Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.1990, Side 22

Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.1990, Side 22
22 LAUGARDAGUR'8. DESEMBER 1990. „Kemstekkií skóna hans Gísla" „Menn hafa mikið talað um það hvort mér þaetti ekki óþægilegt að vera að fara í sporin hans Gísla Halldórssonar. Ég hef snuið þessu upp í grín og sagt að ég noti núm- eri stærra svo'ég komist ekki í skóna hans hvort sem er,“ sagði Árni Pétur Guðjónsson leikari í samtali viö DV. Árni leikur eitt af aðalhlutverk- unum í Fló á skinm eftir Feydeau sem Borgarleikhúsið sýnir um þessar mundir við gífurlega að- sókn. Þegar hafa verið sýndar 40 sýningar og ekkert lát á vinsældun- um. Hlutverk Árna er nokkuð sér- stætt því hann leikur tvo menn í leikritinu. Annar er tvífari hms og það veldur þeim misskilningi sem þessi sívinsæli farsi byggir á. Þetta krefst þess hins vegar af Árna að hann skipti um ham á augabragði. Margir hafa velt því fyrir sér hvernig það sé tæknilega fram- kvæmanlegt fyrir leikara að ganga út í gervi einnar persónu og koma nær jafnharðan inn aftur í öörum búningi og nýju gervi sem önnur persóna. Þetta gerir Árni í Flónni svo hratt aö kliður fer um salinn þegar hann birtist. Margir hafa klórað sér í kollinum yfir öllu sam- an en hvernig er farið aö þessu. Árni? „Það á náttúrlega að vera leynd- armál," segir Árni og hlær hrekkjalómslega. „Hitt er augljóst að ég geri þetta ekki einn. Þegar ég kem út af sviðinu þá standa reiðubúnir aöstoðarmenn sem hjálpa mér að stökkva úr einum búningi í annan. Þeir þurfa líka að hjálpa mér að ná áttum því þegar ég kem út veit ég ekkert hvert ég er að fara eða hvað er að ske." Þannig standa menn í röð, einn með skó, annar með frakka og svo framvegis. Árni er nánast klæddur í á ofsahraða, honum snúið við, hvíslað að honum stikkorðum og honum ýtt inn á sviðið aftur. Hrað- inn er gífurlegur. „Höfundurinn leggur þetta ná- kvæmlega upp," segir Árni. „Síð- ustu skiptin eru hröðust og þá er einn mótleikara minna, Þór Tuli- níus, meö stutta rullu á meöan. Þetta eru svona fjórar línur og það er tíminn sem ég hef. Ef ég er tilbú- inn fy rr þá tek ég af honum nokkur orð en ef ég er seinn þá verður hann að halda áfram og bæta við. Maður veit aldrei hvernig þetta fer í hvert sinn." Má ekki endur- taka „sukksess," Ein af goðsögnunum sem ganga í leikhúsinu er að aldrei megi reyna aö endurtaka verulega vel heppn- aða sýningu því slíkt sé dæmt til að mistakast. Leikfélag Reykjavík- ur sýndi Fló á skinni síðast fyrir 18 árum við gífurlegar vinsældir. Þá var Gísli Halldórsson í tvískipta hlutverkinu sem Árni fer meö í þessari sýningu. Sú uppfærsla gekk í um 2 leikár samfleytt fyrir fullu húsi. Hvernig fannst Árna að feta í fótspor Gísla? „Ég sá ekki fyrri sýninguna svo það þvældist ekki beinlínis fyrir mér. Ég tek það ekki mjög alvar- lega þó fólk hafi ekki spáð vel fyrir þessu. Við erum búin að sýnafram á að þessi goðsögn er röng. Mér finnst líka að áhorfendahópur leik- - segir Árni Pétur Guðjónsson Árni Pétur i hlutverki Chandebise í Fló á skinni Gisli Halldórsson i 17 ára gamalli uppfærslu Leikfélags Reykjavikur á Fló á skinni ásamt Helga Skúlasyni. í hlutverki Poche í sama leikriti. bil. Síðan hann hóf störf hér heima fyrir þremur árum hefur hann leikið mörg dramatísk hlutverk þó engin sýninganna hafi náð mikilli hylli. Þannig voru fimm leiksýn- ingar nefndar til menningarverð- launa DV á síðasta ári og lék Árni stór hlutverk í þremur þeirra. Þetta er í fyrsta sinn sem hann er í stóru hlutverki á íslandi í sýningu sem fær mikla aðsókn. Hvernig er þaö Árni, ertu ekki orðinn frægur? „Ég held ekki. Ég er svo venjuleg- ur náungi að það þekkir mig eng- inn sem sér mig utan leikhússins. Ég varð miklu frægari fyrir örlítið hlutverk í kvikmyndinni Magnús hér um árið. Ég held að það veröi. engir leikarar á íslandi frægir nema þeir sem leika í kvikmyndum og auglýsingum. Mér finnst óskaplega gaman að koma fólki til þess að hlæja og þess- vepa er ég mjög ánægður í Flónni," segir Árni að lokum. -Pá hússins sé að breytast. Það er miklu meira af ungu fólki að koma inn og það er mjög ánægjulegt. Hvað varðar samanburðinn við Gísla Halldórsson þá held ég aö þó áhorfendur muni eftir honum þá muni þeir ekki eftir leikritinu og hafa því jafngaman af.“ - En er meistarinn búinn aö koma qg sjá lærisveininn. Hefur Gísli séð Árna í hlutverkinu? „Ekki svo ég viti," segir Árni og glottir. „Ég hef hins vegar heyrt að hann hafi verið mjög ánægður með val á leikurum í sýninguna." Ég ersvovenju- legur að það þekkir mig enginn Árni Pétur Guðjónsson hefur starfað mjög lengi að leiklist, bæði hér heima og ekki síst úti í Dan- mörku þar sem hann bjó um ára- Arni segist vera óskaplega venjulegur. DV-mynd S

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.