Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.1991, Page 12

Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.1991, Page 12
12 LAUGARDAGUR 30. NÓVEMBER 1991. Erlendbóksjá Hvemig ísraelsmenn smíðuðu sprengjuna Mordechai Vanunu í haldi ísraelsmanna sem dæmdu hann í 18 mánaða fangelsi fyrir að segja Sunday Times frá kjarnorkuvopnaframleiðslunni í Dimona. Símamynd Reuter Liðin er tæplega hálf öld síðan evr- ópskum og bandarískum vísinda- mönnum tókst í sameiningu að 'smíða fyrstu kjarnorkusprengjuna. Bandaríkjamenn urðu þar með fyrsta kjarnorkuveldið. Sovétmenn fylgdu í kjölfarið fáum árum síðar. Og nokkrir áratugir eru frá því að Frakkar og Kínverjar gerðu fyrstu tilraunir sínar með heimasmíðaðar kj arnorkusprengj ur. Þetta eru þau fjögur ríki sem opin- berlega hafa viðurkennt að hafa framleitt kjarnorkuvopn. Því hefur hins vegar lengi verið haldið fram að fleiri þjóðir hafi náð að beisla kjarnorkuna með þessum hætti. Þar hafa einkum verið nefndir til sög- unnar Indverjar, Suður-Afríkubúar og ísraelsmenn. Samstarf við Frakka Bandaríski blaðamaðurinn Sey- mour M. Hersh, sem kunnastur er fyrir að hafa fyrstur manna, árið 1969, skrifað fréttir um My Lai-fjölda- moröin í Suður-Víetnam, hefur sam- ið nýja og umdeilda bók sem lýsir því hvernig ísraelsmenn urðu kjarn- orkuveldi. Rætur málsins ná meira en fjörutíu ár aftur í tímann þegar sá maður, sem Hersh kallar föður ísraelsku sprengj- unnar, vísindamaðurinn Emst David Bergmaim, hóf opinbera baráttu fyrir því að ísraelsmenn færu að nýta kjamorkuna til friðsamlegra nota. En eins og hann benti sjálfur á í viðtali löngu seinna; það er bara til „ein kjamorka" og ef þú getur nýtt hana í friðsamlegum tilgangi hlýtur sprengjan að vera innan seilingar. Bergmann beitti sér fyrir samstarfi við Frakka, m.a. um þróun nýrra aðferða til að búa til þungt vatn og hagkvæmari leiða til að vinna úran úr fosfati sem fannst í miklu magni í Negev-eyðimörkinni. Samstarfið við Frakka varð mjög náið, ekki síst eftir að Frakkar fóru að leggja megináherslu á að búa til eigin kjarnorkusprengjur. ísraelskir vísindamenn tóku þátt í því starfi og þegar loks var drifið í því á sjöunda áratugnum að koma upp kjarnorku- veri í Dimona í ísrael þá voru það frönsk fyrirtæki sem tóku að sér smíöi þess. Aldrei viðurkennt Eins og undirtitill bókarinnar - Israel, America and the Bomb - gefur til kynna er Hersh mjög upptekinn af vitneskju bandarískra stjórnvalda um og afstöðu þeirra til ísraelsku kjarnorkusprengjunnar. Hann rekur þess vegna ítarlega afskipti Banda- ríkjamanna af málinu, ekki síst í ljósi þeirrar yfirlýstu stefnu stjómarinnar í Washington áratugum saman að hindra verði útbreiðslu kjarnorku- vopna til annarra landa en þeirra sem þegar séu í „kjamorkuklúbbnum“. Það er ekki aðeins sérstakt pólitískt samband ísraels og Bandaríkjanna sem hefur sett stjórnvöld í Washing- ton í verulegan vanda í þessu máh heldur einnig hitt að ísraelsmenn hafa alltaf neitað því að þeir hafi smíðað kjamorkuvopn eða ætli sér að gera það. Og þótt sérfræðingar og aðrir þeir sem til þekkja, og til er vitnað í bókinni, séu sannfærðir um að ísraelsmenn hafi smíðað slíkar sprengjur fyrir a.m.k. 1-2 áratugum og eigi nú líklega mörg hundruð kjarnorkuvopn þá liggja pottþéttar sannanir ekki fyrir. Eitt er að smíða kjarnorku- sprengju, annað að vera viss um að hún virki. Til þess þarf að gera til- raunir og það er hægara sagt