Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.1990, Blaðsíða 12
12
MÁNUDAGUR 10. DESEMBER 1990.
Útgáfufélag: FRJALS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM
Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON
Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON
Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift,
ÞVERHOLTI 11,105 RViK, SlMI (91 )27022 - FAX: (91)27079
Setning, umbrot, mynda- og plötugerð:
PRENTSMIÐJA FRJALSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11
Prentun: ARVAKUR HF. - Askriftarverð á mánuði 1100 kr.
Verð í lausasölu virka daga 105 kr. - Helgarblað 130 kr.
Þjóðleikhúshneyksli
Mönnum eru eflaust í fersku minni deilurnar sem
risu um endurbæturnar á Þjóðleikhúsinu. í upphafi var
samþykkt að ráðast í viðhald á húsinu enda hélt það
hvorki vatni né vindi og lá undir skemmdum. Um þetta
viðhald var ekki ágreiningur, heldur hitt hvort brjóta
skyldi upp áhorfendasalinn í Þjóðleikhúsinu og breyta
honum að úthti og innréttingu. Niðurstaðan varð sú að
viðgerðir hófust og byrjað var á því verki sem mest
hafði verið deilt um. Salurinn var rifinn í sundur.
Þetta verk mun vera kallað fyrsti áfangi. Áætlaður
kostnaður nam kr. 315 milljónum króna sem í sjálfu sér
er ærinn peningur. Nú segir hins vegar í nýrri skýrslu
frá Ríkisendurskoðun, eftir að fyrstu lotu fyrsta áfanga
er lokið, að kostnaður sé þegar kominn í tæpar fimm
hundruð milljónir. Það samsvarar rúmlega 50% hækk-
un og áætlað er að áfanginn allur kosti nálægt 900 millj-
ónum króna sem er 40% hækkun frá upphaflegri áætl-
un.
Rétt er að ítreka að hér er aðeins um fyrsta áfanga
að ræða í svokölluðu viðhaldi Þjóðleikhússins. Dýr verð-
ur Hafliði allur.
Þegar formaður bygginganefndar er spurður álits á
hækkuninni fram úr áætluninni telur hann upp marg-
víslegar skýringar sem hann telur eðhlegar og þegar
hann hefur komið sökinni yfir á einhverja aðra finnur
hann það út að hækkunin sé í rauninni ekki nema 7,6%
og telur það óverulegt.
Þegar afsakanir formannsins eru skoðaðar kemur í
ljós að ein ástæðan fyrir auknum kostnaði er sú að
hafist var handa um viðhaldið áður en teikningar og
endnaleg hönnun lá fyrir. Það er sem sagt verið að segja
almenningi frá því í framhjáhlaupi að viðgerðir á Þjóð-
leikhúsi, breytingar á sal og ráðstöfun fimm hundruð
mihjóna af almannafé sé byggð á fúski!
Níu hundruð mhljónir króna eru kannski ekki mikl-
ir peningar í augum þeirra sem hafa vald og aðstöðu
th að ráðskast með almannafé með þessum hætti. En
það eru miklir peningar gagnvart venjulegu fólki. Og
þegar áætlanir standast ekki og kostnaður fer fimmtíu
prósent fram úr áætlun þá er full ástæða til að spyrja:
hver ber ábyrgð á svona bruðh?
Þetta er raunar ekki í fyrsta eða eina skiptið sem rík-
ið bruðlar með fé 1 fasteignum, ýmist í kaupum eða við-
haldi. En er það ekki dæmalaust hneyksli að viðhald á
einu húsi kosti níu hundruð mihjónir og það í fyrsta
áfanga! Ef svo fer sem horfir hefði verið einfaldara að
reisa nýtt þjóðleikhús og jafnvel mörg þjóðleikhús fyrir
þá peninga sem fara í endurbætur á gamla leikhúsinu.
Stjórnmálamennirnir eru sífellt að tala um sparnað.
Þjóðin hefur gert sátt um að halda að sér höndum og
herða sultaróhna. En á sama tíma standa forsprakkar
ríkisvaldsins fyrir meiriháttar sukki og bruðli og spara
hvergi við sig í viðhaldi á einu leikhúsi! Th að bæta
gráu ofan á svart og hafa alla góða og samseka, situr
fuhtrúi stjórnarandstöðunnar í hásæti þeirrar nefndar
sem eys fénu á báðar hendur.
Látum vera ef þetta væru þeirra eigin peningar. Lát-
um vera ef ríkissjóður hefði efni á þessu. En ríkissjóður
er rekinn með bullandi tapi og ráðherrarnir kreQast
aukinna skatta th að mæta útgjöldunum. Það er þá þörf
eða hitt þó heldur.
Endurbætur á Þjóðleikhúsinu munu kosta milljarða
áður en yfir lýkur. Þjóðin hefur aldrei verið spurð álits
á því hvort hún vhji greiða það gjald.
