Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.1991, Page 31
LAUGARDAGUR 30. NÓVEMBER 1991.
31
samvinnuhreyfingarinnar. Við ger-
um okkur oft ekki grein fyrir því
hvað tilviljanir geta skipt miklum
sköpum í lífi manna.
Ég fékk mig fljótlega lausan úr
Landsbankanum. Þar sem ég hætti
svo skömmu eftir að ég hafði þegið
styrk til námsdvalarinnar í Banda-
ríkjunum krafði Jón Maríusson,
bankastjóri Landsbankans, mig um
endurgreiðslu á styrknum. Fannst
mér það heldur hart fram gengið.
Á skítugum koladalli
Ég varð starfsmaður Sambands ís-
lenskra samvinnufélaga 1. maí 1946,
á hátíðisdegi verkalýðsins. Að kvöldi
þess dags steig ég um borð í gamlan
koladail, sem Sambandið hafði á
leigu, og átti hann að flytja mig til
Bretlands. Þessi sighng var lífs-
reynsla út af fyrir sig og heldur var
annar bragur um borð í þessum
koladalli heldur en Yemassee.
Það var skuggsýnt neðan þilfars,
þegar ég kom um borð, og þurfti ég
að þreifa mig áfram til þess að finna
kojuna mína. Um morguninn, þegar
ég vaknaði, blasti við mér ófögur
sjón. Sá ég þá að kolarykið hafði
smogið um allt skip og óþrifnaðurinn
var yfirgengilegur. Ég hafði ekki
einu sinni fengið hrein rúmfót held-
ur hafði kodda- og sængurveri aðeins
verið snúið við. Þau voru kolsvört
að innanverðu. Allt var eftir þessu.
Ég lét þetta þó ekki á mig fá og ákvað
að vera í sama gallanum alla ferðina.
Rétt áður en við komum til Newc-
astle í Englandi, en þar fór ég í land,
skipti ég um föt og fleygði hinum
fötunum beint í sjóinn. Um annað
var ekki aö ræða.
Frá Newcastle lá leiðin til Manc-
hester. Þar átti ég að dvelja í tvo
mánuði og kynna mér vátrygginga-
starfsemi hjá Cooperative Insurance
Society Ltd., sem er samvinnutrygg-
ingafélag Bretlands. Það var í eigu
tveggja samvinnusambanda í Bret-
landi, annars vegar Cooperative
Wholesale Society, Ensku samvinnu-
heildsölunnar, og hins vegar Scottish
Copperative Wholesale, Skosku sam-
vinnuheildsölunnar.
Yfirmenn og
lærlingurinn
Þessi félög voru að forminu tO
hlutafélög þótt þau væru byggð upp
eins og samvinnufélög. Menn lögðu
ekki fé í stofnsjóði, eins og samvinnu-
menn hér heima, heldur keyptu þeir
sérstök hlutabréf, Cooperative Shar-
es. Sami maðurinn hafði hins vegar
aðeins eitt atkvæði þótt hann ætti
mörg hlutabréf. Hin gullna sam-
vinnuregla, einn maður eitt atkvæði,
var því í fullu gildi.
Yfirmenn Cooperative Insurance
Society tóku mér alveg sérstaklega
vel. Þeir umgengust mig, tuttugu og
fimm ára lærlinginn, eins og jafn-
ingja. Þeir borðuðu sér í lítilli borð-
stofu í hádeginu og mér var strax
boðið að snæða með þeim. Þrátt fyrir
nokkurn aldursmun varð þetta til
þess að ég stofnaði til vináttu við þá.
Ég hitti nokkra þeirra síðar í trygg-
inganefnd Alþjóðasamvinnusam-
bandsins og einn þeirra heimsótti
mig eftir að ég hafði tekiö við Sam-
bandinu.
Þessir heiðursmenn voru Darroch
forstjóri, Robert Dinnage aðstoöar-
forstjóri, John Nuttall og svo trygg-
ingastærðfræðingur.
íhaldssömu Bretarnir
Bretar hafa ákveðna siðfágun og
menningu sem finnst ekki meðal
annarra þjóða. Vinir mínir hjá Coop-
erative Insurance Society höfðu
þessa siðfágun í ríkum mæh. Þeir
voru vel hugsandi menn og ákaflega
traustir. Alltaf lögðu þeir eitthvað
gott til málanna og þótt þeir fylgdu
Verkamannaflokknum í stjómmál-
um voru þeir íhaldssamir að eðlis-
fari. Hjá þeim var aUt í fostum skorð-
um en enginn losarabragur á hlutun-
um eins og hér heima. Þeir voru sént-
ilmenn fram í fingurgóma og ég held
að ég hafi fyrst þarna skiUð hvað
felst í orðinu séntilmaður.