en gert fyrir ísraelsmenn. Samkvæmt bók Hersh leystu þeir málið með því að leita samvinnu við Suður-Afríkustjórn sem hefur yfir að ráða miklum eyðimörkum og hgg- ur þar að auki að víðáttumiklu haf- svæði, Indlandshafmu - en báðir þessir staðir eru kjörnir til slíkra til- raunasprenginga. Hersh fuhyrðir að þessir aðilar hafi í sameiningu gert thraun með ísraelska kjarnorku- sprengju á Indlandshafi 22. septemb- er árið 1979 og hafi hún tekist full- komnlega. Maxwells þáttur Fullyrðingar, sem Hersh setur fram með í þessari bók um tengsl breska blaðakóngsins Roberts Maxweh, sem nýlega fannst látinn við grunsamlegar aðstæður, og eins af ritstjórum Maxwellblaðsins Daily Mirror við ísraelsku leyniþjón- ustuna hafa þegar leitt til málshöfð- ana í Bretlandi. Þessi tengsl höföu veruleg áhrif á meðhöndlun Mirror-blaðanna á Van- unu-máhnu svonefnda, að sögn Hersh. Það mál hófst árið 1986 þegar breska blaðið The Sunday Times fjallaði ítarlega um kjarnorkuvopna- framleiðslu í Dimona og byggði á upplýsingum frá fyrrum starfs- manni þar, Mordecai Vanunu. Mirr- or birti fréttir matreiddar af ísraels- mönnum um að Vanunu hefði aldrei unnið í kjarnorkuverinu á meðan ísraelska leyniþjónustan setti snörur fyrir Vanunu, rændi honum og flutti nauðugan til ísraels þar sem hann var dæmdur í 18 ára fangelsi fyrir að selja Sunday Times kjarnorku- leyndarmáhn frá Dimona. Hersh fullyrðir að áðumefndur rit- stjóri Daily Mirror hafi beinlínis vís- að ísraelsku leyniþjónustunni á dval- arstað Vanunu, sem fór huldu höfði, og þannig gert henni kleift að ræna honum. Þessu neitar ritstjórinn og fór í mál. Hersh leitar víða fanga en um suma hluti virðist hann þó_treysta mjög á einn eða fáa heimildarmenn - þar á meðal um þátt Daily Mirror. Sjónarhorn hans er afar banda- rískt og gengið út frá því að ísraels- menn hafi engan rétt til að koma sér upp kjarnorkuvopnum. Það er líka nokkur gahi á bókinni að aðgerðir ísraelsmanna eru á engan hátt metn- ar í ljósi þess að fjandmenn þeirra hafa einnig unniö að því árum saman að smíða kjamorkuvopn og sumir reyndar náð ansi langt á þeirri braut. THE SAMSON OPTION. Höfundur: Seymour M. Hersh. Faber & Faber, 1991. Metsöluldljur Bretland Skáldsogur: 1. Terry Pratcheft: MOVING PICTURES. 2. Stephen Klng: FOUR PAST MIDNIGHT. 3. Willlam Boyd: BRAZZAVILLE BEACH. 4. Catherine Cookaon: THE GILLYVORS. 5. Thomaa Harrla: THE SILENCE OF THE LAMBS. 6. Maeve Blnchy: CIRCLE OF FRIENDS. 7. Eltis Peters: THE SUMMER OF THE DANES. 8. Dovid Eddlngs: SEERESS OF KELL. 9. Elizabeth Jane Howard: THE LIGHT YEARS. 10. Wilbur Smlth: ELEPHANT SONG. Rit almenns eðlis: 1. Glles: GILES CARTOONS. 2. Peter Mayle: A YEAR IN PROVENCE. 3. 8III Watterson: CALVIN a HOBBES' SCIENTIFIC PROGRESS GOES „BOINK ' 4. Slrr.on Mayo: SIMON MAYO'S CONFESSIONS. 3. O. Adams « M, Cawardlne: LAST CHANCE TO SEE. 6. Michael Patin; AROUND THE WORLD IN 80 DAYS. 7. Hannah Hauxwell: DAUGHTER OF THE DALES. ð. Hannah Hauxwelt: SEASONS OF MY LIFE. 9» Gary tarson: PRE-HISTOHY OF THE FARSIDE. 10. Jacky Flemlng: BE A BLOODY TRAIN DRIVER. (Byggt é The Sunday Times) Bandaríkin Skáldsögur: 1. Jean M. Auet: THE PLAtNS OF PASSAGE. 2. Maeve Binchy: CtRCLE OF FRIENDS. 3. Sidney Sheldon- MEMORIES OF MIONIGHT. 4. Jack Higglns: THE EAGLE HAS FLOWN. 5. Kurl Vonnegul: HOCUS POCUS. 6. Stephen King: FOUR PAST MIDNIGHT. 7. Peter Oavid: THE RIFT. 8. Anne Rlce: THE MUMMY. 9. Victoria Holl. SNARE OF SERPENTS. 