Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.1990, Blaðsíða 26
38
MÁNUDAGUR 10. DESEMBER 1990.
Fréttir dv
Isaflörður:
Bátahöf nin er ónýt
Hlynur Þór Magnússon, DV, ísafirði:
Nú er komiö fram sem menn hafa
óttast um skeið aö bátahöfnin á
ísafirði er óbrennanlegt rusl. Stál-
þiliö á henni er orðið þunnt og kom-
in illyrmisleg göt á það víða. Við blas-
ir að ekki verður hægt að nota höfn-
ina til löndunar öllu lengur, því þekj-
an er farin að gefa sig og orðin við-
sjárverð þyngri ökutækjum. í núver-
andi ástandi er kanturinn einungis
hæfur sem viðlegupláss.
„Við héldum fyrst að þetta væri
bara ákveðinn kafli en nú blasir við
að þetta er öll bátahöfnin,“ segir
Hermann Skúlason, formaður hafn-
arstjómar. „Þilið er einfaldlega kom-
ið á aldur, yfir 50 ára gamalt og meö
elstu stálþiljum á landinu. Menn átt-
uðu sig einfaldlega ekki á þessu. Það
verður aö skipta um allt stálþiiið í
höfninni, yfir 200 metra, sennilega
framkvæmd upp á 150 millj. kr. Við
vorum búnir að gera ítarlega könnun
á því hvort hægt væri að gera við
þilið en það er útilokað.“
Stefnt er að því að hefja fram-
kvæmdir næsta vor. Hafnarsjóður
ísafjarðar er þokkalega í stakk búinn
til að takast á við þessi verkefni. Sá
bögull fylgir 'þó skammrifi að fram-
lag ríkisins hefur verið lækkað úr
75% í 65% sökum þess að afkoma
hafnarinnar var talin það góð að hún
ætti að geta staðið undir því. „Við
viljum fá þetta hækkaö aftur í ljósi
þessarar nýju stöðu. Þetta er brýnt
mál, ekki síst með tilliti til þess
aukna álags sem verður með tilkomu
jarðganganna," sagði Hermann.
Efri hluti heymetisturninn á Grund í
Svínadal var fjarlægður.
DV-mynd Magnús
Húnaþing:
Heymetisturn
Magnús Ólafsson, DV, Húnaþingi:
Heymetisturninn á Grund i
Svínadal var rifinn í síðustu viku.
Var það gert að kröfu byggingafull-
trúa þar sem tahð var að hann gæti
hvenær sem er fokið og valdið tjóni
á mönnum og mannvirkjum.
Stærðargat var komið á hann ofar-
lega og þar blöktu járnplötur. Næstu
nágrannar og skólabílstjórar skrif-
uðu almannavörnum héraðsins bréf
út af málinu og í framhaldi af því var
ákvörðun tekin um að fjarlægja efri
hluta turnsins.
Þessi turn var 25 m hár og reistur
fyrir nokkrum árum. Fljótlega fór
að bera á því að hann væri ekki þétt-
ur og verkaöist hey ekki í honum.
Hefur hann því staðið tómur nokkur
ár. Síðan fór að myndast dæld þar
sem nú var komið stærðargat. Þá
fóru gárungar að tala um að turninn
væri í keng sem maður með maga-
pínu. Bændur á Grund vildu aö inn-
flytjandi og framleiðandi fjarlægðu
turninn en þeir telja sig ekki bera
ábyrgö, m.a. vegna þess hve slæm
veður koma oft í Svínadal. Málaferli
hafa nú sprottið af þessu og er dóms
að vænta í vetur eða vor.
Saga þessa turns hefur vakið at-
hygli byggingafulltrúa á Norður-
löndum en þar eru víða svipaðar
byggingar í notkun. Myndband sem
hefur verið tekið af turninum eftir
því sem meira hefur séð á honum
hefur verið sýnt á fundum bygginga-
fulltrúanna.
Austur-Húnavatnssýsla:
Betri
hrútar
Magnús Ólaísson, DV, Húnaþingi:
- Hrútar í Austur-Húnavatnssýslu
hafa batnað verulega síðan fyrir átta
árum þegar ég dæmdi hér síðast á
hrútasýningum, sagði Jón Viðar
Jónmundsson, ráðunautur hjá Bún-
aðarfélagi íslands, þegar hann
kynnti niðurstöður hrútasýninga
sem haldnar voru í héraðinu í haust.
Þakkaði Jón þennan árangur sauð-
fjársæðingum, en árangur sæðing-
anna jókst verulega eftir að mögulegt
var að samstilla gangmál ánna og
velja þannig bestu ærnar á hverju
búi og láta sæða þær.
í haust voru sýndir 258 hrútar og
hlutu 85% tveggja vetra og eldri
hrúta fyrstu verðlaun. Fyrir 8 árum
fengu 62% hrútanna fyrstu verðlaun
og 60% fyrir fjórum árum síðan.
LOÐFELDIRNIR
Á SKÓLAVÖRÐUSTÍGNUM
ERU ALLS EKKI DÝRARI
EN LOÐFELDIRNIR Á STRIKINU
Það er útbreiddur misskilningur að loðfeldir
og skinnavara frá þekktum alþjóðlegum
hönnuðum sé dýrari á Skólavörðustígnum
en hjá feldskerum'erlendis. Þeir vita betur,
sem hafa kynnt sér hönnun og gæði loðfelda
í nágrannalöndum okkar.
*
Alþjóðleg gæði efst á Skólavörðustígnum.
Úrvalið hefur sjaldan verið fjölbreyttara en einmitt þessa dagana.
Hjá Eggerti feldskera færðu m.a. loðfeldi frá Revillion, París,
Gilles-Allard, Montreal, MontÍOCCÍ, Milano, og sérsaumaða loðfeldi hannaða
af Eggerti feldskera, að ógleymdum loðfóðruðu tískukápunum frá Revillion.
Við erum einnig með nýjungar í Beaverskinnum og Nutria fenjabjór.
Verð sem skipta máli.
Hér eru nokkur dæmi, sem tala sínu máli:
Loðfóðraðar kápur frá kr. 56.000
ítalskir tískufeldir frá kr. 97.200
Revillion slár úr kasmír og reffrá kr. 89.600
Sérsaumaðir loðfeldir hannaðir afEggerti feldskera
frákr. 186.000
Sérhannaðir loðfeldir frá Revillion frá kr. 272.000
Kanadískir minkafeldir frá kr. 252.10O
Síðir loðfeldir frá ýmsum hönnuðum frá kr. 132.000
Allar loðskinnavörur hjá Eggerti feldskera eru seldar með þjónustuábyrgð. Greiðslukjör.
EGGERT
Efst ú Skólavörðustígnum,
sími II121.