Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.1988, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.1988, Blaðsíða 22
22 Fjölmiðlar LAUGARDAGUR 1. OKTÓBER 1988. WARRIOR NÝ HEILSÁRSDEKK 175-14. Verð 2790,- stk. með söluskatti. Reynir sf., Blönduósi, sími 95-4400. TAKTU EFTIR VERÐINU sut Erum að flytja í Vesturvör 26, Kóp. Næstu daga verður rýmingarsala að Skemmuvegi 6. Seld verða járnsmiðatæki, rafm.verkfæri, hleðslutæki, loftverk- færi, borar, ýmis handverkfæri, hjólbarðar o.fl. E^Kistill OPIÐ LAUGARDAGA. Skemmuvegi L6, Kóp. S. 74320 og 79780. TIL SÖLU Dodge Ramcharger Luxury Edition árg. 1987 Bíllinn er búinn öllum fáanlegum aukahlutum, m.a. sjálfskiptur, vökvastýri, rafmagnsrúður, rafmagnslæs- ingar, veltistýri, cruisecontrol, loftkæling, lúxus innrétt- ing, útvarp/segulband, tvílitur, svartur & silfur, dökkt gler o.fl. o.fl. Ekinn aðeins 14.000 km. Verð aðeins kr. 1.550.000. JÖFUR HF Nýbýlavegi 2 - Kópavogi - Sími 42600 Hitaveita Suðurnesja ÚTBOÐ Hitaveita Suðurnesja óskar eftir tilboðum í byggingu tengibyggingar rofastöðvar og uppsteypu hluta af undirstöðum orkuvers IV í Svartsengi. Tengibygging rofastöðvar er 233 m2 að grunnfleti, kjallari og ein hæð. Hæðin verður að hluta til reist úr forsteyptum einingum. Helstu magntölur í undirstöður orkuvers IV eru: Steypa 450 m3 Mót 2200 m2 Járn 23000 kg Verkunum skal að fullu lokið fyrir 1. febrúar 1989. Útboðsgögn verða afhent gegn 10.000 króna skila- tryggingu á eftirtöldum stöðum: Hitaveitu Suðurnesja, Brekkustíg 36, Njarðvík, Fjarhitun hf., Borgartúni 17, Reykjavík. Tilboð verða opnuð á skrifstofu Hitaveitu Suður- nesja að Brekkustíg 36, Njarðvík, þriðjudaginn 11. október 1988 klukkan 11. Hitaveita Suðurnesja Skoðanakannanir Fyrir tiltölulega fáum árum voru skoöanakannanir á landsvísu fátíöar hérlendis. Að vísu brestur mig þekk- ingu til þess aö fullyrða um upphaf þeirra en víst er aö þaö blað sem þessi skrif birtast í vakti fyrst veru- lega athygli á þeim. Þær skoðana- kannanir snerust um stjórnmál og vöktu úlfaþyt og jafnvel deilur enda voru þær gerðar þegar ein mesta pólitísk kollsteypa í íslenskum stjórnmálum var í uppsiglingu og menn trúöu vart niðurstöðunum. Þá voru uppi nokkrar raddir um nauðsyn þess að setja reglur um skoðanakannanir. Þeim sjónarmið- um var mætt af hörku enda hafa engar slíkar reglur enn verið settar. Það er skoðun mín að þörf sé á ein- hverjum slíkum reglum en þær mega hins vegar alls ekki leggja hömlur á skoðanakannanir heldur verða til þess að þær séu áreiðanlegri. Látum pólitíkina lönd og leið í þessum efn- um. En það er ýmislegt fleira kannað í skoðanakönnunum en pólitísk við- horf. Til dæmis er. mjótt bilið milli skoðanakannana og markaðskann- ana sem geta haft mikla ijárhagslega þýðingu og væri hugsanlega unnt að beita í blekkingarskyni. Skoðanakannanir um fjölmiðla Þar sem þessi skrif fjalla um íjöl- miðla er eðlilegt að líta nokkuð á skoðanakannanir um þá. Þær hafa verið gerðar allmargar, meðal ann- ars á vegum íjölmiðlanna sjálfra. í kringum sumar þessar kannanir hef- ur orðið mikið fjaðrafok