Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.1990, Blaðsíða 2
2
MÁNUDAGUR 10. DESEMBER 1990.
Fréttir
Grímseyingar á fundi með sjávarútvegsráðherra:
Það er verið að gera
okkur að þurf alingum
Halldór Ásgrímsson sjávarútvegsráðherra á fundinum í Grímsey. Eyjarskeggjar óttast að byggð eyðist í Grimsey,
fái þeir ekki bót á kvótamálum sínum. DV-mynd gk
Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri:
„Ég vil þakka ráðherranum fyrir
komuna hingað, en það er reyndar
það eina sem við getum þakkað hon-
um fyrir um þessar mundir," sagði
Helgi Haraldsson, sjómaður í Gríms-
ey, en Halldór Ásgrímsson sjávarút-
vegsráðherra fundaði í eynni í gær-
morgun. Fundurinn var fjölsóttur,
hann sóttu um 40 manns eða meiri-
hluti fullorðinna eyjarskeggja.
Ráðherra flutti ávarp og sagði m.a.
að hann hefði reynt að gera sér grein
fyrir því hvort þær fullyrðingar
margra að byggð í Grímsey væri í
hættu vegna skeröingar á aflakvóta
væru réttar. Hann sagði að afli
Grímseyinga síðastliðin tíu ár hefði
verið um 0,5% af heildarafla lands-
manna. „Þessi tala var 0,51% á síð-
asta ári og það er það ár sem er við-
miðunarár smábátanna. Þegar viö
lítum á tilraunaúthlutun þá sem um
hefur verið rætt 1990 þá er afli
Grímseyinga 0,46%. Meðaltal áranna
1980-1983 sem er viömiðun í kvóta-
kerfinu er 0,39% og viðmiðun áranna
1984-1989 er 0,46% eða sama tala og
kemur út úr tilraunaúthlutuninni,"
sagði Halldór og sagðist viðurkenna
að Grímsey væri háðari aflabrögðum
en flest önnur byggðarlög í landinu.
Heimamenn sýndu því ekki mikinn
áhuga að ræða tölur við ráðherrann
en voru nokkuð beinskeyttir er þeir
töluðu til hans. „Það er verið að gera
okkur að þurfalingum í þjóðfélaginu
á framfæri hins opinbera. Þetta virð-
ist vera stefna ráðherrans sem vili
aö viö leitum á náðir Hagræöingar-
sjóðs í okkar vanda. En staðreynd
málsins er sú að nú er Grímsey á
söluskrá með öllu tilheyrandi. Það
er sú stefna ráðherra sem birtist okk-
ur. Stefnan janfgildir eingaupptöku,"
sagði Helgi Haraldsson sjómaður.
Hólmfríður Haraldsdóttir húsmóð-
ir tók undir þessi orð. „Við teljum
okkur leggja okkar af mörkum til
þjóðfélagsins bg viljum að okkur
verði gert kleift að búa hér. Hug-
myndir um að leita á náðir sjóða eiga
ekki upp á pallborðið hér, við viljum
ekki neina félagsmálastofnun hing-
að,“ sagði Hólmfríður og afhenti ráð-
herra undirskriftalista allra hús-
mæðra í eynni.
Grímseyingar settu málin þannig
fram að fái þeir ekki lausn á kvóta-
málum sínum muni útgerð leggjast
niöur og fólk flytja af staðnum þótt
ekki sé hægt að selja eignir í Gríms-
ey. Éinn fundarmanna sagði að það
væri greinilegt að þjóðarsáttin næði
ekki langt frá landi, a.m.k. ekki til
Grímseyjar. „Ráðherrann ætti að
veita okkur náðarhöggið í eitt skipti
fyrir öll í stað þess að klípa svona
af kvóta okkar, það væri hreinskilni
í því,“ sagði Gylfi Gunnarsson út-
gerðarmaður.
Grímseyingar gagnrýndu brask
með kvóta og ýmislegt annað varð-
andi kvótamálin. Þeir fengu hins
vegar engin loforð frá ráðherra um
úrbætur eins og sumir fundarmanna
sögðust hafa reiknað með. Halldór
sagði að vandinn fælist í allt of stór-
um skipaflota og afla yrði að tak-
marka. „Sérstaða byggðarlaga eins
og Grímseyjar þarf almenna viður-
kenningu og ég er fús til þess að
hlusta á tillögur varðandi þéssa sér-
stöðu og úrbætur," sagði Halldór
Ásgrímsson.
