Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.1992, Qupperneq 14
14
LAUGARDAGUR 14. NÓVEMBER 1992.
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON
Ritstjórar: JÖNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM
Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON
Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON
Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift,
ÞVERHOLTI 11,-105 RVlK, SlMI (91)63 27 00
SlMBRÉF: Auglýsingar: (91 )63 27 27 - aðrar deildir: (91)63 29 99
GRÆN NÚMER: Auglýsingar: 99-6272 Áskrift: 99-6270
AKUREYRI: STRANDGÖTU 25. SlMI: (96)25013. Blaðamaður: (96)26613.
SlMBRÉF: (96)11605
Setning, umbrot, mynda- og plötugerð:
PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF., ÞVERHOLTI 11
Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1200 kr.
Verð I lausasölu virka daga 115 kr. - Helgarblað 150 kr.
Þeir framlengja kreppuna
Veröbólguhatur nútímans verður skammlífara en
verðbólguást fyrri áratuga. Afleiðingar verðbólguhaturs
ráðandi þjóðfélagsafla eru miklu alvarlegri en afleiðing-"
ar verðbólguástar, enda eru menn nú farnir að hugsa
til verðbólguáranna sem gullaldar í efnahagsmálum.
Verðbólguhatrið lýsir sér nefnilega í því, að menn
verða ófærir um að viðurkenna, að verðgildi krónunnar
er fallið. Þetta væri ekki vandamál, ef krónan réði sjálf
verðgildi sínu eins og hlutabréf eða þorskur á markaði
og gæti þannig jafnað sveiflur í efnahag þjóðarinnar.
í stað þess að láta krónuna í friði hafa menn fryst
gengi hennar með handafli og neyðast því um síðir til
að fella það með handafli. Áður en menn fást til slíkra
læknisverka verður misræmið búið að valda miklum
efnahagsskaða, svo sem dæmin sanna einmitt núna.
Kreppan um þessar mundir stafar ekki af aðsteðjandi
aðstæðum, heldur er hún að mestu leyti heimatilbúin.
í rúman áratug hefur miklum skuldum verið safnað í
útlöndum í skjóh gengisskráningar og peningamir not-
aðir til offjárfestingar í landbúnaði og sjávarútvegi.
Offjárfestingin í sjávarútvegi hefur stuðlað að óhófs-
veiðum og leitt til gæftaleysis. Þess vegna er vandinn í
sjávarútvegi um þessar mundir meiri en í öðrum at-
vinnugreinum. Og með hruni sjávarútvegs hrynur einn-
ig allt annað í hagkerfi, sem byggist á sjávarútvegi.
Ríkisstjómin og valdatökumenn atvinnumálanefndar
munu komast að niðurstöðu, sem felur í sér að velta
hluta vandans yfir á börnin og barnabörnin. Það verður
gert með því að taka lán í útlöndum til að fjármagna
ýmsar brýnar skópissingar, svo sem atvinnubótavinnu.
Það magnar bara kreppuna að nota lánsfé til að fjár-
magna einnota aðgerðir í atvinnubótaskyni, svo sem til
að flýta opinberum framkvæmdum. Lánsfé á eingöngu
að nota til ,aðgerða, sem hafa margfeldisáhrif, svo sem
til uppbyggingar í arðbærustu atvinnugreinunum.
Valdatökumennimir úr samtökum vinnumarkaðar-
ins munu fá því framgengt, að skattar fólks verði hækk-
aðir til að hna þjáningar fyrirtækja. í megindráttum
verður farið eftir þeirri blekkingu, að þeir, sem þegar
borga háa skatta, séu hinir raunverulegu hátekjumenn.
Hinir raunverulegu hátekjumenn sleppa við að borga
skatta, bæði þá, sem nú eru til, og hina, sem ríkisstjórn- *
in og valdatökumenn munu finna upp til viðbótar.
Skattahækkanir byggja jafnan á þeirri ímyndun, að
skattskýrslur séu nothæfur grundvöllur skattlagningar.
Á næstu vikum verður líklega fléttað saman aðgerð-
um úr gjaldþrotastefnu ríkisstjórnarinnar og skópiss-
ingastefnu valdatökumanna samtaka vinnumarkaðar-
ins í atvinnumálanefndinni. Þannig verður kreppan
framlengd með hámörkun tilheyrandi þjáninga.
Enginn vill gera það, sem æ fleiri hagfræðingar sjá,
að gera þarf. í fyrsta lagi þarf að létta landbúnaðinum
af herðum neytenda og skattgreiðenda með því að leyfa
hindrunarlausan innflutning ódýrrar búvöru og hætta
ríkisstyrkjum og búvörusamningum og skyldu svindli.
