Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.1992, Qupperneq 32

Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.1992, Qupperneq 32
44 LAUGARDAGUR 11. APRÍL 1992. Samastaður vegalausra bama fortíðarinnar: ,,Þar sem er líf 44 þar er von - segir Elísabet Kristjánsdóttir, forstöðumaður Dyngjunnar, áfangaheimilis kvenna eftir áfengismeðferð Elísabet Kristjánsdóttir, forstöðumadur Dyngjunnar, sem er áfangaheimili fyrir konur sem hafa lokið áfengismeðferð, hefur náð góðum árangri i starfi sínu. Hér er hún með heimilisvininum Taniu. „Þegar Dyngjan var sett á laggirn- ar fyrir fjórum árum var ég nýkomin úr meðferö og var því ekki með í uppbyggingunni. Hins vegar fylgdist ég nákvæmlega með öllu sem var að gerast,“ segir Elísabet Kristjánsdótt- ir, forstöðumaður Dyngjunnar, sem er sambýli fyrir konur sem eru að koma úr áfengis- og fíkniefnameð- ferð, þegar helgarblað DV heimsótti heimilið í vikunni. Á Dyngjunni fer fram mjög áhugavert starf til hjálpar konum á öllum aldri, jafnt mæðrum sem einhleypum. Nú eru 19 konur búsettar þar og tvær þeirra eru með börn sín hjá sér. Konurnar, sem hafa dvalið á Dyngjunni, eru frá sextán ára til fímmtugs. „Það má segja að þær konur sem hér búa séu vega- lausu böm fortíðarinnar,“ útskýrir Elísabet sem er fús að segja frá starf- semi heimilisins, eigin reynslu sem alkóhólisti og reynslu sinni af að hjálpa öðram konum. Dyngjan er til húsa við Snekkju- vog, í stóru húsi í eigu Reykjavíkur- borgar. Konumar fengu húsið til af- nota gegn því að standa undir endur- bótum. Húsið er orðið gamalt og þarfnast viðgerða sem konurnar hafa reynt að framkvæma sjálfar eft- ir efnum og ástæðum. Mikið starf er þó óunniö en konurnar una engu að síður glaðar við sitt og færri komast að en vilja. Mikil þörf „Það var mikil þörf fyrir heimili sem þetta,“ útskýrir Elisabet sem alltaf er kölluð Dottý og best þekkt undir því nafni. „Það var og er starf- andi heimili á Amtmannsstíg sem rekiö er af félagsmálastofnun og tek- ur aðeins 5-6 konur í einu. Þar voru alltaf langir biðhstar svo það var engin spuming um þörfina. Oft hafa þessar konur farið í íjölmargar áfengismeðferðir en þegar út í lífíð er komið geta þær ekki staðið á eigin fótum. Þetta heimili miðast við að styðja þær út í lífið aftur, t.d. í sam- bandi við atvinnu. Konurnar, sem hafa gengið í gegnum hf alkóhóhst- ans, eru fullar af sektarkennd og skömm og þær þora ekki út í hfið. Þetta heimili fuhnægir ekki þörf- inni og þess vegna þarf í rauninni að setja upp eitt heimihð enn og þá fyrir konur með börn. Þegar ég tók við Dyngjunni fyrir rúmum tveimur árum vora hér þréttán rúm. Fljótlega bætti ég einu rúmi við og í desember sama ár voru þau orðin sextán. í haust urðum við enn að bæta við rúmunji því að biðhstinn var orðinn það lahgur. Síðan hafa veriö hér nítj- án konúr og enn erum við með bið- hsta. Mér finnst verst með mæðurnar sem eiga fuht í fangi með að ná jafn- vægi í hfinu og þurfa jafnframt að hafa áhyggjur af börnum sínum. Hingað hafa komið nokkuð margar konur sem standa í erfiöum bama- vemdarmálum. Þær konur þurfa á miklum stuðningi aö halda. Ég er í mjög góðu sambandi við félagsmála- stofnun og funda reglulega með þeim. Það er mín skoðun að heimilið eigi að hafa góða samvinnu við ráð- gjafa þar og sú hefur raunin verið.