Dagblaðið Vísir - DV - 17.10.1988, Blaðsíða 32
32
MÁNUDAGUR 17. OKTÓBER 1988.
Karl Þórðarson
ekki með IA
næsta sumar
- leggur skóna á hilluna á nýjan leik
Karl Þórðarson, knatt- hundgamall miöað við þessa
spyrnumaðurinn snjalli frá stráka sem léku viö hliðina á
Akranesi, hefur ákveðið að mér og þaö runnu á mig tvær
leggja skóna á hilluna á nvjan grímur þegar Sigurður Lárus-
leik og spila ekki með liði IA í son þjálfari benti mér á fyrir
1. deildinni næsta sumar. einn leikinn að ég væri jafn-
Karl hóf aö leika að nýju með gamall og báðir framlínumenn
Skagamönnum í vor eftir liðsins samanlagt! Það er líka
tveggja ára hvíld og var einn illmögulegt að sinna fjölskyld-
jafnbesti leikmaður þeirra. unnisemskyldiámeðanmaður
Hann var t.d. valinn fimm sinn- er að spila í 1. deild og ég hef
um í DV-hð vikunnar og var í því ákveöið að draga mig í hlé
DV-liði ársins, einn Akurnes- á nýjan leik,“ sagði Karl í sam-
inga. tali við DV í gær.
„Það var mjög gaman að spila Karl er 33 ára og lék í fimm
með liðinu í sumar þó það hafi ár sem atvinnumaður, fyrst
verið erfitt að byija aftur. En með La Louviere í Belgiu og
mér fannst ég auðvitað vera síðan Laval í Frakklandi. A
Spánn:
undan og eftir lék hann með ÍA
en hann spilaði 16 A-landsleiki
á árunum 1975-1984 og hefur
veriö einn litrikasti knatt-
spyrnumaður landsins frá því
hann hóf að leika raeð Skaga-
mönnum árið 1972, þá 17 ára
gamall, og það verður mikill
sjónarsviptir að honum og jafn-
framt mikill missir fyrir hið
unga lið ÍA. Lokaleikur hans
með ÍA var gegn Ujpest Dozsa
í UEFA-bikarnum í Búdapest á
dögunum en þar skoraði hann
einmitt mark liðsins í nauraum
2-1 ósigri.
-VS
í Éw
• Karl Þórðarson átti marga góða leiki
með ÍA sl. sumar og það áfall fyrir Skaga-
menn að mlssa hann.
Iþróttir
Lið Kanada
fallið út
Kanadamenn, sem voru fulltrú-
ar Mið- og Norður-Ameríku í úr-
shtakeppni HM í knattspymu
fyrir tveimur ámm, leika ekki
þann leik strax aftur. Þeir féllu
um helgina út úr heimsmeistara-
keppninni þrátt fyrir 3-2 sigur á
Guatamala. Lið Guatamala hafði
unnið fyrri leikinn 1-0 og komst
í úrslitariðil svæðisins á útimörk-
unum.
-VS
Ólafur og
Helgi áfram
meðFH
Þeir Ólafur Jóhannesson og
Helgi Ragnarsson hafa verið end-
urráðnir þjálfarar FH-inga í
knattspymunni og stjóma því
liðinu í 1. deildinni næsta sumar.
Ólafur hyggst jafnframt leika
sjálfur áfram en undir stjóm
þeirra félaga vann FH yfirburða-
sigur í 2. deildarkeppninni á ný-
loknu keppnistímabfii.
-VS
Jón G.
til ÍR-inga
Jón G. Bjamason, sem lék með
KR í knattspymunni á síðasta
tímabili, hefur tilkynnt félaga-
skipti í ÍR. Jón er ekki ókunnugur
í herbúðum ÍR-inga því hann lék
með liöinu í 2. defidinni í fyrra.
Jón náði ekki að tryggja sér fast
sæti í liði KR sl. sumar en mun
eflaust styrkja lið ÍR-inga.
