Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.1990, Blaðsíða 22
22
MÁNUDAGUR 10. DESEMBER 1990.
Merming
Félagi eða borgari?
Ekki get ég tekið undir það með Heimi
Pálssyni í formálsorðum að nýju greinasafni
Matthíasar Johannessen, Ævisögu hug-
mynda, að Matthías sé hrópandi í eyðimörk.
Öðru nær. Hann er ritstjóri langstærsta dag-
blaðsins, ráðgjafi forystumanna Sjálfstæöis-
flokksins um árabil, eitt snjallasta skáld
landsins og afkastamikfll rithöfundur. Efni-
stök Matthíasar eru sérkennileg. Hann er
mjög mælskur og hugmyndaríkur, vel lesinn
og með lifandi áhuga á þeim kenningum sem
hæst ber í samtíma og sögu. Fáir fylgjast
eins vel með straumum og stefnum og hann.
En stundum getur mælskuflóðið kaffært
beinar og harðar röksemdir og Matthías á
það líka til að leika sér að andstæðum, kom-
ast í mótsögn við sjálfan sig. Hugleiðingar
hans (sem hafa áður birst sem helgispjall í
Morgunblaðinu) eru samhengislausar, þótt
oft séu þær skemmtilegar. Þær mynda ekki
rökræna heild heldur ganga út og suður.
Ein ástæðan kann að vera sú að Matthías
er þaö sem kalla má „fjölhyggjumaður",
plúralisti. Hann telur að margvísleg mark-
mið séu til í lífinu og að ríkið skuli stuðla
að því að keppt sé aö sem flestum þeirra.
Aðalatriðið sé hin ólgandi hringiða, hin
mikla fjölbreytni. Þess vegna getur Matthías
til dæmis vel hugsað sér að ríkið styrki marg-
háttaða menningarstarfsemi, þótt þaö hafi í
för með sér að skerða verð eignarrétt þess
fólks sem engan áhuga hefur á slíkri starf-
semi. Raunar virðist Matthías ekki vera
neinn sérstakur talsmaður séreignarréttar.
Hann talar til dæmis um þá ósvinnu á 155.
bls. bókar sinnar að óveiddur fiskur gangi
kaupum og sölum. Á hann þar við kvótakerf-
ið í sjávarútvegi sem er eins konar vísir þar
aö séreignarskipan. En er Matthías ekki lax-
veiðimaöur? Eru þeir, sem kaupa stangir í
á, ekki að kaupa óveiddan fisk? Þótt Matthí-
as greiði ef til vill sjaldnast fyrir laxveiðiferð-
ir sínar sjálfur má hann ekki komast í jafn-
illilega mótsögn við sjálfan sig!
Matthías segir á 160. bls. bókar sinnar að
Sjálfstæðisflokkurinn sé séríslenskt fyrir-
brigði og sérstætt afrek í stjórnmálasögunni.
Um þetta er hann sammála íslenskum sósíal-
istum. En sterk rök hníga að allt annarri
skoðun. Sjálfstæðisflokkurinn er í raun og
veru talsvert minni en eðhlegt mætti telja:
Hann hóf göngu sína með tæp 50% atkvæða.
Hvers vegna hélt hann ekki því fylgi? Hvers
vegna öðlaðist hann ekki oddaaðstöðu í
stjómmálum fyrr en 1942? Það, sem þarf að
skýra er ekki hvers vegna Sjálfstæðisflokk-
urinn er svo stór heldur hvers vegna hann
er svo lítili. Þeir klofningsþættir, sem til voru
með borgaralegum flokkum á Norðurlönd-
um, voru ekki til hér á landi. Samanburður
við norræna íhaldsflokka er því villandi.
Nær er að líta til Kristilega lýðræðisflokksins
í Þýskalandi og íhaldsflokksins í Bretlandi,
sem báðir hafa verið áhrifameiri í löndum
sínum en Sjálfstæðisflokkurinn á íslandi.
Matthías kallar stjórnmálahluta bókar
sinnar „Félaga Borgara", væntanlega með
skírskotun til frönsku og rússnesku bylting-
11 u
Bókmenntir
Hannes H. Gissurar son
anna. Nafniö er umhugsunarvert. Stundum
talar Matthías á þessum blöðum eins og blóö-
rauður félagi, stundum sem heiðblár borg-
ari. Hann er sannkailaður félagi borgari. En
varla er að mínum dómi unnt að sameina
þessar tvær hugmyndir í eitt. Menn eru ann-
aðhvort félagar eða borgarar. Þótt vöggu-
stofu-sósíalismi Svía og Gylfa Þ. Gíslasonar
kunni að vera mildari en vinnubúða-sósíal-
ismi Rússa og Brynjólfs Bjamasonar er hvort
tveggja fjarri raunverulegum einstaklings-
hyggjumanni. Sterk rök má líka leiöa að því
að báðar byltingarnar hafa verið óheppileg-
ar, hin franska og hin rússneska, enda af-
farasælla að haga málum að hætti Breta:
Lífræn þróun undir merkjum Lockes, Adams
Smiths og Burkes sé betri en forskrift Ro-
usseaus og Robespierres, Marx og Leníns.
