Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 30.01.1989, Qupperneq 16

Dagblaðið Vísir - DV - 30.01.1989, Qupperneq 16
16 MÁNUDAGUR 30. JANÚAR 1989. Frjálst.óháÖ dagblaö Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÖLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON óg ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PALL STEFANSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar,. blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11, SlMI 27022 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJOLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 800 kr. Verð i lausasölu virka daga 75 kr. - Helgarblað 90 kr. Staða efnahags Ríkisstjórnin reynir aö grípa til aögerða gegn efna- hagsvandanum. Búast má viö einhverri gengisfellingu. En aðgeröir stjórnarinnar verða sama merki brenndar og fyrr. Þar ríkir trú á höft. Þar ræddi meirihluti í gær um millifærslur og uppbætur. Þar vildu flestir, að til kæmi úreldingarsjóður fyrir fiskvinnslufyrirtæki. Al- menningur yrði látinn greiða þeim, sem heltust úr lest- inni. í ríkisstjórninni var rætt um miðstýringu á vöxt- um, að stýra þeim með handafli. Þetta eru hinir slæmu kostir, sem stjórnarliðið ræddi í gær. Vissulega voru menn ekki sammála á þeim bæ fremur en fyrri daginn. En við höfum lært af reynslunni að búast ekki við öðru frá þessari stjórn en miðstýringu og millifærslum. Það eru aðferðir, sem hefna sín. En efnahagsvandinn er tölu- verður. Hvernig eiga stjórnvöld að bregðast við sam- drættinum? Slíkt finna núverandi stjórnarherrar ekki út. Sjávarútvegur á við vanda að etja þrátt fyrir fyrri gengisfellingar. Samanlagt eru botnfiskveiðar og vinnsla taldar reknar með 4 prósent halla. Veiðarnar eru taldar vera með 7 prósent halla. Það gildir einkum um bátana, staða togara er skárri. Vinnslan er í heild talin standa á núlh. En þar er misskipt. Frystingin er áhtin vera í um tveggja og hálfs prósent halla. En salt- fiskurinn er tahnn hafa 4 prósent hagnað. Við þessar tölur úr sjávarútvegi bætist, að útflutningsiðnaður á í erfiðleikum, einkum auðvitað ullariðnaður. Vandi er við lagmetissölu - og svo framvegis. Vissulega þarf að fækka fyrirtækjum í sumum grein- um sjávarútvegs. En ríkisstjórnin fer hörmulega að ráði sínu að ætla að gera það með valdboði að ofan og úthlut- un skömmtunarseðla til gæðinga sinna. Það mun reyn- ast þjóðinni dýrkeypt. Gengið á að vera rétt skráð. Síð- an á að ráðast af framboði og eftirspurn, hverjir standa og hverjir falla. Hið versta, sem gerzt getur, er það, sem nú hefur verið stefnt að og hefur komizt til fram- kvæmda stig af stigi. Með þeim aðgerðum, sem fjallað var um í gær, er ríkisstjórnin enn við sama heygarðs- hornið. Við getum litið nánar á vandann. Á spástefnu stjórn- unarfélagsins spáðu fulltrúar fyrirtækja fyrir helgi, hvert stefndi almennt. Fyrirtækin spáðu um hálfs pró- sent samdrætti í framleiðslu í landinu. Um það hafði Þjóðhagsstofnun spáð hálfs annars prósent samdrætti. Fyrirtækin spáðu 14 prósent hækkun launa á árinu, en á móti kæmi 20 prósent verðbólga og 19 prósent lækkun gengis. Þjóðhagsstofnun hefur spáð 7 prósent hækkun launa og á móti 11 prósent verðbólgu og 5 prósent lækk- un gengis krónunnar. Segja verður um þessa þætti, að hklegra er, að fyrirtækin komist nær hinu rétta en Þjóð- hagsstofnun. Stofnunin hefur reynzt vera of bundin óskhyggju ríkisstjórna. Því hafa spár Þjóðhagsstofnunar gjarnan legið nokkuð nærri yfirlýsingum ráðherra. Því miður hefur reynslan hér á landi sýnt, að nánast ekk- ert er að marka yfirlýsingar ráðherra um þau efni. Við sjáum því fram á erfitt ár. Einmitt nú þyrfti að beita stjómvöldum