Dagblaðið Vísir - DV - 17.11.1990, Side 47

Dagblaðið Vísir - DV - 17.11.1990, Side 47
LAUGARDAGUR 17. NÓVEMBER 1990. 59 Afmæli Gunnar Þ. Þorsteinsson Gunnar Þ. Þorsteinsson byggin- gatæknifræöingur, Ægisíðu 76, Reykjavík, er sjötugur í dag. Starfsferill Gunnar fæddist aö Gerðum í Garöi og ólst þar upp til átta ára aldurs en flutti þá til Keflavíkur. Hann læröi húsasmíöi hjá fóður sín- um 1938-42, stundaði nám viö Iðn- skólann 1941, lauk sveinsprófi 1942 og lauk prófi í byggingatæknifræði við Stockholms Tekniske Institute 1947. Gunnar vann fyrir iðnnámið al- menna verkamannavinnu við fisk- vinnslu og sendilsstörf. Hann starf- aði við trésmíðar til 1945, var yflr- verkstjóri á Keflavíkurflugvelli 1948 en hóf störf við Teiknistofu SÍ S í árslok það ár og hefur starfað þar síðan. Hann var forstöðumaður teiknistófunnar frá 1952 og þar til hún var lögð niður síðla árs 1986. Gunnar hefur seinustu árin séð um nýbyggingar Sambandsins en sein- asta verkefnið var yfirumsj ón með hönnun og byggingarframkvæmd- um skrifstofuhúss Sambandsins á Kirkjusandi. Á þeim árum sem Gunnar veitti Teiknistofu Sambandsins forstöðu var mikil uppbygging hjá Samband- inu og kaupfélögunum um allt land. Verkefni Teiknistofu Sambandsins á þessu tímabili eru því nokkuð á annað þúsund. Gunnar mun láta af störfum um næstu áramót. Gunnar var flokksforingi og deild- arforingi í skátafélaginu Heiðarbú- um 1937-45. Hann sat í stjórn UMFK í nokkur ár til 1945, var formaður Iðnaðarmannafélagsins Kvikurs 1944^5, var byggingarfulltrúi Kvik- urs 1944-45, var fyrsti formaður Iðn- fræðingafélags íslands í þrjú ár, sat í stjórn Tæknifræðingafélags ís- lands í tvö ár, sat í stjórn Félags einstæðra foreldra og var formaður nefndar sem vaidi merki IS. Fjölskylda Gunnar kvæntist 31.12.1950 Þóru Sofííu Guðmundsdóttur, f. 2.3.1922, d. 10.7.1968, húsmóður. Þóra Soffía var dóttir Guðmundar Árnasonar sjómanns og konu hans, Halldóru Einarsdóttur húsmóður. Fósturdóttir Gunnars og dóttir Þóru er Kristín Guðbjörnsdóttir, f. 6.9.1944. Börn Gunnars og Þóru eru Guömundur, f. 7.11.1950, doktor í efnafræði í Reykjavík, kvæntur Bjargeyju Ásdísi Arnórsdóttur hús- móöur og eiga þau tvö börn, Þóru Soffíu, f. 18.12.1987, og Trausta Tý, f. 6.4.1990; Guðný Helga, f. 17.4.1952, kennari á Seltjarnarnesi, gift Einari Magnússyni lyfjafræöingi og eiga þau tvær dætur, Þóru, f. 20.10.1971, og Gunnhildi, f. 29.12.1977; Dóra Sigrún, f. 27.2.1956, matvælafræð- ingur í Reykjavík, gift Þorkatli Hreggviði Halldórssyni vélaverk- fræöingi og eiga þau tvö börn, Þór- hildi, f. 25.6.1981, og Halldór, f. 18.6. 1987; Þorsteinn Árni, f. 2.5.1959, verkstjóri á Hvammstanga, kvænt- ur Matthildi Benediktsdóttur hús- móður og eiga þau einn son, Gunnar Þorvald, f. 28.1.1981, auk þess sem Þorsteinn Árni á dóttur frá því fyrir hjónaband, Örnu Þóreyju, f. 21.5. 1977. Alsystkini Gunnars: Árni, f. 14.11. 