Smábátaeigendur á Norðfírði:
Flotinn endar á
áramótabrennum
- segir Hjörtur Arnfinnsson
„Það virðist vera opinber stefna formaöur Landssambands smá-
stjórnvalda að fækka í flotanum. bátaeigenda, leystu nokkuð vel úr
Það má segja að Halldór hafi tekið þeim en það er svo annað mál hvort
undir það á fundinum. Á undan- menn eru ánægðir með þau svör
förnum árum er búið að byggja upp sem þeir fengu. En úr því sem kom-
smábátaflotann fyrir milljaröa iö er þýðir ekkert að rífast, þaö er
króna og nú horfast menn i augu búiðaðneglaþessilögniðuroghtlu
við þá staöreynd að hluti flotans hægt að breyta.
endi á áramótabrennmn. Það er Krókaveiöar með banndagakerfi
Ijóst að það eru margir sem geta voru mikið til umræðu en það mik-
ekki lifað af þeim kvóta sem þeir ið matsatriði fyrir marga hvort
fá úthlutað nú. Stjórnvöld hefðu átt þeir eigi að velja kvótakerfið eða
að vera búin að grípa í taumana krókaveiðarnar. Svo ræddu raenn
og stöðva fjölgun smábáta fyrir mikið þá skerðingu á veiðiheimild-
löngu,“ sagði Hjörtur Arnfinnsson, um sem smábátaeigendur verða að
formaður Nökkva, félags smábáta- taka á sig. Þegar upp verður staðið
eigenda á Norðfirði. verður hún 27,5 prósent. Þaö er
Halldór Ásgrímsson sjávarút- alveg ljóst að þessi mikla skerðing
vegsráðherra og Öm Pálsson, for- mun ýta undir það að menn reyni
maðurLandsambandssmábátaeig- að selja kvóta sína og þar með
enda, funduðu með smábátaeig- braska með þá. Þetta kerfi mun
endum í Egilsbúð á Norðfiröi á bitna harðast á þeim sem hafa Ufi-
laugardag og var fundurinn geysi- brauð sitt af útgerð en hinir, sem
fjölmennur. stunda þetta sem aukavinnu yfir
„Það voru margar spurningar sumartímann, halda áfram að
um kvótann sem menn vildu fá veiða,“ segir Hjörtur.
svör við. Ráðherra og Örn Pálsson, -J.Mar
Kvennalistinn:
Ingibjörg Sólrún í efsta sæti
Kvennalistinn í Reykjavík til-
kynnti á laugardag hvaða konur
hefðu hlotið kosningu í fimm efstu
sæti hstans í forvali. Kosningin var
bindandi þar sem þátttaka var yfir
40%.
í fyrsta sæti varð Ingibjörg Sólrún
Gísladóttir, í öðru sæti Kristín Ein-
arsdóttir, í þriðja sæti Kristín Ást-
geirsdóttir, í fjórða sæti Guðrún
Halldórsdóttir og í fimmta sæti varð
Sigríöur Lillý Baldursdóttir.
12 konur gáfu kost á sér í fimm
efstu sætin. Eftir er að ganga endan-
lega frá listanum en stefnt er að því
að hann verði birtur í janúar.
H.Guð.
Deilt um smíði sjö snjóplóga
Kristinn Magnússon, annar eig-
enda vélaverkstaeðisins Málms á
Húsavík, telur að Vegagerð ríkisins
hafi gert mistök í úthoði á smíði sjö
snjóplóga. Hann segir að í stað þess
að taka ítölsku tilboði hefði Vega-
gerðin átt að vísa þessu tilboði frá,
þar sem það uppfyllti ekki útboðslýs-
ingu, og taka frekar tilboði síns fyrir-
tækis.
„Þegar tilboðin voru opnuð kom í
ljós að ítalska tilboðið stóðst ekki
kröfur í útboðslýsingu," segir Krist-
inn.
„í stað þess að vísa tilboðinu frá
var haft samband við ítalana og þeim
gefinn kostur á að breyta tilboðinu,
skipta um efni í snjóplógana, í sam-
ræmi við útboðslýsingu.“
Tilboðin í smíði snjóplóganna voru
opnuð 5. nóvember. Lægsta tilboðið,
frá íslensku fyrirtæki, var 6,1 millj-
ón. Þá kom það ítalska á 7,1 milljón
og tvö önnur íslensk upp á 7,9 millj-
ónir. Tilboö Málms hljóöaði hins veg-
ar upp á 8,2 milljónir.
