Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.1990, Blaðsíða 14
14
MÁNUDAGUR 10. DESEMBER 1990.
Spumingin
Drekkurðu jólaglögg?
Jón Jóhannesson lyfjafræðingur: Já,
það kemur fyrir.
ísak Jóhannsson verkamaður: Já,
stundum óáfenga en aldrei áfenga.
Guðmundur Sigþórsson sölumaður:
Já, já. En ég reyni nú að stilla því í
hóf.
Helga María Fressmann, sinnir öldr-
uðum: Já, og flnnst það bara mjög
gott.
Birna Eyjólfsdóttir öryrki: Jólaglögg,
hvaö er nú það?
Absslem Banine trésmiður: Nei, aldr-
ei enda drekk ég ekki áfengi.
Lesendur________
Uppsagnir og
reiðarslög
„Það er alltaf verið að hrópa „úlfur, úlfur“ einhvers staðar vegna tímabund-
ins verkefnaskorts," segir hér m.a. - Nú í Vestmannaeyjum.
Ragnheiður Guðmundsdóttir skrifar:
Það er ekki nýtt hér hjá okkur að
heyra fréttir af uppsögnum í hinum
og þessum starfsgreinum. Auðvitað
eru slíkar fréttir ekki uppörvandi og
margur hefur orðið fyrir barðinu á
tímabundnu atvinnuleysi. Þó hefur
það verið svo í þessu landi að ekki
hefur atvinnuleysi verið umtalsvert
í mörg ár og þótt tímabundinn verk-
efnaskortur sé alltaf einhvers staðar
er það varla tilefni til að hrópa „úlf-
ur, úlfur“. Ef hér verður raunveru-
legt og landlægt atvinnuleysi þá er
verra að vera svo bólusettfyrir vand-
anum að það hríni ekki á neinum.
Það er alltaf hrópað „úlfur, úlfur“
ef einhvers staðar heyrist frá mönn-
um eða fámennum hópum sem missa
atvinnu tímabundið, t.d. eins og
núna í Vestmannaeyjum. Þar er sagt
upp 60 manns og aðeins frá og með
2. janúar nk. Og atvinnuleysið? Jú,
það stendur til 1. febrúar. Það eru
nú allar hörmungamar! Mest af
þessu fólki fær útborgaö vikulega.
Það fá ekki skrifstofuþrælarnir. Það
er mikill munur á því að fá alltaf
einhverja peninga í hverri viku eða
einu sinni í mánuði. Það er auðveld-
ara að spara þannig.
Einnig kemur til kauptrygging eða
hins vegar atvinnuleysisbætur,
þannig að ekki er hægt að halda því
fram að engin laun séu greidd. Og
enn er spurningin hvort hér er ekki
um að ræða hóp fólks sem að hluta
til eru giftar konur sem vinna í fiski
og eiginmaðurinn er á sjó eða við
vinnu annars staðar. Það eru ekki
allt einstæðingar sem missa vinn-
una. Það væri einkennileg tilviljun.
Ég held að nú sé kominn tími til að
fara að vinsa úr þá sem verða fyrir
mestu tjóninu við tímabundinn at-
vinnumissi og láta þá ganga fyrir
með atvinnuleysisbætur.
Við skulum ekki búast við því að
uppsagnir haldi ekki áfram i hinum
ýmsu starfsgreinum, tímabundnar
eða ótímabundnar. En atvinnuleysi
er hér ekki ennþá að neinu marki -
sem betur fer.
Kvikmyndagagnrýns Nönnu
Bragi Ólafsson skrifar:
Hinn 3. des. sl. skrifar Nanna Sig-
urdórsdóttir fjölmiðlagagnrýni í DV.
Eftir að hafa horft á bíómyndina
California Dreaming í Sjónvarpinu
föstudagskvöldið. áður, eða a.m.k.
hluta af henni, rís hún upp úr stól
sínum og slekkur á tækinu. „Það er
nokkuð sem maður gerir alltof sjald-
an,“ segir hún í pistli sínum og bætir
við að hún hafi ekki haft þolinmæði
til að horfa á „hinn vemmilega ryk-
suguvælara, Julio Iglesias" en á eftir
myndinni kom þáttur um þennan
spænska dægurlagasöngvara.