í öðru lagi þarf að taka upp veiðileyfagjald í sjávarút-
vegi um leið og gengi krónunnar verður gefið frjálst.
Með gengislækkun er vegið upp á móti veiðileyfagjald-
inu í afkomu sjávarútvegsins. Um leið næst heilbrigðari
staða sjávarútvegs í htrófi atvinnulífsins.
Ríkisstjóm og atvinnumálanefnd eru sammála um
þann læknisdóm, að bezta ráðið við niðurgangi sé að
meina sjúkhngnum algerlega að fara á salemið.
Jónas Kristjánsson
Úrslitatilraun
til að afstýra
viðskiptastríði
Eitt af því sem haghugsuðum ber
saman um er að ekkert alþjóða-
samkomulag hefur gert meira til
að stuðla aö vexti heimsviðskipta
og hagsældar á hðnum áratugum
en Almenna samkomulagið um
tolla og viðskipti, venjulega
skammstafað GATT. Með því að
koma á fríverslun, lækka eða fella
niður vemdartolla og draga úr öðr-
um hömlum á. milhríkjaverslun
hefur það eflt hagkvæma verka-
skiptingu á heimsmarkaði og þar
með hagvöxt.
GATT gekk í gildi í ársbyrjun
1948 og náði þá fyrst og fremst til
viðskipta með iðnvarning. Síðan
hefur áhrifasvið samninganna,
sem gerðir hafa verið á vegum
stofnunarinnar í Genf sem stýrir
framkvæmd samkomulagsins, ver-
ið fært út í nokkrum áfongum. Þai
voru helstir Tokyo-umferðin og
Kennedyumferðin en nú hefur Ur
uguay-umferðin í samningaumleit
unum staðið í sex ár.
í Uruguay-umferðinni færisi
GATT meira í fang en nokkru sinr í
fyrr frá stofnun. Markmið vit
ræðnanna, sem 108 ríki eru aðila ■
að, er að færa afnám viðskipta
hamla í milhríkjaviðskiptum yfir
ný svið. Þar er um að ræða þjón-
ustuviðskipti, fjárfestingu, verslun
með vefnaðarvörur og búvörur,
vemdim einkaleyfa og höfunda-
réttar, auk frekari tollalækkana á
ýmsum varningi sem fyrri samn-
ingar taka þegar til.
Tvö ár em liðin síðan Uraguay-
umferðinni átti að ljúka samkvæmt
upphaflegri tímaáætlun en samn-
ingaviðræður hafa dregist á lang-
inn. Helsti þröskuldur hefur verið
ágreiningur um hve langt skuli
ganga í að jafna samkeppnisgrund-
völl á heimsmarkaði í viðskiptum
með búvörar. Hafa þar einkum
rekist á sjónarmið ríkja Evrópu-
bandalagsins og Japans annars
vegar og búvöruframleiðslulanda í
Ameríku og Ástrahu hins vegar.
Upp á síðkastið hefur þessi
ágreiningur kristallast í harðri
deilu milh stjóma Evrópubanda-
lagsríkja og Bandaríkjanna. Hafa
samningamenn framkvæmda-
stjómar EB og Bandaríkjastjórnar
setið langa fundi að takast á um
síðustu ágreiningsmáhn og á með-
an hafa heildarsamningaviðræður
á vegum GATT legið niðri. Tíminn
er farinn að reka á eftir því um
mitt næsta ár rennur út tíminn sem
Bandaríkjaforseti hefur til að
leggja gerðan samning fyrir þingið
með þeim skilmála að það verður
annaðhvort að fallast á hann í heild
eða hafna, hefur afsalað sér valdi
til að breyta þar nokkru ákvæði.
Ef þessi frestur á að nýtast telja
menn að frágenginn samningur
þurfi aö hggja fyrir í mars.
Upp úr samningaumleitunum EB
og Bandaríkjastjórnar í Chicago
shtnaði daginn sem forsetakosn-
ingar fóra fram í Bandaríkjunum.
Næsta dag tók Carla A. Hills, við-
skiptafuhtrúi Bandaríkjastjómar,
fyrsta skrefið til viðskiptastríðs við
Erlend tíðindi
Magnús Torfi Ólafsson
EB með því að boða 300 milljóna
dollara refsitoll á búvörur frá lönd-
um EB, einkum hvítvín, frá og með
6. desember, væri ágreiningurinn
þá óleystur.
