Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.1990, Qupperneq 34
46
LAUGARDAGUR 8. DESEMBER 1990.
Sviðsljós
Gina Marie Tolleson um keppnina „Ungfrú heimur":
„Er ekki bara keppni
um snotur snjáldur"
,Ég er ekki fallegasta kona i heimi,“ segir ungfrú heimur.
Kærastinn trúði því ekki að hún hefði unnið keppnina.
„Ég hef verið á forsíðum blaða og
tímarita úti um allan heim, þetta er
líkast draurni," sagði ungfrú heimur,
Gina Marie Tolleson, þegar hún kom
aftur heim til Bandaríkjanna eftir
sigurinn.
„Það var ólýsanlega undarleg til-
finning þegar ég sat á sviðinu með
kórónunaá höfðinu. Blossar mynda-
vélanna blinduðu mig, ég heyrði
kynninn segja Gina þetta, Gina hitt,
ungfrú heimur..., ég náði engu
samhengi í hvað verið var að segja.
Þegar ég gekk niður af sviðinu starði
ég á mynd mína í speglinum með
kórónu ungfrú heims á höfðinu og
spurði sjálfa mig: Er þetta í raun og
veru ég sjálf? Þetta var eins og í
draumi.“
Gina hefur stundað nám við blaða-
mannaskóla í Atlanta i Georgíufylki
og á tvö ár eftir í útskrift. Hún ætlar
þó að taka sér frí í ár til að geta sinnt
hlutverki sínu sem ungfrú heimur.
Hún kemur til með að hafa a.m.k. 4
milljónir í tekjur á þessu ári og gerir
ráð fyrir að nota peningana í mennt-
un sína.
Gina á annasamt ár framundan.
Hún mun þurfa að koma fram sem
ungfrú heimur um allan heim en það
þýðir að hún verður lítið samvistum
við kærastann sinn. Þau hafa veriö
saman í mörg ár en hún neitar að
gefa upp hver hann er. „Hann trúði
því ekki að ég hefði unnið keppnina,
hann fór alveg kkerfi," segir Gina
og hlær.
Gina er 21 árs, eldri en flestar stúlk-
urnar sem tóku þátt í keppninni.
„Mér finnst ég ekki vera fallegasta
kona í heimi. Persónuleikinn skiptir
afar miklu máli og dómararnir tóku
mið af honum líka. Tökum ungfrú
Ástralíu sem dæmi, hún komst ekki
í úrslit þótt hún sé ein fallegasta
kona sem ég hef séð. Sumar stúlkn-
anna tala fjögur til fimm tungumál,
þessi keppni er greinilega ekki bara
keppni um snotur snjáldur,-' segir
ungfrú heimur, Gina Marie Tolleson.
I skammdeginu, þegar myrkrið er sem svartast, er mikilvægt að gang-
andi vegfarendur beri endurskinsmerki eða borða. Þetta vita krakkarnir
í Varmárskóla í Mosfellsbæ því að i mörg ár hefur formaður Slysavarna-
deildar Lágafellssóknar, Ragnar Björnsson, heimsótt þau i skólann og
afhent þeim endurskinsmerki. Einnig fer hann mánaðarlega í allar bekkj-
ardeildir til að athuga hvort krakkarnir nota merkin sem þeim eru gef-
in. Nú hefur Slysavarnadeildin tekið upp þá nýbreytni að gefa börnunum
endurskinsboröa og á myndinni hér að ofan má sjá Ragnar og Ses-
selju Guðjónsdóttur kennara með átta ára bekkjardeild í Varmárskóla.
Krakkarnir þar ætla allir að vera duglegir að nota borðana sína í vetur
til að auka öryggi sitt í umferðinni. H.Guð. DV-mynd Brynjar Gauti
Björn Sigurbjörnsson skólastjóri og Gunnar Þórðarson, formaður bridge-
klúbbsins á Sauðárkróki. DV-mynd Þórhallur
Grunnskóli Sauðárkróks:
Fær uppstoppaða fugla
Þórhallur Asmundsson, DV, Sauðárkróki
Bridgeklúbbur Sauðárkróks af-
henti um daginn grunnskóla bæjar-
ins að gjöf nokkra algengustu fugl-
ana okkar uppstoppaða og er gjöfin
hugsuð sem vísir að náttúrugripa-
safni skólanna.
Það var Gunnar Þórðarson, for-
maður bridgeklúbbsins, sem afhenti
gjöfina Birni Sigurbjörnssyni, skóla-
stjóra eldra stigs grunnskólans.
Gunnar gat þess að með gjöfinni vildi
klúbburinn leggja sitt af mörkum til
æsku bæjarins, um leið og þakkað
væri fyrir afnot af skólastofum skól-
ans þar sem spilamennskan fór fr'am
síðasta vetur. Þá sakaöi ekki að ungl-
ingar hugsuðu til bridgeklúbbsins,
því ailtaf vantaði unga spilara, end-
urnýjun væri nauðsynleg í bridge
sem öðrum iþróttuín„
Vísnaþáttur
Laxana fer að langa heim
Það er ekki einleikið hve ásóknin
í laxveiðar er mikil, menn koma
hingað til lands á einkaþotum sín-
um langt utan úr heimi til þess eins
að standa einhvers staðar við berg-
vatnsá meö veiðistöng í hendi og
bíða þess að laxinn bíti á. Ekki er
það hagnaðarvonin sem dregur þá
hingaö - en hvað þá? Ef til vill tæki-
færi til að gleyma áhyggjum og ann-
ríki daganna og jafnvel sjálfum sér
meðan þeir horfa í árstrauminn?
