Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.1991, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.1991, Blaðsíða 27
LAUGARDAGUR 30. NÓVEMBER 1991. 27 fín og flott. En þegar hún kom heim eftir þijú ár úti fannst henni hún vera hallærislegasta kona í heimi. í stílviðsjálfan sig Eitt af þvi sem ég reyni aö koma í gegn í minni kennslu er aö fólk leit- ist við aö verða meiri einstaklingar, skapi sér sinn eigin persónuiega stíl og sækist meira eftir því sem það sjálft langar raunverulega til aö gera og vera, ekki eftir því sem aðrir eru að gera. íslendingar leggja svo mikið upp úr ytri glæsileika að ég held að þar sé engin samhking til. En samt er um leið reynt að halda í meðal- mennskuna, þannig að enginn skeri sig úr, enginn sé öðruvísi. Konur kaupa oft eldhúsgardínur sem þókn- ast konunni á móti, ekki endilega þeim sjálfum. Smæð þjóðfélagins fylgir yfirgengileg tillitssemi við aðra. Ogþetta er auðvitað enn meira áberandi úti á landi. Þegar ég var að byrja að fara út á land var sjáanlegur örlítill munur á því hvað konur á höfuðborgarsvæð- inu voru betur klæddar og fylgdust betur með tískunni, en nú er sá mun- ur ekki lengur til. Ef eitthvað er, þá eru konur úti á landi jafnvel betur og klassískar klæddar, af því að þær hafa kannski ekki aðstöðu til að elt- ast við tískuna út í ystu æsar. Þess vegna klæða þær sig oft í dýrari og vandaðri föt. En mér finnst ég líka verða var við að eftir því sem bæjarfélagið minnk- ar verða pilsfaldarnir síðari ogkjólar ekki eins flegnir. Konur á höfuðborg- arsvæðinu geta kannski leyft sér að vera djarfari enkonur í litlu bæjarfé- lagi, sem þekkja hvern einasta mann á ballinu þegar þær fara út að skemmta sér. Því hef ég stundum lagt áherslu á að það eigi ekki að vera nein staðarkvöð að þurfa að draga úr.“ (Ath.: Fyrirsögn og millifyrirsagnir eru ’uiaðsins) svona hefur þetta orðið hjá okkur. Yngri dóttir okkar fær miklu meira en eldri systkini hennar fengu. Hún hefur meira að segja kvartað yfir því sjálf að hún fengi alla hluti um leið og hún bæði um þá. „Þið ahð upp í mér frekjuna," sagði hún. Hamingjan víkur fyrir veraldlegum gæðum Skiljanlegt er að fólk sem sjálft bjó ekki við allsnægtir í uppvextinum og gat kannski ékki látið mikið eftir eldri börnum vilji láta bömin sín eða bamabömin njóta þeirra lífsins gæða sem það hefur nú efni á að veita þeim. En ég óttast að með þessp sé í rauninni ekki verið að gefa böm- unum neitt, heldur sé verið að taka eitthvað frá þeim, eitthvað sem kannski er dýrmætara en nokkur gjöf gæti orðið. Ég er þeirrar skoðunar að með því að taka þátt í slíku kapphlaupi séum við að eyðileggja svo margt í lífi okk- ar. Við emm að skemma möguleika okkar á að verða hamingjusöm með því að vera alltaf að keppa að því að öðlast einhver veraldleg gæði. Kýs lítið húsnæði Fólk verður oft undrandi þegar það kemst að því að ég bý ekki í einbýlis- húsi, heldur í blokkaríbúð í Breið- holtinu. Og ég hef oft gaman af því aö sjá andlitið detta af fólki sem kem- ur heim til mín í fyrsta sinn. Það á greinilega von á einhverju allt öðru. Við búum á rúmum 70 fermetrum með þrjá afkomendur og þijá ketti, og þar rúmast fátt annað en bækur. Ég held að við eigum núna stærra bókasafn en fósturfaðir minn átti á sínum tíma, en raunar fengum við góðan skerf af hans safni. Stærsti útgjaldaliður heimilisins er tvímæla- A ég að sýna ykkur hvernig hún gengur inn í salinn. Heiðar Jónsson við störf. laust bókakaup. Við búum þröngt og heimili okkar er laust við allan íburð. Ég er alveg tilbúinn til að viður- kenna að ég heföi ekkert á móti því að eiga stærra og búa betur. En ég er hins vegar ekki reiðubúinn til að leggja stærri Hluta af tekjum mínum í húsnæði, í umbúðir sem ég þarf í rauninni ekki á að halda. Þá yrði ég að fórna einhverju í staðinn, ein- hverju sem ég met meira. Auðvitað eru sumir sem vilja ekk- ert frekar en eiga stórt hús og fínan bíl. Það er þeirra áhugamál og ekk- ert við því að segja. En ég held að margir sem eiga eitthvað slíkt hafi í rauninni lítinn áhuga fyrir því sjálf- ir. Þeir eru að berjast við að kaupa þetta fyrir aðra. Við gerum ógurlegar tískukröfur, kannski meiri en nokkur skynsemi er í. Þegar við klæðum okkur upp á Mynd sem tekin var af Heiðari fyrir árbók Franklin High School. förum við miklu lengra en aðrir. Allt þarf að vera nýtt og fínt. Útlending- ar sem koma hingað fá oft hálfgert áfall. Tískan frá íslandi Þegar verið var að kjósa Stjörnu Hollywood fyrir nokkrum árum var ég að vinna hjá Klassík. Þá kom hinn þekkti franski snyrtir Annick Ber- trand hingað, og þegar hún var búin að mála stelpurnar sem þátt tóku í keppninni sagði hún: „Eg er að koma hingað frá París. En nú sé ég hvað er í tísku.“ Ekki er langt síðan til mín kom stúlka sem hafði nýverið búið í þrjú ár í Danmörku. Hún sagði að það heföi verið kúltúrsjokk að koma heim, því að þegar hún fór út heföi hún þótt smart og vel klædd. í Dan- mörku heföi hún þótt algjör bjáni að leggja svona mikið upp úr því að vera Veljum íslenskt í jólabaksturinn! Móna hefur staðið við þjóðarsáttina, vörurnar eru á sama verði og í fyrra. Mónu bökunarsúkkufaði er hágæða vara unnin af íslenskum höndum fyrir íslenska neytendur. Veljið íslenskt gæða súkkulaði frá Mónu í jólabaksturinn til að tryggja góðan árangur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.