gegn vandanum, en ekki í formi handafls og miðstýringar. Stjórnvöld eiga að gera at- vinnuvegum kleift að starfa, en láta þá detta, sem ekki geta unnið við framleiðslu við eðhlegar aðstæður. Þetta á nú ekki upp á pahborðið hjá ríkisstjórninni. Því fáum við enn þessa dagana að hta öfugsnúnar aðgerðir, sem frá þessari stjórn koma -meðan hún situr. Haukur Helgason Formenn A-fiokkanna, Ólafur Ragnar Grimsson og Jón Baldvin Hannibalsson. - Ef þeim dyljast staðreyndirn- ar eru þeir alvarlega veruleikafirrtir, segir greinarhöfundur m.a. í svidsljósinu Sumir menn eru þannig saman- settir að þeim liður illa nema þeir fái að baöa sig í sviðsljósinu, geti látiö annað fólk annaðhvort horfa á sig eða hlusta. Venjulegast er þessum mönnum nokkuð sama hvað þeir þurfa aö gera til þess að vera í sviðsljósinu. Fræg eru dæmi af leikurum sem skilja og gifta sig eftir því sem við á tÚ þess að fjölmiðlarnir gleymi þeim ekki. Jafnvel er komið á sögu- sögnum um að viðkomandi sé lát- inn til að hressa upp á umtalið um hann. Viðkomandi getur þá a.m.k. komið fram og sagt að sögur af andláti hans séu stórlega ýktar. Eftir því sem ágreiningur stjórn- málamanna hefur orðið lítilíjör- legri og ómerkilegri hafa þeir sviðs- sjúku tekið upp þá siði sem áður voru nánast eingöngu taldir heyra til leikurum í Hollywood. Þannig er nú farið með þá Jón Baldvin og Ólaf Ragnar sem hafa gengið í póh- tískt skyndihjónaband í þeirri von að einhver nenni að koma og hlusta á þá. Rautt Ijós í réttu Ijósi Sömu daga og blekið þornaði á boðskortinu tU Steingríms Her- mannssonar um að sækja flokks- þing Alþýðuflokksins var hafinn undirbúningur að fundaherferð formanna Alþýöuflokks og AI- þýðubandalags til að leggja drög að sameiningu flokka þeirra. Er nokkur furða að Steingrímur verði fúU eins og Jón Baldvin sagði að hann hefði orðiö þegar hann frétti af síðustu fjölmiðlaleikfléttu þess- ara sviössjúku samráðherra sinna. Nú skyldi farið um landið og al- þýðu manna tjáð hvað helst gæti orðið til varnar sóma hennar. Sam- einaðir foringjar alþýðunnar hertir í þeirri eldraun að borða lifur með lauk í eldhúsinu hjá Bryndísi. Sam- eining A-flokkanna gat þá ekki ver- ið langt undan. Vissulega biðu menn spenntir eftir að heyra hvað foringjamir hefðu að segja. Allur útbúnaður og undirbúning- ur var tfl fyrirmyndar enda nutu foringjamir leiðsagnar umboðs- manns skemmtikrafta með áratuga reynslu í því að dubba upp meira að segja vonlausa skemmtikrafta. Ræðupúlt úr rauðum viði vom smíðuð. Flugeldasýning var undir- búin. Síðan lögðu þeir Ólafur og Jón af stað. Nokkur brot hafa komið frá fund- um þeirra í fjölmiðlum og eftir því sem þar má greina er boðskapur- inn meira í ætt við það sem skóla- fólk á æskuskeiði slær fram sér og áheyrendum sínum tfl skemmtun- ar en ábyrga stjórnmálamenn sem ræða þjóðmál með þeirri alvöm sem maður skyldi ætla að þörf væri á miðað við þær aðstæður sem þeir hafa sjálfir sagt að væm fyrir hendi í þessu þjóöfélagi. Sameining eða bull Vilji menn skoða hluti í eöUlegu samhengi meö rökrænum hætti þá á það ekki að þurfa aö dyljast ein- um eða neinum að þetta kjaftæði um sameiningu A-flokkanna er ekkert nema buU. Sé Utið tfl sögu KjaUarinn Jón Magnússon lögmaður þessara tveggja flokka, stefnumála og þess fólks, sem skipar fram- varðasveit þeirra, þá ætti engum að dyljast að það væri jafnauðvelt að sameina Sjálfstæðisflokkinn og Framsóknarflokkinn og A-flokk- ana. Dyljist þessi staðreynd formönn- unum tveim eru þeir alvalega vem- leikaflrrtir og verður þá að með- höndla þá sem slíka. Dyljist þeim þetta hins vegar ekki, sem ég held að sé raunin, þá em þetta ósköp eðlUeg viðbrögð