Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.1990, Side 33

Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.1990, Side 33
LAUGARDAGUR 8. DESEMBER 1990. 45 Menning Reynir nýjar leiðir Þetta er snotur innbundin bók, rúmlega þrjá- tíu ljóö á ámóta mörgum síðum. Þetta er fjórða ljóðabók höfundar, áður komu Grá- tónaregnboginn 1985, Brunnklukkuturninn 1986 og Blýlýsi 1989. Þessi bók riijar það upp að fyrir hálfum öðrum áratug sendi Jóhann Hjálmarsson frá sér ljóðabækur mjög ólíkar því sem áður tíðkaðist, Myndin af langafa og Frá Umsvöl- um. Sú síðarnefnda sagði frá skáldinu sjálfu í heimsókn hjá nafngreindu nútímafólki á Raufarhöfn, ljósmyndir af fólkinu prýddu bókina. Þetta var einföld, látlaus frásögn af tíðindaleysi hversdagsins, sagt frá á sem allra venjulegustu máli, semsagt „opin ljóð“. Þessi nýja bók Sigurlaugs er mjög af þessu tagi. Þar er þó ekki samfellan sem einkenndi bók Jóhanns en sameiginlegur er rabbtónn- inn, upptalning á smáatriðum sjálfra þeirra vegna, ekki sjáanlegt að þau gegni neinu sérstöku hlutverki í uppbyggingu verksins. Bókin greinist í 34 aðskilda texta, mjög mis- langa. Hver um sig bregður upp einhvers konar mynd af umhverfinu. Tilgreind er breiddargráðan 65.32 og bendir hún ásamt umhverfislýsingum til æskuslóða höfundar, Borgarfjarðar eystrá og Njarðvíkur. Þarna er mælandi í sólbaöi ásamt fjölskyldu sinni, gengur um fjörur, hittir grannana, hlustar á útvarp, fer í búðina o.s.frv. Semsagt, mjög hversdagslegt en sumt er fram sett af fárán- leikakímni, svo sem að kaupfélagsbúðin sé kjörinn vettvangur fýrir sérstæð sjálfsmorð, þ.e. með því aö neyta elstu vörunnar þar, sem er útrunnin aö geymsluþoli fyrir 9-16 árum. Og í hversdagslegu tali, oft kumpánlegu, bregður fyrir sjaldgæfum oröum, s.s. jurta- heitum (blóökollur, dórónikur) og „meðala- draugur" sem ég finn hvergi í orðabókum. Þetta er eins og í fyrri bókum Sigurlaugs, einnig það að hér bregður fyrir furðum. Lát- um vera að í fjörunni morknar 60 feta hvals- hræ, „risaveldi maðka“, og að austfirskir skrautsteinar, þ.á.m. jaspís, eru kallaöir „margra tonna brjóstsykursbirgðir" sjávar- guðsins. En í annarri fjöru snuðrar vísundur á stærð við mammút í þara og plastbrúsa- hrúgum. Þegar mælandi tekur sér far með flugvél ásamt fleirum standa þau á stélinu en til hliðar við þau svífur brosandi bóndi, dáinn fyrir nokkru. Ein húsmóðirin lætur sér ekki nægja að þurrka af innanhúss held- ur þurrkar hún líka vegrykið af blómum undir húsveggnum! Ýmislegt fleira af þessu tagi gerir héraðslýsinguna annarlega, skipar henni rúm í sálarlífinu fremur en utan við gluggann. í þessu er sterkur svipur með þeim bræðrum, Sigurlaugi og Gyrði. Töluvert „bergmál" er milli ljóða. Þótt ekki sé nema endurtekning á einfóldustu atriðum, svo sem að tala um flugur, sólbaðspall, ígul- ker eða bikinibaðföt þá þétta þessar endur- tekningar heildarmyndina, tengja bókina saman. Einstaka texta hljótum við því að skoða sem hluta þessarar heildar fremur en sem sjálfstæð ljóð. T.d. minnist mælandi svo víða á konu sína að eftirfarandi texti skilst sem misheppnuð tilraun hans til að ná sam- bandi við hana um nótt; einsemd hans birt- ist í því aö hann skynjar vindgnauð í málm- hliði sem einhvers konar tónlist: 16 Segist sofnuð einhvers staðar leikið á pípuhlið Ætli þetta sé ekki enn eitt dæmið um áhrif japanskra „hæka“ eða smára á íslenska ljóðagerð um þessar mundir. Þá ríkir naum- liyggjan í örstuttum hversdagsmyndum sem eitt atriði á að heija upp úr flatneskju. Það tekst auðvitað ekki alltaf þegar lagt er á tæp- asta vaö. Sigurlaugur er myndlistarmaður ekki síður en ljóðskáld og e.t.v. setur það svip sinn á bókina, t.d. í stuttu ljóði þar sem eru óvænt tilbrigði viö sól eða loga í hverri línu, ýmist í orðum eða merkingu. í and- stæðu við þaö er regnbúningur annars mannsins: 6 í sóleyjabrekku sitja presturinn og þessi með logsuðugleraugun regngallaður meö tvo bensínbrúsa á milli sín logar glatt á himninum Eftirfarandi texti