1908, d. 10.3.1986, skipstjóri í Kefla- vík; Steinunn, f. 15.4.1910, húsfreyja í Keflavík; Guðný Helga, f. 31.10. 1911, húsfreyja í Keflavík; Guðrún, f. 31.10.1911, húsfreyja í Ytri-Njarð- vík; Ingveldur, f.26.11.1912, skrif- stofustjóri og húsfreyja i Keflavík; Ingólfur, f. 25.9.1914, d. 15.7.1938; Hallveig, f. 30.7.1916, húsfreyja í Keflavík; Þorsteinn, f. 23.8.1918, skipstjóri í Keflavík; Sigurbjörg, f. 29.5.1923, húsfreyja í Keflavík. Hálfbræður Gunnars, samfeðra: Ingólfur Gísli, f. 22.4.1951, bifvéla- virkjameistari í Keflavík, og Vignir Páll, f. 5.12.1952, trésmiður á Egils- stöðum. Foreldar Gunnars: Þorsteinn Árnason, f. 28.10.1885, d. 23.1.1969, sjómaður og síöar húsasmiður í Keflavík, og fyrri kona hans, Guðný Helga Vigfúsdóttir, f. 22.2.1882, d. 8.1.1943, húsfreyja. Ætt og frændgarður Þorsteinn var sonur Árna, út- . vegsb. og símstöðvarstjóra í Gerð- um í Garði, Árnasopar, b. og smiðs í Gamla-Hrúðurnesi í Leiru, Helga- sonar, b. á Markaskarði í Hvol- hreppi, bróður Tómasar, langafa Þórðar Tómassonar, safnvarðar í Skógum, og Sigríðar, móður Stefáns Harðar Grímssonar skálds. Helgi var sonur Þórðar, b. á Moldnúpi undir Eyjaijöllum, Pálssonar. Móðir Árna smiðs var Ragnheiður Árna- dóttir, b. og skálds í Dufþaksholti, Egilssonar, prests að Útskálum, Eld- járnssonar, bróður Hallgríms, lang- afa Jónasar Hallgrímssonar og Þór- arins, langafa Kristjáns Eldjárns. Móðir Árna í Geröum var Jórunn Árnadóttir, b. í Móeiðarhvolshjá- leigu, Björnssonar. Móðir Jórunnar var Jórunn, systir Helga í Marka- skarði. Móðir Þorsteins var Guðrún Gunnar Þ. Þorsteinsson. Ingjaldsdóttir, b. á Kolbeinsstöðum í Gerðum, Tómassonar, og Guðrún Sigurðardóttir, b. á'Eystri-Geldinga- læk, bróður Sigríðar, langömmu Ingólfs Jónssonar ráðherra. Sigurð- ur var sonur Magnúsar, b. á Eystri- Geldingalæk, Sæmundssonar, bróö- ur Guðbrands, föður Sæmundar á Lækjarbotnum, ættfóður Lækjar- botnaættarinnar og iangafa Guö- mundar Daníelssonar rithöfundar. Guðný Helga var dóttir Vigfúsar. b. í Skagafírði, Vigfússonar, frá Krossi í Ölfusi, Guömundssonar. Móðir Guðnýjar Helgu var Steinunn Jóhannsdóttir, b. í Geitageröi og Litlu-Gröf, Guömundssonar, b. þar, Einarssonar. Móðir Steinunnar var Guðrún Ólafsdóttir, b. á Borgarlæk á Skaga, Ólafssonar. Anton Sigurðsson Anton Sigurðsson húsasmíða- meistari, Fornhaga 26, Reykjavík, er níræðurídag. Anton er fæddur á Sjávarhólum á Kjalarnesi og ólst upp í Mávahlíð í Fróðárhreppi á Snæfellsnesi. Starfsferilf Anton lærði húsasmíði á ísafirði og var þar til 1928. Hann fluttist þá til Reykjavíkur og vann við húsa- smíði til 1975. Anton vann meðal annars við byggingu á Landakots- kirkju, Þjóðleikhúsi og Melaskóla og stóð fyrir byggingarframkvæmd- um víða um borgina. Hann var varaformaður Trésmíðafélags Reykjavíkur 1952 og gjaldkeri hjá Meistarafélagi húsasmiða í nokkur ár. Fjölskylda Anton kvæntist Huldu Þórðar- dóttur, f. 28. september 1906, hjúkr- unarkonu. Foreldrar Huldu eru Þórður Matthíasson, sjómaður í