Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.1990, Blaðsíða 36
830 01 HtrOACI
48
MÁNUDAGUR 10. DESEMBER 1990.
Fréttir
DV
Heimsmeistaraeinvígið:
Kasparov sigurstranglegur
- vann 18. skákina í gær og náði forystu í einviginu
Hætt er við að Anatoly Karpov
hafi skammað aðstoðarmenn sína
eftir 18. einvígisskákina við Garrí
Kasparov sem lauk í Lyon í gær.
Ný hugmynd úr herbúðum hans í
byrjun tafls misheppnaðist algjör-
lega. Eftir tuttugu leiki hafði
heimsmeistarinn Kasparov unnið
peð og eftir það var sigur hans ein-
ungis spurning um „tæknilega úr-
vinnslu“.
Skákin fór í bið á laugardag eftir
fjörutíu leiki og í gær héldu meist-
ararnir áfram þar sem frá var horf-
ið. Karpov vildi fá biðskákinni fre-
stað þar sem hann kvað ófært á
skákstað vegna snjókomu. Yfir-
dómarinn, Hollendingurinn Curt
Gijssen, tók það ekki í mál og sótti
Karppv sjálfur á bíl sínum. Aðsetur
hans er í hæðum skammt utan við
miðborgina og þar var 30 sm jafn-
fallinn snjór í gær. Kasparov þurfti
sautján leiki til viðbótar til að
knýja fram sigur og notaði aðeins
sjö mínútur til umhugsunar.
Kasparov hefur þá hlotið 9,5 v.
gegn 8,5 v. Karpovs og nægir jafn-
tefli, 12-12, til að halda heimsmeist-
aratitlinum. Staða hans er því
óneitanlega sterk en það kom sér-
fræðingum á óvart að hann skyldi
rísa tvíefldur upp eftir viðnáms-
laust tap í sautjándu skákinni.
Karpov stýrir hvítu mönnunum
í nítjándu skákinni sem fyrirhugað
er að tefla í dag.
Hvítt: Garrí Kasparov
Svart: Anatoly Karpov
Spænskur leikur
1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 a6 4. Ba4
Rf6 5. 0-0 Be7 6. Hel b5 7. Bb3 d6 8.
c3 0-0 9. h3 Rd7 10. d4 Bf6 11. a4 Bb7
12. Ra3 exd4 13. cxd4 Rb6
Þessi og næstu leikir Karpovs eru
afrakstur heimavinnunnar. Fram
að þessu hefur teflst eins og í tólftu
skák einvigisins er hann lék 13. -
Ra5 - án þess að jafna taflið til hlít-
ar. Hann lék byrjunarleikina hratt
en Kasparov tók sér meiri tíma og
samkvæmt fréttaskeytum var
hann áberandi taugaóstyrkur.
14. Bf4 bxa4 15. Bxa4 Rxa4 16. Dxa4
a5
Hugniynd Karpovs er að setja
riddara á b4 og búa sig síðan undir
að þrýsta að miðborðinu. Kasparov
hindrar strax þessi áform.
17. Bd2! He8?
Ef Karpov hefði skynjað hættuna
hefði hann reynt að tefla stöðuna
eftir 17. - d5' 18. e5 Be7. Vonandi
getur hann kennt aðstoðarmönn-
um sínum um þennan slaka leik.
18. d5 Rb419. Bxb4 axb4 20. Dxb4 Hb8
Fljótt á litið virðist svartur eiga
góð gagnfæri en Kasparov tekst á
einfaldan hátt að sýna fram á hið
gagnstæða.
21. Dc4!
Besti reitur drottningarinnar því
að Karpov lagar ekki stöðu sína
þótt hann nái peðinu aftur. Eftir
21. - Bxb2 22. Ha2 Bxa3 (eða 22. -
Bf6 23. Rb5 og fyrr eða síðar fellur
c-peðið) 23. Hxa3 setur hvítur ridd-
ara á d4 og þrýstir að c-peðinu og
svartur getur sig hvergi hrært.
Þess vegna grípur Karpov nú til
þess ráðs að tefla taflið með peði
minna og freista þess að ná ein-
hveijum færum.
