Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.1992, Side 5

Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.1992, Side 5
LAUGARDAGUR 14. NÓVEMBER 5 dv Fréttir Feðgarnir Filippus Björn og Heimir Óskarsson í afgreiðslu Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur. Heimir var bóndi í Dölunum þar til fyrir þremur árum að hann flutti á mölina. Hann hefur ekki enn fengið fast starf. DV-mynd GVA Atvinnulaus Keflvíkingur: Látum matinn sitja fyrir - íbúðinívanskil „Ég flutti hingað fyrir þremur árum en áður var ég bóndi vestur í Dölum. Ég hef ekki fengið neina fasta vinnu eftir að ég kom hingað en hef verið lausamaður í verkamanna- vinnu. Mér hefur gengið ágætlega að fá vinnu á sumrin en ekkert fengið á veturna," sagði Heimir Óskarsson, atvinnulaus Keflvíkingur, þegar DV hitti hann þar sem hann var að sækja atvinnuleysisbætur á skrifstofu verkalýðsfélagsins í Keflavík. Heimir er giftur og tveggja barna faðir. Hann sagði framfærsluna vera erfiða þrátt fyrir að eiginkona hans hefði vinnu. „Við keyptum okkur íbúð og eigum erfitt með aö standa í skilum. Við verðum að neita okkur um allt sem heitir mimaður. Viö lát- um matinn sitja fyrir,“ sagði Heimir Óskarsson. Heimir sagöist ekki vita hveijum hann væri reiðastur vegna þess ástands sem nú er á Suðurnesjum - það er þess mikla atvinnuleysis sem þar er. „Þetta er helvíti hart og senni- lega má rekja hluta þess til skipu- lagsleysis, bæði sveitarstjómanna og ríkisstjómar," sagði Heimir Óskars- son. -sme Lítil verðlækkun ánautakjöti Verð á nautgripakjöti til bænda hefur lækkað í ár en sú lækkun skil- ar sér ekki til neytenda. Lækkunin til bænda í algengum verðflokkum er 14-15% envinnslukjöt hefur lækk- að um allt að 25%. Mesta lækkun til neytenda var að meðaltali 6,8% á hakki en fllé hefur hækkað um 1,8% að meðaltali. Þetta kemur fram í könnun sem Verðlagsstofnun gerði í 22 verslunum á höfuðborgarsvæðinu í febrúar, mars og nú í nóvember. Ennfremur voru athugaðir verðhst- ar hjá þremur afurðastöðvum. Almenn verðlækkun varð aðeins í tveimur verslunum í könnuninni. Athugun á verðlistum þriggja af- urðastööva sýnir að engin verðlækk- un hefur verið hjá einni þeirra, önn- ur þeirra hefrn- lækkað um 5% en verðið hjá þeirri þriðju hefur lækkað um 14-15% að jafnaði. -JJ ISSAIM TERRAIVIO Ik. Fjögurra dyra Ein aflmesta díselvél sem fáanleg er. Hlaöinn aukahlutum, rafdrifnum rúðum, samlæsingum sóllúgu ofl. Fjögurra dyra og mikiö rými. 75% læsing á afturdrifi. Slaglöng fjöðrun aö aftan og framan. Einn vinsælasti jeppinn í Ameríku og Evrópu Eigum einnig nokkra IMissan Terrano Dísel Turbo, ángerö 1992, á sérstöku veröi Komiö og leyfið sölumönnum okkar að koma ykkur á óvart Storkostleg opnunarhelgi að Skeiði 5, Isafirði laugardag og sunnudag kl. 14 - 18.00 Kvöldsýningar alla næstu viku til kl. 22.00 Mikið úrval Nissan og Subanu 4WD bíla. Minnum sérstaklega á örfáa bíla af '92 árgerð á tilboðsverði. Gerið frábær kaup í notuðum bílum sem verða á opnunanafslætti Bílasýning á Akureyri á bifreiðaverkstæði Sigurðar Valdimarssonar laugardag og sunnudag kl. 14 - 17.00 Bílasýning að Sævarhöfða 2 laugardag og sunnudag kl. 14 - 17.00 Ingvar Helgason hff, Sævarhöföa 2 síma 91-674000 IMISSAN

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.