Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.1990, Blaðsíða 24
36
MÁNUDAGUR 10. DESEMBER 1990.
Þegar spurt er um vandaðar og skemmtilegary
barnabækur á ÁRILÆSIS
— sígildar sagnaperlur
Stefáns Júlíussonar.
í tilefni af 75 ára afmæli
Stefáns Júlíussonar og 50 ára afmæli
Kára litla hafa Kárabækurnar þrjár verið
endurútgefnar. Þetta eru bækurnar
Kári litli og Lappi, Kári litli í skólanum
og Kári litli í sveit.
Af sama tilefni eru Kárabækumar
nú einnig boðnar í fallegri öskju.
Kárabækurnar hafa margsannað gildi sitt
sem „tæki til að lótta börnunum
lestrarnám“, eins og höfundur stefndi að.
ÆSKAN
Fréttir
Norðurland eystra:
Línur skýrast í
framboðsmálunum
- lítil breyting á þingmannaliði kjördæmisins ef svo fer sem horfir
Línur í framboösmálum vegna
kosninga til Alþingis eru nokkuð
famar aö skýrast í Norðurlandskjör-
dæmi eystra..Fimm flokkar hafa þeg-
ar gengið frá framboðslistum sínum
að einhverju eða öllu leyti, en önnur
framboð eru skemur á veg komin.
Þegar þetta er skrifað er ekki ljóst
hvort kjósendur í kjördæminu geta
vahð á milli sjö framboðslista í kjör-
klefanum eða hvort listamir verða
átta eða jafnvel fleiri.
Lítil átök hjá Framsókn
Framsóknarflokkurinn var fyrstur
til að ganga frá hsta sínum, en það
var gert á aukakjördæmisþingi á
Húsavík. Þingmenn flokksins, Guð-
mundur Bjamason og Valgerður
Sverrisdóttir, voru örugg í sínum
sætum, og eini „hasarinn" varðandi
efstu sæti hstans var um 3. sætið.
Akueyringar vildu fá „sinn mann“ í
það sæti sem Jóhannes Geir Sigur-
geirsson, bóndi í Öngulsstaðahreppi,
skipaði í síðustu kosningum. Hins
vegar vom Akureyringar ekki sam-
stiga í vah sínu á manni í það sæti
og svo fór að Jóhannes Geir marði
sigur yfir Guðmundi Stefánssyni en
Guðmundur náði kjöri í fjórða sætið.
Akureyringum tókst sem sagt ekki
ætlunarverk sitt og er tahð að það
veiki hstann mjög að Akureyringur
skuii ekki vera framar en í 4. sæti.
Halldór efstur hjá íhaldinu
Það vom heldur ekki mikh átök
hjá sjálfstæðismönnum varðandi
efstu sætin á hsta þeirra. Haildór
Blöndal alþingismaður skipar efsta
íslensku* hljómplötau*
Blaðauki um íslenskar hljómplötur
fyigir
a morgun.
í honum er að fínna upplýsingar um
íslenskar hljómplötur sem koma út
nú fyrir jólin.
Akureyri, höfuðborg Norðurlands. Ekki er útlit fyrir mikla endurnýjun í þing-
mannaliði Norðurlandskjördæmis eystra. DV-mynd GVA
Fréttaljós
Gylfi Kristjánsson
DV, Akureyri
sætið áfram, Tómas Ingi Olrich,
menntaskólakennari á Akureyri,
annað sætið og Sigurður B. Bjöms-
son, atvinnurekandi í Ólafsfiröi, það
þriðja. Listinn var ákveðinn á kjör-
dæmisþingi og vakti óneitanlega
nokkra athygli að hann var sam-
þykktur samhljóða því vitað er að
ekki em allir sjálfstæðismenn
ánægðir með Halldór í efsta sætinu.
Sigbjörn leiðir kratana
Alþýðuflokkurinn er eini flokkur-
inn í kjördæminu sem viðhaft hefur
prófkjör varðandi röðun á hsta. Hátt
í 2 þúsund manns tóku þátt í því
prófkjöri og Sigbjörn Gunnarsson,
verslunarmaður á Akureyri, hreppti
efsta sætið. Hreinn Pálsson, bæjar-
lögmaður á Akureyri, varð í 2. sæti
og Sigurður Arnórsson, fram-
kvæmdastjóri Akureyri, í því þriðja.