sviðssjúkra manna sem hafa Htið sem ekkert að boða í póHtík. Hvað svo? Hvaö svo, hljóta menn að spyrja, hvað ætla nú þessir herramenn að gera þegar þeir eru búnir að hrekkja almenning á landsbyggð- inni með nærveru sinni? Það stend- ur ekki á yfirlýsingunum. Það er ekki úr vegi að skoða þær svolítið nánar. Jón Baldvin hefur sagt ýmislegt í gegnum tíðina. Það sem hann ætlaði aö láta verða sitt fyrsta verk þegar hann kæmist til áhrifa átti að vera að reka Jóhannes Nordal. Með þessum hætti reyndi Jón að kenna farsælum embættismanni um það sem honum sjálfum og kollegum hans í pólitík er helst um að kenna. Nú hefur Jón verið í tveim ríkisstjómum og slátrað einni og enn situr Jóhannes. Það átti að taka tH í Framsóknar- fjósinu, moka landbúnaöarspiUing- unni út í hafsauga. Hefur nokkuð gerst í því? Ekki nema síður sé. Enn kaupir alþýðan dýrustu neysluvör- ur á vesturhveU jarðar. Enn eru allar uppbætumar og styrkimar. Fyrir nokkram áram fór Jón um landið tíl aö ræða um hverjir ættu ísland. Skyldi hann nokkuð vera aö flíka því sem hann sagði þá? AUavega hefur hann ekki borið upp eina einustu tfllögu um þaö, sem hann sagöist beijast fyrir á þeim fundum, á Alþingi eða mér vitan- lega í ríkisstjórn. Miðað við þessar tflvitnanir væri ef til vfll verðugt verkefni að sameina Jón Baldvin póUtískt. Og ekki er skárri garmurinn hann Ketfll. Ólafur Ragnar Gríms- son hefur nú nýverið rétt Sturlu Kristjánssýni, sem einu sinni var námsstjóri norður á Akureyri, nokkrar milljónir úr vasa skatt- greiðenda. Þetta gerði Ólafur eftir að Sverrir Hermannsson hafði rek- ið Sturlu úr starfi fyrir að óhlýðn- ast starfsskyldum sínum og eyöa meira fé en honum var heimflt skv. fjárlögum. Nú bregður svo viö að þegar al- þýðuvinurinn Ólafur er á yfirreið sinni og kominn til Akureyrar, þar sem Sturla eyddi peningum um- fram heimildir og fékk milljónir hjá Ólafi fyrir vikið, þá er boðskap- ur Ólafs sá að miskunnarlaust eigi að reka þá opinbera. starfsmenn sem eyða almannafé umfram heim- Udir. Skyldi Ólafur síðan ætla aö rétta þessum brottreknu embætt- ismönnum mflljónir í framhaldi af brottrekstrinum eins og Sturlu? - Er ekki brýnt að sameina Ólaf Ragnar hugmyndafræðflega? Sverris þáttur Hermannssonar Mitt í alþýðuleik þeirra Jóns og Ólafs lendir sá síðarnefndi í því aö þurfa að skattyrðast við Sverri Hermannsson landsbankastjóra um vexti. Ólafur reyndi í vaxtamál- inu að boða sömu skoðun í vaxta- málum og heflagur Thomas Aquin- as geröi og almennt eru taldar hafa tálmað efnahagslegum framförum í álfunni allar miðaldir og jafnvel lengur. Sjálfsagt hefur þeim félögum á rauða ljósinu fundist Ólafur fara halloka í þessari umræðu. Nokkru eftir það birtist í blaði Jóns Bald- vins iUa lyktandi frétt um að Sverr- ir hefði fengiö biðlaun sem alþing- ismaður. Frétt sem beinlínis átti að skaða Sverri persónulega. Á sama tíma er þeirri frétt ýtt á flot að hugsanlega kunni Sverrir að hafa brotið af sér með því að eiga hlut í fyrirtæki. Því miöur virðast íslenskir íjölmiðlamenn vera svo heillum horfnir að sjá ekki samhengið í þessu máli. Með þessum hætti er verið að reyna að koma höggi á mann, sem sett hefur fram skoðanir sínar vegna þess að hann hefur sett fram skoðanir sín- ar. SUkt þekkist í ýmsum ríkjum þar sem sameining A-flokkanna hefur náð fram að ganga og köUuð eru alþýðulýðveldi. Það kann að vera að þeir Ólafur og Jón geti ná'j sameiginlegum snertiflötum í niðhöggum eins og þessum. Jón Magnússon. „Fyrir nokkrum árum fór Jón um „ landiö til að ræða um hverjir ættu ís- land. Skyldi hann nokkuð vera að flíka því sem hann sagði þá?“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.