Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.1990, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.1990, Blaðsíða 13
MÁNUDAGUR 10. DESEMBER 1990. 13 Frétlamenn brugðust Sjálfstæöismenn geta vafalaust kennt sjálfum sér að nokkru leyti um þaö fjölmiðlafár, sem skail á flokknum í kjölfar ákvörðunar þingflokks hans um að greiða at- kvæði á móti stjórnarfrumvarpi til staðfestingar bráðabirgðalögum gegn háskólamenntuðum ríkis- starfsmönnum. Þau rök, sem for- ystulið hans færði fyrir þessari ákvörðun, komu ekki skýrt fram, fyrr en Davíð Oddsson borgarstjóri birtist á sjónvarpsskjánum í kapp- ræðum við þá Halldór Ásgrímsson og Steingrím Hermannsson. En mikil sök Uggur líka hjá fréttamönnum, sérstaklega á Ríkis- sjónvarpinu, Morgunblaðinu og DV. Ég hef satt að segja ekki séð annað eins dæmi um heimsku og vanþekkingu fréttamanna (og yfir- manna þeirra) og illgirni í garð Sjálfstæðisflokksins og forystu hans, frá því að Ríkissjónvarpið reytti nokkur þúsund atkvæði af flokknum í Albertsmálinu vorið 1987. Skal ég hér rökstyðja þennan harða dóm. Rangar forsendur Fréttatí mi Ríkissj ónvarpsins fimmtudagskvöldið 29. nóvember síðastliðinn verður lengi í minnum hafður. Þar var allt málið lagt fyrir á forsendum stjórnarflokkanna. Sérstakur fréttamaður var sendur til Flateyrar til þess að tala þar við formann Vinnuveitendasambands- ins. Auðvitað talaði Einar Oddur Kristjánsson gegn launahækkun- um. Það er blátt áfram starf hans og hlutverk. Árás hans á Sjálfstæð- isflokkinn fyrir að vinna ekki að skammtímahagsmunum vinnu- veitenda var síðan fyrsta frétt kvöldsins. Skyndilega var fréttin orðin sú, að Sjálfstæðisflokkurinn væri and- vfgur friði á vinnumarkaði og jafn- vægi í hagkerfinu! En var hin raun- KjaUariim Dr. Hannes H. Gissurarson lektor í stjórnmálafræði í kappræðum Davíðs Oddssonar við þá Halldór Ásgrímsson og Steingrím Hermannsson færði Davið fram rök sjálfstæðismanna fyrir ákvörðun þeirra að greiða atkvæði gegn bráðabirgðalögunum - segir hér m.a. á sínum tíma við háskólamenntaða ríkisstarfsmenn. Ráðherrar eru ekki fremur en aðrir hafnir yflr lög flokkinn fyrir ákvörðun sína. Er þeim engin alvara með ástarjátn- ingum sínum til réttarríkisins og atvinnufrelsisins? hægt árið 1988 og að þenslu á vinnumarkaði hefur verið haldið niðri með handafli, með lagaboði. „Fréttatími Ríkissjónvarpsins fimmtu- dagskvöldið 29. nóvember síðastliðinn verður lengi 1 minnum hafður.“ verulega frétt ekki, að sumir stjórnarþingmenn treysta sér ekki til að styðja frumvarp stjórnarinn- ar? Brestirnir voru í stjómarliðinu. Til þess að berja enn frekar á Sjálf- stæðiflokknum var sama kvöld leikinn langur kafli frá umræðum á Alþingi, þar sem einn þingmaður flokksins, Halldór Blöndal, var sýndur í afar óhagstæðu ljósi. Með lögum skal land byggja Kjarni málsins er tvíþættur. í fyrsta lagi eiga menn ekki að gera kjarasamninga með lygaramerki fyrir aftan bak, eins og þeir Stein- grímur Hermannsson og Ólafur Grímsson gerðu, þegar þeir sömdu og almennt siðferði. Félagsdómur hafði dæmt aðgerðir ríkisstjórnar- innar gegn háskólamenntuðum