íslensku tilboðin þrjú, sem voru
lægri en tilboð Málms, voru dregin
til baka þannig að eftir stóö keppni
á milli Málms og ítalska fyrirtækis-
ins.
„Þetta er sjálfsagt tapað spil hjá
mér. Engu að síður tel ég að Vega-
gerðin hafi ekki staðið rétt aö málum
heldur gert einum útboðsaðila hærra
undirhöfðienöðrum.“ -JGH
Fyrrverandi stj ómarformaður fyrirtækis á Akranesi:
Sýknaður af kröf u um
sjálfskuldarábyrgð
Bæjarþing Akraness hefur sýknað
mann af skuldakröfu Samvinnu-
bankans vegna stefnu sem lögð var
fram á hendur honum vegna sjálf-
skuldarábyrgðar af skuldabréfi.
Nafnvirði skuldabréfsins var ein
mihjón króna árið 1986 en kröfumar
námu á þriðju miUjón króna með
áföllnum vöxtum 22. október.
Samvinnubankinn taldi manninn
bera sjálfskuldarábyrgð á bréfinu.
Framkvæmdastjóri fyrirtækis gaf
bréfið út í nóvember 1986 vegna lán-
töku. Ofangreindur maður var beð-
inn um að rita nafn sitt á bréfið þar
sem hánn var á þessum tíma sljóm-
arformaður fyrirtækisins. Hann bar
fyrir réttinum að þar sem hann sá
að nafns hans var ekki getiö í eyðu
á skuldabréfinu fyrir sjálfskuldar-
ábyrgðaraðUa hafi hann skrifað und-
ir bréfið sem stjómarformaður fyrir-
tækisins - til að fuUnægja samþykkt-
um ákvæða félagsins. Maðurinn vék
úr stjóm nokkra síðar vegna mis-
sættis.
TU tryggingar skuldinni lagöi fyrir-
tækið fram 1,8 mUljón króna trygg-
ingarbréf með veði í húseign á Akra-
nesi. Afborganir af skuldabréfinu
lentu strax í vanskilum. Þeim
stefnda, meintum ábyrgðarmanni,
var aldrei tilkynnt um vanskUin eins
og jafnan þegar einhver ber sjálf-
skuldarábyrgð á bréfi.
Fyrirtækið var úrskurðað gjald-
þrota vorið 1988 og veðsetta húseign-
in seld á uppboði. Bankinn fékk hins
vegar ekkert af uppboðsandvirðinu,
5 mUljónir króna, upp í trygginga-
bréfið þar sem aðrir kröfuhafar
höfðu veðrétt á undan bankanum.
Samvinnubankinn bauð ekki í eign-
ina sem veðhafi og hafði heldur ekki
samband við stefnda um hvort það
skyldi gert. Bankinn lýsti skulda-
bréfskröfunni í þrotabúið en tU-
kynnti ekki manninum um það.
Þegar stefndi var krafinn um
greiðslu sem sjálfskuldarábyrgðar-
aðiU sneri hann sér til bankans og
spurði hvort hann væri þar 1 per-
sónulegum ábyrðum. Þar var honum
tjáð að svo væri ekki. Ástæðan var
að nafn hans fannst ekki sem shkur
í tölvukerfinu.
í niðurstöðu réttarins segir meðal
annars: „Nafn stefnda var ekki ritað
í eyðu þá í texta skuldabréfsins, þar
sem nafn sjálfskuldarábyrgðar-
manns er jafnan ritað, og það var til
þess falhð að vUla um fyrir stefnda
um afleiðingar undirritunar hans.
Það hefði einnig átt aö vekja fyrir
stefnanda efasemdir um, að stefndur
yrði skuldbundinn sem sjálfskuldar-
ábyrgðarmaður. Og nafn stefnda var
ekki skráð í tölvukerfi stefn-
anda.... Starfsmenn bankans virð-
ast því ekki hafa gert sér grein fyrir
því þegar þeir tóku við skuldabréfinu
hvort stefndi yrði skuldbundinn sem
sj álfskuldaráby r gðar maður...“
Þessi atriði voru metin svo að Sam-
vinnubankinn „skuU bera haUann
af þeim vafa sem uppi er í máUnu“.
Dóminn kvað upp Sigurður Gizurar-
son, bæjarfógeti á Akranesi. Máls-
kostnaöur var látinn niður falla
-ÓTT