Ól- afsvíkj og kona hans, Björg Þor- steinsdóttir. Synir Antons og Huldu eru: Haraldur, f. 2. júlí 1934, búfræð- ingur í Rvík, kvæntur Karin Ant- onsson og eiga þau tvö börn; Stein- ar, f. 10. júni 1936, tæknifræðingur í Rvík; Sigurður, f. 13. apríl 1939, framkvæmdastjóri í Rvík, á þrjú böm, oglngólfur, f. 24. október 1942, tæknifræðingur í Rvík, kvæntur Svölu Eggertsdóttur og eiga þau þrjúbörn. Systkini Antons eru: Haraldur, lést tíu ára; Ágústa, f. 1892; Björg- vin, lést rúmlega tvítugur; Guðrún, f. 1896; Ingimundur, f. 1898, sjómað- ur; Einar, f. 19. nóvember 1902, skip- stjóri; Svava, f. 5. ágúst 1905, og Haraldur, f. 1907. Foreldrar Antons eru: Sigurður Ingimundarson, b. og sjómaður í Mávahlíð í Fróðárhreppi, og kona Anton Sigurðsson. hans, Steinvör Einarsdóttir, f. 1868, d. 1943. Til hamingju með afmælið 17. nóvember 85 ára Sigurmon Hartmannsson, Kolkuósí, Viövíkurhreppi. Véný Viðarsdóttir, Goðheimum 12, Reykjavík. Ragnheiður Sigurðardóttir, Víðilundi 6A, Akureyri. 50 ára 80 ára Kristín Eðvarðsdóttir, Álfaskeiði 76, Hafnarfiröi. 70 ára Guðný Matthíasdóttir, Álfheirmun 19, Reykjavik. Ólöf Alda Ólafsdóttir, Látraströnd 14, Seltjarnarnesi. Þuríður Gisladóttir, Laxárholti, Hraunhreppi. Helgi Haraldsson, Búðagerði 5, Reykjavík. Guðmundur W. Waage, Hraunbæ 80, Reykjavík. Guðborg Bjarnadóttir, Birkivöllum 33, Selfossi. 60 ára 40 ára Unnur Ólafsdóttir, Dragavegj 5. Reykjavík. Guðmundur Sigmarsson, yíðimýri 2, Neskaupstað. Ásgerður Jóhannesdóttir, Akurhóli 2, Grýtubakkahreppi. Sverrir Steingrímsson, Háteigsvegi 13, Reykjavík. Jörgen Thomas Tellnor, Grænuhlið 15, Reykjavík. Yngvi Hagalinsson, Melgerði 1, Kópavogi. Reynir Guðmundsson, Engihjalla 1, Kópavogi. Gústaf Ófeigsson Gústaf Ófeigsson bifreiðarstjóri, Fellsmúla 14, Reykjavík, verður sjö- tugur á morgun. Gústaf er fæddur á Suðureyri í Súg- andafirði og ólst þar upp til sjö ára aldurs hjá ömmu sinni, Margréti Sigmundsdótttur, en fluttist til Vest- mannaeyja með móður sinni en síð- an til Reykjavíkur. Starfsferill Gústaf var sjómaður á bátum og togurum og á síld í sjö sumur. Hann hefur verið leigubílstjóri á Hreyfli frá 1943. Fjölskylda Gústaf kvæntist 18. október 1941 Ásdísi Helgadóttur, f. 4. júlí 1921. Foreldrar Ásdísar eru Helgi Einars- son, rafstöðvarstjóri á Patreksfirði, og kona hans, Soffía Jakobsdóttir. Börn Gústafs og Ásdísar eru: Helgi, f. 17. mars 1942, bifreiðarstjóri í Rvík, kvæntur Emu Guömunds- dóttur og eiga þau þrjú börn: Einar, f. 11. febrúar 1944, símritari í fjar- skiptastöðinni í Gufunesi, kvæntur Kristínu Einarsdóttur, verslunar- manni hjá Máli og menningu, og eiga þau tvö börn: Örn, f. 30. októb- er 1950, framkvæmdastjóri Vátrygg- ingafélags íslands, kvæntur Árnýju Benediktsdóttur; Gústaf, f. 10. febrú- ar 1954, leiðbeinandi á Patreksfirði, kvæntur Rannveigu Haraldsdóttur og eiga þau þrjú börn, og Drífa, f. 16. ágúst 1958, gift Kristjáni Guð- mundssyni, útgerðartækni í Bol- ungarvík, og