Ég er mjög sammála Nönnu um
ofangreinda kvikmynd. Ég er hins
vegar ekki ánægður með sleggjudóm
„Húsbréfin seljast með afföllum eins
og önnur slík bréf.“
Nönnu um Julio Iglesias. Henni kann
að líka illa við fiauelsmjúka rödd
þessa sívinsæla og fjárhagslega vel
stæða söngvara en ég á erfitt með
aö greina eitthvað vemmilegt í fari
hans. Og hvað léttir manni heimil-
isstörfin meira en vel valin kassetta
með Julio? Oftast syngur hann ró-
mantísk lög um ást og fegurð án þess
að reyna að sýnast annar en hann
er. Framlag hans er mikið til söng-
listarinnar; það sést best á því hve
margar hljómplötur hann selur.
Fjölmiðlagagnrýni á mikinn rétt á
sér, sér í lagi þegar um er að ræða
jafnfyrirlitlegar bíómyndir og sjón-
varpið sýndi umræddan föstudag. En
mér finnst sárt að lesa lítt ígrundaða
Lúðvíg Eggertsson skrifar:
Jóhanna Sigurðardóttir kemur
ýmsum á óvart með „kerfisbreyting-
um“ sínum. Helsta afrek hennar er
að láta íbúöarbyggjendum i té hús-
bréf í stað peningaláns. Bréfin seljast
með afföllum eins og önnur slík.
íbúðarbyggjendur verða að greiða
verðbréfabröskurum skatt af hveiju
húsi sem reist er. Hann var fyrst 6%,
nú síöast 15% og hann á eftir að verða
30-40%. Þetta vita allir sem kunna
skil á markaðsviöskiptum.
Jóhönnu sjálfri þótti nóg um afföll-
in. Fann hún þá upp það snjallræði
að hækka vexti af bréfunum um 2%
og þannig minnka afföllin um sömu
prósentu. Hún áttaði sig ekki á því
að afföil koma á nafnverð bréfsins
einu sinni en vextir á höfuðstól þess
dóma um listamenn sem manni eru
hjartfólgnir. Þátturinn um Julio var
að vísu ansi rýrt sjónvarpsefni og
Nanna missti ekki af miklu en hér
með skora ég á hana að kynna sér
verk þessa heillandi söngvara áður
en hún tjáir sig frekar um hann.
Einnig hvet ég hana til að slökkva
sem oftast á sjónvarpstæki sínu og
taka sér bók í hönd. - Julio hefur
lýst því í viðtali að hann kjósi fremur
að lesa góða bók heldur en að hanga
yfir innihaldslausu sjónvarpsefni.
Og þó hefur hann takmarkaðan tíma
til afslöppunar því að alkunna er að
hann er hinn mesti vinnuþjarkur.
að viðbættum verðbótaþætti út allt
lánstímabilið sem er 25 ár. í 10%
verðbólgu jafngildir 2% vaxtahækk-
un því 25% afföllum og heldur betur.
Landsbanki íslands átti sem við-
skiptavaki að halda affóllum í skefj-
um. Það getur hann aðeins að tak-
mörkuðu leyti í takmarkaðan tíma.
Þegar hann hætti að kaupa bréfin
var Jóhanna ekki af baki dottin. Hún
bauð Seðlabankanum að kaupa þau.
Það táknaði nýja seöla í umferð, stór- >
aukin útlán bankakerfisins og verð-
bólgu. Er ekki lengur minnst á þetta
nýja snjallræði frúarinnar.
Kerfisbreyting Jóhönnu er sýnu
verri en breyting Jóns Baldvins sem
fól í sér matarskatt og flatan tekju-
skatt. Kratar keppast við að hygla
efnuöum en þrúga lágtekjufólkið.
