Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.1989, Qupperneq 19

Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.1989, Qupperneq 19
LAUGARDAGUR 6. MAÍ 1989. 19 Fred Dryer er fyrrum fótboltahetja og einn fárra úr þeim hópi sem hafa náð frægð sem leikarar. Sló í gegn með Hunter Hann tók fyrst að sér nokkur smá- hlutverk og hafði nokkra reynslu af að leika í sjónvarpsmyndum þegar stóra tækifærið kom árið 1984. Þá var hann valinn til að leika Hunter. Þetta eru sjónvarpsþættir sem standa og falla með því að réttur maður sé í aðalhlutverkinu. Efnið er það sama og í ótalmörgum lögregluþáttum. Framleiðendur þáttanna töldu sig hafa fundið rétta manninn um leið og Dryer kom í prufutöku. Þeir sáu þó eftir öllu þegar vinsæld- irnar létu á sér standa. Þegar búið var að sýna átta þætti kom til tals að taka Hunter af dagskrá. í stað þess að gefast alveg upp var gripið til þess ráðs að sýna þættina seint að kvöldi og þá fyrst fóru áhorfendur aö veita Hunter athygli. Eftir það hafa vinsældirnar vaxið jafnt og þétt og nú er Hunter vinsælasti lögreglu- þátturinn hjá bandarískum sjón- varpsstöðvum. Þáttunum var líka breytt smátt og smátt. í fyrstu þóttu þeir of dæmi- gerðir til að ná vinsældum. Það var lík í hveijúm þætti, slagsmál í skuggasundi, kappakstur og yfir- maður sem ekki þoldi einfarann Hunter. í síðari þáttum er fjölbreýtn- in meiri þannig að áhorfendur hafa ekki lengur á tilfmningunni að þeir séu að horfa á sama þáttinn aftur og aftur. Kvenhetja til samanburðar í þáttunum er töluvert lagt upp úr Átta hundruð milljónir manna A* Notaðu ' endurskinsmerki - og komdu heil/l heim. mÉUMFERÐAR Uráð horfa á Hunter Hunter er ein vinsælasta sjónvarps- lögreglan sem nú er uppi. Talið er að um 800 milljónir manna sjái þætt- ina með honum í hverri viku. Hann nýtur þess hka umfram margar aðr- ar lögregluhetjur að vera á dagskrá kínverska sjónvarpsins. Þar á hann fjölmennan hóp aðdáenda. Hér á landi er Hunter á dagskrá Stöðvar 2 á þriðjudögum og keppir í vinsældum við gamla jöfra á borð við Derrick. Nú hafa verið gerðir hundrað þættir með Hunter sem er mun meira en búist var við eftir fyrsta veturinn sem þættirnir voru sýndir í Bandaríkjunum. Hunter var seinn til að afla sér vinsælda en hef- ur unnið á jafnt og þétt og er nú með vinsælustu sjónvarpsþáttunum í Bandaríkjunum. Það er Fred Dryer sem leikur Hunt- er. Þessir menn eru óaðskiljanlegir í hugum flestra rétt eins og enginn getur hugsað sér Derrick án Horst Tappert. Fred Dryer er þó ekki enn viðlíka þekktur sem leikari og marg- ar aðrar lögregluhetjur enda er Hunter eina fræga hlutverkið sem hann hefur fariö með. Dæmigert hörkutól Fred Dryer er á margan hátt dæmi- gerður fyrir leikara sem veljast í hlutverk lögreglumanna. Hann er hávaxinn og hörkulegur í útliti. Mörgum þykir hann minna á Chnt Eastwood því hann er jafnan brúna- þungur og fámáll. Þá er lögreglumað- urinn, sem hann leikur, htið geflnn fyrir að taka verk sín vetthngatök- um. Á yngri árum lék Dryer amerískan fótbolta með liði New York Giants á árunum eftir 1970. Hann var vinsæll íþróttamaður en þótti harður. Hann er fæddur í San Diego á vesturströnd Bandaríkjanna en var keyptur til New York-liðsins rúmlega tvítugur fyrir mikið fé. Hann var því umtalað- ur frá byrjun og umsetinn affjölmiöl- um. Hann var einnig tahnn með bestu leikmönnum og tvívegis valinn í stjörnulið í lok keppnistímabils. Margar fótboltastjörnur í Banda- ríkjunum hafa reynt fyrir sér í Holly- wood að loknum ferli í íþróttinni. Fæstar hafa náð langt og Dryer er eini fótboltakappinn sem ráunveru- lega hefur slegið í gegn sem leikari. Sjálfur gefur hann þá skýringu á þessu að hann hafi ekki reynt að koma sér á framfæri sem fyrrverandi fótboltamaður. Hann sótti námskeið í leiklist og kynnti sig alltaf sem leik- ara og leitaði eftir hlutverkum í stað þess að vera kallaður til sem fyrrver- andi stjarna. að hafa allt umhveríið sem kaldrana- legast. Fólkið, sem birtist á skjánum, er líka allt heldur óhefiað. Hunter er alltaf í þröngum gallabuxum og slitnum jakka. Þetta er hluti af ímyndinni sem hann á að hafa. Eitt sinn kom til tals að bæta útganginn á hetjunni. Dryer neitaði að skipta um föt - svona maður getur ekki gengið í stífpressuðum jakkaföt- um. Hunter hefur konu fyrir félaga í baráttunni á götunum. Það er Dee Dee McCall sem Stephanie Kramer leikur. Hún á að vera öllu þægilegri manneskja í umgengni en Hunter og myndar mótvægi við hetjuna. Lengi vel stóð til að láta samband þeirra þróast þannig í þáttunum að þau yrðu ástfangin. Á endanum töldu framleiðendurnir þó viturlegast að halda ástinni utan við þættina og láta hörkuna einkenna Hunter. Dryer hefur unnið við þættina um Hunter nær viðstöðulaust í rúm fjög- ur ár. Hann segist vera mjög bundinn af þessu starfi og gera fátt annað. Þegar Hunter kom til skjalanna var Dryer giftur leikkonunni Tracy Vac- caro og eiga þau eina dóttur. Þau skildu fyrir fáum árum. / 1 M1 1 ikvold handa þér, ef þú híttír á réttu tölumar. Láttu þínar tölur ekkí vanta í þetta sínn! Sími 685111. Upplýsingasímsvari 681511. i

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.