eiga þau þrjú börn. Systkini Gústafs, sammæðra, eru: Dagbjört Guðbjartsdóttir, f. 15. mars 1927, d. 6. september 1981, gift Björg- vini Torfasyni; Einar Guðbrands- son, f. 20. maí 1928, línumaður, kvæntur Ernu Egilsdóttur; Margrét Guðbrandsdóttir, f. 13. september 1929, gift Guðmundi Sveinssyni, skipstjóra á Akranesi, og Sigrún Guðbrandsdóttir, f. 21. september 1943, húsmóðir í Svíþjóð, gift Olle Nilsson. Ætt Foreldrar Gústafs eru: Ófeigur Jónsson, f. 2. september 1875, d. 30. janúar 1961, b. í Kolsholti í Flóa, og Kristín Ó. Einarsdóttir, f. 26. júlí 1899, d. 25. nóvember 1877. Stjúp- faðir Gústafs er Guðbrandur Guð- mundsson, starfsmaður hjá Reykja- víkurhöfn. Ófeigur var sonur Jóns, b. í Eystra-Geldingaholti, Ólafsson- ar, b. í Eystra-Geldingaholti, bróður Sigríðar, langömmu Ingigerðar, móður Guðrúnar Helgadóttur al- þingisforseta. Systir Olafs var Margrét, móðir Brynjólfs Jónssonar frá Minna-Núpi. Ólafur var sonur Jóns, b. á Baugsstöðum, Einarsson- ar og konu hans, Sesselju Ámunda- dóttur, málara í Syðra-Langholti, Gústaf Ofeigsson. Jónssonar, langafa Guðmundar, langafa Jóhanns Hjartarsonar stór- meistara. Móðir Jóns Ólafssonar var Gróa Jónsdóttir, b. á Hrygg í Flóa, Einarssonar og konu hans, Guðlaugar Helgadóttur, systur Bjarna, langafa Guðbjarna, föður Sigmundar rektors. Móðir Ófeigs var Ingunn, systir, samfeðra, Vigdísar, langömmu Vig- dísar Finnbogadóttur. Ingunn var dóttir Eiríks, b. í Vorsabæ, Hafliða- sonar. Móðir Ingunnar var Ingveld- ur, systir Vigfúsar, afa Gretars Fells. Gústaf tekur á móti gestum í Vetrar- brautinni í Þórskaffi á sunnudaginn kl. 15-17. Jón Finnsson Jón Finnsson. Jón Finnsson, bifreiðastjóri og ökukennari, Melagötu 15, Neskaup- -stað, er sjötíu og fimm ára í dag. Jón fæddist í Neskaupstaö og ólst þar upp. Hann var bifreiöastjóri til ársins 1989 en Jón ók bæði vöruíl og leigubíl. Þá stundaði hann öku- kennslu til ársins 1989. Jón kvæntist 10.7.1937 Sigur- björgu Gunnarsdóttur frá Egilsstöð- um í Fijótsdal en hún lést í mars 1987. Jón og Sigurbjörg eignuðust fimm börn sem öll eru á lífi. Una Kristín Georgsdóttir Una Kristín Georgsdóttir, Baugs- stöðum III, Stokkseyrarhreppi, er sextugídag. Una er fædd í Reykjavík og giftist 29. nóvember 1952 Siggeiri Pálssyni, f. 6. júlí 1925. Foreldrar Siggeirs eru Páll Guðmundsson, b. á Baugsstöð- um, og kona hans, Elín Jóhanns- dóttir. Börn Unu og Siggeirs eru fimm: PáU, f. 4. september 1949; Svanborg, f. 18. september 1950; Elín, f. 6. október 1952; og Guðný, f. 20. júlí 1960. Una og Siggeir eiga fjórtán barnabörn. Una á fjögur systkini sem öll eru álífi. Foreldrar Unu eru Georg Dyrving frá Sjálandi, b. í Fossvogi í Reykja- vík, og kona hans, Guðrún Svan- bor g Þórarinsdóttir, j árnsmiðs í Reykjavík, Bjarnasonar. Una Kristin Georgsdóttir. Una tekur á móti gestum í Félags- heimih Gaulverjabæjarhrepps kl. 15-18 á afmælisdaginn’.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.