Hagfræði
félagsmálaráðherra
DV
Lúðvikvelur
Bandaríkin
Guðmundur Árnason skrifar:
Ég las sérlega merkilega og
sannfærandi grein í DV í gær (5.
des.) eftir Lúðvík Gizurarson hrl.
um Evrópubandalagið og þann
möguleika að gera hagkvæmari
viðskiptasamninga við aðrar
þjóðir en þær í Evrópu, Við hljót-
um aö vera sammála Lúðvík um
að í raun sé ekkert um að semja
við EB, eins og komið hefur í Ij ós.
Eins og Lúðvík getur um höfum
við haft mikið og gott samstarf
við Bandaríkin um áratugaskeið
og það er þess vegna sem hann
og margir aðrir velja Bandaríkin.
Þetta verður einnig líklegasta
niðurstaðan þegar upp úr við-
ræðum slitnar við Evrópuríkin.
FB-hneykslið
„X og Z“ skrifa:
Við erum tvær úr Fjölbrautaskó-
lanum í Breiðholti og erum
hneykslaðar á hörðum dómi um
okkur og skólann eftir Vestmanna-
eyjaferðina. - Þótt þessir strákar
hafi veriö svona hugmyndaríkir
að gera stykkin sín uppi á sviði
ætti það nú ekki að valda hneyksli
að gera þarfir sínar. Eða þurfíð þið
sem mest hneykslist aldrei að gera
þarfir ykkar?
Hvers vegna er ekki minnst á
Vestmannaeyingana? Þeir fundu
upp þessa keppni og ekki vissu
FB-ingar hversu langt Eyjamenn
myndu ganga? En þeir tóku upp
á því að ralta af sér dýrmæt
skapahárin. Er það kannski dag-
legur viðburður? Við erum ekki
sjálfar úr Breiðholtinu og erum
því ekki að verja þaö, vildum
bara minna á aö Eyjamenn eru
ekki alveg saklausir i þessu máli.
Samþáttun
útibúa ríkis-
bankanna
Árni B. Sveinsson skrifar:
Með fjarvinnslu og skipulags-
breytingu í bönkum dregur fækk-
un útibúa úr kostnaði viö hús-
næði, búnað og starfslið. Dreifing
valds og ábyrgðar bætir faglega
þjónustu útibúa.
Sala á Búnaðarbanka og Lands-
banka eftir samþáttun viðeigandi
útibúanets er tímabær hag-
kvæmni í bankarekstri.
Hvergetur
hjálpað?
Björk skrifar:
Ég er einstæð móðir með 3 ung
börn. Elsta barníð mitt, 5 ára,
hefur þurft að ganga í gegnum
langa og stranga læknismeðferð
vegna lifshættulegs sjúkdóms. Á
meðan söfnuðust upp skuldír sem
að stórum hluta ollu einnig skiln-
aði. Nú er ég með ógreiddar
skuldir upp á tæplega miiljón
krónur - meirihlutinn lögfræði-
kostnaður.
Ekki fæ ég lán, enda enginn
borgunarmaður. Og hver vill
skrifa upp á þegar ekki er staðið
í skilum? Ég fæ frá tryggmgum
kr. 40.485 (meðlag og mæðra-
laun), einnig 8.386 í barnaörorku-
bætur. Samtals kr. 48.871. Iivem-
ig í veröldinni á maður að fara
að þegar maður greiðir 35 þús.
kr. í húsaleigu og á þá eftir að
kaupa mat, eíns og hann er fárán-
lega dýr, að ekki sé talað um aö
reka bíl?
Þegar ég leita eftir niöurfell-
ingu hjá lögfræðingum er ekki
um mikinn skilning að ræða.
Meira að segja er gengið svo langt
aö taka af mér bíl, nánast einskis-
viröi, sem kemur mér þó á milli
staða. Hvers konar þjóðfélag er
þetta orðið? Hvemig er þetta
hægt og hver getur hjálpaö?