Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.1992, Síða 35
LAUGARDAGUR 14, NOVEMBER 1992.
47
Merming
Fjórir af helstu hvatamönnum að stofnun FÍL á sviðinu í Iðnó árið 1931. Talið frá vinstri: Brynjólfur Jóhannes-
son, Haraldur Björnsson, Valur Gíslason og Indriði Waage.
Frambærilegt
verk, leik-
listanmnendur
50 ára afmælisrit Félags íslenskra leikara (FÍL) er
veglegt rit í stóru broti og meö mörgum myndum. 30
greinar, ávörp og viðtöl eru í bókinni, flest stutt. Meg-
inritgerðin er saga bandalagsins sem er skráð af Silju
Aðalsteinsdóttur. Auk þess er þama m.a. að finna
grein eför Kristbjörgu Keld um leiklistarkennslu á
Islandi. Greinin sú er unnin upp úr ritgerð sem skrif-
uð var við Kennaraháskóla íslands haustið 1990.
Afformönmim
Ritnefndarmeðlimir afmæhsritsins hafa tekið stutt
viðtöl við formenn FÍL og spurt þá m.a. hvað þeim sé
minnisstæðast frá þeim árum er þeir voru formenn.
Gísla Alfreðssyni finnst hvað ógleymanlegast „ofkipu-
lagt fyllerí" sem féh í hans hlut að vera í forsvari fyrir
á 40 ára afmælisfagnaði félagsins. Amóri Benónýssyni
var mest í mun að auka virðingu leikarastéttarinnar
í formannstíð sinni. Ekki er þó minnst á hvernig hann
vann að því. Þetta virðingarleysi fyrir leikurum í dag
kemur einnig fram í orðum Klemenzar Jónssonar þeg-
ar hann ber saman ástand mála í þá daga er stofnend-
ur FÍL voru upp á sitt besta, og ástandið í nútímanum:
...vinsælustu leikaramir voru dáðari þá heldur en
nú... Nú er meira áberandi að fólk sé að pota sér
sjálfu áfram“ (66).
Stéttabaráttan
Stofnendur FÍL unnu mikið óeigingjamt starf í þágu
leiklistarinnar um sína daga. Þeir uppskáru fyrir það
og listfengi sitt ásamt því að kunna sitt fag betur en
síðari kynslóðir, á þann hátt að þeir njóta mikillar
virðingar samborgara sinna. Þegar Þjóðleikhúsið tók
til starfa tókst þessum frumherjum því að koma þar
á mannsæmandi launum sem jöfnuðust á við laun
prófessora við Háskólann. Síðan hefur mikið vatn
runniö til sjávar og hstrænum afrekum fækkað en
stéttabaráttan hins vegar orðið fyrirferðarmeiri.
Fyrsti byltingarmaðurinn sem nokkuö kveður að kem-
ur fram árið 1965 og er rekinn úr starfi sínu fyrir vik-
ið eftir að hafa unnið 10 vikur kauplaust á æfingum
hjá Leikfélagi Reykjavíkur. Á þeim tíma tíðkaðist ekki
æfingakaup og þegar Erhngur Gíslason vildi hærra
sýningarkaup en honum skyldi nægja fékk hann ekki
að vera með í sýningumnn á „Heimsókninni“ eftir
Durrenmatt. í afmæhsritinu er mynd af Erlingi í hlut-
verkinu sem hann æfði en fékk ekki að leika. Þessi
mynd kemur reyndar níu síðum of seint eftir lýsingu
Silju á viðbrögðunum viö kaupkröfum Erlings. En
myndin er núkið hstaverk, eins og margar myndimar
í bókinni. Á henni miðri er Regína Þórðardóttir, sem
lék „þá gömlu", en til vinstri við hana er Erlingur
afar vigalegur með sólgleraugu og jámharðan svip.
Bak viö hann og hægra megin við Regínu er svo Am-
ar Jónsson. Hann er með sítt og spjátrungslegt yfirva-
raskegg og horfir út í bláinn en snýr þó að Erlingi.
