Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.1989, Page 5

Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.1989, Page 5
LAUGARDAGUR 6. MAÍ 1989. 5 Blönduós: 134 milUónir í brimvamargarð Þórhallur Ásmundsson, DV, Norðurl. vestra; í hafnaáætlun fyrir árin 1989-1992, sem lögð hefur verið fram á Alþingi, kemur langmest í hlut Blönduós- hafnar af höfnum í Norðurlandskjör- dæmi vestra. Af samtals 344 milljón- um á að veija 134,2 milljónum til 220 metra langs brimvarnargarðs á Blönduósi. Samkvæmt áætluninni fær Blönduós í ár 9,1 milljón, 22 milljónir á næsta ári og 103 milljónir á árunum 1991-1992. Gert er ráð fyrir að Sauð- árkrókur fái næstmest eða 75,4 millj- ónir og Skagaströnd er í þriðja sæti með 60,4 milljónir. Siglufjörður á að fá 52,4 milljónir, Hvammstangi 19,4 og Hofsós tvær milljónir króna. Rétt er að geta þess að oftar en ekki hefur hafnaáætlun tekið talsverðum breyt- ingum í meðförum þingsins. Hvammstangi: Olís slegið verslunarhús Þórhallur Ásmundsson, DV, Norðurl. vestra: Annað uppboð í þrotabúi Verslun- ar Sigurðar Pálmasonar á Hvamms- tanga fór fram nýlega og verslunar- húsið á Höfðabraut 6 var slegið Olís á 7,5 milljónir króna. Óskað var eftir þriðja uppboði á sláturhúsi og frysti- geymslum verslunarinnar og á það að fara fram 10. maí nk. Að sögn Jóns fsbergs sýslumanns verður tilboði Olís tekið en fyrirtæk- ið var eitt af stærstu kröfuhöfum í þrotabúið. Tilboð í verslunarhúsið var langt undir matsverði eignarinn- ar. Eimskip tapar 1 milljón á dag, ekki 3 Mjög slæm villa varð í fréttinni um 100 milljóna króna tap Eimskips fyrstu þrjá mánuði ársins. Sagt var að Eimskip hefði tapað 3 milljónum á dag fyrstu þrjá mánuðina. Hér er um grófa reikningsskekkju blaða- manns að ræða. Tapið er að sjálf- sögðu rúmlega 1 milljón á dag. Forr- áðamenn Eimskips og hluthafar í félaginu eru beðnir velvirðingar á þessum mistökum. -JGH Banaslysið í Kópavogi: Lögreglan leitar vitna Lögreglan í Kópavogi vill biðja alla þá sem geta gefið upplýsingar um •tildrög banaslyssins sem varð á Hafnarfjarðarvegi síðastliðið fimmtudagskvöld að hafa samband við rannsóknardeild lögreglunnar í Kópavogi. Símar lögreglunnar eru 41-200 og 4-32-60. ...... e&sw"05' ló r 6 a 3 í n i • i f a t o f n 11 : iðrrni og yyy Strandgötu 14 735 Eskifjöröur s: 97-61399 . yyi Laugavegi 3 101 Reykja|^; s: 91-62ð*r H„OTWR Hefur þig aldrei dreymt um að fara í hópferð undir traustri fararstjórn um Norðurlöndin og Þýskaland? Benni og Svenni á Eskifirði hafa undanfarin sumur farið slíkar ferðir og bera umsagnir farþega best vitni um ágæti þessa ferðamáta.*) Á Sumri komandi verður enn á ný stigið á skipsfjöl, um borð í glæsiskipið Norröna, frá Seyðisfirði og stefnan tekin á Færeyjar og að lokinni tveggja tíma viðdvöl þar til Hanstholm í Danmörku. Um borð getur fólk ýmist tekið lífinu með ró, hresst sig með heilnæmu sjávarlofti, legið í sólbaði, notið góðs matarog drykkjar, dansað eða sofið, eftir óskum hvers og eins. Ferðin um meginlandið hefst í Hanstholm, Danmörku. Ferð I. 01.15. júní 1989,'Danmörk — Þýskaland — Noregurog heim frá Bergen. 2 vikur. Ferð II. 15. júní — 06. júlí 1989, Danmörk — Svíþjóö — Álandseyjar — Finnland — Noregur og heim frá Bergen 3 vikur. Ferð III. 10,—31. ágúst 1989, Danmörk — Þýskaland — Austurríki — Sviss — Noregur og heim frá Bergen. 3 vikur. Ferð IV. 27. júlí — 03. ágúst 1989, árleg Ólafsvökuferð til Færeyja. 1 vika. Ferð V. 24.—31. ágúst 1989, árleg haustferð til Færeyja og nú einnig til Shetlandseyja. 1 vika. Hringdu eða líttu inn og fáðu upþlýsingar um þessar ferðir svo og aðrar ferðir Norröna. Við fullyrðum að verðið hefur aldrei VINIR FOSSVOGSDALS Sýníð samstöðu. Mætíð á fundínn í Snælandsskóla víð Furugrund í Kópavogí (Fossvogsdal) i dag kl. 14. Málið snýst um MEIRA MALBIK eða AUÐUGFA MANN- LÍF, mál sem varðar okkur öll.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.