“ ÁKugavertstarf Dottý var upphaflega ráðin í rúm- lega hálfa stöðu á Dyngjunni og átti að reka heimihð á þeim tíma. „Þegar ég byijaði hér tók við ný og mjög ábyrg stjórn. H§r voru núklar skuld- ir sem þurfti að greiða úr. Þó ég ætti að vera í hlutastarfi þá vann maður í þessu allan sólarhringinn því áhug- inn var gífurlegur. Eftir sex mánuði var starf mitt aukið í 75% og auk þess kom hingað kona úr líknarfélagi heimihsins tvo morgna í viku til að kaupa inn, ég annaði því ekki. í des- ember fékk ég í gegn að starf mitt yrði 100% og að ég fengi konu á hverjum morgni til aðstoðar. Núna er ein og hálf staða við húsið og geng- ur ágætlega," segir Dottý. Konumar, sem dvelja á Dyngjunni, þurfa að fylgja í hvívetna ströngum reglum hússins. Þær verða að sanna og sýna að þær vilji breyta um lífs- stíl. „Ég hef komið upp trúnaöar- mannakerfi í húsinu. Hér eru konur sem hafa dvalið allt upp í eitt ár. Sú ábyrgð hvíhr á þeim sem hafa dvahð lengst að gerast „eldri borgari" nýrra kvenna og leiða þær í gegnum fyrstu vikurnar sem tengihður. Allar konur fá því mjög góðar móttökur og kom- ast strax inn í heimilislífið. Dyngjan er nefnilega ekkert annað en heimili þessara kvenna og þær verða að hlíta sömu reglum og gilda á öllum góðum heimilum. Við vinnum eftir kerfi AA samtakanna. Ekkertbruðl Eldamennskan er í höndum tveggja vistmanna í einu en morgun- starfsmaðurinn sér um öll innkaup og aö greiða reikninga. Við þurfum sannarlega að passa hverja krónu og hér er ekki bruðlað með neinn hlut. Á hverjum þriðjudagsmorgni er farið með þær konur sem ekki hafa vinnu í sund og mikið lagt upp úr hkams- rækt. í dag eru níu konur sem hafa ekki fengið starf.“ Lágmarksdvöl á Dyngjunni eru þrír mánuöir en Dottý segir að sá tími megi ekki vera styttri til að ár- angur náist í breyttum lífsstíl. Með- aldvalartími er sex mánuðir. Þær konur sem þurfa á áfangaheimili að halda eftir meðferð eru aðeins 6-7% þeirra kvenna sem fara árlega í áfengismeðferð. „Þetta eru konur sem era mjög illa staddar í lífinu," segir Dottý. „Yfirleitt skulda þær mikið, hafa jafnvel ekki gert skatta- skýrslu til margra ára, eiga enga vinnusögu og kunna ekki neitt. Fé- lagsmálastofnun greiðir götu þeirra fyrsta mánuðinn sem er ekki nægi- legur tími vegna þess hversu mis- munandi tími hður þar til þær fá atvinnu. Konurnar greiða heimilinu 28.500 krónur í húsaleigu og mat á mánuði og á því er Dyngjan rekin. Þær sem enga atvinnu hafa geta ekki greitt leiguna og því era þær á fram- færi Dyngjunnar. Og þeim líður sannarlega iha vegna þess. Styrkur frá heilbrigðisráðuneytinu á síðasta ári bjargaði okkur. Við viljum alls ekki reka konur út sem ekki geta borgað tímabundið," segir Dottý. Hún bætti við að heimilið vonaðist til að komast á fóst fjárlög hjá félags- málaráðuneytinu á næsta ári. Ónógur stuðningur Dottý telur að þar sem þessar kon- ur hafi lifað á félagsmadastofnun í gegnum árin ætti stofnunin aö hjálpa þeim fyrstu mánuðina út í lífið líka. „Allar þær konur sem koma hingað era tílbúnar að hjálpa sér. Þær koma gegnum ráðgjafa frá SÁÁ, Vífilsstöð- um og unghngaheimilinu Tindum. Fyrstu árin vora ekki haldnar tölur um hvernig konuraar spjara sig í þjóðfélaginu eftir að þær fara héðan en ég hef verið að reyna að gera það