Það er orðið alllangt síðan
klausan, sem hér fer á eftir, birtist í
Morgunblaðinu, ártal hefur mér
láðst að skrifa á úrklippuna og eins
hver var höfundur textans. Grunar
að það hafi verið Matthías Johann-
essen en það er ábyrgðarlaus grunur:
„Við minntum Jóhannes Jósefs-
son á það, að hann hefði einu sinni
talað um „að vinna fyrir island“.
Við spurðum hann því hvernig
hann teldi að það væri bezt gert
nú á dögum. Hann svaraði: - Þessu
ætla ég ekki að svara, það er of
auöskilið mál til þess. Við létum
auðvitaö þar við sitja en snerum
okkar að síöustu spurningunni.
Jóhannes dvelst um þessar mundir
í sumarbústað sínum við Hítará.
Viö sögðum: - Nú hvílið þér yður
við veiðiskap á þeim slóðum, þar
sem margt gerðist á gamalli tíð. Er
það laxinn eða sambandið við for-
tíðina sem dregur yður hingað?
- Ég held þessari spurningu sé
bezt svarað með eftirfarandi vísu,
segir Jóhannes á Borg aö lokum
og mælir vísuna af munni fram:
Er fyllt var að barmi mín kvalanna
krús,
sem kynngin og erillinn lána,
þá byggði ég hvíldar og kærleikans
hús
á klettunum frammi við ána.“
Fegurö Vesturlands og þá ekki
síst Borgarfjarðar hefur orðið
mörgum skáldum og hagyrðingum
að yrkisefni. Páll Guðmundsson á
Hjálmsstöðum í Laugardal orti er
hann var þar einn á ferð:
Ber mig yfir Borgarfjörð
beisladrekinn knái.
Glitrar dögg við gróinn svörö,
gull er í hverju strái.
Hér er jökla og hamraþil,
hálsar og dalir grænir.
Niðri í bláum bergvatnshyl
byltast laxar vænir.
Gróskumáttur gróandans
gagnsemd eykur hjarðar.
Fyllir augu ferðamanns
fegurð Borgarfjarðar.
Skúli Guðjónsson, læknir og
prófessor við háskólann í Árósum,
Vísnaþáttur
Torfi Jónsson
var mikill áhugamaður um lax-
veiðar og kvað sín laxaljóð:
Nú er vor um víöan geim
varmi suðri frá.
Laxana fer að langa heim
- langar fleiri en þá.
Hann er að sveima um höfm blá
og hranna geima víða.
Hann er að dreyma ós og á
og æskuheima blíða.
Það hlýtur að vera gaman að geta
sleppt fram af sér beislinu í hópi
góðra félaga við laxveiðar. Matthí-
as Johannessen ritstjóri yrkir svo
um veiðitúr í Gljúfurá:
Og þarna var glaðst og gantast
og gengið á sveig við það
sem öllum er efst í huga:
þetta eilífa basl og strit,
og gott er að geta losnað
viö gáfur og fjármálavit.
Svo eru þeir sem halda því fram
að stærsti hluti laxins sé veiðisagan
og stundum hafi brögð verið í tafii,
samanber eftirfarandi stef:
Við Straumana stendur maöur
með stöng í höndum tveim.
Víöa flýgur valurinr.
um vorbjartan geim.
Sumir kaupa laxinn
á leiðinni heim.
Mér er ekki kunnugt um hVer ber
ábyrgð á þessum dylgjum en
hvernig sem því er nú varið þá
hafa veiðisögur yljað mörgum
veiöimanninum. Víglundur Möll-
er:
Vaki um skeið, ei von á neitt
vor og heiða daga,
getur leiða í gleði breytt
gömul veiðisaga!
Enginn breytir eöli því
okkar veiðimanna,
að viö lifum löngum í
löndum minninganna.
Menn eru oft misjafnlega fisknir
en ekki veit ég hvort veldur, veiði-
m'aður eða veiðarfæri, ef til vill
hvort tveggja. Skúli Guðjónsson
kvað:
Tognar lína, stælist stöng,
strengir fínir titra.
Hjólin hvína lotulöng,
laxar skína og glitra.
Fiskur kaldur feigðarbráð
forðast sjaldan mína,
en varast aldrei vélaráð
og veiðigaldra þína.
Brostnir strengir, brotin spjót,
blóm á engi kalin,
veiðigengi og vinahót
vöit eru lengi talin.
Og jafnvel fögur kona minnir Skúla
á laxveiðar:
Oft mér glæður ásta þá
Urðu að skæðu báli,
þegar klæöalaus hún lá
sem lax í flæðarmáli.
Ogþegar svo er komið er vissara
að fara ekki fleiri orðum um veiði-
skapinn.
Torfi Jónsson