Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.1992, Qupperneq 31

Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.1992, Qupperneq 31
30 LAUGARDAGUR 14. NÓVEMBER 1992. Omista tapaðist en stríðið heldur áfram - málið verður rekið sem marniréttindamál fólks í baráttu við strangtrúaða Óttar Sveinsson, DV, Tyrklandi: Nú er orðið ljóst að Sophia Hansen mun ekki sjá dætur sínar fyrr en á síðari helmingi næsta árs - í fyrsta lagi. Dætur hennar munu því vænt- anlega fjarlægjast enn meira móður sína og ísland á sama tima og þær venjast siðum strangtrúaðra íslama. Eftir atburði síðustu viku liggur fyr- ir að orrusta hinnar íslensku móður er töpuð en stríðið mun halda áfram. Engu að síður er ljóst eftir atburðina að von móðurinnar um að fá bömin heim til íslands hefur verulega minnkað - ekki síst með tilliti til þess að faðirinn hefur marglýst því yflr að hann muni aldrei senda stúlk- umar til íslands. Hann hefur einnig sýnt fram á með ýmsum hætti að hann muni nota mjög óhefðbundnar aðferðir, á íslenskan mælikvarða, til að standa við orð sín. Á næstu mánuðum mun hins vegar verða barist á allt öðrum vígstöðvum en þeim sem málsaðilar hafa einbeitt sér að síðustu mánuði, bæði hér í Tyrklandi og heima á íslandi. Þar sem dómari í undirréttardómstól í einu af tugum hverfa í Istanbul hefur allt að því viðurkennt að hafa verið hlutdrægur við úrskurð sinn á fimmtudag er ljóst að mál Sophiu er nú nær eingöngu farið að snúast um mannréttindi, trúarbrögð, póhtík og efnislega ílókna lagalega málsmeð- ferð fyrir Hæstarétti og í tyrkneska dómsmálaráðuneytinu. Eftir að ljóst varð að móðirin mun örugglega ekki hitta börnin sín í bráð er spumingin hjá Sophiu og öllu því fólki, sem hefur stutt hana, því þessi: Ætla menn að láta ganga yfir sig eða ekki? Máhð virðist hka vera komið að talsverðu leyti til íslenskra stjórn- valda og eru vonir Sophiu á ýmsan hátt bundnar við stuðning þeirra. Á fimmtudag kom einmitt berlega í ljós - að áhti Sophiu og föruneytis henn- ar - að það bar árangur að embættis- og stjórnmálamenn heima á íslandi óskuðu eftir rækilegu lögreglueftir- liti við dómhúsið í Istanbul. Og það sem meira er: Viðbrögð tyrkneskra stjórnvalda einkenndust greinilega af ábyrgð. Dætumar aólagast Tyrklandi Dætur Sophiu, Dagbjört, 11 ára, og Rúna, 9 ára, eru greinilega farnar að aölagast tyrknesku lífi þó að þær hafi búið mikinn meirihluta lífs síns á íslandi. Hins vegar búa þær við talsvert annað líf en venjuleg tyrk- nesk böm því faðir þeirra, afi, amma og aðrir ættingjar era strangtrúað íslamstrúarfólk. „Mér féhust hendur þegár ég sá að stelpumar htu ekki einu sinni á Sophiu. En meðan á fundinum stóð vaknaði þó smávon hjá mér þegar önnur þeirra leit á hana,“ sagði Gunnar Guðmundsson lögmaður við DV þegar hann lýsti fyrsta fundi Sop- hiu með dætrum sínum í mars, eftir úrskurð dómara um umgengni. „Það þýðir htið fyrir systumar að loka sig inni í skáp núna og segja: „Ég vil fara til íslands", sagði Gunn- ar. Stúlkumar verða að bera slæður til að hylja hár sitt. Af þessum sökum mega þær til dæmis ekki fara í sund því þá sést hárið. Rósa