Kosningin í tvö efstu sætin var bind-
andi og kæmi ekki á óvart þótt Sig-
urður Amórsson verði ekki í þriðja
sætinu þar sem tveir Akureyringar
skipa 1. og 2. sætið.
Steingrímur öruggur
hjá allaböllum
Enginn ágreiningur var um Stein-
grim J. Sigfússon ráðherra í efsta
sæti á hsta Alþýðubandalagsins.
Hins vegar vakti athygli að Stefanía
Traustadóttir, félagsfræðingur úr
Reykjavík, skyldi sett í 2. sæti hst-
ans. Það sæti hafði Svanfríður Jónas-
dóttir, aðstoðarmaður fjármálaráð-
herra, í síðustu kosningum, en hún
gaf ekki kost á sér að þessu sinni.
Svanfríður er frá Dalvík en þar hefur
„aht verið upp í loft“ hjá alþýðu-
bandalagsmönnum að undanfömu
og flokksfélagið þar er reyndar
óstarfhæft um þessar mundir. Bjöm
Valur Gíslason, sjómaður og bæjar-
fuhtrúi í Ólafsfirði, skipar 3. sæti list-
ans.
Þjóðarflokkur einn og sér
Það er mikið búið að ganga á innan
Þjóðarflokksins fyrir norðan. Bene-
dikt Sigurðarson, formaður kjör-
dæmisstjómarinnar vhdi láta reyna
á hvort hægt væri að bjóða fram sam-
eiginlega ásamt Heimastjómarsam-
tökunum en var borinn ofurhði á
fundi stjómarinnar og sagði af sér í
kjölfar þess. Búið er að sldpa í 6 efstu
sæti á hsta flokksins, Ámi Steinar
Jóhannsson garðyrkjustjóri skipar
efsta sæti hstans, Anna Helgadóttir
kennari, Kópaskeri, er í 2. sæti og
Björgvin Leifsson líffræðingur,
Húsavík, í þriðja sætinu.
Kvennalistakonur
fara sér hægt
Kvennalistakonur fara ekki geyst
í framboðsmálum sínum. Þær em
þó að vinna „bak við tjöldin" og hafa
gefið út að þær muni ekki ganga frá
hsta sínum fyrr en í fyrsta lagi um
áramót. Kvennahstinn fékk einn
þingmann kjörinn í síðustu kosning-
um, Málmfríði Sigurðardóttur, og
heimildir DV segja aö hún muni fús
til að skipa 1. sæti á listanum áfram.
Borgaraflokkur horfir
til Stefánsmanna
Borgaraflokksmenn hafa verið í
viðræðum við stuðningsmenn Stef-
áns Valgeirssonar um sameiginlegt
framboð en þau mál em fremur
skammt á veg komin. Heyrst hefur
að borgaraflokksmenn vhji koma
málum þannig fyrir að Stefán leiði
ekki hstann ef um sameiginlegt
framboð yrði að ræða en þeir sem
þekkja th mála telja að á því muni
stranda, hafi „sá gamh“ áhuga á því
sæti.
Ekki mikil endurnýjun
Þingmenn Norðurlandskjördæmis
eystra eru 7 talsins, Ámi Gunnars-
son fyrir Alþýðuflokk, Halldór Blön-
dal fyrir Sjálfstæðisflokk, Guðmund-
ur Bjarnason og Valgerður Sverris-
dóttir fyrir Framsóknarflokk, Stein-
grímur J. Sigfússon fyrir Álþýðu-
bandalag, Stefán Valgeirsson fyrir
Samtök um jafnrétti og félagshyggju
og Málmfríður Sigurðardóttir fyrir
Kvennahsta.
Fjórir af þessum 7 þingmönnum
eru komnir í „örugg sæti“ á hstum
sínum, Guðmundur, Valgerður,
Steingrímur og Halldór. Árni Gunn-
arsson fer fram fyrir krata á Suður-
landi, en ekki hggur fyrir hvort
Málmfríður og Stefán muni skipa
efstu sæti á hstum sinna framboða.
Fari hins vegar svo og úrsht kosn-
inganna verði í sama dúr og síðast,
verður aöeins ein breyting á þing-
mannahði kjördæmisins, Sigbjöm
Gunnarsson yrði þá eini nýi þing-
maðurinn í þeim hópi og því er ekki
að leyna að margir kjósendur hefðu
vhjað sjá meiri breytingar á efstu
sætum hstanna.