Matthías talar um það á 82.-83. bls. bókar
sinnar að Þórbergur Þórðarson hafi líklega
verið undir áhrifum frá Sókratesi í kaflanum
um morgun hins efsta dags í Bréfi til Láru.
Ekki þarf að leita svo langt yfir skammt.
Mér sýnist ekki betur en þessi kafli Þórbergs
sé stæling á prósaljóði eftir Óskar Wilde,
„The House of Judgement". Þá gagnrýnir
Matthías Sókrates fyrir það á 78.-79. bls. að
hann þagði við ódæðisverkum margra vina
sinna og lærisveina, svo sem útrýmingar-
herferðinni til Meleyjar, og ber það réttilega
saman við þögn Þórbergs og annarra andans
jöfra ísiendinga viö illvirkjum Leníns og
Stalíns á tuttugustu öld. Sýnir þetta dæmi
raunar það ekki helst hvers vait er að treysta
kennivaldi snjallra skálda og rithöfunda?
Þrátt fyrir allt þetta er gaman að lesa bók
Matthíasar. Lesandinn er stundum ósam-
mála honum en honum er aldrei sama um
það sem hann skrifar.
Matthias Johannessen:
Ævisaga hugmynda. Helgispjall.
Iðunn, Reykjavík 1990.
Bubbi Mortens gerir upp við fortíðina.
Bubbi Morthens - Sögur af landi:
Sígildar sögur
Bubbi Morthens hefur að undanfórnu sagt frá því í
hverju viðtalinu á fætur öðru að þessi nýja plata sín
væri uppgjör sitt við fortíöina. Og þar á hann bæði
við sinn tóniistariega uppvöxt sem og tónlistarsköpun
sína síðastliöin tíu ár en í ár er áratugur liöinn frá
því fyrsta plata Bubba, ísbjarnarblús, kom út. (Hún
er reyndar að koma út á geisladiski um þessar mund-
ir.)
Fyrir þá sem fylgst hafa með ferli Bubba þurfti svo-
sem ekki að tilkynna þetta uppgjör sérstaklega því þaö
er auöheyrilegt þegar hlustað er á plötuna. Að vísu fær
rokkarinn Bubbi afskaplega litið pláss í þessu upp-
gjöri en Bubbi hinn mjúki þeim mun meira.
En þegar menn líta um öxl og rifja upp farinn veg
verður ekki hjá þvi komist aö gamlar klisjur skjóti
upp kollinum og því er ekki að neita að æði mörg lög
á þessari nýju plötu Bubba hljóma kunnuglega þó ný
séu.
Og Bubbi er ekki bara að stæla sjálfan sig á plöt-
unni, hér bregður líka fyrir gömlum átrúnaðargoðum
Bubba frá fyrri tíð; Bob Dylan, The Band og Neil Yo-
ung svo einhveijir séu nefndir.
En þrátt fyrir aö Bubbi bjóði ekki upp á margt nýtt
á Sögum af landi fyrirgefst honum það einfaldlega
vegna þess að þetta er skrambi góð plata. Bubbi virð-
ist vera í mjög góðu jafnvægi, sáttur við lífið og tilver-
una og umfram allt sjálfan sig. Allt þetta endurspegl-
ast í tónhstinni og ekki síður í textunum sem eru betri
og vandaðri en nokkru sinni fyrr.
Nýjar plötur
Sigurður Þór Saivarsson
Ef hægt er að benda á einhver lög umfram önnur á
þessari plötu sem mér fmnst skara fram úr vil ég nefna
Gula flamingóinn sem er með því besta sem Bubbi
hefur gert og á það bæði við um lag og texta; magn-
þrungið lag og lýsing á lífi gleðikvenna á hóruhúsi á
Kanaríeyjum. Útsetning lagsins er einfóld og snjóll og
suðrænu áhrifin sparleg en áberandi.