undanfarið. Mér sýnist að við höfum náð mjög góðum árangri. Margar konur koma hingað oft í heimsókn eftir að þær eru fluttar út, halda sam- bandinu við okkur og fá stuðning." Þegar Dyngjan var sett á laggirnar vora engir peningar til fyrir hús- gögnum. Hjálpsamir einstakhngar úti í bæ gáfu heimilinu húsgögn sem ekki voru not fyrir lengur. Þess vegna ægir saman ólíkum húsgögn- um frá ýmsum tískutímabilum í Dyngjunni. „Það var mjög duglegt fólk og áhugasamt sem stóð fyrir söfnun í upphafi," segir Dottý. Þar sem húsið er gamalt hefur viðgerðar- kostnaður verið nokkur. Dottý segir það vera fyrst núna sem þær geti farið að mála veggi og lagað til. Það gera þær allt sjálfar. „Nýlega gátum við í fyrsta skipti keypt nýjan hlut sem eru borðstofuborðin okkar. Við erum'otboðslega glaðar með þau,“ segir hún ennfremur. Líknarfélagið Konan var stofnað í upphafi með um þrjú hundruð aðh- um sem skráðu sig. Dyngjan hefur sent út gíróseðla en Dottý segir að htið skili sér. Styrktarfélag Dyngj- unnar, sem var stofnað fyrir einu og hálfu ári, er nú að safna fyrir leður- hornsófa sem íslenskur aðili ætlar að smíða gegn hóflegu verði. Þess má líka geta að Hvítabandskonur hafa sýnt mikin stuðning, bæði gefið heimilinu rúm og aðra nytsama hluti. Ekkert er sjálfsagt Dottý segir að mjög nauðsynlegt sé að heimhið sé rekið sjálfstætt. „Það er partur af dvöhnni hér að læra að bjarga sér og t.d. spara í matinn. Ef við leyfum okkur eina góða máltíö þá er mjög ódýr matur á borðum næstu daga. Oft era þessar konur sem hér dvelja stofnanavanar og telja sjálfsagt að fá aht frítt eins og á spítulum og meðferðarheimhum. Hér er htið öðruvísi á og enginn hlut- ur er sjálfsagður. Ég get nefnt dæmi að það er veisla hjá þeim ef við pönt- um kókómalt, skinku eða eitthvað þess háttar. Það er algjör lúxus. Ann- ars leggjum við mesta áherslu á hoh- an og góðan íslenskan mat.“ Margar þeirra kvenna, sem koma á Dyngjuna, hafa aldrei eldað mat og kunna því ekki til verka. Þeim er kennd eldamennska og að halda hús- inu hreinu. Einnig þurfa þær að sitja fundi en ráðgjafar hjá SÁÁ sjá um þá. Morgunfundir með Dottý eru þrisvar í viku fyrir þær sem ekki era í vinnu. 180 konur á fjórum árum í þau fjögur ár sem Dyngjan hefur verið starfrækt hafa 180 konur dvahð þar. Fyrsta konan kom inn 7. apríl 1988. Dottý segir að Dyngjan sé fyrst og fremst heimili fyrir konur sem eru búnar að fara í meðferð. Hins vegar má líkja heimihnu við t.d. leikskóla þar sem ákveðnar uppeldisreglur era .í gildi, agi og stefnt að eðlhegum lífs- sth. „Þessar konur skilja ekki hvers vegna þeim hefur gengiö illa í öhum mannlegum samskiptum í gegnum árin en þær komast að því hér. Alkó- hóhstar eru þannig að ef eitthvað hefur mistekist missa þeir trúna á sjálfum sér,“ segir Dottý. „Konurnar hafa ekkert sjálfstraust." Þegar Dottý er spurð hvort vel gangi að hafa konur með htil börn innan um aðrar sem þurfa að sjá á eftir bömum sínum í vistun eða era barnlausar segir hún það vera. „Hér hafa nokkur börn dvahö frá því ég tók við. Ég er mjög hlynnt því að þau fái að vera með mæðrum sínum ef hægt er en það er ekki í öhum tilfeh- um. Þær sem eru ekki með bömin hjá sér fá þau ahtaf um helgar í heim- sókn. Hér býr núna tveggja ára

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.