Dagblaðið Vísir - DV - 26.06.1989, Page 2

Dagblaðið Vísir - DV - 26.06.1989, Page 2
2 MÁNUDAGUR 26. JÚNÍ 1989. Fréttir Nýr biskup settur irm 1 embætti: Bæði þakklátur og spenntur - segir Ólafur Skúlason „Mér er á þessari stnndu efst í huga þakklæti vegna alls þessa og spenningur aö takast á við þau verk- efhi sem bíða,“ sagði Ólafur Skúla- son, sem í gær var settur inn í emb- ætti biskups við athöfn í Dómkirkj- unni. „Á slíkum stundum skoðar maður það sem er aö baki og metur hver undirbúningur kann helst að verða að gagni. Ég hef áður komiö nálægt störfum biskups en það var öðruvísu að gera það úr þeirri fjarlægð. Meðal þeirra verkefna sem bíða eru frumvörp sem eru til umræðu um prestaköll, prófastsdæmi, biskup og starfsfólk þjóðkirkjunnar. Þar bíður mikilvægt verkefni. Við förum til Finnlands í næstu viku á norrænan biskupafund. Þessi fundur verður næst haldinn á íslandi og því nauðsynlegt að sækja hann núna. Mér þætti óþægilegt að halda hann hér án þess að hafa sótt slíkan fund áður. Ég vil svo ítreka að mér er efst í huga þakklæti til kirkjunnar og þeirra sem hafa stutt mig. Ég mun leitast við að sinna störfum biskups svo vel að öllum verði ljóst að ég vil kirkjunni, starfsfólki hennar og söfn- uðunum einungis hið albesta." -HV Þaö sýna allir embættismenn málinu fullan skilning en: Enginn gerir neitt - segir móðir tveggja ungra fíkniefhaneytenda „Ég veit eiginlega ekki hvert ég á aö snúa mér. Það er búið að tala viö alla þá embættismenn og stjóm- málamenn sem okkur hefur dottið í hug að reyna að fá til aðstoðar. Þeir hafa allir sýnt málinu mikinn skiln- ing en enginn þeirra virðist þess megnugur að gera neitt. Ég á afskap- lega erfitt með að sætta mig við þær málalyktir. Elsti sonur minn er fár- sjúkur fíkniefnaneytandi og á langan afbrotaferil að baki. Það hlýtur að vera hægt að finna leið til að stöðva hann,“ sagði móðir tveggja ungra fíkniefnaneytenda í viðtali við DV um helgina. Tveir af sonum konunnar dvelja nú í Síðumúlafangelsi. Þeir em í gæsluvarðhaldi vegna rannsóknar nýlegra afbrota og lýkur varðhalds- vist þeirra nú í vikunni. Sá eldri drengjaima tveggja er lið- lega tvítugur og á aö baki sex ára afbrotaferil. Hann er kominn í mikla lífshættu af völdum eiturlyfjaneyslu og þarfnast meðferðar á sjúkrastofn- un. ítrekaðar tilraunir til þess að fá yfirvöld heilbrigðismála og dóms- mála til að bregðast á afgerandi máta við vandkvæðum piltsins hafa verið árangurslausar. „Mér er sagt að hérlendis finnist ekki það meðferðarúrræði sem elsti sonur minn þarfnast. Um tíma vom mér gefnar vonir um að mögulega kæmist hann í tilhlýðilega meðferö erlendis en það reyndust tálvonir," segir móðirin. „Drengurinn hefur verið sviptur lögræði. Hann er hættulegur sjálfum sér og í raun umhverfi sínu, því þess- ir eldri og þyngri neytendur draga fjöldann ailan af yngra fólki með sér niður í svaðið. Ég get ekki trúað því að yfirvöld ætli einfaldlega að sleppa honum lausum á götuna núna. Það má ekki gerast. Hann er að eyði- leggja yngsta bróður sinn.