Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.1990, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.1990, Blaðsíða 20
20 MÁNUD'AGUR ÍO. DESEMBER 1990. Merming Hæf ileikar og kunnátta Þetta er fyrsta ljóðabók höfundar, þrír tug- ir ljóða. En hún er löngu kunn meðal ljóð- vina fyrir ljóð í tímaritum, og mig minnir upplestrarkvöldum. Fyrsta ljóðið er fléttað úr htum og upplýs- ingum lim samband elskenda. Það eru sterk- ar andstæður í litunum (svart/hvítt, rautt/blátt) sem móta samveru elskendanna. Svart er heldur óheillvænlegur litur þegar talað er um mannlíf, helst minnir þetta á kolsvart hyldýpi milli persónanna. Sama verður að segja um 2. erindi, þótt það sýni náið samband, svo nálgast samruna, þá lí- kist þessi grátur því helst að viðmælanda blæði. Óheillavænleg er einnig sögnin að blána, sem merkir einna helst aö stirðna af kulda. Þetta ljóð, sem virðist svo einfalt, rúm- ar því töluverðar andstæður, ef ekki þver- sagnir. En allt er sett fram lið fyrir lið í stutt- um línum, stilhlega, í andstæðu við yrkisef- nið. En allar þessar myndrænu andstæður í örstuttu máli gera ljóðiö hnitmiðað. HUð við hlið Á milli okkar svört nóttin undir hvítri sænginni rauð tár þín streyma niöur kinnar mínar og kossar okkar þegar famir að blána. Vandað fmnst mér líka ljóöið „Ljósmynd". Grasinu líkt við sæ, en sumarið er efnis- kennt, því virðist einna helst líkt við gras. Og allt er þetta til að vekja mælanda fyrir opinberuninni í lokalínu. Enn eru andstæður hta til að draga fram andstæða aðilja í ljóð- inu, skerpa sérkenni hvers og eins, jafnframt því sem ljóðið sýnir innilegt samband mæ- landa við náttúruna. Ljósmynd Fljótandi á kafi í sægrænu grasinu og kitlandi sumrinu opna ég dökkbrún augun móti bláma himinsins Þessi dæmi sýna bæði hæfileika og nokkra kunnáttu. Þó verð ég aö segja að allmörg ljóð í þessari bók hrífa mig ekki. Það þarf vissu- lega ekki að vera galli á bókinni. En t.d. í eftirfarandi ljóði fmnst mér of htiö vera til að festa skilninginn. Titillinn bendir til að á einhvern hátt sé verið að tala um sjónvarp, orðin svarthvítur og draumur eða martröð gætu líka samræmst því. En hvað svo? Af hverju martröð á mörkum ákveðins draums og óákveðins? Hvemig tengist glerbrota- strönd þessu? Lengra kemst ég ekki því þá finnst mér ég sjálfur farinn að yrkja inn í ljóðið. Stillimynd Þá nemur þú staðar á glerbrotaströnd á svarthvitri martröð á mörkum draumsins og dráums Undanfarandi dæmi gætu gefið vhlandi hugmynd um bókina, því sum ljóðin eru íöng. Ljúkum þessu á einu, sém sýnir konur frá ýmsum tímum í íslenskum bókmenntum. Linda Vilhjálmsdóttir. Bókmenntir Örn Ólafsson Fyrst koma erfiðiskonur og argintætur, síúð- randi og þjóðsagnalegar. En í andstöðu við þær birtast í lokin nútímakonur í fínu boði, andstæðurnar skerpast við það, að einnig þær eru að „plokka og tína upp“. Þar sem ljóðið sýnir fyrst og fremst andstæður ís- lensks þjóðlífs fyrr og nú er gott að hafa karlinn þama líka, boginn yfir erfiði sínu. Allt er í stO við þetta í meginhlutanum; barnauppeldið er bara hvæs, einnig gamal- dags orð eins og klaungrast, og stuðlun: „gælir viö gæsirnar gráu“. Það minnir á þjóðkvæði, eins og það að konan er eins og dulbúin illvættur, hún hefur klær. Við sjáum þó á 3.