Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.1990, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.1990, Blaðsíða 16
16 MÁNUDAGUR 10. DESEMBER 1990. Merming Pólitískt uppgjör Ég skrifaði um fyrra bindi æviminninga Guðmundar J. Guðmundssonar, formanns Dagsbrúnar með meiru, fyrir ári síðan. Sú bók var skemmtileg aflestrar. Þar naut hin fræga frásagnarlist Guðmundar sín til fulls í skemmtilegum sögum af mönnum og mál- efnum. Aftur á móti þótti mér Guðmundur gera of mikið að því aö standa utan við pólit- íska atburði í lýsingu sinni á þeim. Rétt eins og hann hefði verið einhvers konar auka- maður. Það getur Guðmundur J. aldrei orð- ið, til þess er hann of fyrirferðarmikill bæði til sálar og líkama. Nú er síðara bindi æviminninga Guðmund- ar komið út og heitir einfaldlega Baráttu- saga. Nú snýr Guðmundur alveg viö blaðinu. Hinar skemmtilegu kímnisögur eru færri en í fyrra bindinu, alvaran meiri. Nú stendur hann ekki utan við eins og áhorfandi. Guö- mundur er í hringiðunni miðri. Þetta síðara bindi æviminninga Guðmundar J. fjallar einkum um þrennt. Að sjálfsögðu sögu hans sjálfs, íslenska verkalýðsbaráttu í 40 ár, og síðast en ekki síst Alþýðubandalagið, störf hans þar og uppgjör við þaö og félaga sína. Þá sem hann hafði barist við hliðina á í hart- nær hálfa öld suma hverja. Sársaukafullt uppgjör Hið pólitíska uppgjör Guðmundar er afar sársaukafullt. Það kemur hvað eftir annað fram í bókinni þar sem hann ræðir um Al- þýðubandalagið og aðdraganda þess að hann sagði sig úr flokknum. Kann segir aö það hafi verið orðið óvinnandi í Alþýðubandalag- inu. „Það logaði í ágreiningi, ósætti og sundr- ungu,“ segir Guðmundur. En hann segir líka um fólkið í flokknum. „Ég virði þetta fólk, það er mitt fólk. Lífsskoðun mín hefur ekk- ert breyst. Ég er sósíalisti, jafnaðarmaður og ég er ekki hættur að vinna fyrir hugsjón mína. Stundarfyrirbæri breyta þar engu um...“ Þaö er alveg augljóst við lestur bókarinnar að aðfór forystu Alþýðubandalagsins að Guð- mundi, þegar hann var sakaður um að hafa þegið fé af Hafskip og Eimskip í ge^uum Albert Guðmundsson, er það sem hann gat aldrei fyrirgefið. Lái honum það hver sem vill. Það liggur á milli línanna að sú aðfór var orsök þess að hann sagði sig úr flokkn- um. En ekki það að hann hafi ekki getað starfað í flokknum vegna ófriðar. Guðmund- ur kann að hrista slíkt af sér. Saga verkalýðsbaráttu Enda þótt pólitísk saga Guðmundar J„ að- dragandi að og uppgjör hans viö flokkinn sé merkileg lesning, hygg ég að það sem upp úr muni standa sé saga verkalýðsbaráttunn- ar á íslandi síðustu 40 árin. Guðmundur hef- ur verið þátttakandi þar í og oftast einn af mestu áhrifamönnunum á þeim vettvangi. Því þekkir hann söguna betur en flestir núlif- andi menn. Guðmundur segir frá flestum kjarasamningum og verkfallsátökum Dags- brúnar á þessu árabili. Hann rekur gjaman hveijar kröfurnar voru hveiju sinni og hvað fékkst út úr hveijum samningum og eftir stendur. Þá upplýsir hann ýmislegt sem ekki Guðmundur J. Guðmundsson. Bókmenntir Sigurdór Sigurdórsson hefur áður komið fram. Hann segir frá mikilli samvinnu og fóstum fundum þeirra Eðvarðs Sigurðssonar, fyrr- verandi formanns Dagsbrúnar, og Ólafs Thors, sem þá var forsætisráðherra, haustið 1963. Hvernig samvinna þeirra varð til að afstýra stórfelldum verkfallsátökum. Hann segir einnig frá samvinnu Bjarna Benedikts- son og Eðvarðs, eftir Ólafur hætti stjórn- málaþátttöku og hvernig sú samvinna leiddi til hins fræga ,júnísamkomulags“ 1964. Um þetta vissu aðeins tveir eða þrír menn. Hann segir líka frá mörgu sem gerðist bak við tjöld- in í kjarasamningum, sem varð til þess að þessi eða hin deilan leystist. Það er óhætt að fullyrða að fyrir yngra fólk, sem vill kynna sér íslenska verkalýðs- baráttu síðustu áratugina, er hér um kennslubók að ræða. Hún er þó frábrugðin flestum öðrum kennslubókum fyrir það hvað hún er skemmtileg aflestrar. Guðmundur J. segir betur frá en