Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.1990, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.1990, Blaðsíða 10
10 MÁNUDAGUR 10. DESEMBER 1990. GULLFALLEGAR ÓDÝRAR MOTTUR Falleg, vönduð og ódýr litasjónvarpstæki Fyrir þá sem gera kröfur um gæði á góðu verði 20“ litasjónvarpstæki með fjarstýringu verð frá kr. 39.990,- stgr. Greiðslukjör við allra hæfí ix BLÁFELL Faxafeni 12, Reykjavík, sími 91-670420 Glerárgötu 30, Akureyri, sími 96-22550 Gstði á góðu verði r i 70x140 cm kr. 2.100,- 68x200 cm kr. 2.950,- 135x200 cm kr. 4.950,- BYGGIIMGAMARKAÐUR VESTURBÆJAR Hringbraut 120. - Opið laugardaga teppadeild, sími 28605 ELTA litasjónvarpstækin eru þekkt vegna mikilla myndgæða og góðs verðs 68x120 cm Kr. 1.700 Já! aðeins sautján hundruð Utlönd Bandarískir og evrópskir gíslar við komuna til Bagdad, höfuðborg iraks, áður en þeir fóru úr landi. Þeir höfðu verið i haldi utan við höfuðborgina. Simamynd Reuter Persaflóadeilan: Enn ágreiningur um f undartíma Á meðan hundruð gísla streymdu frá írak í gær gaf James Baker, utan- ríkisráðherra Bandaríkjanna, í skyn í sjónvarpsviðtali að þó svo að lausn fyndist á Persaflóadeilunni væri áfram þörf á nærveru fjölþjóðahers við Persaflóa vegna öflugs hers íraka og gereyðingarvopna þeirra sem þeir réðu yfir. Baker sagði að Bandaríkin myndu taka þátt í að reyna að koma í veg fyrir að írakar ónáðuðu ná- granna sína aftur og við það yrði samningsstaða Kúvæta, ef þeir vildu semja við íraka, sterkari. Öryggisráðgjafi Hvíta hússins, Brent Scowcroft, sagði í gær að ekki væri hægt að þiggja boð íraka um viðræður Bakers og Saddams íraks- forseta í Bagdad 12. janúar. Þá væri alltof stutt í 15. janúar en þann dag rennur út frestur sá er Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna veitti Irökum til að hörfa frá Kúvæt. Eftir 15. jan- úar er fjölþjóðahernum við Persaflóa heimilt að beita hervaldi til að frelsa Kúvæt. Scowcroft sagði að Bandarík- in hefðu stungið upp á þremur dag- setningum á milli 20. desember og 3. janúar. Irakar höfðu stungið upp á að utan- ríkisráðherra þeirra, Tareq Aziz, kæmi til viðræðna til Bandaríkjanna 17. desember en Bandaríkjamenn vilja fyrst ganga frá tíma fyrir heim- sókn Bakers til Bagdad áður en tekin verður ákvörðun um fund meö Aziz. Reuter Baker og Sévardnadze funda: Ræða ef nahagsaðstoð við Sovétríkin James Baker, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, og Eduard Sé- vardnadze, utanríkisráðherra Sovét- ríkjanna, ræöast í dag við í Banda- ríkjunum og mun Persaflóadeilan verða ofarlega á dagskrá. Einnig munu ráðherrarnir reyna að ákveða hvenær næsti leiðtogafundur risa- veldanna eigi að fara fram. Sévardnadze kvaðst vonast til að viðræðurnar við Baker yrðu til að efla samvinnu ríkja þeirra, bæði hvað varðar afstöðuna til Persaflóa- deilunnar svo og til annarra mál- efna. Mikill matvælaskortur er nú yfirvofandi í Sovétríkjunum og hafa ýmis ríki boðið aðstoð. Bush Banda- ríkjaforseti kveðst vera fús til að veita Sovétmönnum aðstoð í mann- úðarskyni en hingað til hafi engin formleg beiðni frá þeim borist. Sam- kvæmt bandarískum lögum er önnur aðstoð háð auknu feröafrelsi frá Sov- étríkjunum. Aðspurður hvort Bandaríkin væru reiðubúin að af- ’ létta þeim lögum til að geta veitt Sov- étmönnum efnahagsaðstoö sagði Ba- ker að máliðyrði rætt og að forsetinn væri að kanna það. Leiðtogar gyðinga í Bandaríkjun- um, sem mótfallnir hafa verið aðstoð við Sovétríkin vegna stefnu þeirra í málefnum útflytjenda, lýstu því yfir í síðustu viku að þeir gætu hugsað sér að gerð yrði undantekning vegna þeirra hörmunga sem blasa við í Sovétríkjunum. Reuter Rúmenía: Tökes biður um hjálp Rúmensk-ungverski biskupinn Las_zlo Tökes frá Timisoara hefur beðið friðarsamtök í Finnlandi að koma áleiðis beiðni um stuðning við starfsemi hans í Rúmeníu. í bréfi til samtakanna segir Tökes að Þjóð- frelsishreyfmgin í Rúmeniu, sem fer meö stjórn landsins, krefjist þess að hann verði handtekinn. Tökes segist vera sakaður um byltingaráætlanir og um að vinna gegn núverandi stjórn. Biskupinn slær því fóstu að hann sé fulltrúi stjórnarandstöðunnar í Rúmeníu og verði þess vegna fyrir. árásum stjórnarinnar. Ein af ástæð- uifúm fyrir því að stjórnvöld vilja Tökes bak við lás og slá eru ummæli hans í viðtali viö ítalska dagblaðið Corriere della Sera. í viðtalinu er hann sagður hafa sagst vera að skipuleggja nýja byltingu til að steypa núverandi stjóm. I bréfi sínu til Finnlands kveðst Tökes ekki hafa gert neitt sem brjóti í bága við lands- lög. I ágúst síðastliðnum kom Tökes í heimsókn til Finnlands. Stuttu eftir það lenti hann í bílslysi í Ungverja- landi og leikur grunur á að um morð- tilraun hafi verið að ræða. Ættingj- um Tökes hefur verið misþyrmt og sjálfur líkir hann ástandinu í landinu við það sem var í tíð Ceausescus og öryggissveita hans. Tökes segir yfir- völd reyna að kynda undir átökum milli þjóðernisbrota. Með því að skapa óróa reyna þau aö koma í veg fyrir að þjóðin losni undan oki kommúnismans. fnb

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.