Syneta er annað lag sem kemur upp í hugann, ein-
falt og tregablandiö og textinn allt að því óþægilega
myndrænn. Blóðbönd er líka tregablandið lag en þó
með öðrum hætti og þar kveður Bubbi enn óðinn til
sjávarþorpsins sem lífið er smám saman að íjara úr:
„en ég skil þá svo vel sem vilj’ ekki fara, hér vaka fjöll-
in blá, hér vakir lífsins þrá. Hér lyktar sólskin af sjó
og þara.“
í fyrmefndum blaðaviðtölum við Bubba hefur hann
haft af því nokkrar áhyggjur að þessi plata muni ekki
seljast mjög vel. Ég held með nokkurri vissu að þessar
áhyggjur Bubba séu ástæðulausar því jafnaðgengilega
plötu fyrir allan almenning hefur Bubbi Morthens
ekki sent frá sér.
Tálgryfjur
trúmennskunnar
Þorpsheimur Marshalls heitins McLuhans verðuf æ minni og sérkenni-
legri. Fyrir nokkrum árum samdi íslenskt skáld rímur um Walt Disney
og nú hefur rithöfundur af japönskum uppruna skrifaö skáldsögu um
breskan bryta og selt hana grimmt um alla heimsbyggðina.
íslenska skáldið er að sjálfsögðu enginn annar en Þórarinn Eldjárn.
Umræddur starfsbróöir hans af japönskum uppruna heitir Kazuo Is-
higuro, en bók hans um brytann „Dreggjar dagsins" (sem er ívið neikvæð
þýðing Sigurðar A. Magnússonar á „Rémains of the day“) er nú komin
út hjá litlu og framsæknu forlagi, Bjarti.
Ishiguro er mjög sér á báti í breskum bókmenntaheimi, af japönskum
foreldrum en alinn upp í Bretlandi. Er hann þó í flokki nokkurra þekktra
rithöfunda þar í landi sem ekki eiga ensku að móðurmáli. í þeim hópi
eru til dæmis leikritaskáldið Tom Stoppard (tékkneskur), Ruth Prawer
Jhabvala (þýsk-pólsk) og kannski einnig Timothy Mo (kínversk-enskur).
Nýirsiðir
„Dreggjar dagsins" er skáldsaga sem leynir æði mikið á sér. Frásögnin,
hæg og umbrotalítil, er öll lögð í munn Stevens, miðaldra bryta á gömlu
Bókmenntir
Aðalsteinn Ingólfsson
og veglegu sveitasetri, sem stendur á nokkrum tímamótum í lífi sínu.
Setriö hefur verið selt bandarískum auðmanni og brytinn fylgir með í
kaupbæti. Nýjum eiganda fylgja nýir siðir sem skapa nokkum óróa í
huga brytans, þar sem þeir virðast grafa undan ýmsum hornsteinum lífs-
skoðunar hans.
Stevens fær leyfi til að fara í nokkurra daga feröalag, meðal annars til
að hafa samband viö fyrrverandi bústýru á setrinu sem hann hefur óljós-
an grun um að muni vilja koma þangað aftur til starfa. Á leiöinni rifjar
hann upp helstu áfanga í lífi sínu og tekst að sannfæra sjálfan sig um að
því hafl verið harla vel varið. En óafvitandi afhjúpar hann - og sagan -
gegndarlausa sjálfsblekkingu sína, ásamt með dyndilmennsku, þröngsýni
og kaldlyndi. Þar sem Stevens er skilgetið afsprengi rótgróinna viðhorfa
í bresku þjóðlífi er um leið verið að stinga á kýlum þjóðarlíkamans.
Nokkuðsvo blæbirgðarík
í ljós kemur að feröalag brytans og væntingar varðandi bústýruna fyrr-
verandi eru sömuleiðis reistar á ginningu og glapsýn. En Stevens virðist
fyrirmunað að draga lærdóm af þeirri reynslu, svo mjög sem hún er á
skjön við ævilanga innrætingu. Þó læðist að honum sá grunur að spaug-
semin kunni aö hafa meira gildi en hann hafi tahð. Afræöur hann aö
þjálfa sig í spaugsemi og koma þannig til móts viö hinn nýja og glaðværa
húsbónda sinn.
Það hefur örugglega ekki verið auðvelt að þýða þessa bók, svo uppfull
sem hún er af hátíðlegri blæbrigðum ensks tungutaks og hálfkveðnum
vísum. Það tekur nokkrar blaðsiður að venjast þýðingu Sigurðar A. Magn-
ússonar vegna þeirra mörgu samsettu orða sem hún skartar: minnsta-
kosti, handanvið, nokkuðsvo, ansihreint, hálfumkomulaust, héðanífrá...
Óneitanlega veltir lesandi fyrir sér hvort fastheldinn breskur bryti
ætti ekki að tala vandaðri íslensku. En í heildina er þýðingin Iifandi og
blæbrigðarík.
Kazuo Ishiguro
Dreggjar dagsins, 196 bls.
Þýð.: Sigurður A. Magnússon.
Útg.: Bjartur, 1990.