Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.1991, Page 42
54
LAUGARDAGUR 30. NÓVEMBER 1991.
Brotalamirnar í breska dómkerfinu
koma sífellt betur í ljós. Fyrr í þess-
ari viku skýrðu dómarar í Bretlandi
frá því að einn þeirra þriggja sem
sakfelldir voru 1987 fyrir að myrða
lögreglumann væfi saklaus af
morðákærunni. Er þetta síðasti at-
burðurinn í röð mála þar sem áður
fallinn dómur er lýstur ógildur.
Ekki hefur heldur verið lát á öörum
hneykslismálum. Síðastliðið sumar
kom eitt þeirra, Stalker-málið svo-
kallaða, aftur á síður dagblaðanna.
Það mál ijallaði upphaflega um að-
gerðir bresku lögreglunnar á Norð-
ur-írlandi og þrálátan orðróm um að
háttsettir embættismenn, og jafnvel
ráðherrar, hefðu tekið þátt í tilraun
til að koma í veg fyrir að sannleikur-
inn Uti dagsins ljós.
Skotnirtil bana
John Stalker var háttsettur lög-
reglumaður í Manchester þegar
hann árið 1984 fékk það verkefni að
rannsaka dauða alls sex manna á
Norður-írlandi sem lögreglan hafði
skotið til bana í þremur tilvikum.
Mennimir sex voru allir grunaðir
um hryðjuverk.
Ástæða þótti til að ákæra fjóra lög-
reglumenn. Þeir voru hins vegar
sýknaðir í réttarhöldum sem kaþó-
Ukkar á írlandi fylgdust náið með.
Brátt komust þær sögur á kreik að
áhrifamiklir menn í lögreglunni á
Norður-írlandi hefðu haldið leyndum
mikilvægum staðreyndum. Einnig
var gefið í skyn að margir hefðu ekki
greint rétt frá við réttarhöldin.
Lögreglumanninum Stalker var fal-
in rannsókn málsins. Hann hélt til
Belfast ásamt nokkrum aðstoðar-
mönnum og hóf rannsóknina. Það
kom ekki á óvart að verkefnið skyldi
reynast erfitt.
Vikið frá störfum
Honum þótti þó sem rannsókninni
miðaði áfram. En um vorið 1986 var
honum meinað að hlusta á segul-
bandsupptöku af einu tilvikanna
þegar skotið var á meintan hryðju-
verkamann. Hann setti lögreglunni í
Belfast það skilyrði að ef hann hefði
ekki fengið segulbandsspóluna í síð-
asta lagi 29. maí myndi hann gera
málið opinbert. En 19. maí var hann
leystur frá verkefninu og honum vik-
ið frá störfum.
Ástæðan var sögð sú að hann
þekkti menn sem lægju undir grun
um að hafa brotið af sér. Meðal þeirra
sem tilgreindir voru var Kevin Tayl-
or. Taylor hélt því fram að hann hefði
verið ákærður þar sem lögreglan
vildi koma óorði á Stalker vin hans.
Við rannsókn kom í ljós að Stalker
hafði ekki gert sig sekan um neitt
ólöglegt. Hann fékk stöðu sína aftur
en sagði strax af sér. Sá sem tók við
rannsókninni á dauða - meintu
hryðjuverkamannanna komst að
þeirri niðurstöðu að það væri ekki
stefna lögreglunnar og hersins á
Norður-írlandi að skjóta á færi. Ekki
var gripið til neinna aögerða í kjölfar
rannsóknarinnar.
Stalker skrifaði bók um reynslu
sína og varð bókin metsölubók. Hann
hefur greint frá því að ákvörðunin
um að reka hann 1986 hafi verið tek-
in meðal hæstu ráðamanna.
Tapaði milljónum
vegna ákærunnar
Það var ekki fyrr en í janúar 1990
sem Kevin Taylor var sýknaöur af
Þær kröfur urðu áberandi háværar
síðastliðinn vetur þegar sexmenn-
ingunum frá Birmingham svoköll-
uðu var sleppt. Árið 1974 voru þessir
sex írar dæmdir fyrir sprengjuárásir
á tveimur krám í Birmingham. Ang-
ar stjórnmálanna þykja hafa teygt
sig til þessa máls sem og máls fjór-
menninganna frá Guildford. Þeir
voru látnir lausir 1989 eftir að hafa
setið inni í fjórtán ár, dæmdir fyrir
sprengjutilræði á krá. Bent er á aö
bæði þessi mál tengist ástandinu á
Norður-írlandi og því hafi eftirlit
stjórnmálamanna ekki verið sem
skyldi.
Almenningur
krafðist hefnda
í sprengjutilræðunum í Birming-
ham lét tuttugu og einn lífið og
hundrað og sextíu særðust. Þetta
vakti mikla reiði meðal bresks al-
mennings sem krafðist hefnda. Þegar
ódæðisverkin voru framin hafði
írski lýðveldisherinn, IRA, staðiö
fyrir fjölda sprengjutilræða í Bret-
landi. Þremur klukkustundum eftir
sprengjuárásirnar í Birmingham
voru fimm sexmenninganna hand-
teknir á járnbrautarstöð í Lancaster.
