Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.1990, Blaðsíða 35

Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.1990, Blaðsíða 35
LAUGARDAGUR 8. DESEMBER 1990. 47 Helgar pop Magnús Eiríksson um nýju Mannakornsplötuna, Samferða: Best að vera sam- ferða við fólk „Ánægöur? Já, ég verö aö viður- kenna að ég er mjög ánægöur meö plötuna. Ég hef aldrei veriö almenni- lega sáttur viö Mannakornsplötur fyrr .... Jú, reyndar einnig með plöt- una í gegnum tíöina," segir Magnús Eiríksson. Hann og hitt Mannakorn- ið, Pálmi Gunnarsson, voru að senda frá sér nýja plötu í vikunni. Plötuna Samferða. Þar er aö flnna tíu lagasmíðar og texta eftir Magnús. Allt nýtt efni. Magnús hefur aldrei verið fyrir að safna að sér lögum og nota svo næst þegar vinna eigi plötu. „Ég var svo sem hálfan mánuð á undan vinnslunni. Það var nokkuö í að ég semdi síðasta lagiö þegar það fyrsta var hljóðritað," segir hann. „Mér lætur best að semja undir pressu.“ Liðsmenn Mannakorns eru aðeins tveir, þeir Magnús og Pálmi. Dágóð- ur hópur tónlistarfólks til viðbótar kemur við sögu á nýju plötunni. Ey- þór Gunnarsson og Karl Sighvatsson sjá um hljómborðsleik ásamt Guð- mundi Ingólfssyni sem fer höndum um hljómborð harmóníkunnar að þessu sinni auk þess að syngja svolít- ið líka. Tryggvi Húbner leikur á gítar í tveimur lögum, Gunnlaugur Briem sér um trommuleikinn og Ellen Kristjánsdóttir og Bubbi Morthens syngja. Þar með upp talið nema hvað Óskar Páll Sveinsson hljóðritaði lög- in tíu. Hraðar hendur „Við vorum mjög snöggir að taka upp að þessu sinni,“ segir Magnús Eiríksson. „Vinnan tók ekki nema einn og hálfan mánuð eða svo. Við vorum heldur ekkert aö bardúsa með tölvur að þessu sinni heldur spiluð- um við þetta mestallt beint inn.“ Skyldi platan Samferða á einhvern hátt skera sig frá fyrri Mannakorns- plötum, eiga einhver séreinkenni? Magnús er ekki frá því. „Eg held ég geti fullyrt að ég standi nær hinum venjulega manni í laga- og textagerðinni nú en fyrr,“ segir hann. „Að mínu mati gefst það tón- listarmanninum best að vera alveg samferða viö fólk í hversdagsleikan- um. Mér 'finnst og ég vona aö það hafi heppnast að þessu sinni.“ Gamall djass Oft er talað um að íslenskir dægur- lagahöfundar séu undir áhrifum hver frá öðrum sem og erlendum starfsbræörum. Frumlegir höfundar séu sárafáir ... og einn þeirra heiti Magnús Eiríksson. Hann segir að ef svo sé geti hann þakkað það því að hann sé samstiga viö allan almenn- ing en sétji sig ekki á sérstakan stall. „Svo hjálpar það kannski til,“ bæt- ir hann við, „að ég er löngu hættur að hlusta á nokkurn skapaðan hlut ef ég frekast get komist hjá því. Ég segi það kannski ekki alveg satt því að ég hef gaman af djassi frá þriðja og fjórða áratugnum. Svo hlusta ég á Mozart þegar ég hef tíma til. Ég hef bara aldrei tíma.“ -ÁT Magnús Eiríksson, liðsmaður Mannakorns, með Pálma Gunnarssyni. Hann er ánægður með nýju plötuna. Fimmtíu og sjö lög úr fortíðinni Þá getur maður loksins eignast frumupptöku Litlu flugunnar hans Sigfúsar Halldórssonar aftur á píötu. Sömuleiðis Möggu með Óðni Valdimarssyni, Limbó, rokk, tvist meö Ómari, Ég á mig sjálf sem Þuríður Sigurðardóttir söng inn á plötu og fleiri og fleiri lög frá sjötta, sjöunda og áttunda áratugnum. Öll þessi lög og 53 til viðbótar eru á nýrri útgáfuröð frá Steinum hf. sem nefnist Aftur til fortíðar. Plöturnar eru þrjár. Á þeirri fyrstu er sjötta áratugar tónhst. Aratugnum á eftir eru gerð skil á þeirri næstu og loks fær popp frá áttunda áratugnum að hljóma á þeirri þriöju. Allar eru þessar plöt- ur sömuleiðis fáanlegar á geisla- diskum og kassettum. Jónatan Garðarsson og Trausti Jónsson höfðu veg og vanda af að velja lögin á plöturnar þrjár. „Við byrjuðum á að gera óska- lista hvor í sínu lagi,“ segir Jónat- an. „Á honum voru um það bil fimmtíu lög frá hvorum frá hverju Kristin Ólafsdóttir er meðal þeirra sem eiga lag á plötunum Aftur til fortiðar, Ég einskis barn er. tímabili. Strax frá upphafi vorum við með þrjár plötur í huga. Síðan síuðum við út það sem við vildum helst hafa, uröum að taka mið af því hvað var til á böndum og ef sumt sem okkur fannst endilega verða að vera með var ekki nógu gott urðum við að grípa til annarra laga sem höfðu lent í B-flokki.