Hansen, syst- ir Sophiu, segir að stúlkumar megi Sophia Hansen með Rúnu og Dagbjörtu hér heima skömmu áður en þær fóru með föður sínum til Tyrklands. DV-mynd Brynjar Gauti ekki nota salemispappír þegar þær Aðhehsakarlmönnummeðhanda- Útlit dætra Sophiu var ahs ekki gera þarfir sínar - þær noti tuskur bandi er einnig bannað. Þetta fékk slæmt að sjá. Hins vegar era þær sem þær eiga að þrífa sjálfar. blaöamaöur DV að reyna á miðviku- heldur hvítar í andhti og grannar en dagskvöldið þegar hann hitti þær. Þegar blaðamaður rétti þeirri eldri höndina þar sem hún stóð í gættinni við hlið föður síns setti hún báðar hendur sínar upp að brjóstinu, hristi höfðið en horfði afsakandi augum á þennan rnahn sem henni þótti þó greinhega spennandi aö fá í heim- sókn ásamt fleira fólki frá íslandi. Það sem strangtrúuð börn mega meðal annars ekki gera er að horfa á sjónvarp, drekka gosdrykki og nota rafmagnstæki eða önnur nútíma áhöld. Leikföng mega börnin helst ekki eiga eða nota og karlmenn má ekki tala við að fyrra bragði. ekki sérstaklega horaðar miðað við önnur börn. HalimAl viðmótsþýður Síðustu viku hefur afstaða Halims Al th íslenskra fjölmiðla greinilega gjörbreyst. í sumar vildi hann lítið sem ekkert við þá ræða en það var annað uppi á teningnum þegar hann boðaði til íslensks fréttamannafund- ar á heimili sínu með stúlkunum á miðvikudagskvöld hér í Istanbul. Halim A1 hefur raunar jafnvel sóst eftir þvi sjálfur að komast í samband við fjölmiðla undanfarna daga. Á og fyrir fréttamannafundinn á heimhi hans var deginum ljósara að þetta var hann búinn að undirbúa í langan tíma - að koma fram sem hamingjusamur fjölskyldufaðir með dætrum sínum tveimur til að sýna íslenskum almenningi fram á að þeim liði vel - sýna fram á að það sem sagt hefði verið um ofbeldi og hla meðferð á systrunum stæðist ekki. Allir eiga erfitt með að fuhyrða um það sem maður sér ekki sjálfur, það er hvort stúlkurnar eru beittar harö- ræði. Þó liggur fyrir myndbandsupp- taka frá í vor þar sem dæturnar lýsa miklu ofbeldi föðurins, tyrkneska afans og ömmunnar. í málum sem þessu er afar sjaldgæft að böm búi th svo slæmar sögur um foreldra sína. Þegar svona ber á góma er al- mennt talið að börnin segi sannleik- ann en séu um leið hrædd um að því foreldri, sem sagt er frá, berist vitn- eskja um það sem barnið greinir frá, eins og raun bar vitni á myndbands- upptökunni. En hvað sem öðru líður er, þegar á heildina er htið, ekki hægt að segja annað en að Halim A1 og dæturnar hafi komist vel frá blaðamannafund- inum. Þetta virtist ekki óhamingju- samt fólk. Maðurinn var mjög vin- gjarnlegur og kátur en þó greinilegt að hann er var um sig og ekki beint afslappaður. En miðað við umtal ís- lensks almennings um vondan Tyrkja var þarna um að ræða fremur vingjarnlegan mann. Hahm A1 er Tyrki sem bjó á íslandi í 9 ár og á tiltölulega gott með að eiga tjáskipti við fólk þaðan. HaUm A1 sýndi þó þá hUð á sér sem er vem- lega „götótt". Hann hefur aUs ekki verið sjálfum sér samkvæmur í frá- sögnum af afstöðu sinni. Á mánudag sagði hann til dæmis við blaðamann DV að hann myndi semja