Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.1990, Blaðsíða 40
52
MÁNUDAGUR 10. DESEMBER 1990.
r'
Andlát
Ásthildur Thorsteinsson og Ágústa
Brynjólfsdóttir eru látnar.
Ella K. Jóhannesson, Sólheimum 23,
andaðist í Landspítalanum 7. des-
ember.
Gunnláug Karlotta Eggertsdóttir,
Kársnesbraut 46, Kópavogi, lést 6.
desember.
Jarðarfarir
Þórir Aðalsteinsson, Reykási 2, verð-
ur jarðsunginn frá Árbæjarkirkju
þriðjudaginn 11. desember kl. 13.30.
Stefán Líndal Gíslason, lést 30. nóv-
ember. Útfórin hefur farið fram.
Sigrún Helgadóttir frá Grímsey, Há-
túni lOa, Reykjavík, verður jarð-
sungin frá Bústaðakirkju í dag, 10.
desember, kl. 13.30.
Halldóra Kristjánsdóttir, Keldulandi
17, sem lést í Landspítalanum 2. des-
ember, verður jarðsúngin frá Bú-
staðakirkju þriðjudaginn 11. des-
ember kl. 11.30.
Karl Á. Úlfarsson læknir, er lést 1.
desember, verður jarðsunginn frá
Fossvogskirkju þriðjudaginn 11. des-
ember kl. 15.
Útfór Péturs Guðjónssonar múrara,
Ljósheimum 22, fer fram frá Lang-
holtskirkju þriðjudaginn 11. desem-
ber kl. 15.
Magnúsína S. Jónsdóttir, Droplaug-
arstöðum, (áður Grettisgötu 83), sem
lést á Droplaugarstöðum miðviku-
daginn 28. nóvember, verður jarð-
sungin frá Fossvogskirkju þriðju-
daginn 11. desember kl. 13.30.
Þórunn G. Thorlacius veröur jarð-
sungin frá Dómkirkjunni í dag, 10.
desember, kl. 13.30.
Jón Steinar Bergsson lést 1. desem-
ber. Hann fæddist 21. júní árið 1965,
sonur hjónanna Ingunnar Jónsdótt-
ur og Bergs Björnssonar. Hann ólst
upp hjá móður sinni og fósturföður,
Gunnari Þór Kristjánssyni. Jón
Steinar vann við ýmis störf á liönum
árum, en eftir iðnnám hér heima fór
hann utan til Bandaríkjanna þar sem
hann lærði flugvirkjun. Útför hans
verður gerð frá Fossvogskirkju í dag
kl. 15.
Tilkyimingar
Heimsókn jólasveina í
Þjóðleikhús og Þjóðminjasafn
Samvinna hefur tekist milli Þjóðminja-
safnsins og Þjóðleikhússins um að skipu-
leggja hina opinberu heimsókn jóla-
sveina í Þjóðminjasafnið nú í desember.
Fyrsta uppákoman verður á Nikulás-
messu, 6. desember, kl. 16. Þá kemur
Nikulás biskup í heimsókn, en hann telst
vera ættfaðir útlenda jólasveinsins. í fór
með honum verða bæði engili og púki,
en auk þeirra kemur fram danskur jóla-
nissi, Santa Claus og tveir íslenskir jóla-
sveinar. Við sama tækifæri kveikir Sva-
var Gestsson menntamálaráðherra á
jólatré safnsins. Ámi Björnsson heldur
stutt erindi um „gleymda jólasveina“ og
opnuð verður sýning á gömlu jóla-
skrauti. Hellir Grýlu verður einnig til
sýnis, jólasveinamir í stóm sveitabæjar-
líkani og austfirskir j ólasveinar í báti sín-
um, því þeir vom sagðir koma af hafi en
SMÁAUGLÝSINGAR
ekki ofan af fjöllum. Dagana 12.-24.,
desmeber koma hinir hefðbundnu jóla-
sveinar síðan hver af öðrum í stutta
heimsókn í Þjóðminjasafnið á hveijum
morgni kl. 11. Talin er viss hætta á að
dætur Grýlu, Leiðindaskjóða og Leppa-
tuska, verði jafnan á staðnum sem boð-
flennur ásamt frænkum sínum að vestan,
þeim Flotsokku og Flotnös. Öllum er
heimill aðgangur meðan rúm leyfir í and-
dyri safnsins, en skólum er ráðlagt að
panta tima fyrirfram til að forðast
þrengsli.