Ekki hefur verið látið uppi ná-
kvæmlega hvað gerðist á lokafund-
inum í Chicago. Fyrsta fréttin var
á þá leið að samningamenn EB
hefðu talið samkomulag um síð-
ustu ágreiningsatriði liggja fyrir
þegar Edward Madigan, landbún-
aðarráðherra Bandaríkjanna, brá
sér frá til að fara á kjörstað. Við
afturkomu þaðan haíði afstaða
Madigans breyst, samkomulag var
ekki. Kom í ljós að ráðherrann
hafði haft símasamband við tals-
menn bandarískra sojabauna-
bænda á leiðinni frá að kjósa.
í síðari fregnum var meira gert
úr að samstaða hefði ekki verið í
röðum EB. Landbúnaðarfulltrúinn
í framkvæmdastjórninni í Brussel,
írinn Ray MacSharry, afsalaði sér
forustu fyrir samninganefndinni
við Bandaríkin. MacSharry lét
ekkert eftir sér hafa um ástæður
fyrir þessari ráðabreytni en í aðal-
stöðvunum í Brassel hleraðu
fréttamenn að honum hefði þótt
Jacques Delors, formaður fram-
kvæmdastjómar, ekki hafa stutt
sig sem skyldi á lokasprettinum.
Var Delors núið þvi um nasir, eink-
um í breskum blöðum, sem lengi
hafa lagt hann í einelti, að hafa
drýgt þá höfuðsynd af forastu-
manni í EB að vera, að taka sér-
sjónarmið stjómar eigin lands, í
þessu tilviki Frakklands, fram yfir
hehdarafstöðu bandalagsins.
Delors neitar að hafa í nokkru
torveldað störf samninganefndar
EB í Chicago. Eftir viðræður og
fundahöld hefur MacSharry falhst
á að taka á ný við formennsku í
samninganefnd EB og er gert ráð
fyrir að næsta samningalota hefiist
í Bandaríkjunum í næstu viku. Þá
verður Arthur Dunkel, fram-
kvæmdastjóri GATT, búinn að
húsvitja bæði í Washington og
Brassel til að gera í umboði stofn-
unarinnar deiluaðilum grein fyrir
hvað í húfi er. Það er hvorki meira
né minna, að kunnugustu manna
dómi, en að GATT-kerfið í heild og
þar með grundvöllur heimsvið-
skipta taki að rakna upp, fari Ur-
uguay-umferðin út um þúfur þann-
ig að við taki viðskiptastríð milli
Bandaríkjanna og EB.
Shkur ófamaður þykir þeim mun
afkáralegri sem orðið er ljóst að
nánast bar smámuni á mihi í
Chicago þegar upp úr slitnaði, mið-
að við allt annað sem í húfi er.
Ágreiningur Bandaríkjanna og EB
snýst nú um 85.000 tonn af hveiti
og 500.000 tonn af olíufræi. Vih
Bandafíkjastjóm að hveiti, sem EB
lækkar á útflutningsbætur, aukist
um þetta magn frá tilboði EB. Deil-
an um olíufræið þykir verri viður-
eignar. Þar vill EB að framleiðslu-
takmörkun reiknist í landi sem tek-
ið er úr ræktun en Bandaríkja-
stjórn krefst beinnar magntak-
mörkunar á útflutninginn frá EB.
Bandaríkjastjóm telur sig hafa
sterka stöðu í þessu máli því úr-
skurðaraðih hjá GATT hefur tví-
vegis úrskurðað að útflutningsbæt-
ur EB með olíufræi nemi óleyfi-
legri viðskiptahindrun og hafi
skaðað aðra framleiðendur, ekki
síst bandaríska sojabaunabændur.
EB hefur synjað að láta máhð fara
í gerð.
Mál þetta sýnir fyrst og fremst
að GATT hefur sem stendur ófull-
nægjandi úrræði til að framfylgja
niðurstöðum sínum. Það er eitt af
því sem ráða á bót á með Uruguay-
umferðinni, samningsdrög sem
fyrir liggja gera ráð fyrir auknu
valdi stofnunarinnar til að fylgja
fram samningsreglum og búa svo
um hnúta að úrskurðir eftirlitsað-
ila hafi áhrif.
Magnús T. Ólafsson
Jacques Delors, formaður framkvæmdastjórnar EEB í miðið, kneyfir hvitvin ásamt Paul Rasmusen, foringja
danskra sósíaldemóktrata (t.v.) og Jean Pierre Cot, formanni þingflokks sósialista á Evrópuþinginu, á fundi
evrópskra sósíalista í Haag í Hollandi. símamynd Reuter