^1. hnu, að þessi .fortíð er enn vera- leiki í nútímanum, andstæöur fortíðar og nútíðar eru enn lifandi sem stéttaandstæður í nútímanum. Við þessa þjóðsagnalegu fram- setningu birtist fátæktin á íslandi sem varan- leg og óbreytt allt frá grárri forneskju. Grænamýri Sú gamla steinhætt að höggva tO sprekin á eldinn og þarflaust að tala um að ræsa fram mýrina grannkóna nú er allt nýtt nema konan sem klaungrast um hæðina eins og beinakerlíng tínandi upp rifrOdi og rifrddi konan sem hvæsir á krakkana en gælir við gæsirnar gráu kerlínginkarlsins sem bograði ævOángt skrollandi við hverfisteininn brýndi hnífa á daginn ljáinn á kvöldin og var á endanum farinn að gánga á beinin óg ég get svo sagt ykkur að þessi kona hefur klær og ennfremur það þarf að kría út úr henni eggin en við skulum haga okkur vel við erum í boði svona glerfínar dömur að plokka í rækju og krækiber. Bláþráður Ljóð eftir Lindu Vilhjálmsdóttur MM 1990 „Ég veit hvert vegurinn liggur“ Nýlega var gefin út hjá bókaforlögunum Flugum og Máli og menningu bókin Bak við hafið en þar er að finna úrval úr ljóðum Jónasar Guðlaugssonar, tekið saman af Hrafni Jökulssyni. Jónas fæddist árið 1887 en lést ungur að árum, aðeins 28 ára gamall. Hann sendi frá sér þrjár ljóöabækur á íslensku og þijár á dönsku auk annarra skáldverka en flest ljóðin úr þess- ari bók era tekin úr Dagsbrún sem kom út árið 1909. í ítarlegum formála, sem Hrafn ritar að bókinni, gerir hann grein fyrir ævi Jónasar, pólitísku vafstri svo og einlægum ásetningi hans í að verða ekki einung- is skáld, heldur einnig frægt skáld. Jónas var ákveðinn í að láta ekkert hefta fór sína að þessu takmarki og getur Hrafn þess að hann hafi verið „fullur sjálf- strausts og þaö leyndi sér aldrei, hvorki í orðum hans né athöfnum. Þess gætir viða í samtímaheimOdum að hann hafi þótt fara offari og „maðurinri nokkuö mikið á ferðinni á móts við afrekin". Og líklega hefur Jónas htt þjáðst af efasemdum um eigin verðleika, „hann var ahra manna glaðastur"; sannfærður um aö hann væri borinn til mikilla sigra." (bls. 18). Eflaust hefur þessi sannfæring hans átt sinn þátt í að efla hann að dáð og kröftum. Ljóð Jónasar bera ofurkappi þessa unga höfundar glöggt vitni og þeirri djúpstæðu þrá hans að ná langt og að láta drauma sína rætast. Fyrsta ljóðið í þessu safnriti ber heitið Mig langar - og í því ljóði skína í gegn fógur fyrir- heit. Þetta ljóð lýsir persónu Jónasar vel, óþreyju hans og löngun til að slíta af sér gamlar viðjar: Ég vil lyfta þér löngun míns hjarta upp í ljóshvolfm skínandi há, ég vil horfa á þig blómið mitt bjarta, sem í bemskunnar draumi ég sá. Ég vil hlusta á hrynjandi strauma, ég vil höggva mín arfgengu bönd! Ó, mig langar í land minna drauma, ó, mig langar að árroðans strönd! (bls. 41). Það er örugglega engin tilviljun hve mOdð hann orti um hafið og það sem býr að baki því. Hann var ósátt- ur viö þá andlegu eyðimörk sem hann taldi sig búa við á íslandi og þráði að nema önnur lönd og víkka sjóndeildarhring sinn: Auðn og myrkur! - Aldan stynur ömurleg við kaldan sand. Bak við hafið, bak við hafið bíður fagurt dramaland. (Úr ljóðinu Bak viö hafið - bls. 46). Draumaland hans var örugglega ekki einhver ákveð- inn staður heldur miklu heldur athvarf þar sem hann taldi sig hólpinn við ritstörfin, staður andlegrar upp- Bókmenntir Sigríður Albertsdóttir örvunar og grósku. í formála segir Hrafn: „Jónas Guðlaugsson lifði meira á skammri ævi en flestir sam- ferðamenn hans. Hann hafði alla tíð að leiöarljósi ein- kunnarorðin úr minniskompu bernskunnar: „Trúðu á þig sjálfan og trúðu á þitt land, það er trú sem ei bregðast þér kann“. Það var þessi trú sem gerði honum kleift aö nýta hæfileika sína til fullnustu, án bakþanka efasemdamannsins, þannig að hann kom fram sem þroskað íslenskt skáld um tvítugsaldur og haslaði sér síðan völl sem skáld í öðru