Dagblaðið Vísir - DV - 17.10.1988, Page 9

Dagblaðið Vísir - DV - 17.10.1988, Page 9
MÁNUDAGUR 17. OKTÓBER 1988. 9 Utlönd Skæruliðar kommúnista á Filippseyjum eru taldir hafa sprengt styttu af Douglas Macarthur hershöfðingja á laugardaginn. Macarthur steig á land í Filippseyjum fyrir 44 árum. Um helgina náðist einnig samkomulag um herstöðvar Bandaríkjamanna á Filippseyjum. Símamynd Reuter Samkomulag um herstöðvamar Hreinsanimar byrjaðar Háttsettur herforingi sakaði í gær júgóslavneska stjórnmálamenn um að ýta undir ósætti fólks af mismun- andi uppruna og hin opinbera frétta- stofa landsins réðst á yfirstjórn Kommúnistaflokksins fyrir að hafa ýtt landinu fram á barm glötunar. Þessar ásakanir komu einum degi áður en flokkurinn gengur í gegnum mestu uppstokkanir sem hann hafur nokkru sinni gengið í gegnum. Simeon Buncic, herforingi og að- stoðarvarnarmálaráðherralandsins, sagði í gær að stjórnmálamenn væru ógnun við einingu í landinu. Orð hans eru fyrstu opinber við- brögð frá hernum um margra vikna óróa og uppþot í landinu, sem end- uðu með því að herlögreglu var beitt gegn uppreisnarmönnum sem reyndu að velta stjóminni í Svart- fjallalandi í síðustu viku. Hin opinbera fréttastofa landsins sagði í gær að forysta Kommúnista- flokksins hefði ýtt landinu fram á barm glötunar og neytt fólk í biðrað- ir eftir brauði. Fréttastofan, sem segist vera frjáls og óháð, hvatti ennfremur ónafn- greinda meðlimi flokksins, sem mis- tókst að ráða við vandann, til að segja af sér. í dag er búist við að skipt verði um þriðjung allra miðnefndarmeölima og stjómmálaráðsmeðlima í landinu. Fyrir helgi var búiö að búa til lista með nöfnum fjörutíu og fimm manna, af eitt hundrað sextíu og fimm mönnum í miðnefndinni, sem áttu að hætta. í gærkvöldi var greinilega byrjaöur órói vegna uppstokkunarinnar í flokknum, en þá sögðu tveir meðlim- ir stjórnmálaráðsins af sér. Kolj Siroka, sem er frá Kosovo í Serbíu, og Milanko Renovica, sem er frá Bosníu, sögðu báðir af sér í gær- kvöldi. Afsagnir þeirra virðast styrkja stöðu þeirra sem berjast fyrir því að losa flokkinn við spillta og óhæfa embættismenn og vilja refsa þeim sem bera ábyrgð á róstunum í Kosovo milh Serba og Albana. Búist er við miklum átökum á fundi Kommúnistaflokksins í dag milli Slobodan Milosevic, leiðtoga Kommúnista í Serbíu, og Stipe Suvar frá Króatiu, sem er forseti stjórn- málaráðsflokksins. Reuter Steinunn Böðvarsdóttir, DV, Washington: Fulltrúar stjórnvalda í Banda- ríkjunum og á Fiiippseyjum hafa náð samkomulagi um greiðslur vegna áframhaldandi veru'banda- rískra herstöðva á eyjunum. Sam- komulagið kveður á um að Banda- ríkin greiði afls 481 milljón dollara árlega næstu tvö árin, það er þar til núgildandi herstöðvarsamning- ur ríkjanna rennur út. Þetta er töluverð aukning frá þeim 180 milljónum dollara sem Bandaríkja- menn greiða nú. Samkomulagið, sem er í raun endurskoðun á 25 ára herstöðva- samningi Bandaríkjanna og Filippseyja, skuldbindur