Þeir höfðu einn skemmtUegan sið.
Aldrei var svo alvarlegt mál rætt við
matarborðið og aldrei beið svo áríð-
andi verkefni að loknum hádegis-
verði að þessir virðulegu forstjórar
gæfu sér ekki tíma til að leysa kross-
gátuna í Manchester Guardian áður
en staðið var upp frá borðum.
Þessir menn leiddu mig inn í heim
vátrygginganna. AUt, sem ég nam
hjá þeim, reyndist mér vel þegar ég
var að koma Samvinnutryggingum á
legg. Ég held samt að mér sé óhætt
að fiUlyrða að það eitt, að fá að vera
samvistum við þá þennan stutta
tíma, hafi gefið mér meira en aUur
lærdómur í tryggingafræðum. Það
var einstök lífsreynsla að kynnast
þessum mönnum persónulega.
Mikil vinna
í kuldabola
Fyrst eftir komuna til Manchester
leigði ég herbergi skammt fyrir utan
borgina. Þetta var stórt og rúmgott
herbergi undir súð og í því var ar-
inn. Þó að komið væri fram í maí var
kalt í veðri og mér þótti undarlegt
að ekki væri kveikt upp í aminum.
Á kvöldin þegar ég sat við vinnu var
ég hálf loppinn á höndunum. Ég fór
á fund konunnar, sem leigði mér, og
bað um að fá eld í arininn. Ég vissi
ekki hvert hún ætlaöi að fara því hún
hafði aldrei heyrt slíka fásinnu. Mér
var þá ekki kunnugt um þann sið
Breta og margra annarra Evrópubúa
að hætta að kynda hús sín eftir 1.
maí. Mér tókst þó að pína út úr kon-
unni nokkur kol í arininn til að oma
mér við á kvöldin.
Ég sökkti mér ofan í vinnuna í
Manchester. Allan daginn var ég í
tryggingafélaginu og á kvöldin vann
ég úr þeim gögnum og eyðublöðum
sem ég hafði viðað aö mér, bæði til
þess að festa mér betur í minni það,
sem ég hafði lært, og eins til þess að
vinna að tillögum um hvernig starf-
seminni hér heima yrði háttaö. Við
Vilhjálmur Þór skrifuðumst á og
gerði ég honum grein fyrir hug-
myndum mínum.
Fór á tónleika
í Manchester
Ég var þó aldrei svo upptekinn að
ég gæfi mér ekki tíma til að fara á
tónleika. í Manchester kynntist ég
íslendingum sem voru þar í tónlist-
amámi, þeim Áma Bjömssyni tón-
skáldi, Agli Jónssyni frá Húsavík,
sem var að læra á klarínett, og Andr-
ési Kolbeinssyni sem var aö læra á
óbó. Auk þess voru þarna við nám
Bragi Ólafsson verkfræðingur og
Valgarð J. Ólafsson sem var í hag-
fræðinámi. Valgarð átti síðar eftir að
starfa með mér hjá Sambandinu.
Þessi hópur hélt saman og við fórum
oft á tónleika sinfóníuhljómsveitar
borgarinnar, Halle hljómsveitarinn-
ar, sem var vel þekkt, og stjórnandi
hennar var enginn annar en sir John
Barbirolli.
Dagamir í Manchester liðu fljótt.
Brátt kom að því að ég færi til Lon-
don en þar átti ég að kynna mér starf-
semi LJoyds í einn mánuð. Sigur-
steinn Magnússon, faðir Magnúsar
Magnússonar, hins þekkta sjón-
varpsmanns í Bretlándi, var þá fram-
kvæmdastjóri fyrir skrifstofu Sam-
bandsins í Leith. Hann hafði komið
mér að hjá einum af svonefndum
Lloyds miðlurum í London. Lloyds
er ekki eiginlegt tryggingafélag, eins
og íslendingar þekkja, heldur er það
safn margra hópa einstaklinga sem
skuldbinda sig tií að taka áhættu sem
ákveðinn maður hefur staðfest með
undirskrift sinni. Slíkur maður nefn-
ist „underwriter". Þá verða trygging-
ar hjá Lloyds að fara í gegnum sér-
staka viðurkennda Lloyds miðlara.