10. Forrest Carter: THE EDUCATION OF LITTLE TREE. 11. Amanda Quick: RENOEZVOUS. 12. Jeri Taylor: UNIFICATION. 13. Stuart Woods: PALINDROME. 14. Constance O'Day: ONCE IN A LIFETIME. 15. Danielle Steel: GOING HOME. 16. A.S. Ðyatt: POSSESSION. Rit almenns eðlis: 10. Mary Catherlne Bateson: COMPOSING A LIFE. 11. Barbara Mandrelt & G. Vecsey: GET TO THE HEART. 12. Troops for Truddi Chase: WHEN RABBIT HOWLS. 13. H.G. Glssinger: FRIDAY NIGHT LIGHTS. (Byggl ð New York Tímes Book Roview) Danmörk Skáldsögur: . 1. Afíce Walker: HANS TREDJE UV. 2. Jan Guillou: 1. Deborah Tannen: YOU JUST DON’T UNDERSTAND. 2. Petor Moylo: A YEAR IN PROVENCE. 3. Cherles Kurall: A LIFE ON THE ROAO. 4. Robert Fulghum: ALL I REALLY NEED TO KNOW I LEARNED IN KINDERGARTEN. 5. M. Scott Peck: THE ROAD LESS TRAVELED. 6. Kenneth C. Davis: DON'T KNOW MUCH ABOUT HISTORY. 7. Camllle Paglía: SEXUAL PERSONAE. 8. Dlane Ackerman: A NATURAL HISTORY OF THE SENSES. DEN DEMOKRATfSKE TERROR- IST. 3. Betty Mahmoody: IKKE UDEN MIN DATTER. 4. Herbjorg Wassmo: DINAS BOG. 5. Palle Fischer: DEN STORE BADEDAG. 6. Johannes Metfehave: HOLGER DANSKES VEJ 60. 7. Bjarne Reuter: DRENGENE FRA SKT. PETRI. 8. Stephen King: DRÆBERHUNDEN CUJO. 9. Anders Bodelsen: OOMINO. 10. Stephen King: CHRISTINE. 9. Robert Fulghum: <BY90t é PollUken Sandag) IT WAS ON FIRE WHEN I LAY DOWN ON IT. Umsjón: Elías Snæland Jónsson Grafið undan kommastjóm Skyndileg þíða í samskiptum austurs og vesturs og hrun kommúnismans í Austur-Evrópu hefur valdið ýmsum njósna- sagnahöfundum töluverðum vandræðum þar sem vondu kall- arnir fyrir austan hafa fram að þessu verið ein meginforsenda afþurðarásarinnar. Len Deighton, sem samið hefur fjölda bóka um átök breskra njósnara við leyniþjónustumenn í Austur-Þýskalandi og Sovétríkj- unum, hefur hins vegar snúið þessari atburðarás sér í hag á skemmtilegan hátt í nýjustu sögu sinni - sem er í raun lokahnykk- urinn í sjö binda bókaflokki um Bernard Samson og kollega hans í bresku leyniþjónustunni. Hér gerir Deighton flótta bresks njósnara, sem frá sagði í fyrri sögunum, að snjöllu gagnnjósna- bragði þar sem markmiðið er að stuðla að falli kommúnistastjórn- arinnar í Berlín með því að grafa undan efnahag og einingu þjóðar- innar. Deighton tekst hér með sann- færandi hætti að tengja saman þræðina í sagnabáiki sínum og ljúka honum þannig með sóma. SPY SINKER. Höfundur: Len Deighton. Grafton Books, 1991. THE OXFOKD Ensk nýyrði frá síðasta áratug Við lifum á tímum nýrra hiuta og hugmynda sem kalla á ný orð. Mörg þeirra koma og fara en önn- ur eru lífseigari og festast í málinu. í þessari bók er að finna riflega 2000 ensk orð og orötök sem ann- aðhvort hafa orðiö til eða náð vin- sældum á síðasta áratug og fengið fastan samanstað í ensku nú- tímamáli, ekki síst vegna notkun- ar í fjölmiðlum. Sagt er frá þessum orðum í 750 greinum þar sem skýrð er merk- ing orðanna, saga þeirra rakin og vitnað til nokkurra setninga þar sem orðið hefur birst á prenti. Sviðið er víðfeðmt. Hér eru t.d. pólitísk nýyrði, svo sem glasnost, perestroika og intifada, tækniorð eins og camcorder, desktop og phonecard, menningarhugtök eins og graphic novel og cyber- punk eða stefnur, svo sem fattism og ageism. Nýyrðabók þessi er í senn að- gengileg og fróðleg. THE OXFORD DICTIONARY OF NEW WORDS. Ritstjóri: Sara Tulloch. Oxford University Press, 1991.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.