Ehert B. Schram
„En utan við giröinguna er fátækt og atvinnuleysi, og svo er ennþá á Bretlandi,“ segir m.a. í grein alþingis
mannsins.
Goðsögnin og
veruleikinn
Afsögn Margrétar Thatcher sem
forsætisráðherra og formanns
breska íhaldsflokksins eru stórtíð-
indi sem áreiðanlega eiga eftir að
hafa mikil áhrif á stjórnmál langt
úr fyrir Bretlandseyjar.
Þarna fór áberandi stjórnmála-
maður sem vissi hvað hann vildi,
taismaður íhaldsstefnu og svarinn
andstæðingur ríkisafskipta hverju
nafni sem þau nefndust. Þessi járn-
vilji hreif margan trúaðan íhalds-
mann sem dáðist að foringja sem
fór fyrir meirihiutastjórn og hafði
aga, eða eins og Þorsteinn Pálsson
orðaði það, „hafði síðasta orðið
jafnvel í smæstu atriðum“.
Sorg
Víkiverji í Morgunblaðinu segir
að vinur sinn hafi brostið í grát
þegar hann frétti afsögnina, og
honum er greinilega sjálfum þungt
um hjartað. En hvers vegna þessi
sorg, hvað eru þessir ágætu menn
aö gráta. Jú, frú Thatcher var goð-
sögn hjá sjálfsánægðri millistétt
Vesturlanda sem trúir á það að
ómenguð efnishyggja og íhalds-
stefna sé fólkinu til hinnar mestu
blessunar.
Aðdáun ýmissa stjórnmála-
manna á hægri vængnum og hugs-
uða þeirra var fölskvalaus. Þeir
sem hafa komið sér vel fyrir í þjóð-
félaginu eru í mikilli þörf fyrir
sterkan leiðtoga sem sér um að
girðingunni í kringum þá sé vel við
haldið. Margrét Thatcher var slík-
ur leiðtogi, og naut allrar þeirrar
aðdáunar sem hann þarf að hafa.
Hjá þessu fólki var hún goðsögn.
Utan girðingar
En utan við girðinguna er fátækt
og atvinnuleysi og svo er ennþá á
Bretlandi. Bilið milli ríkra og fá-
tækra hefur ekki minnkað og fé-
lagsleg réttindi hafa ekki vaxið.
Það segja margir sem svo að hag-
tölur séu sá leiðarvísir sem á að
hafa til viðmiðunar þegar árangur
KjaUaiiim
Jón Kristjánsson
alþingismaður
stjórnmálamanna er metinn, en
ekki atvinnustig, félagsleg réttindi
eða lífshamingja fólksins sem kýs
þá. Þarna skilur á milli íhalds-
stefnu og hófsamari stjórnmála-
afla, sem efnilegir íhaldsdrengir á
uppleið kalla miðjumoð.
Fyrir slíka menn var Margrét
Thatcher fyrirmyndarleiðtogi sem
blés á hvers konar félagslegar að-
gerðir. Hins vegar var hún ætíð
sjálfri sér samkvæm og villti ekki
á sér heimildir. Allir vissu hvers
af henni var að vænta. Það var
mesti styrkur hennar.
Þegar tárin þorna
Það er vonandi að þegar aödáend-
ur Thatcher hafa þurrkað tárin úr
augunum renni upp fyrir þeim gildi
hófsamrar stefnu í efnahagsmálum
sem er í þágu allra, ekki fárra út-
valdra, og miðar að því að tryggja
öllum góð lífskjör og félagsleg rétt-
indi. Auðvitað verða aldrei allir
jafnsettir, en í þjóðfélaginu þarf að
vera öryggisnet um þá sem minna
mega sín.
Til þess að hafa ráð á þessu þarf
afkóma atvinnufyrirtækja að vera
góð. Það markmið verður aldrei
skilið frá félagslegum markmiðum.
Airæði og miðstýring er alveg jafn-
slæm og óheft frjálshyggja og hefur
haft skelfilegar afleiðingar í Aust-
ur-Evrópu.
Hér á landi hafa þau öfl sem skipa
miðjuna í stjórnmálum ætíð verið
sterk. Enginn hérlendur stjóm-
málaflokkur hefur hihgað til getað
hundsað hófsöm sjónarmið miðju-
manna. Ýmsum hefur sviðið þetta
og eiga þann draum að geta sent
þessi stjómmálaöfl í frí.
Hins vegar bendir afsögn Margr-
étar Thatcher í þá átt að hægri
sveiflunni í alþjóðastjómmálum sé
að ljúka og sjónarmiðin séu að fær-
ast nær miðjunni frá báðum vængj-
um stjórnmálanna. Sú þróun er
farsæl, og vonandi verður svo líka
hérlendis.
Jón Kristjánsson
„Enginn hérlendur stjórnmálaflokkur
hefur hingað til getað hundsað hófsöm
sjónarmið miðjumanna. Ýmsum hefur
sviðið þetta og eiga þann draum að
geta sent þessi stjórnmálaöfl í frí.“