Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.1988, Blaðsíða 35

Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.1988, Blaðsíða 35
LAUGARDAGUR 1. OKTÓBER 1988. 51 Líkamsrækt Ot . / f 3» ff | .» m •*«. Wiöij, I a-jx // v . p / » - - »í t ./ 3^' / / ; í \ % / :r* f ■. I / :<í J / Hvemig á að ganga sér til heilsubótai? "V Ganga er ágætis heilsurækt Það er útbreiddur misskilningur að besta líkamsþjálfunin sé að hamast og svitna sem mest. Byrjendum, eldra fólki og þeim sem vilja taka það rólega er enn og aftur bent á þessa staðreynd. Jafnvel fólk sem er í góðri líkamlegri þjálfun telur göngu vera mjög ákjósanlega hreyfingu. Þykir hún í flestum tilfellum æski- legri kostur en hlaup eða skokk. Sé málið að ná af sér aukakílóunum á þetta enn frekar við. Kostirgöngu: -Líkaminn brennir meiru eftir 40 mínútna frísklega göngu heldur en eftir 10-15 mínútna skokk. - Göngu fylgir lítil eða engin hætta á meiðslum. - Við göngu styrkjast kálfar, ökklar, fætur og læri. - Regluleg ganga dregur úr líkum á hjartabilunum. Gangan styrkir hjartað. - Friskleg ganga eykur alla vellíðan. Hún er slakandi og hjálpar til viö að minnka stress og of háan blóðþrýst- ing. En aö ganga er ekki bara að ganga. Byrjaðu á því aö fá þér góða gönguskó. Eins og viö aðra líkams- þjálfun eru skómir eitt mikilvægasta atriðið. Enda kemstu ekki langt ef þér fer að líða illa í fótunum. Þótt þú þurfir að borga talsvert fyrir vandaða skó þá kemur sú fiárfesting til með að borga sig fyrr en síðar í betri heilsu. Leðurskór með hörðum sóla eru þeir bestu. En sólarnir þurfa ekki að vera eins þykkir og á hlaupaskóm, því í göngu er álagið á fæturna sjálfa mun minna en við hlaup. Gott er að hafa þá dálítið háa upp, en þannig styðja þeir betur við fótinn. Eigirðu góöa hlaupaskó geturðu auðvitað al- veg notað þá. Við gönguna er um að gera að taka stutt skref. Engu aö síöur er hægt að ganga frísklega og hratt. Ef tekin eru of stór skref er hættara við að. bak og háls fari aö kvarta. Slappaðu vel af í öxlum og leyfðu handleggjunum að sveiflast frjáls- lega. Mundu eftir önduninni, hún á að vera djúp og regluleg. Hitað upp Líkt og fyrir aðrar líkamsæfingar er upphitun mjög mikilvæg fyrir göngu, sem og „kæling“. Fyrir og eftir gönguna er nauðsynlegt að strekkja á vöðvunum. Þannig kemurðu í veg fyrir harðsperrur og eymsli í vöðv- um. Við teygjurnar áttu að finna til töluverðrar spennu i vöövunum en aldrei sársauka. Byrjum á kálfunum Gott er að styðja sig við handrið eða ljósastaur. Báðar hendur styðja við í hæð við bringuna. Teygðu annan fótinn beint aftur en beygðu hinn fótinn fram. í þeim fæti sem teygður var aftur á að myndast töluverð spenna í kálfvöðvunum. Haltu spennunni í hálfa mínútu og skiptu svo um fót. Svo ein æfing fyrir vöðvann aftan á lærunum Fáðu þér sæti til dæmis á garð- bekk. Snúöu þér og leggðu annan fótlegginn allan upp á bekkinn. Beygðu bakið og höfuðið beint yfir fótlegginn sem liggur á bekknum. Þannig tekur á aftanlærisvöðvanum. Haltu spennunni í hálfa mínútu og skiptu svo um fótlegg. Athugaðu aö anda frá þér á meðan þú heldur spennunni. Og að lokum æfing fyrir framlærisvöðvana Stattu beinn í baki. Beygðu annað hnéö og taktu um fótinn. Dragðu hælinn alveg aftur að rass- inum og haltu þessari spennu í hálfa mínútu. Þessar æfingar skulu geröar jafnt fyrir og eftir gönguna. Svo er bara að klæða sig eftir veðri og vindum og njóta vel. Texti: Rósa Guðbjartsdóttir Fæðan er orkugjafi líkamans og Viö erum jú öll orðin svo upptek- sjálfsagöara. En eins og viö þekkj- öll þekkjum við slíkt gildi hennar. in að viö gefum þessu ekki gaum um hafa allar aöstæður breyst. En fæðan getur ekki síöur haft fé- og rífum bara í okkur matinn þegar Konurnar eru flestar úti á vinnu- lagsiegt gildi fyrir