-SK
• Haraldur Ólafsson bætti met
sitt í jafnhöttun i Álaborg.
Lyftingar
Met og
þrjú gull
í Alabovg
Haraldur Ólafsson frá Akureyri
setti nýtt íslandsmet í jafnhöttun
í 82,5 kg flokki á alþjóðlegu móti
sem haldið var í Álaborg í Dan-
mörku í gær. Hann jafnhattaði
175 kíló og bætti með því eigiö
met. Haraldur snaraði 132,5 kg
og lyfti þvi samanlagt 307,5 kiló-
um og það tryggði honum sigur
í sínum flokki.
Landsliðið í ólympískum lyft-
ingiun tók þátt í mótinu og auk
Haralds unnu þeir Guðmundur
Sigurðsson, sem nú keppir fyrir
ÍR, og Þorvaldur Rögnvaldsson
úr KR tfi gullverðlauna. Þá fékk
Baldur Borgþórsson úr KR
bronsið í sínum þyngdarflokki.
-VS
Guðrun Sæmundsdóttir úr Val var á laugardagskvöldió útnefnd besti leikmaður 1. deiidar kvenna í knatt-
spyrnu 1988 á uppskeruhátíð 1. deildar kvenna sem haldin var í Gaflinum í Hafnarfirði. Það er annað árið í
röð sem hún hlýtur þennan titil. Guðrún er til vinstri á myndinni en til hægri er Guðrún Jóna Kristjánsdóttir
úr KR sem var kjörin efnilegasti leikmaður deildarinnar. MHM/DV-mynd EJ
Stórsigur
Barcelona
Barcelona hélt sínu striki í 1. defid
spænsku knattspymunnar á sunnu-
daginn og sigraði Real Betis 3-0 á
heimavelli. Roberto Femandez skor-
aði úr vítaspymu í fyrri hálfleik og
þeir Jose Bakero og Aitor Beguirista-
in bættu við mörkum í þeim síðari.
Real Madrid vann heppnissigur á
Real Valladolid á útivelli. Hugo Sanc-
hez skoraði sigurmarkið, 0-1, úr
umdefidri vítaspymu sem dæmd var
á markvörð heimaliðsins.
Atletico Madrid vann sinn fyrsta
leik undir stjóm Englendingsins
Rons Atkinson með tfiþrifum, gjör-
sigraði Espanol 6-1. Brasfiíumaður-
inn Baltasar De Morais fór á kostum
og skoraði fjögur mörk og er nú
markahæstur í defidinni með 8 mörk.
Staða efstu liða er þannig:
Barcelona......7 5 2 0 15-2 12
RealMadrid.....7 4 3 0 16-7 11
CeltaVigo......7 4 2 1 10-6 10
Logrones.......7 4 2 1 6-4 10
Atl.Bilbao.....7 4 1 2 8-5 9
-VS
Garðsbræðumir aftur
á heimaslóðirnar
Daníel og Grétar leika á ný með Víði næsta sumar
Ægir Már Kárason, DV, Suðumesjum:
Daníel og Grétar Einarssymr, knattspyrnubræðumir öflugu úr
Garðinum, em gengnir til liðs við Víði á nýjan leik og munu því spila
með sínu ganfia félagi í 2. deildar keppninni næsta sumar.
Þeir Daníel og Grétar fluttu sig um set á Suðumesjunum í fyrra og
léku með Keflvíkingum í 1. defidinni sl. sumar. Daníel var þar lykfi-
maður í vöm og Grétar var markahæsti leikmaður liðsins í defidinni
ásamt Ragnari Margeirssyni með 5 mörk.
„Ég var búinn að lofa þvi að enda ferilinn með Víði og stend við
það. Við erum með góðan hóp og stefnum ótrauðir á að endurheimta
1. deildar sætið sem liðið missti í fyrra,“ sagði Daníeí í spjalli vjð DV
eftir æfingu með Víöismönnum í gær og Grétar bróðir hans tók und-
ir þessi orð.
• Danfel Einarsson
• Grétar Einarsson.
■