flestir' menn. Hann getur sagt frá hversdagslegum málum þannig að gaman er að lesa. Það er því vandi að skrifa upp frásögn hans svo sagnameistarinn komist í gegn. ðmar Valdimarsson blaðamaður skrásetur bókina. Hann gerir það vel og það sem er aðdáunarverðast er hvað hann nær vel frá- sagnarstíl Jakans. Þegar bæði bindi æviminninga Guðmund- ar J. koma saman sem heild verður úr öllu saman mikill fróðleikur um íslenska verka- lýðsbaráttu, fróðleg póhtísk saga en sárs- aukafullt uppgjör. Leiftrandi kímnisögur og skemmtilegir palladómar um samferðamenn hans. Þar er hvergi talað illa um nokkurn mann. Hann lætur gjarnan fylgja hlý orð um þá sem honum hefur líkað vel við. Hinir fá enga einkun, hvorki góða né slæma. í mesta lagi að gert sé góðlátlegt grín að þeim. Guðmundur J. Guðmundsson Baráttusaga Ómar Valdimarsson Vaka-Helgafell Lvf án ábyrgðar Nadine Gordimer er einn þekktasti rithöf- undur Suður-Afríkumanna í dag, oftsinnis orðuð við nóbelsverðlaun. Suður-Afríku- menn sjálfir, a.m.k. þeir sem ráöa lögum og lofum þar í landi, kunna hins vegar ekki að meta skoðanir hennar á aðskilnaðarstefn- unni og mannréttindum yfirleitt sem sam- ofnar eru söguþræði allra þeirra bóka sem hún hefur skrifað. Þar til núverandi ríkis- stjóm tók við í Suður-Afríku voru bækur þessa ágæta höfundar reglulega í banni. í sögum sínum ber Nadine Gordimer ekki bumbur í þágu réttlætisins heldur lýsir hún af hljóðlátri en dæmafárri stílsnilld, gaum- gæfni og sálfræðilegu innsæi skaðvænum áhrifum aðskilnaðarstefnunnar á allt mann- líf í heimalandi sínu. Að því ég best veit hefur ekkert verka Nadine Gordimer verið þýtt á íslensku til þessa. Því ber að fagna útkomu skálsögu hennar, Heimur feigrar stéttar, í bókaflokkn- um Syrtlur (Mál og menning). Ágætur inngangur Heimur feigrar stéttar er að sönnu ekki veigamesta bók höfundar, til að mynda er hún ekki nefnd í helstu uppsláttarritum um enskar bókmenntir. Að ýmsu leyti er hún þó ágætur inngangur að öðrum skáldverkum höfundar. Frásögnin er lögð í munn hvítri mennta- konu, Elizabeth að nafni, sem fær að vita að fyrrum eiginmaður hennar, Max, pólitískur andófsmaður af ættum voldugra Búa, hefur fyrirfarið sér. Á þeim tveimur eða þremur dögum, sem sagan gerist á, rifjar Elizabeth upp fyrri tíð og sambúðina með Max. Um leið veltir hún upp spurningum um siðferði- lega ábyrgð og afstööu, hvort þetta tvennt sé einskis virði án aðgeröa. í stuttu máli eru hér dregnar upp eftir- minnilegar myndir af ýmsum þegnum hins margklofna þjóðfélags í Suður-Afríku, hvít- um menntamönnum, auðugum Búum, svört- um andófsmönnum og vel meinandi sletti- rekum að utan. Bókmenntir Aðalsteinn Ingólfsson ....ekki vera það sem hann var“ Nú dettur mér ekki í hug að halda því fram að þýðing Ólafar Eldjárn sé vond. En af henni, eins og ótal mörgum þýddum skáld- verkum á íslenskum bókamarkaði, er óneit- anlega sterkur þýðingarkeimur. Ástæðan er yfirleitt sú sama: Útlend orðaröð og setninga- skipan eru yfirfærö beint á islensku. Nokkur dæmi: 1. „En vandinn er sá að það eru ekki lengur til karlmenn eins og pabbi - á þann hátt að það sem faðir minn stendur fyrir sýnist mér, í minni tilveru, ekki vera þaö sem hann var í augum mömmu, i henn- ar tilveru." 2. „Hann segir ekkert; kvöl sæl- unnar lokar augum hans.“ 3. „Ég svipti Max tækifæri til þess að ná hámarksárangri í því að afneita þeim og því að fullnægja löngun sína til að bindast ööru fólki nauðsynjabönd- um. Ég gerði mér grein fyrir þessari löngun en ég skildi ekki alltaf þegar mér mistókst að stuðla að svölun hennar.“ 4. „Og þetta er í samræmi við duldar væntingar um að hann ánetjist kostum kvenhugans - kostum sem rödd skynseminnar hefur viðurkennt sem sjálfsagða.