ríkisstarfsmönnum ólögmætar. - Þá voru sett lög í því skyni að rétt- læta þær. Þegar útlit var fyrir það, að lögin yrðu felld á þingi, þá hugðist ríkis- stjómin rjúfa þing og setja sömu lög sem bráðabirgðalög! Hvar er komið þingræði og virðingunni fyr- ir lögum í slíku landi? Hvað er þar orðið um frelsið til að semja á eigin ábyrgð um kaup og kjör? Sjálfstæð- isflokkurinn gat vitaskuld ekki stutt stjómina til þessara verka, og gegnir furðu, að ritstjórar DV og Morgunblaðsins skufi hafa átalið Verðbólga og þjóðarsátt Hitt aðalatriði málsins er, að verðbólga hjaðnar ekkL vegna neinnar þjóðarsáttar. Verðbólga stafar af peningaþenslu, og hún hjaðnar, ef og þegar beitt er aðhaldi í peningamálum. Þensla á vinnu- markaði er afleiðing af þenslu á peningamarkaði, en ekki öfugt. Þeir fréttamenn, sem segja fréttir af stjómmálum og efnahagsmálum og vita þetta ekki, eru ekki starfi sínu vaxnir. Hvað er þá hin margumtalaða þjóðarsátt? Hún er samkomulag um það að taka markaðsöflin úr sambandi í smátíma svo að næði gefist til nauðsynlegra ráðstafana í efnahagsmálúm. Með því að lækka launin er ráðist á afleiðingu, en ekki orsök. Það getur verið eðlilegt um stundarsakir, en leysir ekki hinn raunverulega vanda. Ástæðan til þess, að verðbólgan er nú tiltölulega lítil, er sú, að pen- ingamagn í umferð jókst tiltölulega Að kyssa á vöndinn Til eru þeir sjálfsæðismenn, sem telja, að Sjálfstæðisflokkurinn eigi að vera eins konar varasjóður fyrir núverandi ríkisstjórn, sem sækja megi í atkvæði, þegar ríkisstjórnin nær ekki fram málum, til dæmis hinum óhagstæða álsamningi Jóns Sigurðssonar eða kjarasamningi þeirra Steingríms Hermannssonar og Ólafs Grímssonar. Þessir menn hafa misst trúna á sjálfstæðisstefn- una og fylgja í raun og veru korpór- atisma, baktjaldamakki atvinnu- rekenda, verkalýðsrekenda og at- vinnustjórnmálamanna. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins eiga hins vegar ekki að sækja leið- sögn í Garðastræti 41 eða Aöal- stræti 6. Þeir eiga ekki heldur að kyssa á vöndinn, sem Ríkissjón- varpið hefur reitt upp. Þetta er ekki í fyrsta skipti, sem Ríkissjónvarpið beitir sér af alefli gegn Sjálfstæðis- flokknum, og þetta verður áreiðan- lega ekki í síðasta skipti. Hannes Hólmsteinn Gissurarson Bankar, hvar er ykkar ábyrgð? í allri þeirri umræðu, sem verið hefur undanfarið um breyttar for- sendur í peningamálum, hefur lítt eöa ekki komið fram þáttur banka í harmsögum einstakhnga í þessu landi. Við, þessi fámenna þjóð, sem hreykjum okkur á hátíðarstundu af sameiginlegri þjóðarsál, þekkj- um næstum hver og einn einhvem sem farið hefur illa út úr fjármál- um á undanförnum mánuðum og árum og getum ekki látið eins og okkur komi þetta ekkert við. Þessi „einhver" er bróðir eða mágkona, vinur eða kunningi, tengdur, skyldur eða kunnugur á einhvern veg í svona smáu sam- félagi. Staðreyndin er sú að bankar halda ótrúlega lengi áfram að lána, jafnvel eignalausu og atvinnulausu fólki, ótrúlegar fjárupphæðir, löngu eftir að ljóst er að venjulegar tekjur standa engan veginn undir afborgunum af þeim. Hvers vegna? Ef