Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.1990, Qupperneq 40
52
LAUGARDAGUR 8. DESEMBER 1990.
Enn ný Úrvalsbók
Stórbrotin bók um átökin sem
gerast næst okkur um þessar
mundir.
Á einni nóttu þyrlast söguhetjan
inn i skuggaveröld borgarstríðs-
ins á Írlandi. Hryðjuverkamenn-
ina þyrstir í blóð - en hvar verð-
urþvi útheilt?
Meistaralega skrifuð bók sem
engan lætur ósnortinn.
Sannkölluð úrvals spennusaga.
Fæst á næsta bóka- og blaðsölu-
stað, eða þú hringir og færð bókina
senda i póstkröfu án aukakostnaðar.
Lygi þagnarinnar kom fyrst út í
september á þessu ári. Umsagn-
ir gagnrýnenda eru mjög á eina
lund:
„Brian Moore verðskuldar það
orð sem af honum fer sem einum
besta sagnahöfundi sam-
timans." - Martin Seymour-
Smith, Financial Times.
„Gallalausfrásögn. . .afburða
afrakstur ímyndunaraflsins." -
Paul Ableman, Spectator.
„Mr. Moore er vissulega einn
fimasti og áleitnasti höfundur
samtimans." - Elizabeth Ber-
redge Daily Telegraph.
Brian Moore fæddist i Belfast á
Írlandi árið 1921 en hann flutti
árið 1948 til Kanada, síðan til
New York og settist loks að í
Los Angeles.
Hann hefur sent frá sér fjölda
bóka sem sumar hafa verið kvik-
myndaðar.
Pantanasíminn er
91-27022
Bókin kostar
aðeins kr. 691.
Handbolti unglinga_______________________________________pv
21 árs landslið í Danmörku:
Góð ferð sem skilur
mikið eftir sig
Landslið íslands, 21 árs og yngri, sem lék gegn Dönum um siðustu helgi.
Landslið íslands, skipað 21 árs leik-
mönnumng'yngri, lék þrjá landsleiki
við Dani um síðustu helgi og fóru
allir leikirnir fram'á Sjálandi í Dan-
mörku. Þessir leikir voru liður í
þjálfun liðsins fyrir heimsmeistara-
keppni 21 árs liða sem fram fer í
Grikklandi i byrjun september á
næsta ári.
Jafnt og spennandi
á föstudegi
Það var ljóst í byrjun þessa leiks
að liðið hafði nokkra minnimáttar-
kennd gagnvart því danska því Dan-
ir höfðu forystu til að byrja með en
staðan í hálfleik var 9-9.
Danir komu ákveðnir til leiks í
seinni hálfleik og áður en nokkur
vissi af var staðan 14-9, Dönum í vil.
Þá gerði þjálfari liðsins, Gunnar Ein-
arsson, nokkrar breytingar og hægt
og bítandi náði íslenska liðið að jafna
leikinn. Þegar um 5 mínútur voru til
leiksloka var staðan 17-17 og með
góöum endaspretti vann íslenska lið-
ið, 20-18. Besti leikmaður íslendinga
var að þessu sinni Jason Ólafsson
úr Fram en hann kom inn á í seinni
hálfleik og skoraði alls 5 mörk og gaf
þar fyrir utan nokkrar sendingar
sem gáfu mörk. Þá varði Axel Stef-
ánsson úr KA vel i seinni hálfleik.
Merkjanlegur munur
í miðleiknum
Þessi leikur var mjög góður af ís-
lands hálfu og hafði maður það alltaf
á tilfmningunni að íslendingarnir
gætu hrist Danina af sé þegar þeir
vildu. Þó var eins og þá vantaði vilj-
ann eða einbeitingu til að klára dæm-
iö.
Leikurinn var jafn frá fyrstu mín-
útu og í hálfleik var staðan 11-9, ís-
lendingum í vil. Seinni hálfleikurinn
var svipaður þeim fyrri, jafn og
spennandi, og gripu Danir til þess
ráðs rétt fyrir leikslok að leika maö-
ur á mann sem virtist koma okkar
mönnum nokkuð úr jafnvægi. Loka-
tölur leiksins urðu þannig að íslend-
ingar sigruðu, 20-19. Björgvin Rún-
arsson, Víkingi, Patrekur Jóhannes-
son, Stjörnunni, og Hallgrímur Jón-
asson, ÍR, voru bestir íslensku leik-
mannanna í þessum leik.
Þreyta sagði til sín
í síðasta leik
Þessi síðasti leikur bar þess greini-
leg merki að þreyta var komin í
mannskapinn eftir tvo jafna og erflða
leiki þarna úti og ekki síður að síð-
ustu vikur áður en lagt var í ferðina
voru margir og erfiðir leikir hjá ungu
mönnunum hér heima.
Eins og fyrri leikir var þessi jafn
frá fyrstu mínútu. .Öfugt við hina
leikina voru það þó Danirnir sem
höfðu jafnan yflrhöndina og staðan
í leikhléi var 9-11, Dönum í vil. Strák-
arnir okkar komu ákveðnir til leiks
í seinni hálfleik og um miðbik hans
var staðan orðin 16-15, okkur í vil.
