Dagblaðið Vísir - DV - 26.06.1989, Síða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 26.06.1989, Síða 9
MÁNUDAGUR 26. JÚNÍ 1989. 9 Utlönd Eldur í kjarnorku- knúnum sovéskum kafbáti við Noreg Björg Eva Erlendsdóttir, DV, Osló: Eldur kom upp í nótt í stórum kjamorkuknúnum sovéskum kaf- báti um 100 kílómetra norönorövest- ur af ströndum Finnmerkur í Nor- egi. Orsök brunans er ókunn. Þaö var norsk herþota sem varð vör viö reyk frá kafbátnum um hálfEimmley- tið í nótt aö íslenskum tíma. Þyrla frá norska vamarliðinu, flugvél og varðbátar era nú á slys- staö. En Sovétmenn hafa einnig sent flugvélar til slysstaðarins. Norski herinn hefur tekiö myndir af kaf- bátnum. Hann er sagður af gerðinni Echo-2. Báturinn er 117 metra langur og vegur 4.800 tonn. Johan Jörgen Holst, vamarmálaráðherra Noregs, telur líklegt að kjamorkuvopn séu um borð í kafbátnum. Slysið virðist vera sama eðlis og sovéska kafbátaslysið snemma í vor. Sovétmenn þiggja enga hjálp frá Norðmönnum vegna kafbátsslyss- ins. Þetta varð ljóst þegar tilkynning frá björgunarmiðstöðinni í Mur- mansk barst til norskra yfirvalda um áttaleytið í morgun að norskum tíma eða sex að íslenskum. Norska sendi- ráðið í Moskvu hafði boðið sovéskum yfirvöldum aðstoð en eina svarið við því var tilkynningin frá Murmansk. Engu að síður era bæði norski her- inn og björgunarsveitir viðbúnar með mikinn mannskap. Um áttaleytið í morgun var sent blys frá kafbátnum sem Norðmenn héldu að væri neyðarblys. Þetta hef- ur trúlega verið merki tH Norðmann- anna um að halda sig í hæfilegri fjar- lægð frá kafbátnum. Svo virðist sem Sovétmenn hafi náð að stöðva útbreiðslu eldsins um borð í bátnum. Norskar flugvélar hafa séð til mannaferða á dekkinu á kafbátnum og áhöfnin virðist róleg og yfirveguð. Bátminn er nú á leið í austur með fimm hnúta hraða til bækistöðvar sinnar á Kólaskaga. Talsmaður norska utanríkisráðu- neytisins í Osló sagði snemma í Eldur kom upp í sovéskum kafbáti um hundrað kílómetra norðnorð- vestur af Finnmörk I Norður-Noregi í nótt. morgun að sovéska sendiráðiö hefði verið beðið um upplýsingar í sam- bandi við kafbátinn en ekki hefði neitt svar borist. Norskur fréttaritari í Moskvu rifj- aði upp kafbátsslysið 7. apríl sl. þegar fjöratiu og tveir af sovésku áhöfninni létu lífið. Þá fengu yfirmenn sovéska hersins mikla gagnrýni fyrir hvemig staðið var aö björguninni. Fréttarit- arinn taldi því trúlegt að Sovétmenn hefðu að þessu sinni þegið norska hjálp ef mannslíf hefðu verið í hættu. Sovéska fréttastofan Tass greindi frá slysinu í morgun en ekki var sagt frá því hvort um geislavirkan leka væri að ræða. Vitnað var í sovéska vamarmálaráðuneytið og sagt að kjamaofninum um borð hefði verið lokað og að áhöfhin væri öll úr hættu. í frétt Tass sagði að eldurinn hefði komið upp skömmu eftir miðnætti. Einnig var sagt að sovésk skip og flugvélar væru á leiðinni til kafbáts- ins og að stöðugt samband væri haft við bátinn. Þann 7. apríl síóastiióinn fórust fjörutíu og tveir úr áhöfninni þegar eldur kom upp i sovéskum kafbáti suðvestur af Bjarnarey i Norður-íshafi. Myndin er af sovéskum kafbóti, svipuðum þeim er eldur kom upp í. Simamynd Reuter M. BENZ 190E, árg. '85, ekinn aðeins 26 þús. km, litur hvitur, sjálfskiptur, rafdr. rúður, leðurklæðning, einn eig- andi. Innfl. nýr af umboði. Verð kr. 1.320.000,- VW GOLF CL, árg. '87, ekinn 29 þús. km. Litur gull. met. Verð kr. 630.000,- rBÍLARn Til sölu notaðar bifreiðar í eigu umboðsins FORD BRONCO XL '84, 6 cyl., 2,8 vél, 5 gíra, m/overdrive. Verð kr. 870.000,- EGILL VILHJALMSSON HF. Smiöjuvegi 4, Kópavogi, simar 77200 - 77202 PORSCHE 924, árg. '82, sérstök af- mælisútg. 2,01 vél, leðurklæðn., rafdr. rúður, rafdr. speglar. Verð kr. 850.000,- RANGE ROVER, árg. '76, bill í góðu standi, sami eigandi frá upphafi. Verð kr. 350.000,- ÞURRKUBLÚÐIN VERÐA AD VERA ÚSKEMMD og þau þarf að hreinsa reglulega. Slitin þurrkublöð margfalda áhættu I umferðinni. |JUMFEROAR BENIDORM I2.júlí-Beintflugísólina % 3ja vikna skemmtilegt sumarfrí á alveg sérstökum kjör- um. Frábær gisting á besta stað á Benidorm. Nú er tækifærið að komast í ódýrt sumarfrí. Miðað við 2 fullorðna og 2 börn (2-12 ára). FERÐASKRIFSTOFA REYKJAVÍKUR Hafið samband STRAX. Aðalstræti 16, sími 621490

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.