Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.1988, Blaðsíða 14
- 14
LAUGARDAGUR 1. OKTÓBER 1988.
Frjálst.óháÖ dagblaö
Útgáfufélag: FRJÁLS FJOLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON
Ritstjórar JÚNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM
Aóstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELÍAS SNÆLAND JÚNSSON
Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON
Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÖLFUR P. STEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift,
ÞVERHOLTI 11, SÍMI 27022
Setning, umbrot, mynda- og plötugerð:
PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJOLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLtl 11
Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftárverð á mánuði 800 kr.
Verð i lausasölu virka daga 75 kr. - Helgarblað 90 kr.
Allt fer á annan veg
Hækkun skatta lendir á þeim, sem greiða háa skatta,
en ekki á hinum, sem losna undan háum sköttum. Þessi
einföldu sannindi vilja flækjast fyrir þeim stjórnmála-
mönnum, sem vilja sækja auð í grannans garð til að
kosta gjafmildi sína gagnvart gæludýrum atvinnulífsins.
í hópi þeirra, sem samkvæmt skattskýrslum eru há-
tekjumenn, eru Qölmennastir opinberir starfsmenn og
aðrir þeir, sem af ýmsum ástæðum verða að telja rétt
fram eða sjá sóma sinn í að telja rétt fram. Þar eru
ekki hinir frægu atvinnurekendur með vinnukonuút-
svörin.
Sagan endurtekur sig í sífellu. Þegar stjórnmálamenn
eru búnir að fárast yfir, að tekjuskattar skili sér ekki
nógu vel, er niðurstaða þeirra sú, að ekkert sé hægt að
gera í málinu, en hins vegar sé hægt að hækka skatta
á þeim, sem áður er búið að leggja á háa skatta.
Þegar hinn nýi og tjárfreki íjármálaráðherra er búinn
að fmna formúlu fyrir hækkun tekjuskatta, til dæmis
þá að bæta við nýju skattþrepi fyrir þá, sem hafa meira
en 100.000 krónur í tekjur á mánuði, kemur eins og
venjulega í ljós, að það eru opinberir starfsmenn, sem
munu borga.
Önnur einföld sannindi fara líka jafnan fyrir ofan
garð og neðan hjá fjárfrekum stjórnmálamönnum. Þau
eru, að atlögur að svokölluðum fjármagnseigendum afla
minna fjár en til er ætlazt og minnka fjármagnið, sem
þjóðfélagið fær á lánamarkaði til uppbyggingar.
í hópi þeirra fjármagnseigenda, sem fjárfrekir stjórn-
málamenn geta náð til með lögboðinni vaxtalækkun og
skatti á vaxtatekjur og fjármagn, eru fjölmennastir hin-
ir öldruðu og aðrir þeir, sem ávaxta fé eftir hefðbundn-
um leiðum. Þar eru ekki hinir frægu okurkarlar.
Ríkisstjórnin er að reyna að róa gamla fólkið og aðra
þá, er spara á hefðbundinn hátt, með því að biðja það
að taka ekki mark á rugli í nýjum fjármálaráðherra.
En ákvörðunin um lækkun raunvaxta um 3% er þó
ekki frá honum komin, heldur sjálfum forsætisráðherra.
Lækkun vaxta er auðvitað beinn skattur á alla þá
mörgu og smáu, sem eiga peninga í bönkum og öðrum
lánastofnunum. Það er skattur á sparisjóðsbækur og
ríkisskuldabréf gamla fólksins og almennings yfirleitt,
hvað sem Steingrímur Hermannsson segir.
Um leið minnkar vaxtalækkunin þann skattstofn,
sem ríkisstjórnin hyggst ná meiri tekjum af. Hún segist
samt munu hækka skatta á fjármagnstekjum, sem vænt-
anlega eru aðallega vextir, og ná þannig auknu fé í ríkis-
sjóð. Mikið skortir á, að þetta reikningsdæmi gangi upp.
Samanlagt munu aðgerðir ríkisstjórnarinnar gegn
svokölluðum fjármagnseigendum hrekja lánsfé úr bönk-
um og öðrum lánastofnunum. Eitthvað af því mun verða
notað í ferðir og aðra neyzlu, en annað fara af hvíta
markaðinum yfir á hinn gráa og einkum hinn svarta.
Eftir því sem þessar aðgerðir þrengja hinn hefð-
bundna lánamarkað munu þær sprengja upp vexti á
öðrum markaði, þar sem þeir geta leitað að sjálfvirku
jafnvægi, til dæmis í mynd affalla af fjárskuldbinding-
um, sem eru vel þekkt fyrirbæri hér á landi.
Fjármálaráðherra og forsætisráðherra segjast veifa
sverði sínu yfir ríkisbubbum og okurkörlum, en munu
í staðinn hitta fyrir opinbera starfsmenn, aldrað fólk
og annan almenning. Þeir segjast ná réttlæti í vöxtum,
en munu uppskera lánsfjárskort og hækkaða raunvexti.