Það voru þó Danir sem höfðu yfir-
höndina þegar upp var staðið en
leiknum lauk 19-23. Geta þeir nokk-
uð þakkað dómurum þennan mikla
markamun því sænsku dómararnir
tóku sig til og dæmdu mjög vafasama
dóma undir lok leiksins, alla á móti
íslenska liðinu.
Enginn íslensku leikmannanna
stóð upp úr í þessum leik og má segja
að meðalmennskan og tæplega það
hafi verið ráðandi.
,,Frábær hópur
oggóóurandi"
„Þetta var einstaklega góð ferð í
alla staði og það er virkilega gaman
að vinna með svona hóp,“ sagði
Gunnar Kvaran þegar DV spurðist
fyrir um þessa ferð.
„Þessi ferð var liður í undirbúningi
liðsins fyrir HM í Grikklandi sem
hefst 4. september næsta ár og ég er
sannfærður um að ef liðið heldur
áfram á þessari braut, bæði móralskt
og handboltalega, er ástæðulaust að
óttast það verkefni," sagði Gunnar
að lokum, greinilega stoltur af sínum
mönnum.
Kjarninn er kominn
„Ég er nokkuð ánægður með þessa
ferð en það er alveg ljóst að mikil
vinna er fyrir höndum ef við ætlum
okkur einhverja hluti í Grikklandi,"
sagði Gunnar Einarsson, þjálfari
liösins, er hann var spurður um leik-
ina. „Þetta er mjög öflugt lið sem
verður gaman að vinna með,“ sagði
Gunnar aö lokum.
Kópavogsbikarinn 1990
- jöfn og spennandi keppni hjá 6. flokki
Oft sáust glæsileg tilþrif leikmanna
um síðustu helgi og hér er eitt fjöl-
margra fallegra marka mótsins.
Fyrst áttust við lið Fjölnis og Fylk-
is og höfðu Fylkismenn betur á loka-
sprettinum, 4-2.
Leikur HK og FH var mjög jafn
fram í seinni hálfleik en þá gerðu
HK-ingar út um leikinn og sigruðu
5-1.
Þar með höfðu HK og Fylkir tryggt
sér rétt til að leika um 1. sæti í B-
úrslitum.
Lið HK mætti mun ákveðnara til
leiks en Fylkir og vann öruggan sig-
ur, 6-2, og þar með 1. sæti í B-úrslit-
um og bikar til eignar.
Einstaklingsverðlaun
Einstaklingsverðlaun voru veitt í
mótslok og var prúðasti leikmaður-
inn valinn Magnús Jónsson hjá
Fylki, Hermann Grétarsson var val-
inn besti leikmaðurinn, besti varnar-
maöurinn var valinn Halldór Elías-
son og Veigar Gunnarsson besti
sóknarmaöurinn.
Um síðustu helgi fór fram keppni
um Kópavogsbikarinn í annað sinn
en fyrst var leikið í 6. flokki karla
um bikarinn í fyrra og bar þá UFHÖ
sigur úr býtum.
Leiknir voru alls 76 leikir á þremur
dögum en 35 lið tilkynntu þátttöku
að þessu sinni. Voru allir þátttakend-
ur nokkuð ánægöir með mótin um
Kópavogsbikarinn svo og keppnina
hjá 5. flokki kvenna. Þó varð blaða-
maður DV var við nokkra óánægju
hjá forráðamönnum félaganna með
hve há þátttökugjöldin væru en þau
voru mun hærri en gengur og geris.t
hjá öðrum yngri flokkum.
A-, B- o^C-Iiö
saman i riðlum
I forkeppninni var leikið í riðlum
þar sem A-, B- og C-lið léku saman,
nokkuð sem ekki á að eiga sér staö,
enda var munur í leikjum A- og C-
liða eðlilega allt of mikill og þá léku
A-lið félaga í B-úrslitum í stað B-liöa.
Þrátt fyrir þetta var keppni milli
efstu liða oft mjög spennandi og réð
markatala úrslitum í einum riðlinum
hvaöa lið kæmist áfram í A-undanúr-
slit.
VíkingurogÍR
léku tilúrslita
í A-undanúrslit komust lið Víkings,
Fylkis, ÍR og Stjörnunnar. Víkingar
og ÍR-ingar höfðu betur og léku því
til úrslita um 1. sætið en um 3. sætiö
léku liö Stjörnunnar og Fylkis.
Leikurinn um 1. sætið var spenn-
andi og var staðan í hálfleik jöfn,
3- 3. Þrátt fyrir stórgóða markvörslu
markmanns ÍR-inga réð hann ekki
viö fjögur vítaköst Víkinga sem unnu
nauman sigur, 6-5, og var gleði
þeirra mikil eftir að dómari hafði
flautað til leiksloka.
Stjarnan hafði betur í leik um 3.
sætið og vann Fylki í tvísýnum leik,
4- 3.
Heimamenn unnu
B-úrslitin
í B-úrslitum áttust við lið HK b,
FH b, Fylkis b og Fjölnis a.
HK bar sigur ur býtum í keppni B-liða og hér sést liðið
með sigurverðlaunin.
Sigurlið Víkinga að loknu móti en þeir unnu IR í úrslita-
leik með einu marki og sýndu oft á tíðum skemmtilegan
handknattleik.