“ Yngsti sonur konunnar hefur lent í neyslu og afbrotum með elsta bróð- ur sínum undanfarið ár. Síðustu mánuði hefur neysla hans þyngst verulega. Nú er unnið að því að koma honum í meðferð en aðstandendur óttast að ef elsti bróðirinn verður látinn laus muni hann verða til þess að sá yngsti ljúki aldrei meðferð. „Sá eldri kann orðið svo á kerfið að hann spilar á það eins og eflir nótum,“ segir móðirin. „Hann hefur dvaliö á geðdeildum, þar sem hann segist fá inn allt það dóp sem hann vill. Hann óskaði þess sjálfur að vera sviptur lögræði, í þeirri von að þann- ig fengi hann þá læknishjálp sem hann þarfnast. Hana hefur hairn ekki fengið enn.“ -HV Innheimtuaðgeröir í Njarövík og Keflavík: Látum ekki innsigla bæjarskrifstofurnar - segja bæjarstjóramir Fógetinn í Keflavík tilkynnti bæj- arstjórum Njarðvíkur og Keflavíkur fyrir helgi að skrifstofum bæjanna yrði lokað í dag vegna söluskatts- skulda. í samtali við bæjarstjóra Njarðvíkur og Keflavíkur í morgim kom fram að þeir ætla ekki að láta loka bæjarskrifstofunum og munu þeir greiöa skuldimar með kröfu um endurgreiðslu. Að sögn Guðfinns Sigurvinssonar, bæjarstjóra Keflavikur, er skuldin um 2,8 milljónir og er hún frá 1986. Eins og í Hafnarfirði og Grindavík er hún tilkomin vegna söluskatts af raforkusölu til götulýsingar. Sagði Guðfinnur að málið hefði veriö allan þennan tíma í meðferð hjá skatta- nefnd en Keflavíkurbær telur að þama sé um tvísköttun að ræða. Oddur Einarsson, bæjarstjóri Njarðvíkur, sagði að þeir í Njarðvík hefðu mótkröfu í gangi vegna þess aö þeir hefðu greitt of mikinn sölu- skatt 1985. Skuld bæjarins er 900.000 krónur en mótkrafan er upp á 1,9 milljónir. Sagðist Oddur þó gera ráð fyrir að þeir myndu greiða frekar en að láta innsigla bæjarskrifstofuna. -SMJ Fólskuleg árás og rán: Ræninginn ófundinn Lögreglan leitar manns sem seint á fóstudagskvöld réðst að konu sem starfar hjá Strætisvögnum Reykja- víkur og náði af henni um 250 þúsund krónum - í peningum og farmiöum. Konan var stödd á Laugavegi þegar ráðist var á hana. Hún var með pen- ingana og miðana í tveimur pokum. Maðurinn, sem leitað er að, réðst að konunni og hrinti henni í götuna. Hann tók pokana og hljóp á brott. Konan slasaðist við árásina. Hún handleggsbrotnaði auk fleiri áverka. -sme Friðarhlaupinu 1989 lauk í miöborg Reykjavikur í gærdag, á sama stað og þaö hófst fyrir hálfum mánuði. Var hlaupið með logandi kyndilinn i kringum landið á þessum tima. í Reykjavík hljóp Ólafur Ragnar Grimsson fjármála- ráðaherra lokaspölinn. Hann virðist ekki blása úr nös enda vanur skokkari. DV-mynd S Hagvirki: Övíst með frekari lokunaraðgerðir Mikil fundarhöld voru í morgun með forráðamönnum Hagviriás, fiármálaráðuneytinu og settum bæj- arfógeta í Hafnarfirði. Var þar rætt um frekari lokunarðagerðir en óvíst var hvort gripið yrði til frekari að- gerða en að loka skrifstofum fyrir- tækisins. Starfsmenn Hagvirkis komu saman til fundar á laugardaginn þar sem þeir samþykktu harða gagnrýni á inn- heimtuaðgerðir fjármálaráöherra. Er þar bent á að um leið og málið bíði afgreiðslu hjá ríkisskattanefnd sé gripið til svo harkalegra inn- heimtuaðgerða. Með því telja starfs- menn að afkomu sinni sé stefnt í óvissu. Telja þeir að nær væri að láta mál- ið hafa eðlilega meðferð hjá viðkom- andi yfirvöldum og koma í veg fyrir frekari tafir en hafi orðið á málinu nú þegar hjá yfirvöldum. -SMJ 100110 við Mývatn: Ástandið slæmt vegna átuskorts „Ástand lífríkisins er verra en í fyiTasumar því að nú er átubrestur bæði í Mývatni og efri hluta Laxár en var bundinn við