Hitti Geir
Hallgrímsson í lest
Þegar ég var á leiðinni til London
í járnbrautarlest vildi svo til að á
einni stoppistöðinni kom Geir Hall-
grímsson lögfræðingur inn í lestina.
Hann var að koma frá Newcastle og
var á leiðinni til London í framhalds-
nám. Við vorum saman í klefa í lest-
inni til London. Þegar við komum á
Liverpool-járnbrautarstöðina í Lon-
don fengum við leigt tveggja manna
herbergi á Great Eastern hótelinu,
sem er rétt við stöðina, því erfitt var
að fá herbergi í Vestur-London á
þessum tima. Ég hafði ekki hitt Geir
áöur og það var mjög ánægjulegt að
kynnast honum.
London var mjög illa farin eftir
stríðið, ekki síst fjármálamiðstöðin,
City. Þar höfðu mörg hús verið jöfn-
uð við jöröu eða laskast mikið í loft-
árásum Þjóðveija. Mitt í þessum
rústum stóð Sankti Páls kirkjan,
óskemmd með öllu, eins og einhver
vemdarhönd hefði haldið hlífiskildi
yfir henni. Ég notaði tækifærið til
að kynnast borginni, ekki síst tónlist-
arlífmu, leikhúsunum og söfnunum.
Síðan þá hefur mér alltaf þótt einna
skemmtilegast að koma til London
af öllum stórborgum heims.
í læri hjá Lloyds
Það var mjög forvitnilegt að kynn-
ast Lloyds og tryggingastarfseminni
í City. Þama var stærsti trygginga-
markaður heims og hafði verið um
langan tíma. Allt byijaði þetta í kafíi-
húsi sem Edward Lloyd rak í Tower
stræti í London árið 1688. Þar áttu
fyrstu tryggingaviðskipti Lloyds sér
stað og þar þróuðust þessir sérstöku
viðskiptahættir.
Miðlarafyrirtækið, sem ég var hjá
í London, hafði átt viðskipti við skrif-
stofu Sambandsins í Leith í Skot-
landi. Þetta var lítið fyrirtæki og mér
fannst síðar að ég hefði kannski feng-
ið meira út úr dvölinni í London ef
ég hefði komist í stærra fyrirtæki. Á
hinn bóginn var það viss kostur að
Þessi mynd var tekin er verksmiðja lceland Products Ing. í Camp Hill var
vigð árið 1966. Á myndinni eru, frá vinstri: Þorsteinn Gislason, Ingibjörg
Thors, Margrét Helgadóttir og Erlendur Einarsson.
vera í litlu fyrirtæki þar sem ég fékk
frekar að vera þátttakandi við af-
greiðslu mála. Eitt af þvi var að fara
til Lloyds í fylgd með mönnum frá
fyrirtækinu og fá undirskrift á sér-
stök eyðublöð sem gengu undir nafn-
inu „shp“. Þetta kerfi virkaði gamal-
dags en Bretar era fastheldnir á
gamla siði. Lloyds hefur þó fram til
þessa staöið í fylkingarbrjósti vá-
tryggingastarfsemi á heimsmarkað-
inum. Hins vegar hefur það nú gerst
í hinni miklu peningahyggju og auð-
söfnunarkapphlaupi að skörð hafa
komið í gamla, trausta Lloyds múr-
inn. Á síðustu ámm hafa komið upp
stór hneykslismál innan Lloyds sem
litin em alvarlegum augum í vá-
try ggingaheiminum.
Auk þess að kynnast starfsemi Llo-
yds fékk ég líka aö kynnast starfsemi
hinna vátryggingafélaganna. Þeirra
á meðan var London Assurance sem
Sambandsskrifstofan í Leith hafði átt
viðskipti við fyrir Sambandið.
Heim á leið
Og svo kom að því að dvöl minni í
Bretlandi skyldi lokið. Mér fannst ég
hafa notað tímann vel þessa þijá
mánuði. Mér hafði opnast sýn inn í
vátryggingaheiminn og mér fannst
ég gæti ótrauður hafist handa við
stofnun tryggingafélags hér heima.
Ég hafði hugleitt nafn á nýja félagið
og dundaði mér við að skrifa Usta
yfir nöfn sem gætu komið til greina.
Eitt nafn var þó efst í huganum, Sam-
vinnutryggingar. Það nafn féll í góð-
an jarðveg hjá Vilhjálmi Þór og öðr-
um stjómarmönnum hins nýja fé-
lags.