og deilur. Starfsmenn íjölmiölanna líta á þær sem nokkurs konar einkunnagjöf neytendanna fyrir frammistöðuna og því er það tilfinningamál fyrir þá hveijar niðurstöður veröa. En fyrir íjölmiðlana sjálfa og þá aðila sem fjármagna þá aö verulegu eða öllu leyti, nefnilega auglýsendur, eru þessar skoðanakannanir grafalv- arlegt mál. Fyrir fáum árum var lít- ill vandi að dreifa auglýsingum með- al ljósvakamiðla, aðeins var um að ræða tvær rásir Ríkisútvarpsins - Hljóðvarps og svo Sjónvarpið. Nú eru sjónvörpin orðin tvö og auglýsingar- ásir útvarpsstöðva fjórar eða flmm í höfuðborginni og síðan bætast viö staðbundnar stöðvar úti á landi. Þarna er því orðin hálfgerður frum- skógur eða alla vega fjölskrúðugur gróður. Enda þótt markaöurinn stækki lík- lega eitthvað viö hvern nýjan miðil, þá fer því víðs fjarri að nýr ljósvaka- miðill geti bætt „sínum“ auglýsing- um við það sem fyrir er. Samkeppnin er því gífurlega hörð og þeir sem fjár- magna hana, auglýsendurnir, eiga heimtingu á því að fá réttar upplýs- ingar um stöðu mála og þar með hvernig þeir verja peningum sínum best. Fyrir nokkru náðist samkomulag milli samtaka auglýsingastofa og fjölmiðla um skoðanakannanir sem menn vildu virða. Að vísu var það látið í hendur fjölmiðlanna að túlka þessar kannanir enda skorti ekki á að það væri gert á mismunandi vegu en svo virtist sem sæmilegur friöur væri um fyrirkomulagið. En Adam var ekki lengi í Paradís friðsemdar- innar. Einn miðill taldi sig ekki fá nægilega hagstæða útkomu að því er virtist og hljóp upp þegar hann taldi sér best henta og geröi eigin könnun og túlkaði eins og honum hentaði best. Fleiri fylgdu á eftir og útkomur urðu misjafnar og ekki til þess fallnar að veita neinar afgerandi upplýsingar. Fjölmiðlar Magnús Bjamfreðsson A öllu þessu eru SKynngai. ovo virðist sem fjölmiðlun hafi meira og minna verið ljóst hvenær skoöana- kannanir væru gerðar og færöust mjög í aukana, á misjafnan hátt þó. Suinir stunduðu umfangsmikla aug- lýsingastarfsemi, ýmist hjá sjálfum sér eða í öðrum miðlum sem þeim þóttu vænlegri til árangurs, aðrir reyndu með alls kyns gylliboðum að hæna hlustendur og horfendur til sín þann tíma semætla mátti að kannan- ir stæðu yfir. Hvort tveggja varð vit- anlega til þess að skekkja þá mynd sem auglýsendurnir áttu heimtingu á því aö fá sem réttasta. Nú virðist svo sem einhver friður sé á ný kominn á um kannanir á ljós- vakamiðlum þannig að miðlarnir viti ekki um dagsetningar enda verður það að teljast nauðsynlegt til þess að treysta megi niðurstöðum. Vonandi tekst að halda þennan frið enda verða aðstandendur ljósvakamiðla að skilja að þeir sem halda þeim uppi eiga heimtingu á að kannanir séu sem áreiðanlegastar. Þaö er nóg að ráða fram úr ruglinu þegar miðlarn- ir eru að.túlka kannanirnar þótt þeir séu ekki líka að standa fyrir misvís- andi og misáreiðanlegum könnunum sem hvergi nærri standast lágmarks- kröfur um skekkjumörk. Prentmiðlar Þótt erfiðlega hafi gengiö að fá gerðar áreiðanlegar kannanir um útbreiðslu ljósvakamiðlanna er ástandið þar þó hátið miðað við prentaða