Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.1990, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.1990, Blaðsíða 15
MÁNUDAGUR 10. DESEMBER 1990. 15 Sviðsljós Skagfirskir verðlaunahafar í keppninni fengu verðlaun sín afhent í hófi á Hótel Mælifelli nýlega. Finnbjörg Guð- björnsdóttir fékk 10.000 króna úttekt i sportvöruversluninni Útilífi, Jón Geirmundsson fékk 50.000 króna ávísun frá Sauðárkróksbæ, Arnfríður Arnarsdóttir fékk myndbandstæki, Fríða Eðvarðsdóttir tók við verðlaunum Bertu Finn- bogadóttur sem voru helgarnámskeið fyrir tvo í Skíðaskálanum i Kerlingarfjöllum, og Vilhjálmur Geirmundsson fékk 10.000 krónur frá Sauðárkróksbæ. Finnbjörg, Arnfríður og Vilhjálmur fengu stuðningsmannaverðlaunin. DV-mynd Þ.Ásm. Skagfirðingar hætta að reykja Sauðárkrókur bar sigur úr býtum í innbyrðis keppni vinabæja á Norð- urlöndum í samnorrænu átaki gegn reykingum, „Hættum að reykja til vinnings“. Islensku vinabæirnir þrír röðuðu sér í efstu sætin og hljóta allir veglegar styttur, Krókurinn þá veglegustu. Snorri Björn bæjarstjóri mun veita henni viðtöku við hátíð- lega athöfn í Stokkhólmi í byrjun desember. Styttan er lítið lægri en Snorri, 1,50 á hæð, en talsvert þyngri, 150 kíló. Meira en 2000 íslendingar skráðu sig í keppnina. Á Sauðárkróki voru 65 manns sem hættu að reykja, eða 3,7% bæjarbúa 16 ára og eldri, því sem næst áttundi hver reykingamað- ur í bænum. Á Selfossi var prósentan 3,2 og í Kópavogi 1,9. Þeir sem skráðu sig til keppni hér á landi voru á aldrinum 16-80 ára og höfðu reykt í allt að 62 ár. Raunhæft er að áætla að þessi hópur hafi spar- að sér meira en 8 milljónir í útgjöld- um á þeim 4 vikum sem keppnin stóð. í hverju landi fengu nokkrir þátt- takendur verðlaun af ýmsu tagi, svo sem tölvur, ferðir, myndbandstæki og peninga á sparisjóðsbók. Þrátt fyr- ir verðlaunin er að sjálfsögðu stærsti ávinningur þeirra sem þátt tóku í keppninni að losna við reykingaá- nauðina, hvernig svo sem það gengur á næstu mánuðum. Ráðgert er að kanna eftir hálft ár og aftur eftir eitt ár hvernig hópnum hefur reitt af í tóbaksbindindinu. Þ.Ásm./H.Guð. JÓLAGJÖF VÉLSLEOAMANNSINS GOÐAR VETRARVÖRUR FRÁ ARCTIC CAT Skór Samfestingar „ Hanskar Hjalmar Einnig mjöggott úrval aukahluta Allt betta og miklu meira BIFREIÐAR & LANDBÚNAÐARVÉLAR HF. Ármúla 13 - 108 Reykjavlk - ® 681200 Siúurlaidslirait 14 LÁTTU EKKI 0F MIKINN HRAÐA A VALDA ÞÉR SKAÐA! aarRDAR i ' i - " 1 -■ 1 | 1 1 • • mbbb 11 | ■ ...... ..|-----------—.. Útvarpshlustun 8. nóvember 1990. Allt landið, 15-75 ára. % ■ Rás 1 og 2 ♦ Bylgjan • Stjarnan ▲ Aðalstöðin ■ Effemm Línuritið er byggt á könnun Gallup á íslandi og sýnir hæsta gildi á hverri klukkustund. Gildi Rásar 1 og 2 eru lögð saman. ... 3á er spurningin fyrir auglýsandann alltaf sú sama: Hvar næst til flestra áheyrenda fyrir hverjakrónu? Hvar er hlustunin mest? Svarið vita allir sem vilja vita: Rás 1 og Rás 2 - samtengdum. RÍKISÚTVARPIÐ AUGLÝSINGADEILD SÍMI693060 w n (!)

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.