Jólakort Kvenfélagsins
Hringsins
Jólakort Kvenfélagsins Hringsins em
komin út. Aö þessu sinni em þau hönnuð
af ungri konu, Guðnýju Harðardóttur.
Hún hefur ásamt öðm hannað m.a. fána
Kvenfélagsins Hringsins í Hafnarfirði og
jólamerki fyrir Thorvaldsensbasar. Kort-
in em í tveimur litum, blá/rauð, og unn-
in af prentsmiðjunni Odda. Kortin em
seld hjá ýmsum aðilum, svo sem blóma-
búöum og bókabúðum, Hagkaupi o.fl.
Sunnudaginn 2. desember verður jóla-
kaffi Hringskvenna á Hótel íslandi og
verða kortin til sölu þar. Ágóði af korta-
sölunni fer allur til styrktar Barnaspítala
Hringsins.
Miðbæjarsamtökin
mæla með eftirfarandi afgreiðslutíma
verslana í miðbæ Reykjavíkur fyrir jólih
1990. Laugardaginn 1. og 8. des. kl. 10-18,
laugard. 15. des. kl. 10-22, fimmtud. 20.
des. og fóstud. 21. des. kl. 9-22, laugard.
22. des. kl. 10-23 og mánud. 24. des. kl.
9-12.
Félag tölvukennara
með námsstefnu
Félag tölvukennara - 3 F heldur náms-
stefhu sem ber heitiö System Dynamics
as a teaching approach. Pál Davidsen frá
Upplýsingafræðideildinni við Háskólann
í Björgvin, sem nú er gistiprófessor hjá
System Dynamics Group við Massac-
husetts Institute of Technology, hefur
boðist til að koma og halda þessa náms-
stefnu um sérgrein sína „System Dyn-
amics" og hvemig nýta megi atriði úr
henni í kennslu á grunn- og framhalds-
skólastigi. „System Dynamics" fjallar um
greimngu eða smiði kerfislikana. Annars
staðar á Norðurlöndum hafa mörg
kennsluforrit verið þróuö á gruridvelh
líkana og sýnir Pál Davidsen dæmi um
notkun þeirra í kennslu. Námsstefan
verður haldm í Tæknigarði dagana 3. og
4. desember. Þátttakan er ókeypis en
þátttakendur verða að greiða uppihald
sjálfir. Æskilegt er að þátttakendur skrái
sig í síma 9312539 (símsvari á morgnana)
hjá Lars H. Andersen, Vesturgötu 24B,
300 Akranesi.
Aðventuhátíð Kársnessóknar
Sunnudaginn 9. desember heldur Kárs-
nessöfnuður í Kópavogi sína árlegu að-
ventuhátíð í Kópavogskirkju. Guðsþjón-
usta safnaðarins verður kl. 11. Þar verða
sungnir aðventusáhnar og altarisganga
fer fram. Um kvöldið, kl. 20.30, verður svo
aðventuhátíð safnaðarins í Kópavogs-
kirkju. Ræðumaður kvöldsins verður
Siguijón Björnsson prófessor. Valdimar
Lárusson leikari les ljóð. Ólöf Ýrr Atla-
dóttir les jólasögu. Af tónlistinni heyrum
við söng kirkjukórsins undir stjóm Guð-
mundar Gilssonar organista. Snorri
Heimisson og Þórarinn Sv. Amarson,
nemendur í Tónlistarskóla Kópavogs,
leika saman á flautur. Skólakór Kársness
syngur undir stjórn Þómnnar Bjöms-
dóttur. Að lokinni aðventuhátíð selur
þjónustudeild Kársnessóknar að venju
kaffi í safnaðarheimilinu Borgum.
Ný umferðarljós á gatnamót-
um Borgarholtsbrautar og
Urðarbrautar
Kveikt var á nýjum umferðarljósum á
gatnamótum Borgarholtsbrautar og Urð-
arbrautar í gær. Ljós þessi em umferðar-
stýrð þannig aö rautt ljós logar á allar
umferðarstefnur þegar engin umferð er
um gatnamótin en grænt ljós kviknar
þegar skynjarar nema að bíll nálgast
umferðarljósin. Hnappar em á ljósunum
fyrir gangandi vegfarendur. Stöðvunar-
skylda á Urðarbraut verður lögð niður
og gildir þar biðskylda gagnvart Borgar-
holtsbraut þegar ljósm loga ekki eða
blikka gulu.