miðla. Það hefur lengi verið vitað að ákaflega lítið er að marka þær upplýsingar sem útgefendur blaða og tímarita veita viðskiptavin- um sínum um upplag miðla sinna. Því hefur það lengi verið áhugamál auglýsenda að fá um þetta efni réttar upplýsingar. Flestir útgefendur hafa hins vegar fariö undan í ílæmingi og fundið sér hinar og þessar ástæöur til þess að vera ekki með í upplagseft- irliti. Frá þessu eru þó til heiðarlegar undantekningar. Morgunblaðiö hef- ur til dæmis ekki kveinkað sér við að láta fylgjast með upplagi sínu og Dagur á Akureyri hefur sýnt þá ein- urð að taka þátt í upplagskönnuninni enda þótt upplag hans sé minna en sumra sem ekki hafa viljað vera með. Upplagskönnun ein og sér veitir þó ekki nægar upplýsingar. Menn þurfa líka að vita hvað verður um upplag- ið, hverjir neyta miðlanna og á hvem hátt. Líklega hillir nú undir lausn á þessum málum sem menn geta sæmilega við unað. Einhverjir tregö- ast þó við ennþá að sögn. Mér hefur orðið tíðrætt um þann rétt sem auglýsendur eigi á því að fá sannar upplýsingar um hvað verður um fjármuni þá sem þeir veija í fjöl- miðla. En á þessu er líka önnur hlið. Skoöanakannanir, sem unnar eru á markvissan og skipulegan hátt, geta einnig veriö dýrmætar fyrir þá sem eiga og reka fjölmiðla. Kannanir þær sem Félagsvísindadeild Háskóla ís- lands hefur gert varðandi neyslu á ljósvakamiölum hafa veitt miklar upplýsingar um það hverjir neyta þeirra og á hvaða tíma. Aðstandend- ur ljósvakamiðlanna geta haft - og hafa vafalaust margir haft - mikið gagn af þessum könnunum. Þeir hafa getað séð hvar skortir á og hvar er sæmilega staðið að verki. Ég er satt að segja dálítið hissa á því aö útgefendur prentaðra miðla skuli ekki hafa beitt sér fyrir ein- hvers konar samstarfi um skoðana- kannanir lesenda þeirra á því hvern- ig miðlarnir nýtast þeim. Kannski hafa þeir sumir sínar eigin aðferðir til þess að finna niðurstöðu en mér er nær að halda að margir þeirra hugsi lítið út í það. Þarna kemur vafalaust til að dagblöðin eru flest eða öll mörkuð ákveðnum pólitísk- um sjónarmiðum, jafnvel flokkspóli- tískum, og meira hugsuð sem boö- berar en almennir miðlar. Ég gat þess fyrr í þessari grein að stutt gæti verið milli skoöanakann- ana og markaðskannana. Mér er raunar nær að halda að í augum margra sé þarna um tilbrigði við sama stefið að ræða. Þótt fjölmiðlar hafi ekki gert mikið af því að standa beinlínis fyrir markaðskönnunum hafa þeir staðið fyrir einni gerð kannana enn, sem sé á verði vöru og þjónustu. Þessi tegund kannana er af hinu góða, bæði ágætis söluvara fjölmiöla og einnig leiðbeinandi fyrir neytendur þeirra. En kannski eru þeir einmitt þar komnir út á svið sem hvað nauðsynlegast er að setja um almennar reglur til þess að tryggja að sömu réttu forsendur séu ávallt í heiöri haföar. Þessar kannanir geta haft gífurleg áhrif á afkomu fyrir- tækja og um leið starfsmanna þeirra. Mistök í slíkum könnunum geta því verið dýrkeypt og um leið veikt tiltrú á sjálfsagöa og vel þegna þjónustu. Magnús Bjarnfreðsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.