21. - Dc8 22. Rd4 Ba6 23. Dc3 c5 24.
dxc6 fr.hl. Bxd4 25. Dxd4 Dxc6 26.
b4 h6'27. He3 He6 28. f3!
Treystir undirstöðurnar. Ljóst er
að gagnfæri Karpovs eru hverfandi
- hann getur aðeins beðið þess sem
verða vill.
28. - Hc8 29. Hb3 Bb5 30. Hb2 Db7
31. Rc2 De7 32. Df2 Hg6 33. Re3 De5
34. H2bl Bd7 35. Ha5 De7 36. Ha7
Dd8 37. Rd5 Kh7 38. Kh2 Hb8 39. f4!
He6 40. Dd4 De8
41. Hel
Skák
Jón L. Árnason
Biðleikurinn sem Kasparov lék
eftir 25 mínútna umhugsun. Hann
hagnast hvorki á 41. Rc7 Hxe4 42.
Dd3 De7 43. Rd5 Bb5!, né 41. e5 dxe5
42. fxe5 Bc6! 43. Rc7 Hg6 o.s.frv.
Hann hefur vinningsstöðu og þurfti
aðeins að eyða sjö mínútum til við-
bótar af umhugsunartíma sínum
til að knýja fram uppgjöf Karpovs.
41. - Bc6 42. Dd3 Df8 43. Hcl Bxd5
44. exd5+ Hg6 45. Df5 Kg8 46. Hac7
Hf6 47. Dd7 Hd8 48. Dxd8! Dxd8 49.
Hc8 Df8 50. Hlc4 Hf5 51. Hxf8+ KxfS
52. Hd4 h5 53. b5 Ke7 54. b6 Kd7 55.
g4 hxg4 56. hxg4 Hfl6 57. Hc4.
Og Karpov gaf því að eftir 57. -
Hh6+ 58. Kg2 Hh8 59. Hc7+ Kd8
59. Ha7 er b-peðið óstöðvandi.
-JLÁ
Togararnir Sigluvík og Stálvík við bryggju á Siglufirði nýlega.
DV-mynd Örn
SigluQörður:
Kvótinn klárast ekki
Öm Þórarinsson, DV, Fljótum:
„Það er útséð að við klárum ekki
þann kvóta sem fyrirtækið hefur yfir
að ráða,“ sagði Óli Birgisson hjá Þor-
móði ramma á Siglufirði þegar
fréttaritari DV hafði tal af honum
nýlega. Þormóður rammi gerir nú
út tvo togara, Sigluvík og Stálvík, og
eru þeir báðir á sóknarmarki.
Veiði hefur verið mjög treg í haust
og því 'eiga togararnir talsvert af
kvóta eftir en hins vegar aðeins eftir
tvær vikur á sjó hvor til veiða á þessu
ári. Það er því hætt við að lítið verði
um hráefni hjá fyrirtækinu næstu
vikurnar nema veiði glæðist veru-
lega það sem eftir er ársins. í frysti-
húsi Þormóðs ramma hefur aðeins
verið unnið í átta tíma á dag undan-
farnar vikur.
Togaraútgerð ísaflarðar:
Stef nt að meira en
tvöföldun hlutafjár
Hlynur Þór Magnússon, DV, ísafiröi.
Magnús Reynir Guðmundsson, frá-
farandi bæjarritari á ísafirði, var
endurkjörinn stjómarformaður í
Togaraútgerð ísaflarðar hf. á aðal-
fundi félagsins í síðustu viku en aðr-
ir í stjórn era Guðmundur Agnars-
son, Grímur Jónsson, Pétur Sigurðs-
son og Smári Haraldsson. Á fundin-
um var ákveðið að stefna að því að
gera útgerðina að opnu hlutafélagi
og auka hlutaféð úr 45 milljónum í
100 milljónir króna. Að sögn Amars
Kristinssonar framkvæmdastjóra
hefur obbinn af hlutafjárloforðunum
skilaö sér.
Hann sagði nú liggja fyrir að kaupa
nýtt spil í skip útgerðarinnar, Skutul
ÍS (áður Hafþór RE), en vitað var
þegar skipið var keypt að spilið væri
lélegt. Arnar kvaðst bjartsýnn á að
útgerðin gengi vel. Skipið verður
gert út til rækjuveiða en einnig eru
uppi hugmyndir um að það veiði grá-
lúðu til frystingar.
