fram eftir
kröfti Veðdeildar Landsbanka Islands,
Tryggingastoftiunar, Lífeyrissjóðs
Vestfirðinga, Samvinnutiygginga gt.
og Gunnars Sæmundssonar hrl.,
fimmtudaginn 6. október 1988 kl. 10.00
á eigninni sjálfri.
Aðalstræti 59, efri hæð, suðurendi,
Patreksfirði, þingl. eign Ólafs Har-
aldssonar fer fram eftir kröíu Veð-
deildar Landsbanka íslands, Bruna-
bótafélags Islands, Eyrasparisjóðs,
Ammundar Bachman hrl., Asgeirs
Thoroddsen hdl. og Ólafs Sigurgeirs-
sonar, fimmtudaginn 6. október 1988
kl. 11.00. á eigninni sjálfri.
Sýslumaður Barðastrandarsýslu.
Hjálpræðisherinn
Á sunnudag kl. 14 verður fjölskyldusam-
koma. Kapteinarnir Anne Gurine og
Daníel Óskarsson stjórna og tala. Kaffi-
veitingar. Kl. 20.30 veröur almenn sam-
koma. Ræðumaður sr. John Winston,
aöalframkvæmdastjóri kristnu kirkj-
unnar á Indlandi.
Bændaskólinn á Hvanneyri
verður settur sunnudaginn 2. október kl.
16. Nemendur í skólanum í vetur verða
rúmlega 100, þar af 20 í búvísindadeild.
Skólastjóri er Sveinn Hallgrímsson og
deildarstjóri Búvísindadeildar er Rík-
harð Brynjólfsson.
Alþjóðaungtemplaradagurinn
er 3. október. Þá minnast ungtemplarar
um allan heim dánardægurs John B.
Finch sem lést þann dag árið 1887. í til-
efni dagsins verða ungjtemplarar með
íjáröflun til styrktar ferðasjóði ÍUT, en
hlutverk hans er að efla samskipti ÍUT
við aðrar þjóðir. í dag verður kökubasar
og bókabasar kl. 13 í Templarahöllinni,
2. hæð, og á sunnudag verður haldið
áfram með bókabasar á sama stað kl.
14-18. Bókaforlag Arnar og Örlygs
stjTktu samtökin með þvi að gefa á basar-
inn 30 bókatitla, barna-, unglinga- og full-
orðinsbækur. Verðið á bókunum er frá
kr. 90. íslenskir ungtemplarar eru þessa
dagana að kynna vetrardagskrána. Að
venju verður mikið að gerast og má þar
nefna feröalög, kvöldvökur, partíkvöld,
átkvöld, diskótek og íþróttatímar auk
flölda verkefna sem tengjast fræðslu og
kynningu á vímulausum lifsstíl. ÍUT er
30 ára á þessu ári og eru að hefja félags-
starf í nýju félagsheimili, Sælukoti á Bar-
ónsstíg 20. Stminn á skrifstofunni er
21618. Öllum er velkomiö aö kynna sér
starfið.
Dansráð Islands með
fjölskylduhátíð
Danshátíð verður haldin á Hótel íslandi
sunnudaginn 2. október kl. 14.30-17 þar
sem allir fá aö æfa sig í dansi og njóta
þess á miili danssýninga íslandsmeistar-
anna í flokki kennara þeirra Jóns Péturs
Úlfljótssonar og Köru Arngrímsdóttur en
þau veröa fulltrúar íslands í Evrópu-
keppni (10 dansarar) í Berlín 5. nóv. nk.
Nýjasta hárgreiðslan fyrir veturinn verð-
ur sýnd frá Salon Ritz og börn sýna tísku-
fatnað frá barnafataversluninni Engla-
böm í Reykjavík. Nýstárleg danssýning
sem höfðar til allrar fjölskyldunnar. Að-
göngumiðar verða seldir á Hótel íslandi
á sunnudaginn frá kl. 13 og kosta kr. 200
fyrir börn og 350 fyrir fullorðna.