Þeir ætluðu þaðan með bát til Belfast
til þess að vera við jarðarfór IRA-
félaga sem hafði sprengt sjálfan sig
til dauða nokkrum vikum áður. Lög-
reglan misþyrmdi sexmenningunum
og falsaði sönnunargögn til að fá þá
dæmda.
Því hefur verið haldið fram að þeg-
ar sexmenningarnir voru dæmdir
hafi lögreglan þegar vitað hvérjir
sökudólgarnir voru. Hún hafi hins
vegar ekki viljað láta það uppi til að
missa ekki andlitið. Hið sama hefur
verið sagt um meðferð dómstóla á
máhnu.
Fullyrt er að þetta viðhorf eigi ekki
bara við þegar um er að ræða íra sem
flestir eru kaþólskir. Tímaritið New
Statesman and Society fjallaði síð-
asthðinn vetur um mál í Armagh á
Norður-írlandi. Þar afplána fiórir
menn lífstíðardóma fyrir dráp sem
dregið er í efa að þeir hafi framiö.
Þetta mál er frábrugðið öðrum þar
sem Qórmenningarnir eru mótmæl-
endur í hðssveit sem hhðholl er Bret-
um. Fórnarlambið var hins vegar
kaþólskt.
Langur listi
Listinn yfir samsvarandi mál er
langur. Mörg þeirra eiga rætur sínar
að rekja til óeirða í breskum borgum
á síðasta áratug, cins og til dæmis
máhð sem getið var um í upphafi
þessarar greinar. Það er þó hægt aö
finna hneykslismál miklu lengra aft-
ur í tímann. Árið 1950 var Timothy
Evans hengdur fyrir dráp á konu
sinni og lítilli dóttur. Sannanir gegn
Evans, sem var svolítið þroskaheft-
ur, þóttu ónógar en lögregla og dóm-
stólar héldu málinu til streitu. Síðar
kom í ljós að leigusali Evans var geð-
sjúklingur sem hafði mörg kvenna-
morð á samviskunni. Leigusahnn,
John Reginald Christie, var hengdur
1953 en það var ekki fyrr en 1966 sem
Evans var náðaður, sextán árum eft-
ir að hann var líflátinn.
Áriö 1962 var James Hanratty
hengdur vegna meints morðs á pari
í bíl sem lagt hafði verið við þjóðveg
utan við London. Dómurinn gegn
honum var ekki ógiltur þótt vitni
fullyrtu að þau hefðu séð Hanratty á
allt öðrum stað þegar morðið var
framið.
Brian Conlon, einn af fjórmenningunum frá Guildford, fagnar frelsi. Fjórtán árum eftir að þeir voru dæmdir þótti
sannað að játning þeirra væri fölsuð.
Garry Hunter og Paddy Hill, tveir sexmenninganna frá Birmingham, eftir
að þeim var sleppt síðastliðinn vetur. Mál sexmenninganna þykir eitt hið
stærsta af mörgum hneykslismálum i sögu bresks réttarkerfis. Eitt hneyksl-
ismálanna, Stalker-málið, hefur af og til verið á síðum bresku dagblaðanna
í mörg ár.
ákærum um svindl og fíkniefna-
smygl. Taylor var áður milljóna-
mæringur en lifir nú á sjúkrabótum.
Hann hefur lýst því yfir að honum
hafi verið veitt ,eftirfór, sími hans
hleraður og síðast en ekki síst hafi
hann misst heimili sitt og heilsu
vegna rannsóknarinnar. Máhð gegn
Taylor var fellt niður þegar dómari
komst að þvi að tveir lögreglumenn
hefðu logið til að afla sér upplýsinga.
Taylor fór í mál við yfirmann lög-
reglunnar í Manchester, Sir James
Anderton. Sakaði Taylor hann um
samsæri. Lögreglumenn, sem látnir
voru rannsaka máhð, fundu engar
sannanir fyrir því að Taylor hefði
verið fórnarlamb samsæris og var
Anderton því sýknaður. Máhð er
samt ekki úr sögunni því Taylor hef-
ur heitið því að krefiast skaðabóta
upp á milljónir punda af bæði Ander-
ton og lögreglunni í Manchester.
Dómaraveldi
Það draga það víst fæstir lengur í
efa að spilhng og ofbeldi hefur verið
útbreitt meðal bresku lögreglunnar.
Lögreglan fuhyrðir sjálf að hún sé
komin vel á veg með að uppræta
slíkt.
Ástandið meðal dómaranna þykir
hins vegar verra. Þeir fuUyrða enn
að það séu kviðdómendur, og ekki
dómarinn, sem sýkni eða sakfelh.
Ábyrgðin sé hjá kviðdómendum. Því
hefur hins vegar verið haldiö fram
aö breskir dómarar hafi talsverð
áhrif. Þeir eru sagðir sýna vitnum
fyrirhtningu og tortryggja framburð
þeirra. Margir heimta að dómara-
veldið verði brotiö á bak aftur.
Hneyksiismál
í breska réttarkerfinu