Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.1990, Blaðsíða 37
MÁNUDAGUR 10. DESEMBER 1990.
49
LífsstOI
DV kannar verð á jólasteik:
Rjúpan er yfirleitt
ekki komin í verslanir
- íslendingar eru íhaldssamir í vali sínu á jólasteik
Jólasteikin í ár verður sennilega
keypt á flestum heimilum á allra
næstu dögum og vanda ber valið.
Flestir eru íhaldssamir og borða allt-
af það sama, aðrir reyna að pófa eitt-
hvað nýtt um hver jól. Sennilegt er
að hamborgarhryggur eða rjúpa
verði algengasti maturinn á borðum
á aðfangadag en flestir hafa hefð fyr-
ir því að borða hangikjöt á jóladag.
Af öðrum algengum jólasteikum
má nefna svínalæri eða bóg, nauta-
lundir, Bayonskinku, kalkún, villi-
eða aligæsir og hreindýrakjöt. Blaða-
maður neytendasíðu kannaði verð í
hlýtur að skipta miklu máh. Ham-
borgarhryggur án beins var dýrastur
í Miklagarði og Austurveri en ódýr-
astur í Hagkaupi og Nóatúpi.
Svínalæri og svínabóg var ódýrast
hægt að kaupa í Fjarðarkaupi en
dýrast í Kjötstöðinni Glæsibæ.
Nautalundir voru langódýrastar í
Nóatúni en svipað verð var á hinum
Neytendur
6 verslunum á flestum þessum teg-
undum og niðurstöðurnar sjást á
töflu hér til hliðar. Athugað var verð
í Hagkaupi í Kringlunni, Kjötstöð-
inni Glæsibæ, Miklagarði við Sund,
Austurveri, Fjarðarkaupi í Hafnar-
firði og Nóatúnsversluninni í Nóa-
túni 17.
Fáir með
hreindýrakjöt
Geta verður þess að oftlega var til
fleiri en ein tegund af sömu vöru, en
lægsta verðið látið gilda í töflunni.
Rjúpur voru yfirleitt ekki komnar í
búðir eða að ekki var búið að ganga
frá verðinu á þeim. Sömuleiðis fékkst
hreindýrakjöt óvíða og er því ekki á
hstanum frekar en rjúpan.
Hamborgarhryggur með beini var
ódýrastur í Nóatúni en þar var einn-
ig dýrari hryggur frá öörum fram-
leiðanda. Dýrastur var hann í Aust-
urveri en Fjarðarkaup og Hagkaup
með svipað verð. Athuga ber að hér
er ekkert gæðamat lagt á vöruna sem
samanburðarstöðunum. Bayon-
skinkan var á verðinu um 1000 kr.
(Fjarðarkaup og Nóatún) og upp í um
1240 (Miklagarði og Austurveri).
Kalkúnn fæst á svipuðu verði í flest-
um verslunum, ekki munaði nema
100 krónum á kílóverði dýrasta stað-
ar og ódýrasta. Flestir voru og með
kalkún frá ísfugli.
Kílóverð eða
stykkjaverð á villigæs
Viiligæsir voru ýmist seldar eftir
kílóverði eða í stykkjatah og vert að
gæta þess í samanburðinum. Kaup á
villigæs er alltaf svolítið happdrætti
því menn geta lent á gamalli og seigri
gæs. Ahgæsir eru minna happdrætti
og þykir mörgum þær herramanns-
matur. Þó voru þær ekki til á flestum
samanburðarstaðanna en yfirleitt
von á henni þar sem hún fékkst ekki.
Hangikjötsframpartur með beini
var langdýrastur í Miklagarði en á
svipuðu verði í hinum verslununum.
Meiri munur var á úrbeinuðum
Pepsi og Coke:
Umhverfisvænar
umbúðir
- úr endurvinnanlegu plasti
Verðstríð gosdrykkjarisanna í
Bandaríkjunum hefur staðið í mörg
ár en tekur nú á sig nýja mynd.
Vegna mikillar umræðu um um-
hverfismengun sáu fyrirtækin sig
neydd til að tilkynna að þau myndu
heQa framleiðslu á gosdósum úr
plasti sem væri endurvinnanlegt.