Menriing
Fótbolti
ogstelpur
Tár, bros og takkaskór er önnur bók Þorgríms Þráinssonar. Hún er
skrifuð um og fyrir unglinga. Þorgrímur er vel þekktur knattspyrnumað-
ur. Þess vegna þarf ekki að koma á óvart þó hann leiti efnisfanga í heimi
knattspyrnunnar.
Sagan fjallar um þá Kidda, Tryggva og Skapta, þrjá fjórtán ára stráka.
Tveir þeir fyrrnefndueru miklir knattspyrnuáhugamenn, en áhugi Skapta
beinist að öðru. Sagt er frá metnaði þeirra á sviði knattspyrnunnar, sem
meðal annars er að komast í unglingalandsliðið. Áhugi þeirra á kvenþjóð-
inni er einnig fyrir hendi. Ný stelpa, sem kemur í bekkinn, dregur að sér
athygli Kidda og í ljós kemur að um gagnkvæman áhuga er að ræða. Þau
kynnast vel, en sviplegt slys setur strik í reikninginn.
Þorgrímur Þráinsson hefur gott vald á að segja sögu. Söguþráður bókar-
innar er ágætiega spunninn. Hann er, að hluta til að minnsta kosti, aö
Bókmeimtir
Sigurður Helgason
íjalla um svið sem hann þekkir vel. Hann þekkir væntanlega hvemig til-
fmning það er að bíða eftir að tilkynnt sé hverjir eigi að skipa liðið á hverj-
um tíma eða hverjir eiga að Ieika með landshði. Þetta er stór hluti af hugar-
heimi unglingsins sem hefur áhuga á íþróttum. En auk íþróttanna er eina
áhugamál strákanna að því er virðist stelpur. Um þær snúast hugsanir
þeirra á mihi þess að þeir eru með hugann við fótboltann.
Það sem mér finnst kannski helst að þessari bók er hversu gagnteknir
þeir félagar eru af íþróttunum og stelpunum. Það er eins og líf þeirra snú-
ist ekki um neitt annað. Það held ég að sé fátítt. Unglingar hafa nefnilega
fjölbreytt áhugamál og það hefði gert söguna heilsteyptari hefðu söguhetj-
umar verið látnar leiða hugann að fleiri hlutum. Og þó að íþróttir séu
ágætar, þá þarf meira til að gæða lífið þeirri íjölbreytni sem öllum er nauð-
synleg. Og reyndar víkja íþróttirnar úr huga Kidda þegar óvæntir og ófyrir-
sjáanlegir atburðir eiga sér stað.
Stór þáttur óg raunar örlagavaldur í sögunni er slysið. Þar frnnst mér
höfundi takast vel til. Hann lýsir atburðum og tihinningum af næmi. Hann
lýsir því vel hvernig Kidda er innanbijósts þegar endanlegar afleiðingar
slyssins era ljósar. Þar er hann að fjalla um vandmeðfarið efni, en gerir
það mjög vel. Það eru skarpar andstæður í lýsingunum, sem í raun endur-
spegla raunveruleika slysa. Hann er í því fólginn að eina stundina er aht
í góöu gengi, en á örfáum augnabhkum breytist öll tilvera til hins verra.
Einhvern veginn er það þannig, að rithöfundum sem skrifa fyrir böm
og unghnga gengur heldur iha að skapa sannferöugar persónur. Það á við
um þessa bók, enda þótt það sé kannski hvorki betra né verra en gengur
og gerist. En persónunum hættir til að vera litlausar. Undantekningin er
þó Skapti, sem virðist vera hugmyndaríkur og skemmtilegur persónuleiki.
Tár, bros og takkaskór er ágæt bók. Enginn vafi leikur á að stálpuð böm
og unghngar munu lesa hana sér til ánægju. Káputeikning er smekkleg
og hkleg til að laða fólk aö bókinni. Ánægjulegt er hversu mikla áherslu
útgefendur viröast leggja á að vanda til prófarkalesturs á bókum fyrir
böm og unghnga og er þessi bók engin undantekning í þeim efnum.
Þorgrímur Þráinsson:
Tár, bros og takkaskór.
Reykjavík, Fróði, 1990. Sigurður Helgason