Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.1992, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.1992, Blaðsíða 29
LAUGARDAGUR 11. APRÍL 1992. 29 Frægasti kokkur Kínverja á íslandi: Hefur matreitt ofan í helstu fyrir- menn heimsins Heilsugæslustöðin Raufarhöfn Sími 96-51145 - Póstnúmer 675 HJÚKRUNARFRÆÐINGAR Staða hjúkrunarforstjóra við Heilsugæslustöð Rauf- arhafnar er laus til umsóknar frá 1. júní nk. Laun samkvæmt alm. kjarasamningum og einnig er í undirbúningi sérstakur staðarsamningur um starfs- kjör. Upplýsingar veitir hjúkrunarforstjóri, Þórdís Kristjáns- dóttir, í síma 96-51145 eða heimasíma 96-51245. „íslendingar hafa í gegnum árin helst beöið um súrsætan kínverskan mat en ekki þorað að bragða á fleiri tegundum. Nú hefur þetta verið að breytast og mér fmnst eins og áhugi sé að vakna á mjög sterkum og bragðmiklum mat,“ sagði Gilbert, veitingamaður í Sjanghæ og Asíu, í' samtaii við DV. Athygli hefur vakið að mjög vinsælt er að hafa kínversk- an mat í fermingarveislum þetta árið og til marks um það sá Gilbert og starfsfólk hans um sex slíkar sl. sunnudag. Gilbert, sem er ættaður frá Malas- íu, en kvæntur íslenskri konu hefur starfrækt veitingahús hér í sjö ár. Vegna áhuga íslendinga á sterkum mat setti hann sig i samband við kín- verska sendiráðið og óskaði eftir kokki sem væri sérfræðingur í slík- um réttum. Enginn minni en Tang Wen An kom til íslands en hann er einn frægasti kokkur Kínverja. Tang Wen An ætlar að kynna fyrir íslendingum Szechuan aðferðina í matargerðarlist. Tang er ættaður úr Szechuan héraðinu og lærði mat- reiðslu aðeins sextán ára. Hann starfaði sem yfirkokkur á frægustu veitingahúsum í Peking í 28 ár. Með- al þeirra sem Tang hefur matreidd fyrir er Deng Xiaoping, leiðtogi og einn æðsti maður í Kína. Deng Xiaop- ing fékk Tang til að matreiða þegar forsetar og fyrirmenn annarra þjóða heimsóttu landið. Hann er þvi nokk- urs konar Hilmar B. Jónsson þeirra Kínveija. Tang var auk þess með geysivin- sæla matreiðsluþætti í kínverska sjónvarpinu og er þekktur um landið vegna þess. Þá vann hann fyrstu verðlaun í matreiðslukeppni í Peking árið 1988 þar sem tvö hundruð kokk- ar voru þátttakendur. - En hvað kom til að þessi frægi kokkur kom til íslands? „Til að safna peningum," svaraði Gilbert. „Laun eru mjög lág í Kína og þess vegna reyna allir að grípa svona tækifæri. Tang hefur tvisvar áður verið gestakokkur, fyrst í Bandaríkjunum og síðan á Ítalíu. Hann talar þó aðeins sitt eigið móð- unnál,“ sagði Gilbert. í héraði því sem Tang er uppalinn er öðruvísi matargerð en annars staðar í Kína. Maturinn þar er mjög bragðsterkur og vel kryddaður. Not- aöar eru sérstakar kryddblöndur. Þessi matargerð hefur verið aö ryðja sér til rúms á Vesturlöndum og ýtir til hliðar hinum hefðbundna súrsæta mat sem íslendingar hafa verið hvað hrifnastir af. Gilbert er mjög ánægð- ur með að hafa náð Tang Wen An til íslands og segir það mikinn heiður. „Það er mikil samkeppni milli veit- ingahúsa hér og þess vegna reynir maður að bjóða eitthvað nýtt,“ sagði hann. -ELA Tang Wen An er frægasti kokkur í Kína og sérfræðingur í svokallaðri Szec- huan matreiðsluaðferð sem er mjög bragðsterkur matur. DV-mynd Hanna STYRKIR TIL RANNSÓKNAí KVENNAFRÆÐUM Stjórn Rannsóknastofu í kvennafræðum við Háskóla íslands og Áhugahópur um íslenskar kvennarann- sóknir auglýsa hér með eftir umsóknum um styrki til rannsókna í kvennafræðum en til kvennafræða telj- ast allar þær rannsóknir sem á einhvern hátt varða konur, eru unnar á forsendum kvenna og frá þeirra sjónarhóli. Umsækjendur skulu hafa lokið háskólaprófi sem svarar til meigtaraprófs eða kandídatsprófs og/eða sýnt fram á hæfni sína til rannsóknarstarfa með öðru móti. í umsókn skal greina ítarlega frá þeim rannsóknum sem sótt er um styrk til og fjáröflun til þeirra frá öðrum aðilum. Umsóknum skal skila á sérstökum eyðublöðum sem fást á aðalskrifstofu Háskóla Islands. Umsóknarfrestur er til 25. maí nk. Umsóknir sendist til Guðnýjar Guðbjörnsdóttur dósents Odda Háskóla íslands 101 Reykjavík Stjórn Rannsóknastofu í kvennafræðum og Áhugahópur um íslenskar kvennarannsóknir SkDrpnar varir em lítið angnayndi. Þurrar, flagnaðar varir. Afleiðing sólar- ljóss, vinds og kulda. Eða þurrs innilofts! Þess vegna eru fómarlömbin jaftit áhuga- samir sjónvarpsáhorfendur sem og iðnir trimmarar. Það er sama hverjir Kfshættir þínir em, Blistex mýkir og fegrar varir þínar með femu móti. . . STAUTURINN: Blistex, varasalvi með PABA sólvöm. TÚPAN: Blistex, varasmyrsl til að lina verki í kuldabitnum vörum eða fmnsum. HANDHÆGU KRUKKURNAR: Blistex, varaáburður til að mýkja, græða og verja varimar daglega. Lip-Medex, græðir og mýkir mjög þurrar spmngnar varir og frunsur. Blistex endurnærir þurrar og sprungnar varir. Heildsala: KEMIKALÍA HF GARÐABÆ , sWED^ ‘ , /Ljpe t medex v HELPSHEALCOLDSORES FeverBlisIífs \ ory CrackMlLlpst, /0ÖS ijp pP° daily CONDITIONING treatment _ ToRLIPS’ wvS® c£ tljli!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.