til vill vegna vorkunnsemi og kunningskapar. Ef til'vill vegna þess að þetta nauðstadda fólk fær betur stæða aðstandendur eða vini til þess að „skrifa upp á“. Það þarf sannarlega að hafa steinhjarta til þess að neita nánum ættingja um uppáskrift þegar ekk- ert blasir við annað en að hrekjast allslaus út á götu, jafnvel með van- sæl og taugaveikluð börn, sem manni þykir vænt um og kemur við. Þá þakkar maður guði fyrir KjaUarinn Sigríður Gunnarsdóttir talsímavörður eigin hag og vonar bara að þetta blessist einhvern veginn. En innst inni veit maður vel að þetta er rangt að farið og aðeins til að lengja í hengingarólinni og gjaldþrotið verður bara stærra þeg- ar að því kemur. Ætii bankamir lánuðu svo mikið og lengi ef þetta ábyrgðarmannakerfi væri ekki til staðar og fólk fengi aðeins lánað „út á andhtið á sér“? Fólk yrði þá að afla sér láns- trausts með því að standa í skilum í hinum daglega rekstri. Bankamir gætu líka hæglega haft sameigin- legan skuldcdista svo hægt væri að sjá á einum stað hve mikið ein- staklingurinn skuldaði og hvernig skil væru á þeim lánum. Fólk berst oft um á hæl og hnakka og margfaldar botnlausar og vonlausar skuldir sínar aðeins vegna þess að því þykir óbærilegt að ábyrgðarmennirnir, sem gerðu því greiða og eru oftar en ekki nán- ir venslamenn og vinir, lendi í því að verða að greiða þessar skuldir fyrir það, oft með miklum áföilnum kostnaði. Það er hreint út sagt óhugnanlegt hve auðvelt er að verða stórskuldugur í þessu neysluþjóðfélagi okkar, þar sem lægstu laun eru ekki í neinu sam- hengi við brýnustu þarfir og okkur öllum til skammar og háðungar. Er nú ekki kominn tími til að bankarnir, næstum einu fyrirtæk- in sem skila verulegum arði á þess- um síðustu og verstu tímum, axh sína ábyrgð og taki þátt í þessum þrengingum fólks, tÚ dæmis með stofnun neyðarsjóðs, sem komi ör- væntingarfullum eisntakhngum th hjálpar með beinum fjárframlög- um? Þarna yrði ekki um hundruð milljóna að ræða, eins og í atvinnu- rekstrinum, heldur lægri upphæð- ir sem samt mundu skipta sköpun fyir til dæmis einstætt foreldri með börn á framfæri, sem einhver fjár- málasérfræðingurinn ráðlagði ein- dregið að kaupa frekar en leigja og nú sér framtíðina sem ókleifan vegg og myndi fara með sængina sína og pilluglas upp á heiði ef það ætti ekki börn sem engan annan eiga að. Það eru margir í þessari vonlausu aðstöðu og það þarf að hjálpa þeim ekki seinna en strax! Bankamönn- um hefur nefnilega ekkert gengið betur en öðrum að átta sig á þvi hvaða breytingar raunveruleg end- urgreiðsla lána hefur í fór með sér. - Viö erum öll að læra en aðlögun tekur tíma. Einnig er lögfræði- og innheimtu- kostnaður hrein svívirða og þarfn- ast sannarlega endurskoðunár. Upplausn heimila og hrakningar barna skipta máh. Eigum við ekki að vera sammála um að einstakl- ingar skipti meira máli en dauðir aurar? Sigríður Gunnarsdóttir „Það þarf sannarlega að hafa stein- hjarta til þess að neita nánum ættingja um uppáskrift þegar ekkert blasir við annað en að hrekjast allslaus út á götu.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.