Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.1990, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.1990, Blaðsíða 18
18 MÁNUDAGUR 10. DESEMBER 1990. HÚSGAGNAÚRVAL GÓÐIR GREIDSLl SKII..MÁI.AR Allt að 30 mánaða greiðslukjör Opið laugardag kl. 10-18 sunnudag kl. 14-16 HUSGÖGN BOLSTL RLINAN SniiAju\cgi 30. Kópuvogi Sínii 72870 Partí-sófasettið Fransiska-sófasettið TOGO-sófi (Einnig fáanlegt sem sófasett) Merming Minningargreinar afhjúpa persónur á annan hátt - segir Steinunn Sigurðardóttir en skáldsaga hennar, Síðasta orðið, hefur vakið athygli Steinunn Sigurðardóttir, höfundur Síðasta orðsins sem fengið hefur góðar vitökur gagnrýnenda. Síðasta orðið er önnur skáldsaga Steinunnar Sigurðardóttur og ætlar hún ekki að vekja minni athygli en Tímaþjófurinn gerði fyrir fjórum árum. Þó stutt sé síðan Síðasta orðið kom út hefur bókin þegar verið lofuð í rituðu máli, sem töluðu. Síðasta orðið er óvenjuleg skáldsaga þar sem höfundurinn notar að stórum hluta eftirmæli til að koma sögunni um Ivarsen-ættina og þá sem henni tengjast til skila. I gegnum minning- argreinarnar fær lesandinn innsýn í líf þeirra persóna sem skrifað er um og einnig persóna sem skrifa grein- amar. í lokin er lesandinn búinn að kynnast fólki sem honum hkar mis- jafnlega vel við. í tilefni útkomu Síðasta orðsins fengum við Steinunni í stutt spjall um bókina og tilurð hennar. Hún var fyrst spurð af hverju skáldsaga sem skrifuð er í minningargreinum: „Ég fékk þá hugdettu á sínum tíma að þaö væri hægt að nota minningar- greinar til að segja sögu eða öllu heldur margar sögur í einni bók og þetta væri aðferð til að afhjúpa hluti á svohtið annan hátt en til dæmis í sendibréfi en það er þekkt aðferð í skáldsagnagerð. Ég fór síðan að lesa minningargreinar af því að ég ætlaði að skrifa svoleiðis bók en ekki vegna þess að ég hefði fyrirfram mikinn áhuga á minningargreinum. Með þessu formi er hægt að skrifa á annan hátt. Persónan sem skrifar minningargreinamar skýlir sér á bak við aðra manneskju eða þykist gera það, en oftar en ekki kemur sá sem skrifar í ljós og það er rétt sem gagnrýnendur hafa bent á að minn- ingargrein segir oft meira um þann sem skrifar en þann sem skrifaö er um. Minningargreinar em samt ekki höfuðatriðið í sambandi við bókina, heldur er ég að segja ákveðna sögu. í raun má segja að sagan sé púslu- spil þar sem hlutimir raðast saman og úr verður eins konar mynd. Að lokum verða aðalatriðin í myndinni skýrari heldur en aukaatriðin. Mjög ólík Tímaþjófinum - Formið á skáldsögunni er óvenju- legt. Varstu ekkert hrædd við það? „Jú. Það var mitt aðaláhyggjuefni. Ég var búin að ákveða að nota þessa hugmynd og stöðugur ótti um hvem- ig þetta kæmi út hrjáði mig meðan ég var að vinna bókina. Svo er annað sem hræddi mig. Þegar maður er við skriftir þá kemst maður ekki hjá því að hitta vini og kunningja sem spyrja hvað sé verið að skrifa. Þegar þeir heyra hvað það er lyftast þeir alhr upp og segja mér hversu stórkostleg hugmynd þetta sé. Þá hugsa ég meö mér, það sem hljómar vel þarf ekki alltaf að vera gott, og minnist þess aö hugmyndin að Tímaþjófinum, sem hefur fengið mikla og góða um- fjöllun, er alveg glötuð, ef það á að draga saman efni bókarinnar. Þrjá- tíu og sjö ára kennslukona kynnist ástinni í fyrsta sinn, fellur fyrir sam- kennara sínum, missir hann og eyðir síðan ævinni í sorg. Þetta er ekki gæfulegt." - Friðþjófur ívarsen minningar- greinarhöfundur. Er hann ekki er dáhtið sérstakur karakter? „Fram að þvi er við fáum lífsjátn- ingu Friðþjófs er alltaf verið að tala utan frá um það hver þessi maður er. Allt í einu ertu svo kominn með mann sem hefur ákveðið að tala um þaö hver hann er og það er mjög óhkt þeirri mynd sem maður fær af hon- um í gegnum minningargreinamar og einnig í gegnum það sem aðrir segja um hann. Enda