Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.1992, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.1992, Blaðsíða 26
26 LAUGARDAGUR 11, APRÍL 1992. Útboð Strákagöng - vegskáli Vísnaþáttur Þó að lánið verði valt Vegagerð ríkisins óskar eftir tilboðum í gerð 28 m vegskála við Strákagöng á Siglufjarðarvegi. Helstu magntölur: Steinsteypa 220 rúmmetrar, steypustyrktarjárn 40 tonn. Verkinu skal lokið 30. ágúst 1992. Útboðsgögn verða afhent hjá Vegagerð ríkisins á Sauðárkróki og í Borgartúni 5, Reykjavík (aðal- gjaldkera), frá og með 13. þ.m. Skila skal tilboð- um á sömu stöðum fyrir kl. 14.00 þann 4. maí 1992. Vegamálastjóri AÐALFUNDUR Aðalfundur Verkamannafélagsins Dagsbrúnar verður haldinn þriðjudaginn 14. apríl nk. kl. 20.30 í Ársal Hótel Sögu. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf 2. Kjaramál 3. Önnur mál Kaffiveitingar. Stjórn Dagsbrúnar í vísnaþætti nú nýverið, sem bar fyrirsögnina: „Ég þóttist standa á grænni grein“, varð mér nokkuð á í messunni, óviljandi þó, en aug- ljóslega að óhugsuðu máli. Segja má um þá sem vel vegnar í lííinu að þeir séu á grænni grein en aftur á móti ekki líklegt að þeir standi þar þótt ekki sé það með öllu útilok- að. En vísuna, sem um þetta fjall- aði, lærði ég fyrir alllöngu en man hreint ekki hvort ég heyrði hana eða las og get því ekki gert neina grein fyrir hvaðan hún er komin. En þessi villa, og raunar önnur í þættinum, varð til þess að til mín hringdu þeir sem vissu betur og gerðu athugasemdir og bentu mér á hvar upplýsingar væri að finna. Það sem fer hér næst á eftir er þannig fengið. í bók þeirra séra Árna Þórarins- sonar og Þórbergs Þórðarsonar: „í sálarháska", bls. 181-182, segir svo: „Sigurður hét maður kallaður tanngalli. Hann átti heima í Reykjavík á fyrstu árum mínum í bænum. Hann var hæggerður mað- ur en nokkuð hneigður til vín- drykkju og sást stundum ölvaður. Söfnuðust strákar þá oft kringum hann og gerðu óp að honum. Eitt sinn eltu þeir hann um götur bæjar- ins og köstuðu í hann snjókúlum. Hann fór undan og barst eltingarleik- urinn upp Skólavörðustíg. Þar nam Sigurður staðar fyrir framan hús Áma leturgrafara og stóð þar kyrr eins og til að kasta mæðinni en strák- Vísnaþáttur amir æptu: „Þama stendur hann“.. Þá htur Sigurður niður fyrir sig, dapur í bragði, og svarar: „Ja, ó-já, hér stend ég, en Guð veit hvar ég stend“. Þessi orð leggur í eym Árna leturgrafara sem þá var heima staddur. Hann stendur upp og fer að ganga um gólf og yrkir þetta erindi í orðastað Sigurðar. Nú svífur að mér svími og sveifla tekur mér. Og elhhvítu hrími mitt höfuð þakið er. 10 lítrar gljástig 10 Verd ádur kr. 5.978 Gólfhúd E21 frá Sjöfn Granít gólflakk frá Hörpu Verd ádur kr.1.160,- Sadolin mesterplast 10 lítrar gljástig 10 Sadolin mesterplast 10 lítrar gljástig 5 Verd ádurkr. 5.113,- !i I i MÖGNUD VERSLUN f MJÓDD Álfabakka 16 @670050 snQstan hf akranesf G.Á. Böðvarsson hf. SELFOSSI og viö bjóðum málningu þessa viku á sérstöku tilbodsverói sem þú veröur ad athuga. Sadolin Jíama1^ VERÐ NÚ VERÐ NÚ VERÐ NÚ TúD 4.870,- ■ EI5=T7 mttm 3.991 a venrúð 920,- Og hulinn hættutími á harmaleið mig ber, því dimmt er líf og döpur stund, en börnin bljúg í lund þau benda á hvar ég stend, já, hvar ég stend, en hver veit hvar ég stend? Ég þykist standa á grænni gmnd, en Guð veit hvar ég stend. Helgi Helgason bjó til lag við þetta, ljómandi fallegt. /Mikil skelfileg sál var í þeim manni, hon- um Árna leturgrafara". Hin villan var í stöku sem hófst þannig: Ég er ekki alveg frjáls. Þriðja línan er rétt svona: „en þú leggur arm um háls“. Athugasemd- ir, fari eitthvað úrskeiðis hjá mér, eru vel þegnar. Ögmundur Björnsson frá Syðra- Hóh í Vindhælishreppi í A-Hún. sendi svohljóðandi heillaskeyti til vinar: Vertu, bróðir, einskis án, ætíð ljóð þig hressi. Hljóttu úr sjóðum heimsins lán. (Hann var góður þessi). En ekki er öldungis víst að ham- ingjan fylgi þeim fremur en öðrum, sem hafa aht til alls, a.m.k. hefur Jón S. Bergmann ekki talið það nægja: Hann sem fé og frægðir kaus fremur hjartans eldi, ferðast ahtaf fylgdarlaus fram að ævikveldi. En sá sem hefur fengið eftirfar- andi kveðju frá Kristjáni Helgasyni á Akureyri hefur trúlega átt annars konar gengi að fagna: Áratuga elfan rann, eyðir dug hvert sporið. Elhn bugar aldrei þann sem á í huga vorið. En jafnvel þeim sem fara um fjöli förlast göngulagið. Jóhann Garðar Jónasson sá til ferða Kristjáns Skagfjörð sem er tal- inn einn fremsti brautryðjandi íslenskrar ferðamenningar og hinn mesti ferðagarpur þar sem hann gekk áleiðis upp Túngötu í Reykjavík og hvað: Áður hvattir fiman fót furðu hratt um klungur. Er nú brattinn upp í mót orðinn skratti þungur. Jakob Ó. Pétursson, ritstjóri á Akureyri, hefði eflaust viljað „leika upp æskunnar ævintýr" hefði þess verið kostur þegar hann orti þessa stöku: Öll í sporin er nú fennt, elhglöp mín vitja. Gaman væri að geta kennt gömlum hundi að sitja. Þegar Grímur Þorkelsson skip- stjóri varð fimmtugur sendi Guðni Jónsson prófessor honum afmælis- ljóð og úr því eru þessi erindi: Ungan dreymdi út í lönd, ungan hafið seiddi, ungan heftu engin bönd, ungan farþrá leiddi. Æðru kunni ei né hik, íhugull og djarfur, jafnt við sorta og sólarbhk, sá var hans feðraarfur. Einar Beinteinsson, skáld frá Draghálsi, dvaldi langtímum sam- an á sjúkrahúsi síðari hluta ævi sinnar en lét þó ekki þau lífskjör buga sig. Hann kvað svo: Þó að lánið verði valt veraldar í slarki við skulum glaðir gegnum aht ganga að hinsta marki. Og þaö verða lokaor-ðin að þessu sinni. Torfi Jónsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.