Pepsifyrirtækiö ætlar að setja þess-
ar umbúðir á markað um mitt næsta
ár. Kóka kóla fyrirtækið ætlar hins
vegar að koma með sínar umbúðir á
markað snemma á næsta ári. Líkur
eru á því að það taki nokkurn tíma
að umbúðirnar berist hingað til
lands, aha vega ætla risafyrirtækin
tvö að markaðssetja plastdósirnar
fyrst í austurhluta Bandaríkjanna.
Athygli vakti að tilkynningar fyrir-
tækjanna um þessi áform komu nán-
ast á sama tíma frá þeim báðum eða
með aðeins hálftíma mihibih.
Andrew Giangola, sem er innkaupa-
stjóri hjá Pepsico fyrirtækinu, lýsti
því yfir að neytendur væru almennt
orðnir meðvitaðri um þá mengun
sem umbúðir gætu valdið og þeir
væru að verða hlynntari umhverfis-
vænum umbúðum. Þess vegna væri
þessari áætlim hrundið af stað hjá
fyrirtækinu. Tahð er að aðeins um
einn af hundraði af vörum úr plasti
í Bandaríkjunum sé nú endurvinn-
anlegur. Þessar nýju áætlanir gos-
drykkjarisanna ættu að geta breytt
þeimtölum. ÍS
framparti og enn er Mikhgarður dýr-
astur. Hagkaup bauð upp á hagstæð-
asta verðið. Mikligarður er aftur á
móti ódýrastur í samanburði í verði
á hangikjötslærum, hvort sem um
er að ræða með beini eða beinlaus.
Þar er Austurver með dýrasta hangi-
kjötið. Margar verslanir eru með
hangikjöt frá mörgum framleiðend-
um en hér er læsta verðiö látið gilda.
Sumir eru hrifnastir af KEA-hangi-
kjöti, aðrir frá Goöa, SÍS eða öðrum
framleiðenda og því ef th vhl ekki
raunhæft að byggja á verðlagi.
Af öðrum jólasteikum má nefna
hreindýrakjöt en það fæst til dæmis
í Kjötstöðinni, Londonlamb fæst
víða, vihigæsabringur hafa einnig
náð nokkrum vinsældum, Peking-
endur eru einnig nokkuð vinsælar,
roast beef má nefna og áfram mætti
lengi telja. Fáir fara hins vegar út
fyrir þennan ramma, út í asískan
hátíðamat eða annan framandi. ís-
lenskir neytendur eru íhaldssamir
þegar að vali á jólasteikinni kemur.
-ÍS
Tegund Hagkaup Kjötst. Glæsibæ Mikli- garður Austurver Fjarðar- kaup Nóatún
Hamborgarhryggur m/beini 1259 1198 1195 1285 1275 1069
Hamborgarhryggur án/beins 1498 1925 2177 2177 1750 1499
Svinalæri 567 680 567 634 515 597
Svínabógur 567 650 567 634 472 597
Nautalundir 2125 2260 2135 2290 2170 1550
Bayonskinka 1014 1198 1237 1240 998 999
Kalkónn 1059 1069 1085 1159 1060 1059
Villigæsir 879 kg 1495kg X 1000 stk. 1460 1498 stk.
Aligæsir 1269 1440 X X X X
Hangikjöt, framp. m/beini 598 575 858 X 498 499
Hangikjöt, framp. án beins 828 998 1361 1114 981 1018
Hangikjöt, læri m/beini 749 790 559 890 758 750
Hangikjöt læri án beins 1069 1390 1019 1389 1212 1307
ÞÚ HEFUR ÞAÐ ALLT í HENDI ÞÉR
Metsölubókin eftir
Myrah Lawrance
loksins komin út
í þýðingu
Ásgeirs Ingólfssonar
i tgáfi daííi'r MBSsmSKaHr
1. DESEMBER.
^ Allt sem þú vilt fá að vita
um framtíðina og sjálfan þig, lestu úr lófa þínum
Fæst í öllum helstu bókaverslunum. Póstkröfusími: 91-72374.
JHMMLut útgáfuþjónustan