Og karakterinn sem Amar leikur, gæti verið að hugsa
um „karakterinn" sem Erlingur leikrn-: „Uppreisnar-
seggur! Hann verður látinn fara. Og sama er mér.“
Margar slíkar hstamyndir prýða bókina, en hæst ber
þó opnuna með frumkvöðlunum þar sem myndin af
Val Gíslasyni er fyrirferðarmest. Hann er að leika
Bókmenntir
Árni Blandon
geggjunina í riddarahðsforingjanum í Fööurnum eftir
Strindberg, með sinni frábæra einbeitingu.
Gagnrýnendur
Shja Aðalsteinsdóttir endar ágætt yfirht sitt um sögu
FÍL með því að vitna til Hahdórs Laxness þar sem
hann lýsir því þegar hann fór í fyrsta skipti í leikhús.
Hann segir m.a.: „Nú ætla ég ekki að fara að lýsa
Fjalla-eyvindi. En svo hamingjusamur var ég, að ég
kunni ekki að finna að neinu, sem ég sá“ (40). Það er
fróðlegt að bera þessi ummæli saman við orð ganrýn-
andans sem tjáir sig um leikhúsið og leikarann í örfá-
um orðum í afmæhsritinu. Auður Eydal segir m.a.:
„Þeir sem fjalla að staðaldri um leikhst, verða oft var-
ir við það, einkum hjá yngra fólkinu, að kahað er eft-
ir harðri gagnrýni og sumum þykir htið mark takandi
á skrifum sem ekki era í niðurrifssth. Gagnrýnendur
eiga sem sagt helst ekki að hafa gaman afleiklist" (94).
Það veit guð að leikarar hafa ekkert á móti hamingju-
sömum leikhúsgestiun. Og hamingja Laxness og Auö-
ar er áreiðanlega af sama toga því hamingja Laxness
í leikhúsinu var nefnhega hamingja tólf ára bams.
Síðar öðlaðist Laxness miklu meiri þroska sem gerði
það m.a. að verkum aö hann varð einn harðasti gagn-
rýnandi sem við höfum eignast, ekki síst í skjóh sér-
þekkingar sinnar og hugrekkis.
Afmæhsrit FÍL er ekki átakamikið rit og örhtið yfir-
borðskennt. En hér er um að ræða frambærhega bók
sem leikhstarunnendur láta væntanlega ekki fram hjá
sér fara.
50 ára afmœlisrit FÍL, 1941-1991, 126 bls.
Ritstjórn: Guörún Alfreðsdóttir
Ritnefnd: Klemenz Jónsson, Helga E. Jónsdóttir, Róbert Arn-
finnsson, Þórunn Sigurðardóttir, Helga Thorberg, Viðar Egg-
ertsson og Anna Sigriður Einarsdóttir.
Clio
leikurinn
stendur yfir
Hlustaðu á 90,9 og þú
getur eignast nýjan
Renault Clio
Á hverjum virkum degi leggur Siggi Sveins tvær
spurningar fyrir hlustendur Aðalstöðvarinnar.
Spurningarnar eru bornar upp milli kl. I0:00 -l2:00 og
13:00 -15:00 og er svörin að tinna í DV. daginn áður. Allt
i sem þú þarft að gera er að hringja í síma 62 60 60, svara
einni spurningu rétt og þá veröur þú einn af þeim fimm
hiustendum sem komast í pott hverju sinni.
Ath. aðeins 10 komast í pottinn á dag, fimm fyrir hádegi
og fimm eftir hádegi. Það verða því einungis 420 í
pottinum þegar Siggi Sveins dregur út þann heppna á
athafnasvæði Bílaumboðsins laugardaginn 28.
nóvember. *
‘Vinningshafi eða fulltrúi hans þarf að vera viðstaddur þegar dregið
er ella fyrirgerir hann rétti sínum til vinnings.
AÐALSTÖÐIN
Bílaumboðið hf
Krókhálsi 1, Reykjavík sími 686633