Banda- ríkjastjórn til að greiða upphæðina í formi efnahags- og hernaðarað- stoðar, aukinna viðskipta við eyj- arnar og beinharðra peninga. Að auki er afgreiðslu aðstoðar, sem þegar er gert er ráð fyrir í fjárlög- um Reaganstjórnarinnar, fyrir þetta og næsta fjárhagsár hraðað. Stjórnvöld á Filippseyjum höfðu farið fram á 1,2 milljarða dollara leigu vegna bandarísku herstöðv- anna tveggja sem staðsettar eru á eyjunum. Vegna niðurskurðar í framlögum til varnarmála og fjár- hagshalla ríkissjóðs kvaðst Banda- ríkjastjórn ekki geta orðið við þeirri kröfu. Málamiðlunarsam- komulag náðist loks um helgina eftir 6 mánaða törn. Auk ágreinings um upphæð leig- unnar fyrir herstöðvarnar höfðu samningaviðræðurnar áður strandað á þeirri kröfu stjórnvalda á Filippseyjum að nota hluta fjár- hagsaðstoðar Bandaríkjanna til að létta á tæplega 30 milljarða dollara erlendri skuld. Samkomulagnáðist milli ríkjanna þess efnis að ein- hverium hluta fjárframlaga Banda- ríkjanna á næstu 4 árum gæti verið varið til að greiða erlend lán. Samkomulagsviöræðurnar síð- ustu mánuði eru hður í undirbún- ingi frekari viðræðna ríkjanna um endanlega framtíð herstöðvanna beggja á eyjunum. Búist er við miklum deilum milli Slobodans Milosevic og Stipes Suvar á fundi Kommúnistaflokksins í dag. Símamynd Reuter Nýaðferð við krabba- meinsleit Anna Bjamason, DV, Denver: Vísindamenn í krabbameinsstofn- un í Maryland í Bandaríkjunum hafa fundið nýja aðferð til að finna krabhamein í blöðru á frumstigi. í blaði bandarísku krabbameinsstofn- unarinnar segir að þó að nýja að- ferðin sé ekki fullreynd og verði ekki beitt fyrir alvöru fyrr en eftir tvö til þrjú ár sé ástæða til að ætla að hún muni valda byltingu í krabbameins- leit og fækka til muna dauðsfóllum af völdum krabbameins í blöðru. Ef krabbamein í blöðru finnst á frumstigi er unnt að lækna fjóra af hverium flmm sjúklingum segir í blaðinu. Nýja leitaraðferðin byggist á því að finna á auðveldan hátt eggja- hvítuefni í þvagi sem krabbameins- frumurnar framleiða. Rannsóknin tekur aðeins um fjórar klukkustund- ir. Áður þurfti að ná vefjasýnishorni til að leita þessa sjúkdóms. Það var í senn sársaukafullt og nokkuð hættulegt. Vísindamennirnir telja að þeir geti þróað aðferðina þannig að hún taki aðeins stutta stund og þeir gera sér einnig vonir um að með tímanum megi endurbæta leitaraðferðina þannig að með henni megi leita að krabbameini í öllum líkamshlutum með blóðrannsóknum. - NY NAMSKEIÐ! FYRIR BÖRN ENSKUR LEIKSKÓLI 4-6 ára. Morgunhópar. ATH. GÆSLA BARNA undir skólaaldri á meðan morgun- námskeið standa yfir. 7 vikna námskeið hefjast 31. okt. og 1. nóv: f.h. kl. 10-12 e.h. kl. 1-6, 3-5, 5-6.30 á kvöldin: 6.30-8.30, 8.30-10.30 NYTT! NYTT! SKRIFLEG ENSKUNÁMSKEIÐ VIÐSKIPTAENSKA í HÁDEGINU ic Sérmenntaðir T.E.F.L. kennarar if Lifandi og skemmtileg kennsla ★ Allt námsefni innifalið Hámark 10 nemendur i bekk

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.