Þetta er ekki í fyrsta sinn, sem fjárfrekir stjórn-
málamenn verða fangar síns eigin lýðskrums og valda
almenningi stórtjóni með beitingu handafls í fjármálum.
Jónas Kristjánsson
Auglýsendur NBC ráða
dagskrá en Jwagprófm
úrslitum á ÓL í Seoul
Gangur mála í Seoul hefur sýnt,
aö meira þarf til en óma dreka-
drumbunnar og þokka fjallatígurs-
ins til aö daga heimsíþróttalífið upp
úr svaðinu. Eftir setningarathöfn,
sem í sannleika bar vott af sam-
mannlegu ákalli til vættanna, til
Máttarins Mikla, koma hneykslis-
málin eins og á færibandi. íþrótta-
hátíö heimsbyggðarinnar reynist
snúast fyrst og fremst um þvagsýni
og túlkun þeirra. Mættum viö þá
heldur biöja um grandskoðun á
innyflum mannúðlega slátraðra
fórnardýra.
Olympíuleikarnir fornu voru
afnumdir með keisaralegu vald-
boði árið 393. Þeódósíus keisari
úrskurðaði, að heilög kenning
sýndi ljóslega að sér bæri sem
sannkristnum valdhafa að sjá um
að svo ókristilegt athæfi sem
íþróttakappleikar viðgengust ekki
í ríki sínu. Að áeggjan biskupa sem
aðhylltust trúarjátningu kennda
við Nikeu, og töldu þá eina rétttrú-
aða og nokkurs réttar verða sem
sama sinnis voru, efndi keisari
þessi til ofsóknar á hendur villu-
mönnum með aðrar kristnar kenn-
ingar og heiðingjum og gerði hana
að uppistööu í stjórnarstefnu sinni.
Síöan leið og beið í 1503 ár, fram
til 1896, þegar franski baróninn Pi-
erre de Coubertin endurreisti
ólympíuleika í Aþenu fyrir reikn-
ing gríska kaupsýslumannsins Ge-
orge Averoffs. Þar var æðsta boð-
oröið áhugamennska, íþróttin
íþróttarinnar vegna, án nokkurs
annars endurgjalds fyrir frammi-
stöðuna en táknræns verðlauna-
penings og vitundarinnar um að
hafa borið af öðrum í heiðarlegri
keppni. Fjármunir skyldu útlægir
sem hvati til þátttöku og afreka.
Nú er öldin önnur. Á ólympíu-
leikunum í Seoul 1988 ráöa fjár-
hagsleg sjónarmið en ekki íþrótta-
leg því meira að segja, hvernig
keppnisatriöi eru tímasett á sólar-
hringinn. Það fer eftir því einu,
hver tími í Kóreu fellur saman viö
þann tíma í Bandaríkjunum, sem
auglýsendur í sjónvarpi fást til að
kaupa hæstu verði fyrir útbreiöslu
ropvatns síns, svitalyktareyðis,
tíöabinda eða gervigómalíms.
Kóreska framkvæmdanefndin
fyrir ólympíuleikunum seldi sjón-
varpsfélaginu NBC grunnréttinn
til sjónvarpssendinga frá tilstand-
inu. NBC bauð tiltölulega lágt
fastagjald, 350 milljónir dollara að
því spurst hefur, en í viðbót ríflega
prósentu af því auglýsingagjaldi
sem til félli i Bandaríkjunum um-
fram visst lágmark. En þessum
samningi fylgir, að erindrekar NBC
ráða því hvar á sólarhringinn sett-
ar eru undanrásir og úrslitakeppn-
ir, frjálsar íþróttir, sund, knatt-
íþróttir og hvaöeina. Allt er við það
miðað, að það sem meðalkaninn
fæst helst til að horfa á yfir kvöld-
bjórnum, sé á dagskrá í beinni út-
sendingu milli klukkan 18 og 24
síðdegis í Bandaríkjunum.
Þetta er ástæðan til að íþróttafólk
er ræst í Seoul fyrir allar aldir,
vansvefta og úrillt, til að hafa sig
til og fara langar vegalengdir á leik-
vanga til að þreyta keppni í morg-
unsárið illa fyrir kallað. Þegar
morgnar á vesturströnd Kyrrahafs
er nefnilega tekið að kvölda á vest-
urströnd Atlantshafs. Afleiðingin
er svo að útsendingin af því sem
er að gerast kemur til landa Vest-
ur-Evrópu milli miðnættis og ris-
mála.
En niöurstaðan af algerri þjón-
ustusemi við auglýsendur er kald-
hæðnisleg. Bandarískir sjón-
varpsáhorfendur reynast ekki ýkja
ginnkeyptir fyrir íþróttakeppni,
sem fer fram í útlandi og þar sem
þeirra keppendur standa sig ekki
eins og vonir stóðu til. Fjórðung
vantar á að Nielsen mælikvarðinn
á áhorfendaíjölda nái þeirri tölu,
sem áskilin var í auglýsingasamn-
ingum NBC. Því missir fram-
kvæmdanefndin í Seoul af pró-
sentu sinni, og NBC verður að
bæta auglýsendum upp skakkann
meö aukaauglýsingum án endur-
gjalds fram eftir vetri.
