Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.1990, Blaðsíða 9
9
,Q9(íf Ot ílUO.ACJTJVfÁM
MÁNUDAGUR 10. DESEMBER 1990.
dv Útlönd
Grænland:
Drykkjupen-
ingar urðu
Motzfeldt
Sigur Walesa stærri
en búist var við
aðfalli
Jonathan Motzfeldt, formaður
grænlensku landstjórnarinnar, hef-
ur orðið að biðjast lausnar og boða
til kosninga 5. mars á næsta ári
vegna óánægju sem hlotist hefur of
mikilli eyðsiu ráðherra. Þar vegur
einna þyngst að landssjóðurinn hef-
ur greitt fyrir áfengi sem ráðherrar
hafa notað í einkaþarfir.
Frá sumrinu 1988 hefur Siumut,
flokkur Motzfeldts, setið í minni-
hlutastjórn á Grænlandi með stuðn-
ingi Atassut. Nú hefur sá fiokkur
falhð frá stuðningi sínum við stjóm
Motzfeldts vegna hneykslismálanna
sem tengjast ráðherrunum og Motz-
feldt því nauðugur einn kostur að
segja af sér.
Siumut hefur verið einn eða með
öðrum í stjórn allt frá upphafi heima-
stjórnartímabilsins á Grænlandi árið
1979.
Ritzau
Lech Walesa skálaði í kampavíni
þegar ljóst var að hann hafði unnið
stórsigur á Stanislav Tyminski í
pólsku forsetakosningunum. Walesa
hét því jafnframt að reisa efnahag
landsins úr rústum eftir fjögurra
áratuga stjórn kommúnista og gera
Pólverja að fullgildri þjóð í Evrópu.
Þótt enn hafi öli atkvæði ekki verið
talin liggur fyrir að sigur Walesa er
stærri en menn áttu von á. Skoðana-
kannanir á kjörstöðum bentu til að
hann fengi þrjá fjórðu atkvæða og
þegar búið var að telja í nærri þrjú
hundruð kjördeildum hafði Walesa
fegnið atkvæði 77% kjósenda.
„Við verðum að byggja á evrópsku
þjóðskipulagi. Ég vil vinna að því
með ykkur,“ sagði Walesa á frétta-
mannafundi þar sem hann fagnaði
sigri.
Tyminski lýsti því yfir eftir að úr-
shtin lágu fyrir að brögð hefðu verið
í tafli. Hann sagðist ætla að kæra
kosninguna vegna svika og ofbeldis
sem menn Walesa hefðu beitt.
„Alla kosningabaráttuna hefur
fjöldi fólks lifað í ótta. Menn eru
barðir í stórum stíl og jafnvel börnin
eru hrædd,“ sagði Tyminski.
Wojciech Jaruzelski, hersöfðingi
og fráfarandi forseti, var meðal
fyrstu manna til að óska Walesa th
hamingju með sigurinn. Á árunum
1981 th 1982 lét Jaruzelski fangelsa
Walesa í krafti herlaga í landinu.
Um leið og Walesa tekur við emb-
ætti forseta lætur hann af stöðu sinni
innan Samstöðu, óháðu verkalýðs-
hreyfingunni, sem átti hvað mestan
þátt í að brjóta stjórn kommúnista á
bak aftur í Póllandi. Við leiðtogahlut-
verkinu tekur Bogdan Borusiewicz,
sem undanfarið hefur farið fyrir
Samstöðumönnum í Gdansk.
Reuter
Sony CFS-204 er snöturt, létt og lipurt stereó
ferðaútvarp með segulbandi. Það er með innbyggðum
hljóðnema, FM stereó og miðbylgju. Utvarpið er til í
tveimur litum: Svörtum og hvítum.
Þetta Sony tæki er á frábæru jólatilboðsverði,
aðeins kr. 7.980 stgr.
Mannskaða-
veðurí
Bretlandí
Lech Walesa lyfti kampavínsglasi þegar hann fagnaði sigri í forsetakosning-
unum ásamt Danutu, konu sinni. Simamynd Reuter
- Tyminski hótar að kæra kosninguna
Björgunarmenn í Bretlandi leituðu
í gær að hundruðum manna sem tal-
ið var að sætu fastir í bifreiðum sín-
um í snjósköflum. Að minnsta kosti
átta manns létust í óveðri um helgina
sem er hið versta sem gengið hefur
yfir Bretland f tuttugu ár. Nánast
allar samgöngur voru lamaðir í
landinu í gær og spáð hefur verið
meiri snjókomu.
Það var á fostudaginn sem tók aö
snjóa og á laugardaginn tókst að
bjarga yfir tvö hundruð og fimmtíu
manns úr bifreiðum sem fest höfðu
í allt að tveggja og hálfs metra háum
sköflum. Lögreglan telur að enn
kunni margir að vera fastir í bifreið-
um þó svo að fjöldi manna hafi getað
leitað skjóls í opinberum byggingum
og á hótelum.
Reuter
Panasonic RXFS420 er kraftmikið stereó ferðaútvarp
með segulbandi. Það er 20 wött og með fjórum hátölurum.
Það er með innbyggðum hljóðnema, þriggja banda
tónjafnara og fjórum útvarpsbylgjum (FM/MB/LB/SB).
Jólatilboðsverð á þessu kraftmikla tæki er
aðeins kr. 9.980 stgr.
JAPISS
• BRA UTARHOL 77 • KRINGLUNNI ■ AKUREYRI ■
Sony CFD-50 er hljómgótt og meðfærilegt ferðaútvarp
fyrir þá sem vilja aðeins það besta. Það er með góðu útvarpi
(FM/MB/LB/SB), afar vönduðu segulbandi og
fullkomnum geislaspilara.
Þetta gæðatæki er á einstöku jólatilboðsverði,
aðeins kr. 24.950 stgr.