Dagblaðið Vísir - DV - 17.11.1990, Síða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 17.11.1990, Síða 26
26 LAUGARDAGUR 17. NÓVEMBER 1990. Ellý Halldorsdottir segir frá fatafellunni Bonný: Þetta er eng pomósýnir Ég hef varla séð nektardans ef frá eru talin brot og brot úr sjónvarpi og bíómyndum. Minn nektardans á litið skylt við margt af því sem fólk hefur séð. „Halló... er þetta Bonný?“ „Já, þetta er hún.“ „Við erum hérna nokkrir félagar í spilaklúbb sem ætlum aö lyfta okkur aðeins á kreik. Heldurðu að þú viljir ekki koma og dansa fyrir okkur?“ „Jú, það er í lagi.“ „Hvernig er það, ferðu ekki úr öllu saman?“ „Nei, ég fer ekki úr nærbuxunum.'1 „Hva’, er þetta ekki nektardans? Við viljum alveg borga aðeins meira." „Ég fer ekki úr nærbuxunum. Það er alveg á hreinu." „En geriröu ekki eitthvað meira en að dansa... þú veist?" „Aldrei.“ „Jæja... blessuð...“ Nektardansmærin Bonný hefur verið á allra vörum undanfarið og símtalið hér að ofan er mjög dæmi- gert fyrir margar af þeim ótal mörgu upphringingum sem Bonný fær dag- lega, bæði dag og nótt. Ekkert varð úr viðskiptum við Bonný í þetta skipti en hún þarf ekki að örvænta. Það er nóg aö gera fyrir íslenska fata- fellu. En eins og vænta má ber nokk- uð á misskilningi um það sem Bonný er að gera. „Það er mjög útbreiddur misskiln- ingur meðal fólks að ég sé í hálfgerðu pornói og standi í einhvers konar vændi. Ég gæti það hæglega en það er svo víðsfjarri því sem ég er að gera aö slíkt hvarflar ekki að mér. Ég er ekki með neina pornósýningu heldur nektardans þar sem hið list- ræna er aðalatriöið. Gott dæmi um þennan misskilning er viðbrögð margra kvenna eftir sýninguna hjá mér. Þær hafa komið í algerri óvissu um hvað þær væru að fara að sjá en samt búnar að gíra sig upp í að skíta atriðið og mig út sem eitthvert þriðja flokks klám. Eftir á hafa margar kon- ur hins vegar komið til mín, tekið í höndina á mér, og sagt mér hve hrifnar þær voru. Þetta segir ansi margt um Bonný.“ En þetta segir þó ekki nema hálfa söguna. Á bak við Bonný er aö finna manneskju sem er alvön því að troða upp og vera í sviðsljósinu. Það er Ellý Halldórsdóttir, betur þekkt sem Ellý í hljómsveitinni Q4U. Ellý olli töluverðu umtali á hljómsveitar- árum sínum frá 1979-1983. Gripu margir andann á lofti þegar hún tróð upp í afar litlum klæðum og var síð- ur en svo að fela á sér brjóstin. Þá var hljómsveitin sem slík umdeild en hrátt pönkrokk og alls kyns gern- ingar voru aðalsmerki hennar. AlltönnurEllý - Eru Bonný og Ellý í Q4U eitthvað skyldar? „Bæði og. Ég er frekar árásargjörn að eðlisfari og fékk mikla útrás fyrir þær kenndir í hljómsveitinni. Hins vegar pældi ég ekkert í því þegar ég byrjaði á nektardansinum. Bonný er allt önnur manneksja en Ellý. Ég þarf að fara í ákveðinn ham og verð allt önnur manneskja þegar ég verö Bonný. Þá er ég með ákveðiö skemmtiatriði í gangi og þegar því lýkur kem ég mér yfirleitt strax í burtu, verð Ellý. En þar sem ég gef mig alla í dansinn er ég oftast mjög þreytt á eftir. Allt umstangið í kring- um þetta, ferðalögin, fötin og æfing- arnar gera að verkum að nektar- dansinn getur verið afskaplega þreytandi, eins og „showbisness" er yfirleitt. Núna tók ég mér smáfrí, var ekkert að vinna um helgina. Ég nenni varla aö vjnna þessa helgi heldur. Það er svolítið erfitt að drífa sig af stað aftur eftir fríið. Að þvi leyti er stundqm svolítið erfitt aö losna sig við Bonný.“ Vil hafa fútt í þessu - „Fyrir hverja dansarðu?" „Allt mögulegt fólk. Ég hef farið mikið út á land og dansað á böllum í félagsheimilum. Þá fer ég í alls kyns klúbba, einkasamkvæmi og afmælis- veislur. Yfirleitt eru þetta mjög blandaðir hópar þar sem konur eru jafnmargar og karlar, til dæmis á böllum." - Hvernig gengur þetta fyrir sig? „Þó ég hafi nánast fengið þetta starf upp í hendurnar þá dansar maður ekki nektardans eins og ekkert sé, bara einn tveir og tíu. Ég hef verið í eróbikki og dansi og æfi töluvert fyr- ir sýningarnar. Ég kem með tónlist með mér á segulbandsspólu og klæði mig upp. Síðan mæti ég á staðinn og dansa. Dansinn tekur um það bil korter til tuttugu mínútur. Ég vil hafa almennilegt fútt í þessu, dansa mikið, og eins gott að pláss sé þar sem ég treð upp.“ - Áttu þér einhveija fyrirmynd? „Nei. Ég hef varla séð nektardans ef frá eru talin brot og brot úr sjón- varpi og bíómyndum. Minn nektar- dans á lítið skylt við margt af því sem fólk hefur séð. Þó ég eigi mér enga fyrirmynd veit ég hins vegar vel hvað ég á ekki að gera. Ég sá einu sinni nektardans í Uppi og niðri við Hlemm þar sem einhver pía með fjólubláa hárkollu háttaði sig. Það var ömurlegt. Þannig er ég ekki.