Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.1990, Blaðsíða 4
4
MÁNUDAGUR 10. DESEMBER 1990.
Fréttir
Sjö ára drengur fannst með fullorðnum manni um miðja nótt:
Fóru í bæjarferðog
skoðuðu jólasveina
- maðurinn er vanheill en ekki talinn hættulegur umhverfi sínu
Mikil leit var gerö aö sjö ára göml-
um dreng aðfaranótt sunnudagsins.
Drengurinn fannst í húsasundi við
Barónsstig rétt fyrir klukkan þrjú
og þá í fylgd fullorðins manns.
Drengurinn var heill á húfi og varð
ekki fyrir neinni áreitni af hendi
mannsins sem er sjúkhngur. Málið
reyndist ekki eins alvarlegt og í
fyrstu var talið en manninum var
sleppt eftir yfirheyrslur í gærmorg-
un.
Drengurinn fór aö heiman frá sér
á Njálsgötu um sexleytið og ætlaði
aö fylgja jafnaldra skólasystur heim
en hún býr við Laugaveg. Á leiðinni
hittu þau mann sem gaf sig á tal við
þau. Maðurinn hlaut nokkurn heila-
skaða eftir umferðarslys fyrir nokkr-
um árum og á einnig við líkamlega
fótlun að stríða. Hann hýr á sambýli
fyrir fatlaða og er sagður hættulaus
umhverfi sínu enda með hugsun eins
og bam. Að sögn rannsóknarlögregl-
unnar er talið að drengurinn og mað-
urinn hafi fariö í bæjarferð að skoða
jólasveina eftir að skólasystir
drengsins var farin heim. Einnig
voru þeir góða stund á leikvelli en
ekki taldist unnt að sanna að maður-
inn hefði haldið drengnum sem
fanga.
Móðir drengsins, Nína Perry, taldi
drenginn hafa heimsótt einhverja
vini og fór ekki að óttast um hann
fyrr en líða fór á kvöldið. Hringdi
hún þá heim til vina hans en fékk
þær fregnir aö drengurinn hefði ekki
komið. Var þá haft samband við lög-
reglu og auglýst eftir drengnum
stuttu fyrir miðnætti. Foreldrar
skólasysturinnar heyrðu tilkynning-
una og létu vita um ferðir drengsins
með manninum. Litla stúlkan gat
gefið mjög greinargóða lýsingu á
manninum. Það var þó ekki fyrr en
um þijúleytið sem drengurinn fannst
eftir víðtæka leit.
„Ég held að drengnum hafi ekki
orðið meint að þessu en þó segist
hann hafa verið mjög hræddur við
manninn og ekki þorað annað en
gera það sem hann sagði,“ sagði Nína
í samtali við DV. „Eg hef margoft
varað drenginn við að tala við
ókunnuga þar sem við búum í svo
fjölfórnu hverfi. Þau skólasystkinin
vorkenndu hins vegar manninum.
Strákurinn er harður og ég býst ekki
við að þetta skaði hann,“ sagði móð-
irin.
-ELA
Athugað með skemmdir í spennistöð Landspitalans sem brann yfir á laugardag
Landspítalinn:
Mikið tjón þegar
spennir brann yf ir
Miklar skemmdir og milljónatjón
varð þegar spennir í spennistöð við
K-byggingu Landspítalans brann yfir
um miðjan dag á laugardag. Slökkvi-
liðið var kallað út til að losa út reyk
en þá kom í ljós að nokkur eldur var
einnig í spennistöðinni. Greiðlega
gekk að slökkva eldinn en varla var
slökkvilið farið er annað útkall kom.
Það var á sjöunda tímanum sem
spennir fór í spennistöðinni á Eiríks-
götu. Talið er að hann hafi ekki þolað
álagið eftir að hin stöðin fór út. Tals-
verðan reyk lagði frá en vel gekk að
losna við hann.
Tvær vararafstöðvar Landspítal-
ans voru í gangi á laugardag og fram
undir morgun á sunnudag en alllang-
an tíma tók fyrir starfsmenn raf-
veitunnar að koma nýjum spennum
fyrir. Þeir komu einnig með vararaf-
stöð en ekki var þörf fyrir hana.
Röskun á spítalanum var ekki mikil
vegna þessa en sú deild sem verst
varð fyrir barðinu á rafmagnsleys-
inuerlokuðumhelgar. -ELA
Islenskir aðalverktakar:
Innbrot og skemmdarverk
Rúður voru brotnar, sjúkrakassa,
útvarpi og klukku stohð úr vinnus-
kúr íslenskra aðalverktaka við
Stapafell um helgina. Það er í annað
sinn á einni viku sem framin eru
skemmdarverk á þessum stað. í fyrra
skiptið var engu stoliö. Ekki er vitaö
hverjir skemmdarvargarnir eru.
-ELA
íslensk tónlist í útlöndum
Þær fréttir hafa spurst út að til
standi að ráða Jakob Frímann
Magnússon til starfa hjá utanríkis-
ráðuneytinu. Jakob Frímann gekk
nýlega í Alþýðuílokkinn en er ann-
ars þekktastur sem einn af Stuð-
mönnunum, sem aftur eru þekktir
fyrir að borga hvorki söluskatt né
virðisaukaskatt af dansiböllum
sínum lyp verslunarmannahelgar.