Jólaglögg og laufabrauðs-
gerð í Neskirkju
I samvemstundinm kl. 15-17 laugardag-
mn 8. desember er ætlunin að halda í
heiöri þeim gamla norðlenska sið að
skera út laufabrauð en hann er nú al-
mennt orðinn fastur liður í undirbúningi
jóla á mörgum heimilum. Þeir sem taka
þátt í skurðinum þurfa aðeins að hafa
með sér hníf og bretti. Ingibjörg Þórarms-
dóttir, skólastjóri Hússtjómarskóla
Reykjavíkur, leiðbeinir og sér um steik-
mgu. Kökumar verða seldar við vægu
verði. Jólalögin verða leikin og Viggó
Nathanaelsson mun sýna kvikmynd sem
ekki hefur verið sýnd opinberlega áður
m.a. frá fyrstu innsetnmgu Ásgeirs Ás-
geirssonar í embætti forseta íslands og
eftirminnalegri fór í Landmannalaugar.
Boðið verður upp á óáfengt jólaglögg og
piparkökur ásamt kaffisopa. Þann 15.
desember er jólafundurinn. Gengið verð-
ur í kringum jólatréð og sr. Frank M.
Halldórsson sýnir litskyggnur frá marg-
breytilegum jólaundirbúmngi í Houston
í Texas. Þá verður framreiddur jólamat-
ur. Þeir sem ætla að taka þátt í laufa-
brauðsgerðinni þurfa að skrá sig hjá
kirkjuverði í viðtalstíma kl. 17-18 sem
veitir nánari upplýsingar. Það þurfa
emnig þeir að gera sem ætla að vera með
á jólafundinum.
Hljómsveitin Súld
með tónleika
Nýlega kom út geisladiskur með hljóm-
sveitmm Súld. Diskur þessi ber heitið
Blindflug og mmheldur 10 lög sem öll eru
eftir meðhmi hljómsveitarinnar en þeir
eru: Steingrímur Guömundsson, tromm-
ur og tabla, Páll Pálsson, bassi, Lárus
Grímsson, hljómborð og flauta, og
Tryggvi Hubner, gitar. Sérlegur aðstoð-
armaður er Marteen Van der Valk á slag-
verk. Sveitm mun halda tónleika í kvöld
á Tveim vmum, 9. des. á Púlsinum, 12.-13.
des. á Uppanum, Akureyri og 20. des. í
Edenborg, Keflavík. Dreifingu á „Blind-
flugi" annast Skífan.
Tapað fundið
2 gullhringir töpuðust
Tveir gullhringir í plastpoka töpuðust
milli Einimels og Kaplaskjólsvegar 51.
Finnandi vmsamlegast hringi í síma
623358 eftir kl. 19.
Finnið f imm vitleysur
Listasnillingur jólasveinanna
gerir víðreist þegar hann málar
hina ýmsu leiðtoga heimsins.
Honum finnst ferðalögin óneitan-
lega kostur við starfið og
skemmtir sér vel. Menn eru
reyndar á því að hann hafi
skemmt sér of vel þegar hann var
á ferð í Egyptalandi á dögunum.
Það eru alla vega fimm vitleysur
á myndinni af leiðtoga Egypta.
Þar sem listasnillingurinn hafði
svo mikið aö gera við að skemmta
sér mátti hann ekki vera að því
að finna þær sjálfur. Enn verðum
við því aö leita á náðir lesenda.
Ef þið getið fundið vitleysurnar
fimm merkið þær þá með að setja
um þær hring.
Að því loknu klippið þið mynd-
ina út og geymið ásamt þeim
myndum sem þegar hafa birst.
Fyrst þegar ALLIR 10 hlutar get-
raunarinnar hafa birst á að senda
þá alla saman í einu umslagi
merktu, jólagetraun“. Skilafrest-
ur og heimilisfang blaðsins verð-
ur auglýst síðar.
2. verðlaun jólagetraunarinnar er Technics SL-P277A geislaspilari
frá Japis að verðmæti 29.960 krónur. Þessi geislaspilari er með eins
bita (1-bit) MASH-kerfi og fylgir fjarstýring með.