Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.1990, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.1990, Blaðsíða 3
MÁNUDAGUR -10. DESEMBER 1990. 3 Fréttir Togarinn Sveinn Jónsson KE 9 fékk stýribúnað djúpsprengju í trollið við svokallaða Stjörnu í Skerjadýpi suðvestur af Reykjanesi á dögunum. Sprengjuhlutinn var greinilega merktur NATO. Sjálf sprengjan kom ekki upp á yfirborðið. Djúpsprengjum sem þessum er kastað niður frá flugvélum við æfingar. Togarinn var við veiðar í slæmu veðri. Brotsjór fór í brúar- glugga og skemmdust tæki nokkuð. Togarinn fór til Njarðvíkur þar sem gert var við skemmdir. Lögregla og sprengjusérfræðingar Landhelgis- gæslunnar tóku á móti sprengjuhlutanum sem sést hér á myndinni. DV-mynd S GLÆSILEGT JÓLAHLAÐBORÐ A GÓÐU VERÐI Nú þegar jólin eru í nánd færist jóla- stemmningin yfir Skrúð. Þar er gestum og gangandi boðið upp á stórglæsilegt jólahlaðborð, heitt og kalt, á hagstæðu verði. Jólahlaðborðið er á boð- stólum í hádeginu frá kl. 12-14 á 1400 kr. og á kvöldin frá kl. 18-22 á 1900 kr Að sjálfsögðu er jólaglögg svo alltaf til reiðu i Ath. Feðgarnir Jónas Dagbjartsson og Jónas Þórir leika jólatónlist öll kvöld. Skrúður kemur öllum í jólaskapið! lofargóðu! Þröstur Olafsson kominn í utanríkisráðuneytið: Losarumhöftí fiskútflutningi Þröstur Ólafsson hagfræðingur hefur verið ráðinn ótímabundið í ákveðin verkefni hjá utanríkisráðu- neytinu. Hann á að gera tillögur að endurskipulagingu á öllum fiskút- flutningi íslendinga. „Það hefur verið á stefnuskrá utan- ríkisráðherra að breyta til í fiskút- flutningsmálum okkar. Það er vilji fyrir því að afnema boða- og banna- kerfið og flnna aðrar leiðir. Gera kerfið opnara þannig að það sé nær því að vera í takt við þann markað sem verið er að selja á,“ sagði Þröst- ur. Hann sagði að í fyrstu lotu væri ekki verið að ræða um að gefa fersk- fiskútflutninginn alveg frjálsan. Hann sagðist þó ekki sjá annan leið- arenda á því máli en að gefa hann frjálsan sem og allan fiskútflutning- inn. Hann sagði enda vilja fyrir því að leyfa litlu körlunum að spreyta sig, ekki bara þeim stóru. Þröstur nefndi sem dæmi síldarút- Þröstur Olafsson: í vinnu hjá Jóni Baldvin. flutninginn. Hann hefur verið allur á einni hendi. Það hefur helgast af því að kaupendur voru fáir og raunar langstærsti hlutinn sem fór til Sovét- ríkjanna. Nú væru Sovétsamning- arnir raunverulega búnir. Þegar þeir verða teknir upp aftur verður um að ræða marga samningsaðila þar. Hann sagðist því ekki sjá neina ástæðu til þess að einokunarfyrir- tæki annaðist samninga. Ef menn vilja selja sína síld sjálfir þá ættu þeir að mega það. En þeir geta líka tekið sig saman og selt þannig eins og þeir hafa gert. Svipaöa sögu væri aö segja um salt- fiskinn. Þar hefur verið í gildi nánast einokun á sölunni. Undantekningar hafi verið mjög veigahtlar. Ferskfiskútflutningurinn væri að þvi leyti flóknari vegna þess hve mikið hann snerti atvinnu í landinu. Þar væri engin skyndilausn til. Það yrði þó unnið að því að flnna leiðir til að samræma sjónarmið manna og gefa þama eins mikið frelsi til út- flutnings og frekast er unnt. Þröstur sagðist mundi byija á því að ræða við alla hagsmunaaðila en hann væri svo nýbyrjaður í þessu nýja starfi að sér hefði ekki unnist tímitilþessennþá. -S.dór M0BLER tegundir af sófasettum með áklœði eða leðri Þitt er valið Komdu í stœrstu hús^ gagnaverslun landsins FAX 91-673511 SÍMI91-681199 BÍLDSHÖFÐI20 112 REYKJAVÍK REGENT MÖBEL Á ÍSLANDI | Húsgagna höllin

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.