Það mun stafa af því að tónhst
þeirra Stuömanna flokkast undir
hst og böllin undir hljómleika og
sýnir að Stuðmenn taka sjálfa sig
alvarlega.
Alvara lífsins hefur nú tekið á sig
þá mynd að í staðinn fyrir aö Jakob
spili fyrir ölvaða unghnga á skatt-
lausum útisamkomum hyggst
hann nú í framtíðinni kynna fyrir
útlendingum þá tónlistarmenningu
sem krefst skattleysis þegar hún
er flutt Haft er fyrir satt að utan-
ríkisráðuneytiö hugleiðinm þessar
mundir að ráðá Jakob til að halda
út í heim og hafast þar að til að
fræða aðra en íslendinga um þessa
tónlist og aðra þá sem ekki er spil-
uð á útisamkomum en er menning
samt.
Ekki' er gott að átta sig á því
hverjum hafi dottið þetta snjah-
ræði í hug. Utanríkisráðherra er
líklegur enda engin takmörk fyrir
ímyndunarafh hans eins og alþjóð
veit. Félag íslenskra tónlistar-’
manna gæti hafa stungið þessari
tillögu að ráðherranum sem er
áreiðanlega músíkunnandi sem
hefur liðið fyrir það að Stuðmenn
eru bara frægir á íslandi. Nú, svo
segja sumir að þetta sé hugmynd
frá henni Ragnhildi, eiginkonu
Kobba, sem æth að halda utan til
náms í sönglistinni og þurfi að hafa
eiginmanninn með sér. Hvað er þá
betra en að láta ríkið borga og slá
þannig tvær flugur í einu höggi?
Þeir eru ekki öfundsverðir af þvi
útlendingamir að sendur sé á þá
maður tíl að hreha umheiminn
með íslenskri músík. En ef Jakob
Frímann fær Hallbjörn í hð með
sér, Nú skein sól eða aðra framúr-
stefnumenn í músíkinni, þá er aldr-
ei að vita nema einhveijir taki eftir
því að íslendingar eru öðruvísi
músíkantar en annað fólk.
Aðalatriðið er auðvitað að flytja
menninguna út og þetta hefur ut-
anríkisráðuneytið vanrækt og ekki
gert annað en að hafa fúla embætt-
ismenn og sendiherra á sínum
snærum sem aldrei hafa haft vit á
því að kynna íslenska menningu
og yfirleitt kynna ekki neitt. Þegar
Stuðmaðurinn gerir garðinn fræg-
an og fær félaga sína í Stuðmönn-
um til að leggja sér lið með rokk-
hljómleikum og Ranka er búin að
læra sönginn til fullnustu þá mun
þetta framtak utanríkisráðuneytis-
ins mælast afar vel fyrir hér uppi
á Fróni. Þá mun íslensk popptónlist
og íslensk vikivakamúsík og ís-
lensk jólalög hljóma um allan heim
og bera hróður okkar víða.
Næst er svo fyrir utanríkisráð-
herra aö bjóða einhverjum leikara
að ganga í Alþýðuflokkinn og senda
hann síðan í víking til útlanda tíl
að kynna íslenska leikhst og hvers
vegna ekki að senda glímukóng ís-
lands th útlanda til að kynna þjóð-
legar íþróttir. Þær erú menning
líka. Úflendingar bíða spenntir eft-
ir slíkum sendimönnum enda ekk-
ert meira áríöandi fyrir framtíð
þjóðarinnar en að fólkið í útlönd-
unum kynnist öllum þeim mönn-
um og allri þeirri list sem þeir hafa
hingað th farið á mis við.
Jakob Frímann á að hafa aðsetur
í London. Þar ætlar eiginkona hans
að læra sönginn og þangað vhja
Stuðmenn helst koma til að hitta
Kobba. Það mun verða í London
þar sem íslensk tónhst mun hljóma
og festa rætur og þau hjónin bæði
munu njóta þeirra umbunar sem
felst í því að ganga í Alþýðuflokk-
inn.
Þar eru heldur engir skatt-
heimtumenn á eftir alvarlegum
listamönnum og þar geta Ný dönsk,
Megas og Bubbi Morthens og allir
Stuömenn þessa lands leikið óá-
reittir sína músík án þess að borga
skatt. Þeir þurfa ekki einu sinni að
borga fargjaldið, því utanríkis-
ráðuneytið verður auðvitað að
senda Jakobi nokkur sýnishorn af
íslenskúm tónhstarmönnum ef
kynningin á að heppnast. Sjón er
sögu ríkari. Þar að auki hlýtur það
að vera skoðun utanríkisráðau-
neytisins aö íslensk tónlist kynni
sig ekki sjálf, heldur þurfi umboðs-
mann og sendiherra og rótara þeg-
ar okkar menn troða upp. Við þurf-
um að eiga rótara í útlöndum. Það
er nú annaðhvort.
Dagfari