byggist á skemmtilegri Sigurlaugur Eliasson. Bókmeimtir Orn Olafsson fléttu hliðstæðna og andstæðna. Annars veg- ar er mynd af trillu úti á firði, hins vegar er mælandi í eldhúsinu. En í fjarðarmynd- inni eru notaðar líkingar úr eldhúsinu, sólar- upprás er líkt við hníf sem m.a. á heima í eldhúsi. Meira er þó vert um hitt að í eld- húsinu eru tindar og fjallabrúnir eins og úti og í eldhúsinu er þoka, það er þráhyggjan í huga mælanda. Það er von að hann öfundi trillukarlinn úti á firði af tækjunum sem sjá í gegnum þoku og sjó. Eins og yfirleitt í bók- inni þá er hér að mestu einfalt orðalag og orðaröð og textinn er einfaldur að uppbygg- ingu. En þessa „speglun“ fjaröarmyndarinn- ar inni í eldhúsinu má túlka svo að mælandi sé í uppnámi, sjái umhverfiö spegla sálarlíf sjálfs sín fyrst og fremst. í fyrri hluta ljóðs- ins ríkir víðsýni sem venjulega tengist frels- iskennd en í síðara hluta er allt þröngt og útsýnislaust umhverfis mælanda. 24 Trilla á útleiö miðar inn undir hnífsblaö tveggja mílnalangt sem rekið er í bjargið austan fjarðar rautt í eggina líklegast er hann einn með sjálfstýringuna á kveikt á radar/dýptarmæli en ekki meira en svo vaknaður öfunda hann hálfvegis af skermunum andvaka og nálægður vandrataður þráhyggjulág þokanbólstrar upp undir brúnir ísskápsins tindkamínunnar og hylur kennileiti gluggamilli þei... þá aðeins marrið í ruggustólnum Það er viröingarvert að höfundur skuli reyna fyrir sér á nýjum leiðum. Mér finnst þó síðasta bók hans meira spennandi en þessi vegna þess að hér er hann svo „lágfleýgur", þ.e. svo mikið i því að skrásetja, halda sig við yfirborð umhverfisins. Verkið fer þá nokkuð mikið á dreif. Jaspis Ljóö eftir Sigurlaug Eliasson. löunn 1990. Baráttusaga Bubba Morthens Er þörf á bók um Bubba Morthens? Vitum við ekki allt og rúmlega það eftir öll viðtölin, bæði stór og smá, sem birst hafa við hann undanfarin tíu ár? Allar úttektirnar og vangavelturnar um feril hans? Eru Ásbjörn og Silja ekki að „bakka í berjafullan lækinn“? Víst vitum við eitt og annað. En ekki allt. Okkur kemur það sumt hvert hreinlega ekk- ert við. Bókin Bubbi gefur okkur heillegri mynd en öll viðtölin af manninum sem á þrítugsaldri hófst upp úr daglegu brauðstrit- inu, blankur, baldinn og sukksamur, á stall poppstjörnunnar. Reyndar enn blankari en fyrr lengi vel. Við fáum að fylgjast með ævin- týrum, martröðum og ýmsu þar á milli án þess að of mikið sé sagt. En rétt eins og í alvöru ævintýrunum hefur bókin Bubbi góö- an endi. Söguhetjan er búin að taka sjálfa sig í gegn og orðin mun heilbrigðari á sál og likama en nokkru sinni eftir að táningsárun- um sleppti. Bubbi Morthens hefur alla tíð verið opin- skár í viðtölum. Látið allt flakka. Reyndar hefur hann ekki alltaf verið samkvæmur sjálfum sér eins og Silja Aöalsteinsdóttir bendir á í upphafskafla bókarinnar. Eg leyfi mér því að álykta að héðan í frá skuli því trúað sem bókin skýrir frá. Verði meistari Morthens ósammála sér í blaðaviðtölum í framtíðinni skal það standa sem í bókinni stendur. Á maður ekki alltaf að trúa því sem maður les í bókum frekar en blöðum og tíma- ritum? Sér í lagi ef bækurnar eru ævisögur? Viöburöarík ár Ævisaga og ævisaga. Auðvitað getur mað- ur ekki litið sömu augum á bók aldraðs manns sem lítur yfir farinn veg og þess unga sem enn á hálfa ævina framundan og rúm- lega það ef guð lofar. Enda kemur skýrt fram í upphafskaflanum sem fyrr var vitnað til að hér er ekki um eiginlega ævisögu að ræða heldur er reynt að svara spurningum eins og: „Hvar er Ásbjörn?“ og „Hvernig komst hann þangað?