25 ára afmælishátíð
Hótel Sögu
Farið verður 25 ár aftur í tímann og fjör-
iö upplifað á Sögu eins og þaö gerðist
best á 7. áratugnum. Allt verður eins og
í gamla daga laugardaginn 1. október og
sjö næstu laugardaga, í tilefni af 25 ára
afmæli Hótel Sögu. Einstök stemmning
þessara ára verður vakin til lífsins á ný,
Leikhús
Þjóðleikhúsið
sýnir Marmara eftir Guðmund Kamban
í kvöld, á laugardags- og sunnudagskvöld
kl. 20. Á litla sviðinu verður frumsýnt í
kvöld leikritið Ef ég væri þú“ eftir Þor-
varð Helgason. önnur sýning á laugar-
dagskvöld kl. 20.30.
Alþýðuleikhúsið
sýnir Elskhugann eftir Harold Pinter í
Asmundarsal viö Freyjugötu á laugar-
dagskvöld kl. 20.30 og á sunnudag kl. 16.
Gríniðjan hf.
sýnir N.Ö.R.D. í íslensku óperunni í
Gamla bíói i kvöld, á laugardags- og
sunnudagskvöld kl. 20.30.
Leikfélag Reykjavíkur
sýnir Sveitasinfóníu eftir Ragnar Am-
alds í kvöld, á laugardags- og sunnudags-
kvöld kl. 20.30.
Námskeið
Helgarnámskeið um
smáskammtalækningar
Breski læknirinn og hómópatinn dr. Dou-
glas Mac Keller, MD GP MFHOM, heldur
námskeið í undirstöðuatriöum smá-
skammtalækninga og „hjálp í viðlögum"
fyrir almenning á Hótel Loftleiðum.
Námskeiðið stendur í dag, 30. sept., kl.
20-22, laugardag 1. okt. kl. 13-18 og
sunnudag 2. okt. kl. 10-18. Námskeiðið
er fyrst og fremst hugsað sem bytjenda-
námskeið fyrir almenning. Meðlimir
heilbrigðisstéttanna, læknar og hjúk-
mnarfólk er velkomið. Námskeiðsgjald
er kr. 2000.
Messur
Guðsþjónustur í Reykjavíkur-
prófastsdæmi sunnudag
2. okt.1988
Bamastarf hefst í söfnuðum í prófasts-
dæminu. Ath. þar sem er breyttur messu-
tími.
Hádegisveröarfundur presta verður í'
safnaðarheimili Bústaðakirkju mánudag
3. október.
Árbæjarkirkja. Barnasamkoma í Folda-
skóla í Grafarvogshverfl laugardag 1.
okt. kl. 11 árdegis. Barnasamkoma í Ár-
bæjarkirkju sunnudag kl. 10.30 árdegis.
Guðsþjónusta í Árbæjarkirkju kl. 14.
(Ath. breyttan messutíma). Organleikari
Jón Mýrdal. Sr. Guðmundur Þorsteins-
son.
Áskirkja. Barnaguðsþjónusta kl. 11.
Guðsþjónusta kl. 14. Eiður Á. Gunnars-
son syngur einsöng. Kaffisala safnaðarfé-
lags Asprestakalls eftir messu. Þriðjudag
4. okt. kl. 20.30. Fundur í safnaðarfélagi
Ásprestakalls í safnaðarheimili Ás-
kirkju. Sr. Árni Bergur Sigurbjörnsson.
Breiðholtskirkja. Barnaguðsþj ónusta
kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14. Altarisganga.
Organisti Sigríður Jónsdóttir. Sr. Gísli
Jónasson.
Bústaðakirkja. Barnasamkoma kl. 11.
Guðrún Ebba Ólafsdóttir. Guðsþjónusta
kl. 14. Organisti Guðni Þ. Guðmundsson.
Miðvikudag: Félagsstarf aldraðra kl.
13-17. Sr. Olafur Skúlason.
Digranesprestakall. Barnasamkoma í
safnaðarheimilinu við Bjamhólastíg kl.
11. Guðsþjónusta í Kópavogskirkju kl. 14.
Vænst er þátttöku fermingarbama og
foreldra þeirra. Sr. Þorbergur Kristjáns-
son.
Dómkirkjan. Laugardag: Barnastarf
kirkjunnar hefst með samkomu í kirkj-
unni kl. 10.30. Öll börn velkomin. Egill
og Ólafía. Sunnudag. Messa kl. 11. Dóm-
kórinn syngur. Organleikari Marteinn
H. Friðriksson. Sr. Lárus Halldórsson.
Messa kl. 14. Ferming. Altarisganga.
