Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.1991, Síða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.1991, Síða 11
LAUGARDAGUR 30. NÓVEMBER 1991. 11 Æviminningar Sigurðar Ólafssonar í nýrri bók: Dáðist alltaf að þess- um hæfileikamanni - segir Ragnheiður Davíðsdóttir sem gefur út tvær bækur um þessar mundir „Ég tók viðtal við Sigurð Ólafsson fyrir gömlu gufuna árið 1984. Þá heillaðist ég mjög af honum. Ætli ég hafi ekki ákveðið bókina þá,“ segir Ragnheiður Davíðsdóttir sem sendir frá sér tvær bækur fyrir þessi jól. Æviminmngar Sigurðar Ólafssonar bónda, söngvara og hestamanns og barnabókina Egill og Garpur sem fræðir Utlu lesenduma í umferðinni á skemmtilegan og myndrænan hátt. Ragnheiður hefur einmitt unnið mikið að umferðarmálum bæði sem lögreglumaður og meðhmur í Sam- tökum áhugamanna um bætta um- ferðarmenningu. Bókin um Sigurð Ólafsson hefur verið lengi í vinnslu. Ragnheiður hafði þó hugsað sér hana á markað fyrir nokkrum árum. Hins vegar veiktist Sigurður alvarlega árið 1987 og tafðist útkoma bókarinnar vegna þess. Ragnheiður segist hafa unnið bókina með mikilli og góðri hjálp Ingu Valfríðar Einarsdóttur, eigin- konu Sigurðar, og margra fleiri. „Útvarpsviðtaliö við Sigurð tók ég á sínum tíma þvi ég dáðist svo mikið að manmnum með orfið og ljáinn í Laugamesinu," segir Ragnheiður. Hann var mikill bóndi þó í borginm væri. „Sjálfur söng ég fyrst opinberlega, ef hægt er að tala um það, þegar ég var 12 ára. Þá var ég í efsta bekk í skóla Hailgríms Jónssonar," segir Sigurður í bókinm. „Líf þessa manns hefur snúist í kringum söng og hesta,“ segir Ragn- heiður. „Það var mjög erfitt að gera upp á milli þessara tveggja þátta í lifi hans. Hann var þekktur hesta- maður og átti hina frægu hryssu Glettu. Sigurður var auk þess frægm söngvari sem söng allar tegundir tónlistar. Ég man ekki í augnablikinu eftir öðrum söngvurum sem gátu sungið jafnvel á svo mörgum svið- um,“ heldur hún áfram. „Sigurður söng kannski við jarðarfór aö morgni og að kvöldi á söngskemmtun undir píanóleik. Síðar um kvöldið fór hann niður í Gúttó og söng með dans- hljómsveit. Hæfileikar hans voru á mörgum sviðum og mér fannst mjög heillandi viðfangsefm að ná þessu öllu saman í bók,“ segir Ragnheiður. Inga Valfríður, eða Snúlla eins og hún er alltaf kölluð, starfaði á Café Royal í Austurstrætinu þegar hún kynntist væntanlegum eiginmanm. Hann var meðal fastagesta þar. Aðrir voru vel þekktir listamenn ems og Kjarval. Snúila lýsir þessu í bókinni: „Þá var Sigurður áberandi meðal ungra og sprækra stráka í Reykjavík sem.vöndu komur sínar á kaffihúsin og bölhn," segir hún. „Líklega hefur það ráðið mestu um samband okkar' að bæði áttum við sameiginlegt áhugamál þar sem hestamennskan var - enda hittumst við oft á hest- baki. Það tók okkur þó nokkurn tíma að kynnast það vel að hægt væri að tala um náið samband - enda flanaði maður ekki að slíkum hlutum í þá daga. Ég minnist þess þó að Sigurður var alla tið sérstaklega kurteis og mikill séntilmaður í sér.