er Lýtingur, ritstjóri bókarinnar, svo óánægður með þetta að hann reynir aht til að rífa það niður með því að skrifa grein um kynni sín af Friðþjófi. Hann sætt- ir sig ekki við sannleikann." - Vinnslan við Síðasta orðið hefur væntanlega verið allt öðmvísi en við gerð Tímaþjófsins? Bækurnar era ótrúléga ólíkar eða það finnst mér að minnsta kosti. Þær eru alveg hvor í sína áttina. í Tíma- þjófnum er ég meira á heimavelh. Eitthvað á ég þó sameiginlegt með Öldu. Og þar sem Alda er á sama aldri og ég gat ég sett mig inn í þá persónu. Sú bók er skrifuð eins og ljóð út frá einu sjónarhorni. Aftur á móti í Síðasta orðinu era það ein- hverjir gamlir karlar, pipargveinar, langt frá því að vera skemmtilegir sem ég er mikið að íjalla um og ég skrifaði í raun Síðasta orðið á móti mér. Ég þurfti að teygja sjálfa mig mjög langt. Það er til dæmis mjög andstætt mér að vera að spekúlera í heilli ætt og tengslum þar á núlh. Þetta er nokkurs konar stærðfræði sem er ekki mitt fag. Ég þurfti að hugsa minn gang rækilega til að gera engar vitleysur." Byrjaði á Síðasta orðinu1984 „Það er mjög langt síðan ég byijaði á Síðasta orðinu eða 1984, en þá verð- ur fyrsta minningargreinin til. Ég strandaði með bókina hvað eftir ann- að en tók alltaf upp þráðinn aftur. Og á þessu gekk öh árin en ég hef frábæran útgefanda sem er Jón Karlsson í Iðunni og hann sýnir starfi rithöfundarins mikinn skhn- ing. Það var hann sem forðaði mér frá ósköpum þegar ég ætlaði að vinna tvö verkefni samhliða. Þegar ég sagði honum frá ákvörðun minni sagði hann strax við mig að ég skyldi ekki reyna þetta. Ef ég hefði haldið áfram eins og ég ætlaði mér þá er alls ekki víst að Síðasta orðið heföi komið út núna eða kannski nokkurn tímann. - Nú er Síðasta orðið komið. Ertu ekki ánægð með viðtökurnar. „Ég á að baki tuttugu og eins árs ritferh sem byrjaði með ljóðabókinni Sífellur. Aldrei, það er að segja enn sem komið er hafa viðtökurnar verið jafn jafn jákvæðar og nú. Ef hún hefur lukkast tel ég það vera meðal annars vegna þess hversu langan aðdraganda bókin hafði.“ - Hvað tekur við, önnur skáldsaga eða eitthvað annað? „Ef ég ætti að fara eftir ráðlegging- um eins gagnrýnanda, þá á ég að halda áfram að skrifa sögur. En það er öruggt að ég segi aldrei skhið við ljóðið. Stundum er sagt við mig hvort ég æth ekki að skrifa leikrit. Það hef ég ekki hugsað mér að gera. Þótt mér finnist leikritagerð spennandi er það alveg sérstakur heimur og ég ht ekki þannig á að ég geti stokkið inn í þann heim eins og ekkert sé. Nú gengur mér vel með skáldsögur og ljóð og þá er bara að hamra jámið meðan það er heitt. -HK Óperusmiðjan hefur vetrarstavf ið Um þessar mundir er Óperasmiðj- an að hefja vetrarstarf sitt en hún var stofnuð fyrr á þessu ári. Fyrsta verkefni hennar var Óperan Systir Angehca eftir Puccini sem sýnd var við góðar undirtektir í Leikhúsi frú Emelíu síðastliðið vor. Framundan eríjölbreytt starfsemi, enda félagar Óperasmiðjunnar á annan tug söngvara. Fyrsta verkefn- ið er jólatónleikar þar sem flutt verð- ur þekkt tónlist tengd jólunum og aðventu. Á jólatónleikunum sem haldnir verða í kvöld, mánudaginn 10. desember í Vinaminni á Akranesi og í Njarðvíkurkirkju miðvikudag- inn 12. september koma fram söngv- aramir Bjöm Björnsson, Esther Helga Guðmundsdóttir, Guðrún Ás- bjömsdóttir, Inga Bachman, Jóhann Smári Sævarsson, Jóhanna Linnet, Jóhanna Þórhahsdóttir, Magnús Gíslason, Margrét Frímannsdóttir, Frá sýningu Operusmiöjunnar á Systir Angelicu fyrr á þessu ári. Margrét Pálmadóttir, Sigurður Bragason og Stefán Arngrímsson. Undirleikari á tónleikunum verður Bjami Jónatansson. I vetur verður dagskrá í tilefni 200 ára árstíðar W.A. Mozarts, ennfrem- ur vegleg páskadagskrá og sitthvað fleira verður upp á teningnum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.