Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.1990, Qupperneq 18

Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.1990, Qupperneq 18
18 LAUGARDAGUR 8. DESEMBER 1990. Veiðivon Stangaveiðifélag Reykjavíkur: 4320 laxar veiddust í hópum félagsins í sumar - fjölmenna stangaveiðimenn til Rússlands í laxveiði? Aðalfundur Stangaveiðifélags Reykjavíkur um síðustu helgi var fróðlegur og fjörlegur á köflum. Þarna kom margt fram eins og hjá framkvæmdastjóra félagsins, Friðrik D. Stefánssyni. Hann sagði að félags- menn og aðrir sem veiðileyfi keyptu af félaginu heföu veitt samtals síð- asta sumar 4320 laxa. Veiðin árið á undan var sambærileg tala, 4440 lax- ar, en árið 1988 voru það 7227 laxar. Á yfirstandandi ári hefur hver veiði- inaður dregið á land að meöaltali 0,67 laxa sem er lítið eitt lægra hlutfall en árið á undan. Jón G. Baldvinsson, formaður fé- lagsins, upplýsti fundinn um að fé- lagið hefði staðið á bremsunni livað hækkanir varðaði á veiðileyfum síð- ustu þrjú árin og myndi gera það áfram eins og það gæti. Jón upplýsti líka að það hefði verið gerð krossferð gegn Stangaveiðifélaginu, vegna for-. ystu félagsins í netaveiðimálunum í Borgarfirði og Norðurá í Borgarfirði hefði spilað þarna inn í þetta. Vissir menn unnu gegn félaginu fyrir það sem þeir hefðu gert í upptöku neta í Hvítá. Núna er spurningin hvort neta- veiðimenn við Ölfusá og Hvitá verði tilkippilegir til að taka upp netin eins og þeir í Hvítá í Borgarfirði. Eftir því bíða margir þessa dagana en það verður látið á þetta reyna innan fárra vikna. Orri Vigfússon fer víóa þessa dagana Orri Vigfússon, stórhuginn í laxa- kvótakaupunum, situr ekki auðum höndum þessa dagana, frekar en þá fyrri. Hann feröast landanna á milli Hlustað eftir einhverju spennandi á aðalfundi Stangaveiðifélags Reykjavíkur sem um 150 félagsmenn sóttu. DV-mynd G.Bender til aö vinna þessu kvótamáli sínu stuðning og hlusta á menn. Hann sagði nokkur orð um stöðu mála á aðalfundi Stangaveiðifélagsins en nokkrum dögum áður var hann í New York á ársþingi Laxasamtaka Norður-Ameríku. En bæði Kanada og Bandaríkin eiga aðild að þessum samtök'um sem eru stærstu laxasam- tökin um Atlantshafslaxinn. En Orri Vigfússon, formaður Laxárfélagsins, er í aðalstjórn þessara samtaka og sat því fundina í New York. Eitt aðal- efni þingsins voru sjóveiðar á laxi í Atlantshafinu. Fjallað var um ólög- legu veiðarnar á gráa svæðinu aust- ur af íslandi sem talið er að búið sé aö uppræta með dyggilegri aðstoð Uffe Ellemenn-Jensen, utanríkisráð- herra Danmerkur. Einnig var rætt um starfsemi alþjóðakvótanefndar- innar um kaup á laxveiðiréttindum og erfiðleika Kanandamanna með að uppræta netaveiðar á laxi á grunn- slóð við Nýfundnaland. Miklar um- ræður voru á þinginu um sívaxandi verðlag á laxveiðileyfum, sérstaklega hér á íslandi, samfara minnkandi laxagöngum. Fluttar voru skýrslur um ný og mikil laxveiðisvæði sem eru að opnast í Rússlandi. Nokkrir hópar laxveiðimanna hafa farið á þessa staði undanfarin tvö ár og láta afar vel af góðri veiði. Taliö er að með breyttri stefnu í Rússlandi muni veiðimönnum verða tekið opnum örmum á næstu árum í þessari ný- fundnu laxveiðiparadís stangaveiði- manna. -G.Bender Þjóðar- spaug DV Haninn Eldri maður varð fyrir því óláni að keyra yfir hana þegar hann var í sunnudagsbíltúr í Rangárvalla- sýslu. Hann snaraðist strax út úr bílnum og að nærliggjandi sveitabæ tilað tilkynna um óhapp- ið. „Því miður hef ég ekið yfir han- ann þinn en ég vil endilega gera hvað ég get til að bæta þér skað- ann,“ sagði hann við bóndann. „Láttu þá sjá hvað þér verður ágengt með hænurnar," svaraði bóndinn og benti aðkomumanni á hænsnahúsið. Söngur Adams Tveir drukknir, sem sátu inni á Gauknum, voru að ræðast við, þegar annar þeirra segir svona upp úr þurru: „Veistu hvað Eva söng þegar hún sá Adam pissa i fyrsta skipti?" „Nei,“ svaraði hinn. „He’s got the whole world in his hand,“ sagði sá fyrri að bragði. HaraldurÁ. Haraldur Á. Sigurösson leikari var einkar orðheppinn. Hann var feitur mjög og mátti þola ýmsa glósur vegna þess. Einhverju sinni kom raaður til Haralds og sagði: „Alltaf dettur mér svín í hug þegar ég'sé þíg.“ „ Já, hugsa þú heim, væni minn, svaraði Haraldur. „Það þarf eng- inn að skammast sín fyrir það.“ Blessað stríðið Á stríðsárunum kom Haraldur Á. Sigurðsson inn í verslun í Reykjavík. Gekk honum illa að fá afgreiöslu þar sem afgreiðslu- stúlkan var í óðaönn að tala við enskan hermann. Er Haraldur hafði beðið góða stund eftir af- greiðslu gekk hann að dyrunum og hugðist ganga tómhentur út. Kallaði þá afgreiðslustúlkan í hann og spurði hvað það væri fyrir hann. „O, svo sem ekkert sérstakt," sagði Haraldur. „Ég kem bara aftur þegar stríðið er búið.“ Finnur þú fímm breytingar? 83 Nú, svo þú ætlar út að skemmta þér á grimuballi og skilja okkur mömmu eftir alein heima á sjálfu aðfangadagskvöldi! Heimilisfang: Myndirnar tvær virðast við fyrstu sýn eins en þegar betur er að gáð kernur í ljós að á myndinni til thægri hefur fimm atriðum ’verið breytt. Finnir þú þessi fimm atriði skaltu merkja við þau .með krossi á hægri myndinni og senda okkur hana ásamt nafni þínu og heimilisfangi. Að tveimur vikum liðnum birtum við nöfn sigurvegara. 1) Hitateppi fyrir bak og hnakka, kr. 3.900,- 2) Svissneska heilsupannan, kr. 2.990,- Vinningarnir koma frá Póst- versluninni Príma, Hafnar- firði. Merkið umslagið með lausninni: Finnur þú fimm breytingar? 81 c/o DV, pósthólf 5380, 125 Reykjavík Vinningshafar fyrir áttu- gustu og aðra getraun reyndust vera: 1. Guðfinna H. Þórisdóttir, Túngötu 30, '820 Eyrarbakka. 2. Guðrún Birna Sigmarsdóttir, Arakoti, Skeiöum. Vinningarnir verða sendir heim.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.