manninn sem hverjumogeinumhentar.Engetur markaðnum, fólk kemur heim á hennar neytir. verið aö meö þvi séum við aö fiar- misjöfnum tíiuum og fiölskyldan „Fæðan og hvemig hennar er lægjast hvort annað og vanmetum er æ minna saman á heimilinu. neytt, er félagslegt fyrirbæri og félagslegt og siðferöilegt gildi mál- Þetta telja sumir leiöa til óheil- hefur mikla þýðingu þar að lút- tíöanna? ■ brigös sálar- og félagslífs mann- andi,“ segir bandarískur sálfræð- Fyrir hundrað árum óttaöist eskjunnar. ingur, Bruno Bettelheim. „í Banda- mannfræöingurinn Robertson Þeir hinir sömu vilja leggja rikjunum fer þeim mjög fiölgandi Smith þetta og taldi máltíðina vera áherslu á og minna á mikilvægi sem neyta matar síns einir.“ athöfn sem manninum bæri skylda þess að viðhalda þeirri gömlu heíö Og fleiri hafa látiö sig þetta efni að virða. Máltíðina sagði hann aö borða saman. varða. Mannfræðingur við John sameina mennina og þá sem borð- Dr. Mintz segir að sú venja að Hopkins háskólann í Bandaríkjun- uðu ekki í samneyti viö aöra sagði hver borði sinn bita þegar honum um, Sidney W. Mintz, segir rann- hann ósiðfágaöa. henti og þar sem honum henti sóknir gefa til kynna aö bandarísk- Hið hefðbundna var að öll fiöl- minnióneitanlegaáveiöimannseð- ar fiölskyldur borði að meöaltali skyldan borðaði saman, sama mat- lið í mannskepnunni. Það að hver einungis þrisvar í viku kvöldmat- inn á sama tíma. Húsmóöirin var fiölskyldumeölimur ryöst í ísskáp- inn sinn saman. Til þeirrar iðju þá búin aö hafa fyrir því aö útbúa inn þegar hann kemur heim og segirhannheldurekkivariðmeira matinn og undirbúa sjálfa athöfn- borðar sig saddan standandi sé en 20 mínútum. Hann bætir einnig ina, máltíöina. Hún vissi hverju hægtaðlíkjaviöveiöimanninnsera við að aðcins um 25% bandarískra heimilisfólkinu geðjaðist að og á étur kjötið eins og það kemur af fiölskyldna borði morgunmatinn sama tíraa dag hvern var gengið skepnunni og hugi lítt aö öðru en saman. að matarboröinu og þótti ekkert að rífa í sig bráðina í friði. Slakað á í dagsins amstri Siturðu allan daginn yfir tölvu og pappírum? Og kennirðu oft óþæg- inda og þreytu í öxlum og hálsi? Þá értu hin dæmigerða útivinnandi manneskja og hér er ágætis slökun- aræfing fyrir þig sem tilvalið er að gera nokkrum sinni yfir daginn. Sestu vel upp í stólinn þinn. Vertu með beint bakið. Hnén eiga að vera saman og fæturnir alveg á gólfinu. Spenntu hendurnar saman fyrir aft- an bak líkt og sýnt er á myndinni. ímyndaöu þér svo að verið sé að toga höfuðið upp og um leið reynirðu að toga axlirnar niður. Höfuöið á að vísa beint fram en þú átt að fá „leng- ingartilfinningu" í hálsinn. Herða- blöðin eiga að dragast saman. Haltu þessari spennu og teldu upp að átta. Slakaðu þá á og endurtaktu æfing- una nokkrum sinnum. Haitu þessari spennu og teldu upp að átta. A. Góðar magaæfingar Hver kvartar ekki undan slöppum magavöðvum? Það er einfalt að bæta úr því. Með því aö gera nokkrar magaæfmgar á stofugólfmu á degi hverjum má fljótt sjá árangur. Hér eru tvær ágætis hugmyndir. í fyrri æfingunni leggstu á gólfið með báða fætur á gólfi og hnén sam- an. Taktu undir höfuöið og láttu oln- boga vísa vel til hliðanna. Passaðu að mjóhryggurinn sé vel f gólfi og lyftu bara höfðinu og öxlum frá gólfi. Gerðu æfmguna 10-15 sinnum í fyrsta skipti og svo skaltu auka við þig eins og þér hentar. Þessi æfing reynir á efri magavöðva. I hinni æfingunni á sama hreyfing- in sér stað en þá er stöðu fótleggj- anna breytt eins og sjá má á mynd- inni. Athugið að .stuðningsfætínum er lyft frá gólfi. Með þessu mótí hefur átakið færst neðar. Munið eftir önd- uninni. Andið frá þegar höfði er lyft frá gólfi en að þegar það er látíö síga niður aftur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.