“ Bubbi Mortens ásamt Silju Aðalsteinsdóttur. Bókmeimtir Ásgeir Tómasson Bubbi Morthens hefur alla tíð lifaö hratt og oft æði hátt. Sannfærður er ég um að Bubbi Morthens hafi frá fleiru að segja en margur tvöfalt eldri maðurinn. Og hví þá ekki að slá til? Silja vekur á því athygli að ferill Bubba verður ekki af tilviljun. Því getur lesandinn verið hjartanlega sammála þegar hann legg- ur Bubba frá sér að lestri loknum. Æviferill- inn er rakinn, allskrautlegur á köflum. Til- tölulega næmur drengur í Vogahverfinu umhverfist þegar hann af einhverjum óþekktum orsökum fer að dragast aftur úr skólasystkinum sínum í námi. Engin ástæða finnst og reyndar reynir enginn að leita hennar. Mörgum árum síðar uppgötvast í öðru landi að drengurinn er lialdinn skrift- blindu. Hann getur ekki sett stafi á blað í sömu röð og við hin. Þarna telur Bubbi Mort- hens að sé rótin að rótleysi sínu. Ástæða þess að hann flosnar úr skóla og heldur út á vinnumarkaðinn, þá þegar orðinn sukk- samur uppivöðsluseggur en um leið ákaflega músíkalskur. Menntafólk og vinstrimenn Bubbi fer tiltölulega hratt yfir farand- verkamannskaflann í lífi sínu. Kannski held- ur ekki frá svo mörgu að segja. Hann fínnur leið frá púlinu: „Fljótlega eftir að ég byrjaði að spila opin- berlega uppgötvaði ég aö menntafólk og vinstrimenn hrifust af mér. í augum þeirra var ég sambland af verkalýðshetju, barni og hstamanni, og þegar ég söng um slorið var ég að gera nákvæmlega það sem þeir vildu að ég gerði þó að það væri á mínum forsend- um en ekki þeirra.“ Svo segir á blaðsíðu 145. Og ennfremur: „Með vinsældum meöal þessa fólks tryggði ég mig varanlega. Um leið og róttæku menntamennirnir viðurkenndu mig sem listamann þá hafði ég ekkert að óttast leng- ur.... Oröstír minn barst út. Það var lögð áhersla á hvað ég væri mikið náttúrutalent, naív strákur, hrár upp úr lúkarnum, hefði ekkert lært eða pælt í neinu, og ég leyfði fólki að halda þessari ímynd.... Tolli þekkti allt þetta fólk og ég var bróðir hans „Þessi litli, sæti, kraftalegi, þú veist. Merkilegt hvað það geta komið brilljant hlutir frá honum miðað við hvernig hann talar!““ En Bubbi bætir því við að þótt hann hafi með þessum hætti svindlað sér út úr farand- vinnumennskunni inn í vinstri klíkurnar og þar með upp „á stóra sviðið“ meinti hann hvert orð af því sem hann söng í upphafi ferils síns. Öðrumhlíft? Hér er ekki ástæða til að rekja efni bókar- innar Bubbi í smáatriöum. Söguhetjan segir frá lífi sínu frá a til ö. Sums staðar þykir rnér stiklað nokkuð á stóru. Kannski er það gert vegna þess að hér er verið að segja sögu Bubba Morthens en ekki baráttusögu farand- verkamanna í Eyjum og ekki er heldur rakin saga hljómsveitanna Utangarðsmanna, Egós né annarra sem Bubbi hefur sungið með. Hér og þar fær lesandinn það á tilfmning- una að Bubbi vilji hlífa samferðamönnum sínum. Utangarðsmennirnir voru engir öð- lingar. Aðeins er tæpt á því að Magnús Stef- ánsson hafi verið baldinn. Hinir hefðu allt eins getað verið englar í mannsmynd. Sömu sögu er að segja af samskiptum Bubba og þeirra kvenna sem stærstan sess hafa skipað í lífi hans. Bubbi tekur á sig alla sök þess að sambúðin við Bogeyju og Ingu Sólveigu gekk ekki. En þegar önnur kvenna- mál eru annars vegar lætur Bubbi allt flakka og sömuleiðis þegar fer að halla undan fæti vegna óhóflegrar kókaínneyslu í bland við önnur efni. Hafi Bubbi verið bersögull hing- að til slær hann sjálfum sér viö þegar um- gengninni við konur og kók er lýst. Tvöfalthlutverk Og þá er það upphafsspurningin: Er þörf á bók um Bubba Morthens? Hún kveikir spurningu númer tvö: Er þörf á öllum þeim hafsjó endurminningabóka sem við fáum að moða úr fyrir hver jól? Ef svarið við seinni spurningunni já, þá gildir það já einnig um hina. Reyndar hef ég aldrei botnað í því þeg- ar fólk hefur fallist á að skýra frá ævi sinni og þegir svo yfir svo til öllu sem fólki þætti gaman að lesa um. Ég hef það á tilfinning- unni að Bubbi hafi kunnað að þegja á réttum stöðum. En þegár hann vill það við hafa læt- ur hann gamminn geisa. Er lesandinn leggur bókina frá sér eftir síðustu síðu veit hann eitt og annað um Bubba Morthens, sameign þjóðarinnar, sem hann vissi ekki áður. Þar af leiðandi hlýtur Bubbi að eiga erindi til lesandans. Silja, Ásbjörn, Björn og Bárður, sá er tók skrárnar saman, hafa látið frá sér fara at- hyglisverða bók.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.