“ Með þessari aðferð, sem hér er lýst í mjög grófum dráttum, tókst Jónatani og Trausta að leggja grunninn að tveimur næstu útgáf- unum að Aftur til framtíðar. Þrjár plötur til viðbótar eru væntanlega með vorinu og sennilega fimm á hausti komanda. Hljómplötuútgáfan Steinar hefur yfir að ráða megninu af því sem gefið var út á hljómplötum fyrr á árum, bæði á merki íslenskra tóna, Fálkans og S.G. hljómplatna. Það er þvi ljóst að á næstu árum verður það ærið verkefni að endurútgefa það sem heillegt er allt aftur til ársins 1930. Jónatan Garðarsson treystir sér ekki til að áætla hve- nær allt verði komið út sem útgáfu- hæft er en segir einn áratug ekki síðri ágiskun en hverja aðra. Rúnar Þór: Þegar farinn að bræða með sér næstu plötu. Rúnar Þór með nýja plötu á markaðinum: Hef alltaf verið hrif- inn af bamakórum Rúnar Þór segir skýringuna á því einfalda hvers vegna nýja platan hans hlaut nafnið Frostaugun. Eitt lagið á plötunni heitir Frostaugun og honum fannst það passa ágæt- lega sem titillag. Flóknara var það nú ekki! Rúnar hefur áður sent frá sér fjórar sólóplötur. Á þeirri nýjustu er hann rólegri en nokkru sinni fyrr og meira að segja kominn með stúlknakór til að syngja með sér. Stúlkur úr kór Kársnesskólans í Kópavogi. „Rétt er það, ég er rólegri á Frost- augunum en á fyrri plötunum mín- um og mig langar til að verða enn- þá rólegri. Ég er eiginlega að þreifa mig áfram,“ segir hann. „Lagið Þögnin syngur á nýju plötunni er dæmi um þann stíl sem ég gæti hugsað mér að vinna heila plötu í. Þetta er trúbadúrlag þótt á plöt- unni sé búið að bæta á það strengj- um og fleiru. Það skilar sér alveg jafn vel þótt maður flytji það einn við kassagítarundirleik. Stúlknakórinn, já,“ bætir hann við. „Ég fékk hann með mér fyrst og fremst til að ná fram meiri breidd á plötunni. Ég er með þaö djúpa rödd sjálfur að ég á aldrei eftir að fara þangað upp sem stúlk- urnar eru. Það kom því af sjálfu sér að fá háar raddir til að syngja með svo það yrði ekki tómarúm þarna uppi! Nei, nei, ég get alveg viðurkennt það nú að ég hef alltaf verið hrifmn af barnakórum," heldur Rúnar Þór áfram. Ég vildi bara ekki viður- kenna það meðan ég var hvaö mest í rokkinu. Nú passar barnakór- söngur ágætlega við mig.“ Eittlag ósungið Á plötunni Frostaugun eru tíu lög. Öll eru þau ný af nálinni og ekkert þeirra hefur heyrst opin- berlega nema Svefnálfar svíkja. Það söng Rúnar Þór í -beinni út- sendingu Stöðvar 2 frá Landslags- keppninni 1990. Flestir textar við lög Rúnars eru eftir bróður hans, Heimi Má. Bræðurnir eru skrifaðir fyrir einum saman, Rúnar Þór fyr- ir einum og faðir þeirra, Pétur Geir Helgason, orti einn. Umsjón: Ásgeir Tómasson Þá er það orðin hefð að á hverri plötu Rúnars Þórs sé eitt ósungið lag. Sú er einnig raunin nú. Lagið heitir Kyrrö. Á geisladiskinum eru einnig endurútgefin ósungnu lögin af tveimur síðustu plötum, Haust og 1.12.87. „Ætli ég sé ekki að safna með þessu móti efni á eina „instrument- al“ plötu sem ég gef út þegar ég verð eldri og latari," segir Rúnar Þór þurrlega en glottir um leið. „Nei, annars. Þessi lög hafa hitt í mark. Þau falla inn í heildarmynd- ina á plötunum mínum og þess vegna hef ég þau meö.“ Óþreyttur Fáir tónlistarmenn spila meira en Rúnar Þór. Hann kemur að meðaltali átján sinnum fram í mán- uði. Með öðrum orðum um það bil 215 sinnum á ári. Þreyttur? „Nehei. Þetta er það eina sem ég geri. Maður spilar yfirleitt svo sem tvo tíma á kvöldi þannig aö maður þreytist varla á svona vinnu.“ í tríói Rúnars Þórs spila auk hans Jón Ólafsson bassaleikari og Jónas Björnsson á trommur. Þeir eru með á nýju plötunni og auk þess koma nokkrir aðrir við sögu. Má þar nefna Sigurgeir Signrundsson, Ás- geir Óskarsson og Kristin Svavars- son. Að lokum: Skyldi Rúnar Þór vera farinn að huga að næstu plötu? „Ekki laust við það,“ svarar hann. „Ég er enn að velta því fyrir mér hvort ég á að senda frá mér trúbadorplötu, píanóplötu eða fara til London og taka eina upp. Svo langar mig til að vinna eina plötu með Sinfóníuhljómsveit íslands. Það er bara svo skrambi dýrt. Ætli maður þuríí ekki að borga milljón á lag. En það er allt í lagi að láta sig dreyma. Auðvitað stefni ég á að láta alla drauma mína rætast einhvern tíma. Einnig þennan um Sinfóniuna.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.