“ Ragnheiður segir að margir muni Sigurö sem bónda í Laugamesinu. „Hann bjó í Laugamesinu fram til ársins 1982,“ segir hún. „Það er sér- kennilegt til þess að hugsa að í öll þau 34 ár sem þau hjónin bjuggu þar með börnum sínum, höfðu þau aldrei heitt vatn. Þau höfðu kolakyndingu og ég held að hús þeirra hafi verið það síðasta í borginni með slíkri Ragnheiður Davíðsdóttir með barnabókina um Egil og Garp þar sem hún sameinar skemmtilegan lestur og um- ferðarfræðslu. DV-mynd GVA kyndingu. Þetta mátti Snúlla búa við öll þessi ár,“ segir Ragnheiður. „Eg þekkti Sigurð Olafsson alltaf, að mér fannst, í gegnum útvarpið. Lög eins og Síldarvalsinn og Ástar- vísur hestamannsins hljómuðu oft- sinnis og móðir mín raulaði þau oft,“ segir Ragnheiður ennfremur. Allt þetta ár hefur hún verið að vinna bókina með Sigurði, Snúllu, börnum þeirra og mörgum fleirum. „Ég leitaði víða heimilda og gagna. Veikindi Sigurðar settu auðvitað strik í reikninginn varðandi ýmis atriði. Hann fékk heilablóðfall og hefur verið sjúklingur. Ég held samt að þeir aðilar sem hjálpuðu okkur vegi ýmislegt upp. Frásögmn varð létt og lopinn er hvergi teygður. Þess vegna tel ég að fólk hafi gaman af að lesa hana,“ segir Ragnheiður. „Sigurður hefur alla tíð verið afar hress maður og Snúlla, kona hans, full af lífsgleði. Ég vona að lífsgleðin endurspeglist í bókinni," segir hún. í bókiimi er samtal við Jón á Reykj- um þar sem hann segir Sigurð alla tíö hafa haft mikla tilfinmngu fyrir hestum og góðri hestamennsku. „Þá áttu þau hjón sameiginlegt að vera alltaf mjög snyrtileg í klæðaburði. Aldrei sá ég þau svo á hestbaki að þau væru ekki í faliegum reiðfötum og vel burstuðum stígvélum. Sjálfur var Sigurður alltaf í glansandi leður- stígvélum, reiðbuxum og gjarnan köflóttri skyrtu eða peysu að ofan. Snúlla var aftur á móti oftast í jakka. Ég er ekki frá þvi að snyrtimennska þeirra í klæðaburöi hafi haft varan- leg áhrif á aðra hestamenn." I bókinni eru margar myndir og segist Ragnheiður hafa setið með áttatíu myndir úr fjölskyldualbúm- um til að velja úr. „Það var ekki mjög auðvelt,“ segir hún. „Þaö er oft þannig að mesta vinnan er eftir að maður er búinn að skrifa bókina. Þá kemur að nostrinu sem fylgir útgáf- unni,“ segir hún ennfremur. Ragnheiður starfaði sem blaða- maður hjá Fróða en hætti þar störf- um til að geta skrifað þessar tvær bækur. Nú situr hún á skólabekk í Háskóla íslands til að bæta íslensku- kunnáttuna. Bókm um Sigurð Ólafsson heitir í söngvarans jóreyk og er það hug- mynd Ragnheiðar. „Mér fannst það sameina vel þessar ástríður í lífi Sig- urðar,“ segir hún. Bamabókina Egill og Garpur skrif- aöi Ragnheiður í febrúar. „Þetta var hugmynd sem kom allt í einu. Sögu- þráðurinn varð til í kringum son minn sem er á svipuðum aldri og sögupersóna bókarinnar. Hann á kött sem heitir Tommi en Egill á kött sem heitir Garpur. Bókin er nokkurs konar sambland af persónu- legri reynslu og reynslu úr lögregl- unni,“ segir Ragnheiður. „Sem lög- reglumaður fór ég oft að heimsækja börmn í skólana og þess á milh þurfti maður að mæta á vígvöU umferðar- innar þar sem sögusviðið var öllu hræðilegra en í bókinni. Ég skrifaði bókina til að koma inn hjá þessum Utlu börnum og foreldrum þeirra boðskap um umferðina." -ELA 5 ára ábyrgð á myndlampa f E —m i J55» MUNALÁN Síðasta sending seldist upp á 10 dögum Missið ekki af þessari sendingu GRUflDIG vestur-þýsk hágæða litsjónvörp - frábært verð S-VHS litsjónvarp með fjarstýringu NICAM-STEREO, 2x20 W, textavarp, 2xScart tengi S-VHS tengi, CTI (skarpari litir) 25" (ST 63-660) kr. 85.455,- stgr. 28" (ST 70-660) kr. 89.950,- stgr. 21" mono (TSS-440) kr. 48.555,- stgr. 25" mono (T63-430) kr. 63.950,- stgr. 28" mono (T70-440) kr. 71.910,- stgr. ----------\ Umboðsmenn um land allt SJÖNVARPSMIÐSTÖÐIN HE Síöumúla 2 - sími 68-90-90

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.