Smásmyglin við að framfylgja
áhugamannareglum út í ystu æsar
gekk á fyrsta skeiði í sögu endur-
reistu ólympíuleikanna út í afkára-
skap. Á fyrstu leikunum sem bæði
ERLEND TÍÐINDI
Magnús Torfi
Ólafsson
voru fjölbreyttir og vel fram-
kvæmdir, þeim í Stokkhólmi 1912,
vann Bandaríkjamaðurinn Jim
Thorpe tugþrautarkeppnina, en
var síöar sviptur verðlaunapeningi
sínum. Ástæöan var að einhver
öfundarmaður hans haföi grafiö
það upp, að sigurvegarinn haföi
eitt sinn þegið 60 dollara umbun
fyrir að keppa í slagboltaleik. Menn
sáu sig um hönd 1983, bættu Jim
Thorpe aftur á sigurvegaraskrá og
skiiuðu verðlaunapeningum hans,
en þá haföi kappinn legið í gröf
sinni í þrjá áratugi.
Nú er öldin önnur. Haft er fyrir
satt að kanadíski spretthlauparinn
Ben Johnson hafi tapað sem svarar
hálfum milljarði króna í auglýs-
ingaþóknunum, þegar met hans og
sigur í 100 metra hlaupinu voru
afmáð eftir þvagsýnisrannsókn í
Seoul. Sovéska ólympíunefndin
heitir sínum keppendum 12.000
rúblum að launum fyrir hver unn-
in gullverðlaun. Það samsvarar
fimm ára meðaltekjum á vinnu-
markaði austur þar.
í viðtali við International Herald
Tribune segir A1 Oerter, kringlu-
kastarinn sem einn manna hefur
hreppt gullið í sömu grein á fernum
ólympíuleikum í röð, að á sinni tíð
hafi leikarnir breyst ört til hins
verra. Kaupsýsluhliðin, auglýs-
ingasamningarnir, bera íþróttina
ofurliöi.
Afleiðingin er lyfjatakan, til að
kreista út úr líkamanum árangur,
sem honum er í rauninni ekki
áskapaöur, og kann svo að hefna
sín grimmilega síðar með vansköp-
un og heilsutjóni. Fyrr meir voru
það eingöngu veöhlaupahestar,
sem æstir voru upp meö lyfium.
Nú er sama bragði beitt við menn.
Oerter fullyrðir í viðtalinu, að
fiöldi keppenda í þrekíþróttum noti
lyf, aðallega stera eða vaxtar-
hormóna. Svo eru tekin enn önnur
lyf, til að dylja niöurbrotsefni ster-
anna í þvagsýnum.
Reynslan frá Seoul sannar mál
Oerters. Johnson var ógiltur fyrir
að pissa sterum, þegar hann loks-
ins gat kreist úr sér í glösin tvö'
eftir tveggja tíma bið og sex bjór-
flöskur. Búlgarska aflraunasveitin,
sem hafði staðið sig best allra og
unnið fern gullverðlaun, hélt heim
með smán, eftir aö tveir keppendur
höfðu fundist með þvaglátslyf í
sýnum. Þau eru ýmist tekin til að
létta sig og ná þar með í eftirsóttan
þyngdarflokk, eða til að breiða yfir
hormónatöku með þvagþynningu.
Spánverji var staðinn að þvi að
taka amfetamín og annar taugalyf
til að gera höndina stööugri í skot-
keppni.
Kórónan á hneykslismálin í Seo-
ul til þessa er þó, þegar fimm starfs-
menn hnefaleikasambands Kóreu
tóku að lúskra á nýsjálenska dóm-
aranum Keith Walker. Þeir kenndu
Walker um aö þeirra maður, Byun
Jong II, tapaði á stigum fyrir Búlg-
aranum Hristof, eftir aö Walker
veitti þeim kóreska áminningu fyr-
ir að beita skalla.
Kóreskir hnefaleikaembættis-
menn þykjast eiga Walker grátt að
gjalda frá Los Angeles leikunum,
þar sem hann þótti ósæmilega vil-
hallur keppendum bandarísku
gestgjafanna.
Endirinn varð að forseti hnefa-
leikasambands Kóreu sagði af sér
og Walker tók næstu flugvél heim
til Nýja Sjálands. Leikarnir í Seoul
eru rétt ein varðan á niðurleið
íþróttahreyfingarinnar, ummynd-
un hennar í íþróttaböliö.
Embættismenn hnefaleikasambands Kóreu þjarma að nýsjálenska hringdómaranum Keith Walker sem þeir
kenndu um að þeirra maður beið lægri hlut. Fimm slagsmálahundum úr íþróttaforustunni var visað frá leikun-
um.