“ - En hvernig eru viðtökurnar? Er stemningin ekki orðin ansi erótísk og heit þegar þú hefur lokið þér af? „Jú, auðvitað. Til þess er leikurinn gerður. Yfirleitt tekur fólk mjög vel við sér og er með á nótunum. Þá fæ ég mjög mikið út úr þessu. Það er mjög mikilvægt að hafa áhorfendur með sér og það getur bjargað kvöld- inu ef ég er ekki í neinu sérstöku stuði. Hins vegar er mjög leiðinlegt að dansa fyrir alveg frosið lið sem veit ekkert hvernig það á að vera. Yfirleitt tekst mér þó að brjóta ísinn en það getur verið ansi erfitt." Vörn í nærbuxunum - VerðurBonnýekkifyrirkynferðis- legri áreitni? „Nei, ég hef eiginlega alveg sloppið við það. Ég passa mig mjög mikið á að taka ekki hvaða tilboði sem er. Þannig heyri ég yfirleitt á mönnum í símanum ef þeir hafa eitthvað skít- ugt í huga, vilja að ég fari úr nærbux- unum og fleira. Mér finnst það ljótt og lítið eiga skylt við almennilegan nektardans. Ef menn nota ekki ímyndunaraflið verður þetta bara eins og hjá kvensjúkdómalækninum og ekkert spennandi. Annars er heil- mikil vörn í nærbuxunum. Ég yrði hreinlega hrædd ef ég færi úr þeim innan um einhverja karla i keng. Nú fer ég aðallega ein að sýna en áður fór umboðsmaðurinn minn yfirleitt með og veitti nauðsynlegt öryggi. Nú er hann hins vegar hættur. En það er á hreinu að ég geri ekkert annað en dansa. Eins og kom fram hér áðan er Ellý mikið spurð hvort hún geri ekki meira en að dansa þegar hún treður upp. Hún segir blaðamanni frá því að menn hafi viljað fá hana til að dansa í piparsveinapartíi og um leið spurt hvort hún vildi ekki fara í rúm- ið með væntanlegum brúðguma. Það tók hún ekki í mál og fannst síðasta sort að bera slíkar óskir fram. Þá hefur hún verið beðin um að dansa fyrir einn áhorfanda, alveg prívat, en það tekur hún heldur ekki í mál. Hún dansar ekki fyrir færri en þrjá. Fötunum stolið - Hvað tekurðu fyrir hvert skipti? „Ég vil síður ræða það. Ég er ekk- ert að reyna að verða rík á þessu. Ég gæti það alveg en þá myndi ég hreinlega missa vitið. Þetta er mjög þreytandi og mér finnst fínt að sýna ekki nema tvisvar til þrisvar í viku. Þá fæ ég það sem ég þarf til að lifa. Það er svo mikill munur að geta ver- ið sjálfs sín herra. Þá fæ ég líka tíma til að sinna ýmsum áhugamálum mínum.“ Ellý segir að þrátt fyrir þokkalegar tekjur sé mikill kostnaöur samfara nektardansinum, þetta sé dýr útgerð. Hún hefur tvo síma, annan fyrir pantanir sem hún verður af og til aö taka úr sambandi til að fá frið. Hún ferðast mikið og í farangrinum eru vinnufótin sem kosta skildinginn. „Það er versti andskotinn að það er stolið svo miklu af fötum frá mér. Þetta eru rándýr föt. Nú er ég til dæmis að búa til sýningu þar sem ég má alls ekki láta stela neinu frá mér. Annars er ég farin að sauma meira og meira á mig sjálf. Þaö þýðir ekkert annað. Ég er farin að kunna mikið betur hvernig standa á að svona sýningu. Þetta er heilmikið umstang þó dasnsinn taki ekki lang- an tíma. Ég þarf að hita mig upp, klæða mig og mála. Það tekur allt að þrjá tíma. Svo er ég stundum al- veg búin eftir á.“ Bonný tekur völdin Þegar tahð barst að fortíðinni var Ellý ekki sérlega spennt að rifja hana upp. Hún sagðist hafa farið í ótal við- töl vegna Q4U á sínum tíma og vildi frekar ræða um Bonný. Það kom þó fram að Q4U hætti 1983. Ellý bjó þá með manni og stuttu síðar kom barn. Hún og maður hennar spiluðu fyrir sjálf sig heima en lítið varö úr að hún træði upp aftur. Nú er Ellý einhleyp og barnið, sex ára stúlka, býr ekki hjá henni. Þeir sem sjá Ellý eins og hún lítur út i dag og svo Bonný sjá ekki sömu manneskjuna. Bonný er íturvaxin æsandi dama sem lítur út fyrir að vera til í allt. Sú Ellý sem tók á móti blaðamanni minnir hins vegar á ósköp venjulega húsmóður, þó ekki í vesturbænum, en Ellý geðjast ekki að þeim bæjarhluta. Hún er alin upp í austurbænum en kann best við sig í miðbænum. Ellý segist hafa verið í alls konar vinnu, módelstörfum, tískusýning- arstörfum og aUs kyns skrifstofu- vinnu. Hún útskrifaðist úr Tollskóla ríkisins og vann síðan hjá tollstjóra í tvö ár þar til Bonný tók völdin í tilverunni síðastliðið sumar. - Hvenær tróðstu fyrst upp sem nektardansmær? „Það var á árshátíð Sniglanna í fyrra. Síðan var ég eitthvað að pæla í að byrja á þessu en það varð ekkert

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.