Eg kom heim frá London með flug-
vél síðast í júlí. Margrét beið á flug-
velhnum og það urðu mikUr fagnað-
arfundir. Með tilhlökkun steig ég inn
um dymar á nýju íbúðinni okkar
sem var á efstu hæð hússins í Eski-
hUð 14. Það var dásamlegt að vera
kominn til Margrétar aftur og inn á
sitt eigið heimili.
Við fórum skömmu síðar austur í
Landbrot og dvöldum í Seglbúðum í
nokkra daga. Það voru yndislegir
dagar. Mér fannst gott að fá hvíld
eftir annríkið ytra og fram undan
beið mikið starf sem ég hlakkaði til
að takast á við.
(Ath: fyrirsögn og millifyrirsagnir
eru blaösins)
VILBORGARSJÓÐUR
STARFSMANNAFÉLAGSINS SÓKNAR
Hin árlega úthlutun úr Vilborgarsjóói hefst 5. des-
ember og stendur til 18. desember.
Umsækjendur komi á skrifstofu félagsins eða hafi
samband í síma 681150 eða 681876.
Stjórn starfsmannafélagsins Sóknar
óskast í eftirtaldar bifreiðar og tæki sem verða til
sýnis þriðjudaginn 3. desember 1991 kl. 13-16 í porti
bak við skrifstofu vora að Borgartúni 7, Reykjavík,
og víðar.
2. stk. Volvo 240 fólksbifr. bensín 1989
1 stk. Peugeot 505 G R station bensín 1987
1 stk. Chevrolet Blazer 4x4 bensín 1987
2stk. Toyota LandCruiser II 4x4 bensín 1987
1 stk. Toyota LandCruiser II 4x4 dísil 1986
1 stk. Isuzu Trooper 4x4 dísil 1986
1 stk. Mitsubishi Pajero 4x4 dísil 1985
1 stk. Toyota HiLux pickup 4x4 dísil 1985
1 stk. Dodge Ramcharger 4x4 bensín 1984
1 stk. Ford Econoline E-250,11 farþ. 4x4 dísil 1983
1 stk. Ford F-250pickup 4x4 bensín 1979
1 stk. Mitsubishi L-200 pickup 4x4 dísil 1988
1 stk. Nissan Patrol pickup 4x4 dísil 1985
1 stk. Nissan king cab 4x4 dísil 1985
1 stk. Chevrolet pickup m/húsi 4x4 dísil 1984
1 stk. Chevrolet pickup m/húsi 4x4 bensín 1982
1 stk. Chevrolet Suburban 4x4 bensín 1980
3stk. Subaru 1800 DLstation 4x4 bensín 1985-86
1 stk. Subaru 1800 pickup 4x4 bensín 1982
1 stk. Subaru 1800 hatchb. 4x4 bensín 1983
1 stk. ToyotaTercelstation 4x4 bensín 1986
1 stk. Mitsubishi L-300sendiferðabifr. bensín 1988
1 stk. Nissan Vanettesendiferðabifr. bensín 1983
2 stk. Mazda E-2000 Panel van bensín 1985-86
1 stk. Lada 21013 fólksbifr. bensín 1987
1 stk. Volvo N 10 46 m/sturtu og krana 6x2 dísil 1982
1 stk. Harley Davidson bifhjól bensín 1976
1 stk. Mercedes Benz 0307, 50 farþega disil 1978
1 stk. Zetor 10075 m/ámoksturstækjum 4x4 dlsil 1981
1 stk. Zetor7045 4x4 dlsil 1981
Til sýnis hjá Vegagerð ríkisins, vélaverkstæði, 1 stk. bílkrani HMF 860, 3,5 tonn Borgartúni 5-7
(skemmdur) 4x4 bensín 1990
1 stk. Nissan Sunny Wagon (skemmdur) Til sýnis hjá Rarik á Egilsstöðum 4x4 bensín 1989
1 stk. Nissan Patrol 4x4 dísil 1985
1 stk. Volvo Lapplander 4x4 bensín 1981
Til sýnis hjá Vegagerð ríkisins, Akureyri
1 stk. Mitsubishi L-200pickup bensín 1985
Tilboðin verða opnuð á skrifstofu vorri sama dag kl.
16.30 að viðstöddum bjóðendum. Réttur er áskilinn
til að hafna tilboðum sem ekki teljast viðunandi.
ll\ll\IKAUPASTOFNUI\l RÍKISIIMS
BORGARTUNI 7 105 REVKJAVIK