Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.1992, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.1992, Blaðsíða 18
18 Veiðivon Verðlaunahafarnir á árshátíð Strauma með bikarana sína: Hans Kristjánsson, Jón Pétursson, Magnea Hjálmarsdóttir, Helgi Eyjólfsson, Garðar Örn Dagsson og Jón Arnar Jónsson. DV-mynd G.Bender Veiðifélagió Straumar veitti sjö glæsilega bikara Veiðifélagiö Straumar, sem leigir Reykjaéalsá í Borgarfirði og Lang- holt í Hvítá í Árnessýslu, hélt árshá- tíö sína fyrir skömmu. Þar voru veitt verðlaun fyrir stærstu fiskana á vatnasvæöi þeirra. Þeir sem fengu verðlaun að þessu sinni voru Hans Kristjánsson og Jón Pétursson en þeir veiddu sinn 20 punda laxinn hvor í Reykjadalsá þar sem allir verðlaunafiskcunir komu á land þetta árið. Laxana veiddu þeir félagar á maðk. Stærsta flugulaxinn, 17 punda, veiddi Helgi Eyjólfsson. Stærsta silunginn, 3 punda urriða, veiddi Jón Arnar Jónsson á flugu. Stærsta barnalaxana, 5,5 pund, veiddu Garðar Öm Dagsson á maðk og Jón Arnar Jónsson, 5,5 pund, á maðk líka. Stærsta laxinn, sem frú í veiðifélaginu Straumum veiddi, fékk Magnea Hjálmarsdóttir, 10,5 punda fisk á maðk. Kolbeinn Ingólfsson veitti verðlaunin fyrir hönd Strauma. Yfir hundrað veiðimenn og konur mættu í hófið þar sem einn af land- eigendum við Reykjadalsána, Flosi Ólafsson leikari, flutti snilldarræðu og kitlaði svo sannarlega hláturtaug- ar veislugesta. -G.Bender Hvammsvík í Kjós: Opið alla páskana Veiðimenn á öllum aldri hafa komið í Hvammsvík í Kjós á undanförnum árum. DV-mynd G.Bender Það styttist í að veiðisvæðið í Hvammsvík í Kjós verði opnað aftur en eins og veiðimenn rekur minni til sluppu allir fiskamir út úr vatninu fyrr í vetur. „Við vorum að setja regnbogasil- ung í vatnið og þar eru á milli 5 og 10 þúsund fiskar núna,“ sagði Óskar Bjartmarz í vikunni í samtah við DV. „Við ætlum að opna á skírdag og hafa opið alla páskana fyrir veiði- menn á ölium aldri. Flestir eru fisk- amir eins og tveggja punda. Það kostar 2000 krónur og fyrir þær má veiða 4 fiska. Við höfum dýpkað vatnið og hækkað garðinn við sjóinn svo að fiskarnir ættu ekki að sleppa oftar frá okkur. Við eigum von á mörgum veiðimönnum til okkar um páskana því aö mikið hefur verið spurt hvenær við ætluðum að opna aftur,“ sagði Óskar ennfremur. -G.Bender LAUGARDAGUR 11. APRÍL 1992. Þjoðar- ManaKandada Hópur íslenskra stúdentsefna hélt einhveiju sinni í skemmti- ferð til Nýju-Delhi á Indlandi. Fyrsta kvöldið í hinni ind- versku borg héldu þeir inn á veit- ingahús sem þeir hugðu að byði upp á ódýran mat Ekki vom þeii* fyrr sestir til borðs en þjónn kom þar aðvifandi með matseðilinn sem, því miður fyrir íslending- ana, var ritaður á indversku. Er þeir höfðu vht matseðilinn „vel" fyrir sér, ákváðu þeir að panta það sem stóð letrað stórum og feitum stöfurn neðst á matseölin- um. Kölluðu þeir því í þjóninn og bentu honum kurteislega á réttinn sem þeir vildu fá. Þjónninn benti þeim þá á að Mana Kandada væri því miður bara nafhið á yfirmatsveini veit- ingahússins og stæði engum gest- um til boða að snæða hann. Með hattinn Farandsali kom eitt sinn að bóndabæ í Ámessýslu og spuröi bóndakonuna, sem stóð í hlað- varpanum, hvort bóndinn væri heima. „Jú, hann er hinum megin viö {jósið að laga fulgahræðuna," svaraði bóndakonan. „Þú kemur strax auga á hann ef þú ferð fram. hjá fjósinu. Það er hann sem er með græna hattinn. Kaldar syndir og heitar Prestur nokkur flutti eitt sinn erindi i útvarpi og talaði af eld- móði um kaldar og heitar syndir. Kunningi séra Bjarna, þáver- andi .dómkirkjuprests, spurði hann hvað presturinn hefði eigin- lega átt við með því aö sumar syndir væru kaldar en aðrar heit- ar. „Við verðum vist að geta okkur til um það,“ svaraði Bjami á sinn hógværa hátt „En ætli hann hafi ekki átt við að það séu kaldar syndir sem drýgöar eru fyrir utan giugga en heitar þær sem drýgðar eru fyrir innan glugga." Finnur þú fimm breytingai? 150 Geturðu ekki sagt eitthvað skemmtilegt við lækninn, hann er svo skelfi- Nafn:...... lega áhyggjufullur vegna þín. Heimilisfang: Myndimar tvær virðast við fyrstu sýn eins en þegar betur er að gáð kemur í ljós að á myndinni til hægri hefur fimm atriöum verið breytt. Finnir þú þessi fimm atriði skaltu merkja við þau með krossi á hægri myndinni og senda okkur hana ásamt nafni þínu og heimilisfangi. Að tveimur vikum hðnum birtum við nöfn sigurvegara. 1. verðlaun: SHARP stereo ferðaútvarpstæki með kas- settu að verðmæti kr. 6.380 frá Hljómbæ, Hverfisg. 103. 2. verðlaun: Fimm Úr- valsbækur að verðmæti kr 3.941. Bækumar, sem eru í verðlaun, heita: Á elleftu stundu, Falin markmið, Flugan á vgggnum, Leik- reglur, Sporlaust. Bækumar eru gefnar út af Frjálsri íjölmiölun. Merkið umslagið með lausninni: Finnur þú fimm breytingar? 150L c/o DV, pósthólf 5380, 125 Reykjavik Vinningshafar fyrir hundrað fertugustu og áttundu getraun reyndust vera: 1. Emma Dröfn Friðriksdóttir Mávabraut 15a, 230 Keflavík 2. Stefanía Árnadóttir Hátúni 7, 735 Eskifirði Vinningarnir verða sendir heim.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.