Mývatn síðastlið- ið sumar. Ekki eru mikil líkindi til þess að andavarp veröi mikiö við þessi skilyrði og silungsveiði mun varla glæðast fyrst um sinn. Eina vonin um að veiöileysi linni í sumar er að krabbaátu takist að ná sér á strik,“ segir á minnisblöðum Ama Einarssonar, starfsmanns Náttúru- rannsóknastöðvarinnar við Mývatn. Árlegri talningu á fuglum við Mý- vatn er nýlokið. í heild virðast anda- stofnar við vatnið hafa minnkað síð- ustu ár eftir fjölgun andanna á síð- asta áratug. Húsöndum, einkennis- fugli Mývatns og Laxár, hefur fækk- að mikið í vor eða um helming. Hefur nokkuð boriö á því að húsendur hafi fallið úr hor síðustu vikur en flestar þeirra hafa flutt sig niður í Aðaldal. Eru ekki dæmi um að slíkt hafi gerst síðustu fimmtán ár. Ástæðan er sú að bitmý í Laxá hefur drepist í stór- ntn stíl í vor en lirfur þess eru ein helsta fæða húsandarinnar, ekki síst eflir að rykmýsstofnar við Mývatn hafa hrunið. Er óttast að margar endur komi ungum sínum ekki á legg við þessar aðstæður. Árni Einarsson vildi ekki fullyrða neitt um orsakir þessa ástands en tekur fram aö ástaeðuna sé ekki að finnaíkaldriveðráttu. -hlh Heimsbikarmót í skák: Timman sigraði á enda- sprettinum Hollenski stórmeistarinn Jan Timman gerði sér lítið fyrir og sigraði á heimsbikarmótinu í skák sem lauk i Rotterdam í Holl- andi um helgina. Timman sigraði Seirawan frá Bandaríkjunum létt í síöustu skák mótsins og fékk alls 10 Vj vinning af 15 möguleg- um. Timman var lengi annar, á eftir Anatoli Karpov, fýrrverandi heimsmeistara, en haföi betur á endasprettinum. Karpov tapaði þrem síðustu skákum sínum á mótinu og endaði i öðru sæti meö 9'4 vinning eftir aö hafa leitt mótið lengst af. í þriðja sæti varð Sovétmaðurinn Vaganjan með 9 vinninga. Sigurlaun á mótinu námu 20 þúsund dollurum eöa um 1200 þúsund íslenskum krónum. Jóhanni Hjartarsyni gekk ekki vel á þessu móti, varð í 16. og síð- asta sæti meö 4 'A vinning. Þetta heimsbikarmót var það fimmta af í allt sex slíkum mótum sem haldin voru í fyrra og í ár. Síðasta heimsbikarmótið i þess- ari röö móta verður í Svíþjóð í haust þar sem heimsmeistarinn, Garrí Kasparov, verður meðal þátttakenda. -hlh Hvalveiðin: Fjórðungur þegar veiddur Hvalveiði gengur nú bærilega en veður hamlaði veiðum svolítið í byijun vertiðarinnar. í hvalstööinni í Hvalfirði voru í morgun komnir þrettán hvalir á land. Fjórir til viðbótar hafa veriö veiddir og eru á leiðinni til lands þannig að alls hafa sautján dýr verið veidd á vertíðinni. Er það réttur fjórðungur þeirra sex- tíu og átta dýra sem á að taka á þessuári. -HV Fimm bfla árekstur Fimm bilar lentu í einum árekstri á Vesturlandsvegi - skammt frá Höfðabakka - í gær- kvöldi. Lögregla flutti tvær manneskjur, lítiö slasaöar, á siysadeild. Sumir bílanna skemmdust mikið - aðrir minna. -sme Hafnarfí arðarvegur: Velti bflnum tílaðforðast aðaka yfir önd með unga Bfll valt og eyðilagðist þegar ökumaöur hans beygði snögglega á Hafnarfjaröarvegi á laugardag. Ökumaðurinn var aö forðast að aka yfir önd með unga. Öndin var á gangi meö fjölskylduna og gerði sér enga grein fyrir þeirri hættu sem hún var í. Bíllinn er nær ónýtur. Ein manneskja meiddist litillega en öndin og hennar afkvæmi eru heil og ósærö. -sme

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.