Fermd verða systkinin Árni Sveinn
Fjölnisson og Sigurbjörg Fjölnisdóttir,
Framnesvegi 15, Rvk. Sr. Hjalti Guð-
mundsson.
Landakotsspítali. Messa kl. 13. Organ-
leikari Birgir Ás Guðmundsson. Sr. Lár-
us Halldórsson.
Elliheimilið Grund. Guðsþjónusta kl. 10.
Sr. Gylfi Jónsson. ,
Fella- og Hólakirkja. Bamaguðsþjón-
usta kl. 11. Ragnheiöur Sverrisdóttir.
Fermingarguðsþjónusta kl. 14. Prestur
sr. Hreinn Hjartarson. Fermdir verða:
Kristbjöm Óskar Guðmundsson, Svart-
hamri -52, og Þórður Másson, Jórufelh 2.
Organisti Guðný Margrét Magnúsdóttir.
Fundur í æskulýðsfélaginu mánudags-
kvöld kl. 20.30. Guðsþjónusta og altaris-
ganga miðvikudagskvöld kl. 20. Sóknar-
prestur.
Grensáskirkja. Bamasamkoma kl. 11.
Messa kl. 14. Organisti Ámi Arinbjarnar-
son. Vinsamlegast ath. breyttan messu-
tima. Sr. Halldór S. Gröndal.
Hallgrímskirkja. Bamasamkoma og
messa kl. 11. Altarisganga. Sr. Sigurður
Pálsson. Þriðjudag: Fyrirbænaguðsþjón-
usta kl. 10.30. Beöið fyrir sjúkum.
Fimmtudag 6. okt. Fundur kvenfélagsins
kl. 20.30. Laugardag 8. okt. Samvera ferm-
ingarbama kl. 10.
Landspitalinn. Messa kl. 10. Sr. Ragnar
Fjalar Lárusson.
Háteigskirkja. Messa kl. 10. Barnaguðs-
þjónusta kl. 11. Messa kl. 14. Kvöldbænir
og fyrirbænir em í kirkjunni á miðviku-
dögum kl. 18. Sóknarprestur.
Hjallaprestakall. Bamasamkoma kl. 11
í messuheimili Hjallasóknar, Digranes-
skóla. Foreldrar em beðnir aö hvetja
börn sín til þátttöku og gjarnan að fylgja
þeim. Sr. Kristján Einar Þorvarðarson.
Kársnesprestakall. Barnastarfið hefst
nk. sunnudag með fjölskylduguðsþjón-
ustu í Kópavogskirkju kl. 11. Foreldrar
em hvattir til að koma með börnum sín-
um í kirkjuna.
Langholtskirkja. Kirkja Guðbrands
biskups. Öskastund barnanna kl. 11.
söngur - sögur - myndir. Þórhallur
Heimisson, cand. theol og Jón Stefánsson
sjá um stundina. Guðsþjónusta kl. 14.
Órganisti Jón Stefánsson. Prestur sr. Sig.
Haukur Guðjónsson.
Fermd verða:
Ingibjörg Magnúsdóttir, Álfheimum 22,
Rvk.,
Erik K. Magnússon, Sjávarhólum, Kjal-
amesi
og Ólafur Ragnarsson, Álfheimum 22.
Eins og alltaf hjá okkur verður heitt á
könnunni eftir athöfn. Sóknarnefndin.
Laugarnesprestakall. Laugardag 24.
sept. Guðsþjónusta í Hátúni lOb kl. 11.
Sr. Jón Bjarman annast guðsþjónustuna.
Sunnudag: Messa kl. 11 I Laugames-
kirkju. Sr. Guöni Gunnarsson skóla-
prestur messar.
Neskirkja. Laugardag: Samvera aldr-
aðra kl. 15. Gunnar Ásgeirsson stórkaup-
maður flytur efni í máli og myndum.
Sunnudag: Barnaguðsþjónusta kl. 11.
Munið kirkjubílinn. Guðsþjónusta kl. 14.
Orgel- og kórstjórn Reynir Jónasson. Sr.
Guðm. Oskar Ólafsson. Mánudag: Æsku-
lýðsfundur fyrir 12 ára börn kl. 18. Æsku-
lýðsfundur fyrir 13 ára og eldri kl. 19.30.
Þriðjudag: Æskulýðsfundur fyrir 10-11
ára kl. 17.30. Þriðjudag og fimmtudag:
Opið hús fyrir aldraða kl. 13-17. Miðviku-
dag: Fyrirbænamessa kl. 18.20. Sr. Ólafur
Jóhannesson.