landi“ (bls. 36). Það var vissan sem fleytti Jónasi áfram, vissan um að honum væri búinn staöur í landi skáldskaparins: Ég veit hvert vegurinn liggur, mitt vonarland er nær. Því sólin hefir sagt mér það, hún sagði mér það í gær. Ég veit að brautin er hörð og hál og hyldýpið margan fól. Æ, viltu gefa mér gyllta skó, að ganga þangað sól! (Ég veit, bls. 52). Jónas vakti vissulega athygli á sínum tíma og eflaust hefur hvorki hann né aðra granaö að ljóð hans ættu eftir að faOa jafndjúpt ofan í gleymskubrunninn og raun ber vitni. í viötali sem birtist í Morgunblaðinu þann 13. október sl. segir Hrafn m.a. um Jónas: „Ljóð hans og saga hefðu bæði átt að dæma hann frá gleymskunni en hann lenti einhvern veginn milíi skips og bryggju í bókmenntasögunni og hefur marað þar í hálfu kafi síðan. Mér finnst aö við höfum ákveðnum skyldum að gegna gagnvart skáldunum okkar, að minnsta kosti eiga verk þeirra að vera fólki þokkalega aðgengOeg." Það að takast slíkt verkefni á hendur þykir mér virð- ingarvert og þykist ég þess fullviss að margir eigi eft- ir að taka þessari nýju útgáfu opnum örmum. Bókin er í vönduðu og faOegu broti og ekki spilhr vel unninn formáh Hrafns Jökulssonar fyrir gildi verksins. Bak við hafið, Úrval úr Ijóðum Jónasar Guðlaugssonar, Mál og menning og Bókaforlagið Flugur, Reykjavik 1990. Paparnir, þjóðlög og frumsamið. Papamir - Tröllaukin tákn: Kráarsveit brýtur hlekkina Er leyft var aö selja áfengt öl aö nýju hér á landi breyttust atvinnumögu- leikar dægurtónlistarmanna mjög til hins betra. Ölkrárnar, sem spruttu upp, urðu að bjóða upp á eitthvað meira en mjöðinn einan, til dæmis tónhst. Sumir kráarspilararnir eru ekki beysnir bógar. Aörir eru í aOt öðrum gæðaflokki og laða fólk að sínum húsum. Fáir hafa fengið meira lof en fjórmenningarnir í húshljómsveit Rauða ljónsins, Paparnir. Þeir hafa nú brotið af sér hlekkina, ef svo má segja, og miðla nú öllum landslýð af tónlist sinni. Nú eru þeir komnir á plötu. Sex laganna eru frumsamin, fimm erlend. Þar af þrjú írsk þjóðlög. Þau eru langáheyrilegust laganna eOefu. Ekki Nýjarplötur Ásgeir Tómasson spiOir aö textarnir við þau bera af öðrum á plötunni. Höfundurinn er Guðjón Weihe. í Reykjavík í hrekkjaham hrella vildu Brynku Schram og færðu henni fyndnir nokk í fangið drullusokk. Svo kveður Guðjón tO dæmis í Hrekkjalómabragnum, ööru áheyrileg- asta lagi plötunnar. Þar er ýmislegt látið flakka um félaga í Hrekkja- lómafélaginu í Vestmannaeyjum. Og í Heimþrá er Guöjón ekki siðri: Ó mín Heimaey í faðm þinna fjalla nú flyt ég söngva og ljóðamál. Þér vil ég færa þá fegurð alla er finn ég besta í minni sál. Annar maður sem setur mikinn svip á plötuna er Helgi Hermannsson. Hann leikur á munnhörpu, flautur og gítar og raddar að auki. Hann skreytir tónlist fóstu liðsmannanna fjögurra, sér í lagi írsku tónlistina. Sjálfir eru Paparnir fjórir þokkalegustu hljóöfæraleikarar og standa ágætlega fyrir sínu á plötunni. Helsta umkvörtunarefnið er það að platan er dáhtið sundurlaus. Framsömdu lögin og textarnir eru dálítið misjöfn og stinga dálítið í stúf við þjóðlagastfiinn sem hefði mátt vera miklu meir ríkjandi á plötunni. í þeirri tónlist eru Paparnir greinilega bestir. Og raunar var full þörf á því að við eignuðumst hljómsveit sem sérhæfir sig í írskum, skoskum og enskum þjóðlögum og kráamúsík. Ef ég mætti ráða Pöpunum heOt myndi ég einskorða mig viö þess konar músík, fá Guðjón Weihe í textana... og fastráöa Helga Hermanns hið bráðasta. Þá má Ríó fara aö passa sig!

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.