“ Ég held að heiti þessarar bókar á frummálinu, The Late Bourgeois World, skipti höfund talsverðu máli. Sá heimur, sem hún lýsir, er í hennar augum hvort tveggja í senn, borgaralegur og steindauður. Því ork- ar tvímælis að sneiða hjá þessum tveimur lykilorðum, „late“ og „bourgeois", þegar þýtt er á íslensku. Nadine Gordimer: Heimur feigrar stéttar, 128 bls. Þýð.: Ólöf Eldjárn Útg.: Mál og menning, 1990 Leiftrandi kona - hríf andi saga Þótt Orwell væri allra manna sannsögul- astur hafði hann rangt fyrir sér um það að allir myndu að leikslokum elska Stóra bróö- ur. Alræðisherrunum tekst ekki að drepa ein- staklingseðlið í mönnunum. Upp úr allri grá- mygh þeirra getur risið fólk sem leiftrar og bregður ljósi og lit á allt umhverfi sitt. Þetta er fólk sem lætur ekki bugast, sinnir eigin markmiðum en lýtur ekki aðeins settum markmiðum - fólk sem neitar aö láta skipu- leggja sig. í hópi þess er rússneska söng- konan Galína Vishnevskaja, eiginkona selló- leikarans Vladimírs Rostrópóvitsj, sem hing- að kom á sínum tíma á listahátíð og varð viðmælendum sínum minnisstæður. Nú hef- ur Almenna bókafélagið gefið út minningar Galínu, skemmtilega, fróðlega og læsilega bók, sem vonandi fær eins góðar viðtökur hér á landi og hvarvetna annars staðar. Galína Vishnevskaja hlaut tvær vöggugjaf- ir, mikla fegurð og stórkostlega söngrödd. Hvorugt gat hin gerska valdstjóm tekið af henni en hún fæddist í Rússlandi Stalíns Bókmenntir Hannes H. Gissurarson árið 1926. Hún liföi unglingsstúlka umsátur Þjóðverja um Leníngarð (sem vonandi fær brátt hið foma nafn sitt, Pétursgarð) í síðari heimsstyrjöld þar sem borgarbúar sultu hálfu og heilu hungri. Eftir margvíslega og raunar ótrúlega erfiðleika tókst henni að verða fræg og dáð söngkona í Bolshoj-leik- húsinu. Þar gerði Búlganín, sem var um skeið einn æðsti valdsmaður Ráðstjórnar- ríkjanna, hosur sínar grænar fyrir henni. En hún bast hinum ákaflynda Rostrópóvitsj sem hafði orðið ástfanginn af henni við fyrstu sýn. Þau hjónin töldust lengi til for- réttindastéttarinnar í Ráðstjómarríkjunum en unnu það sér meðal annars til óhelgis að skjóta skjólshúsi yfir Alexander Solsénitsyn þegar hann var ofsóttur af stjómvöldum og sáu sér loks þann kost vænstan að flytjast til útlanda. Stjómspekingar og félagsvísindamenn hafa löngum kennt að þrír hornsteinar þjóð- skipulagsins séu fjölskyldan, trúin og eignar- rétturinn. Galína lýsir því vel í bók sinni hversu skipulega hin gersku stjórnvöld unnu gegn þessum gildum: „En hvaö sovéskum stjómvöldum hafði tekist fljótt aö leiða þjóð- ina afvega, að eyðileggja fjölskyldutengsl milli barna og foreldra, bræðra og systra,“ segir hún. „Þar sem fólk hafði veriö rænt hugmyndum um „mitt“ og „þitt“ var ekkert auðveldara en að sameinast og kveðja á ný. Og þegar fólk kvaddist rofnuðu tengslin ad- gerlega, því aö það hafði veriö vanið af því að skynja þýðingu orða eins og „fjölskylda mín“, „börnin mín“, „foreldrar mínir“. Þeg- ar manni er stöðugt innrætt að allt tilheyri Flokknum og Ríkinu, sál hans jafnt sem stóll- inn sem hann situr á - nemur hann loks „tækni tilfinningasljóleikans", þá einfóldu staðreynd að hann tilheyrir engum og enginn heyrir honum til.“ Berum þetta saman viö það sem Þórbergur Þórðarson sagði um íhald í Bréfi til Láru: „Það vakir yfir helgi eignarréttarins eins og villidýr yfir bráð sinni. Heimurinn er „ég“ og „mitt“. Lóðin mín, húsið mitt, ó, togararn- ir mínir. Trúarbrögð þess er „framtak ein- staklingsins" og „frjáls samkeppni". Afleiö- ingin er brask, fjárglæfrar, örbirgð, mann- hatur, lítilsvirðing fyrir andlegum efnum, styrjaldir, drepsóttir og dauði fyrir örlög fram.“ Ég held aö Galína Vishevskaja hafi miklu réttara fyrir sér um þetta mál en meistari Þórbergur. Einkaeignarrétti fylgir ábyrgðarkennd og siöferöileg sjálfsögun. Ef eitthvað afsiðar menn þá er það hið sálar- lausa sameignarkerfi. Hitt er annað mál að Galína Vishnevskaja talar í þessari bók ekki sem heimspekingur eða fræðimaður um stjórnmál heldur eins og fæddur sögumaður. Þetta er rit sem menn leggja ekki frá sér fyrr en þeir hafa lokið lestrinum. Galina. Rússnesk saga Almenna bókafélagiö, Reykjavik 1990.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.