við Sophiu hvernig sem dómurinn færi en dag- inn eftir kvaðst hann telja úthokað að semja við hana og hennar fólk. Á miðvikudag sagði hann að stúlkurn- ar færa ekki aftur th íslands fyrr en í fyrsta lagi 18 ára og daginn eftir, þegar dómur gekk, sagði hann að þær myndu aldrei fara th íslands. Út á þetta gengur málið greinhega hjá honum. Hann er í heilögu stríði og notar greinilega th þess öh meðul sem völ er á. Þau era aUnokkur því hann nýtur stuðnings þingmanns, þúsunda trúbræðra sinna, ljölskyldu og fjölda lögfræðinga. Því er spurt í dag: „Er þetta ekki vonlaust?" Tyrkir mjög vingjarnlegir Mörgum íslendingum hefur Utist LAUGARDAGUR 14. NÓVEMBER 1992. 43 hla á forræðismál Sophiu og HaUms A1 í því ljósi að Tyrkir séu erfitt fólk. Eftir dvöl í Tyrklandi hér í vikunni hefur annað komið á daginn. Tyrkir eru afar vingjarnlegt fólk sem aUt vhl fyrir gesti gera, hvenær sem er og hvar sem er. Samskipti heimamanna innbyrðis eru einnig mjög aðdáunarverð, th dæmis ef miðað er við íbúa norðan- verðs Miðjarðarhafsins. Hróp og köll eru óalgeng, kurteisi er aUsráðandi og í bílaumferðinni fær maður á th- finninguna að ahir ætU í sameiningu að láta daginn ganga fyrir sig slysa- og óhappalaust. Æsingur og stress virðist mjög óalgengt fyrirbæri og því sem nefnist hugsanleg árásar- hneigð er best að lýsa með eftirfar- andi orðum eins innfædds viðmæl- anda DV: „Tyrkir horfa á þig og skoða en þeir ráðast ekki að þér.“ Sophia og hennar fólk hefur eign- ast marga góða kunningja og vini eftir dvöl þeirra hér í Istanbul enda mjög auðvelt að kynnast fóUcinu - jafnvel líka ef Utið er á einföld og almenn samskipti við strangtrúar- fólk. Með hUðsjón af þessu atriði, Tyrk- landi og Tyrkjum, er forræðismálið ahs ekki erfitt en hitt er aht annað að hópur strangtrúaðra lifir sam- kvæmt allt öðrum reglum en „nú- tímatyrki" þegar til kastanna kemur. Halim Al fagnar sigri eftir réttarhöldin i fyrradag. DV-simamynd Óttar Sveinsson :■ Sophia og Rósa systir hennar fyrir utan dómhúsið í Istanbul. DV-símamynd Öttar Sveinsson Það er án efa stærsti vandinn í máli Sophiu því forræðismáUð hefur snú- ist upp í hreina og klára trúarbragða- dehu. Jafnvel héraðsdómarinn í mál- inu er tahnn tengjast ofsatrúarfólki á einhvem máta. Hinn almenni Tyrki er á hinn bóg- inn mjög mótfahinn framferði strangtrúaðra í forræðismáUnu. Það sem mest fer fyrir brjóstið á þeim er að stúlkumar tvær fái ekki að lifa frjálsu og eðlilegu nútímalífi. Reyna að hraða málinu Þau atriði, sem lögmenn Sophiu munu nú einbeita sér að vinna að gagnvart tyrkneskum dómstólum og stjómvöldum, era þessi: „Við munum kreíjast þess að allar reglur við málsmeðferðina verði þannig að báðir aðhar fái að tjá sig um sínar málsástæður - þeir fái að leggja fram sín gögn eins og almennt þekkist í dómsmálum í Tyrklandi. Lögin hér eru byggð á svissnesku réttarfari og málsmeðferð fyrir dóm- stólum þar,“ sagði Gunnar í samtaU við blaðamann DV í gær. „Þau brot, sem helst áttu sér stað í þessu máU, eru þau að sönnunar- gögnum, sem nauðsynlegt var að leggja fram, svo sem rannsókn á and- legu ástandi stúlknanna, var hafnað