Seljakirkja. Barnaguðsþjónusta kl. 11.
Guðsþjónusta kl. 14. Ferming, altaris-
ganga. Sr. Valgeir Ástráösson prédikar
og sr. Kristinn Agúst Friðfinnsson þjónar
fyrir altari. Organisti Kjartan Siguijóns-
son.
Fermd verða:
Helga Björk Sigbjarnardóttir, Flúðaseli
72,
Hermann Páll Sigbjarnarson, Flúðaseli
72,
Kristín Gunnarsdóttir, Rauðagerði 63,
Sigurður Heimir Kolbeinsson, Jöklaseli
17,
Þorsteinn Örn Kolbeinsson, Jöklaseli 17
og Þórólfur Gunnarsson, Rauðagerði 63.
Seltjarnarneskirkja. Barnasamkoma kl.
11. Messa kl. 14. Kaffi eftir messu. Organ-
isti Sighvatur Jónasson. Sr. Guðmundur
Örn Ragnarsson.
Frxkirkjan í Hafnarfirði. Barnasam-
koma kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14. Orgel-
og kórstjórn Smári Olason. Einar Eyjólfs-
son.
Kirkja óháða safnaðarins. Kirkjudagur-
inn. Messa kl. 14. Einleikur á fiðlu: Jónas
Dagbjartsson. Organisti Jónas Þórir.
Kaffisala kvenfélagsins eftir messu. Þór-
steinn Ragnarsson safnaðarprestur.
Eyrarbakkakirkja. Bamamessa kl.
10.30. Messa kl. 14. Sóknarprestur.
Keflavíkurkirkja. Sunnudagaskóli kl.
11. Munið skólabílinn. Guðsþjónusta kl.
14. Ræðuefni: Ábyrgð og aðgerðir kirkj-
unnar gegn alnæmi. Ath. breyttan
messutíma. Sóknarprestur.
Hafnarfjarðarkirkja. Sunnudagaskóli
hefst kl. 10.30. Messa kl. 14, altarisganga.
Organisti Helgi Bragason. Sr. Gunnlaug-
ur Garðarsson.
Við hvað eni
mennimir hræddir?
Viðbrögð stuðningsmanna
fyrrverandi safnaðarpests Frí-
kirkjusafnaðarins eru í hæsta máta
undarleg og koma á óvart. í staö
þess að fagna tækifæri til þess að
færa sönnur á hið mikla fylgi
prestsins innan safnaðarins, sem
stöðugt hefur verið klifað á í vil-
höllum fjölmiðlum, reyna þeir meö
öllum tiltækum ráðum að koma í
veg fyrir að atkvæðagreiðslan geti
átt sér stað.
Frírkirkjusöfnuðurinn hefur nú
í þrjá mánuöi haft mann á fullum
launum sem ekki hefur gert annað
en að vinna að því að koma stjórn
safnaðarins frá með öllum tiltæk-
um ráöum og ekki alltaf vandað
meðulin. Eftirtekjan af öllu þessu
striti hefur ekki reynst mikil er upp
er staðið, þrátt fyrir gengdarlausan
áróður í íjölmiðlum, símahringing-
um og opnun kosningskrifstofu,
sem mun vera einsdæmi þegar um
félög utan stjórnmálaflokkanna er
að ræða. Það mun heldur ekki al-
gengt að reynt sé með hótunum og
jafnvel ógnunum að fá stjórnar-
meölim til aö segja af sér og sýnir
eingöngu að stuðningsmannaliðið
er orðið úrkula vonar um að hægt
sé að hnekkja ákvörðunum stjórn-
arinnar. Slíkir tilburðir minna
óneitanlega á aðfarir vissra sam-
taka vestanhafs þegar þau hafa
reynt að hafa áhrif á meðlimi kviö-
dóms sem að sjálfsögðu er fyrirlit-
legt svo ekki sé meira sagt. En söm
er þeirra gerðin.
Vonandi bera meðlimir Frí-
krikjusafnaðarins gæfu til þess að
standa af sér þá gjörningahríð sem
aö söfnuöinum er beint og styðja
öfluglega við bakið á stjórninni í
kosningunum nú um helgina. Þá
mun söfnuðinum vel farnast.
Isak Sigurgeirsson