af dómara. Einnig virti hann ekki réttarfarsreglur um að gefa aðhum kost á að tjá sig um málsaðstæður andstæðingsins. Jafnframt munum við halda áfram með sakamáUð en í því felst að Halim A1 er kærður fyrir margítrekuð brot á ákvörðun dómar- ans um umgengnisrétt. Síðan mun þeim málum verða haldið áfram sem höfðuð voru vegna afskipta tyrk- nesks þingmanns af þeim mikla mannijölda sem var fyrir framan dómhúsið 24. september og aðkasti sem Sophia og fólk hennar varð fyrir þann dag. Gunnar segir að Sophia og hennar fólk muni einnig snúa sér th tyrk- neskra yfirvalda og óska þess að máUnu verði hraðað eins og kostur er. Vonirvið fund í dag Talsverðar vonir era bundnar við fund í Istanbul í dag, laugardag, sem boðaður var fyrir thstuðlan mann- réttindasamtaka í Tyrklandi. Þar munu sérfræðingar um málefni barna flytja erindi um velferð barna og málefni þeirra. „Það verður fróðlegt að sjá hvað kemur út úr þessum fundi. Þarna kemur fram hópur mannréttinda- fólks sem vhl sýna að í Tyrklandi er fólk sem berst gegn aðgerðum strangtrúaðra. Þarna er kominn fram hópur sem styður við bakið á Sophiu," sagði Gunnar lögmaður. Úm næstu aðgerðir varðandi ís- lensk stjómvöld sagði Gunnar: „Við byrjuðum í gær þegar við hittum Iiigva Ingvason sendiherra, með að- setur í Danmörku, en hann mun af- henda trúnaðarbréf sitt tyrkneskum stjómvöldum á þriðjudag. Hann bauð Sophiu að leggja henni Uð í baráttu hennar eins og kostur er. Við munum einnig fara á fund Jóns Bald- vins og Þrastar Ólafssonar, sem hef- ur unnið í þessu máh fyrir hönd ut- anríkisráðuneytisins, og leggja áherslu á að stuðningurinn haldi áfram." Égberstáfram „Mér líður mjög hla. Þetta var eng- an veginn sanngjam dómsúrskurður og ekki rétt meðferð hjá dómstólnum hér í Istanbul," sagði Sophia Hansen við DV í gær. „Síðustu tvö réttarhöld hef ég ekki fengið aö segja eitt orð um hver hugur minn og tilfinningar eru vegna þessa máls. Þar sem strangtrúaðir eru búnir að gera þetta að trúarstríði og geta engan veginn hugsað sér að „dætur sínar" ahst upp hjá mér og í kristnu samfélagi þá kemur það mér mjög einkennhega fyrir sjónir hvaða aðstæður þeir sjálfir bjóða stúlkunum upp á. Siðferðhega finnst mér ekki rétt að börnin ahst upp hjá föður sínum. Faðirinn hefur gengið í Uð með mjög hættulegum flokki fasista sem ekki hikar við að beita ofbeldi og vopnum th að fá vhja sínum framgengt í einu og öhu og taka sér algjörlega lögin í hendur. Stúlkurnar þurfa aö lifa við harð- stjóm föður síns og hafa yfir sér vopnaöa lífverði allan sólarhringinn. Það kemur th með að brjóta þær nið- ur að vita að við þeim blasi byssu- hlaup. Þetta ógnar þeim og þær lifa greinhega við þann ótta dag hvern að ef þær gera ekki aUa hluti rétt og þóknast ekki öllum verði þeim refs- að. Þetta tel ég mjög óhehbrigt upp- eldi og aðstæður fyrir böm að lifa við. Ég get engan veginn sætt mig við þetta og mun halda áfram að beij- ast og áfrýja málinu áfram th Ank- ara. Þar ætla ég að beijast fyrir því að úrskurði dómarans hér í Istanbul verði hnekkt," sagði Sophia Hansen.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.